Morgunblaðið - 19.12.1984, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 19.12.1984, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1984 21 unni kjörviði í hendur. Fyrir ofan garð í Kirkjubæ hneggja þeir bles- arnir 4 enn, halda draumnum við, kröfunum við. Og Sigurður bóndi er á þanspretti með stóðið sitt, til þess að gera gott betra. Vel hefir honum tekizt, rétt fram ljúflings hest, vin barna og öldunga, eftir- læti keppnismanna. Og þetta eru engar tilviljanir, heldur ræktun, markviss ræktun, ár eftir ár koma snillingarnir fram, raða sér í efstu sætin á stórmótum, eða bera lítið barn inn í gleðiheim, sem engin orð fá lýst. Kirkjubær hefir rétt þjóð okkar gjöf sem aldrei verður metin til fjár, gleðin er það aldrei. Þeir hneggja ekki aðeins fyrir ofan garð blesarnir 4, þeir standa við stalla hestunnandi manna í dag, slá gleðihörpu í brjóstum tuga manna. Bók Hjalta Jóns lýsir ævintýr- inu að Kirkjubæ mæta vel. Það hefir verið unnið í lotning fyrir verkefninu. Sagan er rakin, stofnhrossin kynnt, snillingar eins og Halldór Jónsson og Sigurbjörn Bárðarson kallaðir til vitnisburð- ar um hrossin, ásamt fjölda ann- arra. Fyrir þetta er ég þakklátur, en ég hefði viljað vita, hvort Jó- hann Friðriksson hefði kunnað orð um gleði sína af Væng, Sigur- finnur Þorsteinsson um Núp. Það sem ég á við er, ég hefði viljað vita meir um snillingana sem frá Kirkjubæ hafa komið, ris ævin- týrsins, draumsins. Kannske er þetta frekja, með þessari bók er líka rétt fram myndband, þar sem reiðsnillingar sýna kosti stofnsins. Stíll höfundar er góður, léttur, lipur. Tízkuorðin: í gegnum tíðina koma of oft fyrir, nægjanlegt að þau hrelli eyru, láti augu vera. Höfundur hefir unnið úr efninu mjög vel, lagt sig fram og niður- staðan er kjörbók hestamanna í ár. Sjálfsagt leynast í ritinu villur, annað væri ekki mennskt. Á síðu 61 hefir prófarkalesarinn dottað, og á síðu 69 (benti vinur minn mér á) er gersemin Rakel 4288 sett í sæti Sunnu 3558, eins og sést, ef bornar eru saman tölur á síðu 111 og 112. Útgáfan yrði lesendum þakklát, ef henni yrði gert viðvart um villur sem finnast, svo hægt verði að lagfæra þær fyrir næstu útgáfu, en á því er ekki nokkur vafi að þessi selst upp. Bókin er sönnun um það sem íslenzki hesturinn getur og er, ef við hann er lögð rækt af kunnáttu- mönnum í líkingu við Eggert, Stefán og Sigurð. Hafi þeir þökk fyrir störf sín, betur og betur munum við stressbörn borgarinn- ar kunna að meta, hvað þeir hafa fyrir okkur gert til heilsubótar, yndisauka, íslenzk bændastétt hlýtur líka að sjá, að óréttlátt er að láta einn bera allan kostnað af þessari merku tilraun í stofnrækt- un. Hafi Hjalti Jón þökk fyrir að kynna starf Kirkjubæjarbóndans, og útgáfan fyrir það, hvern metn- að hún lagði í að gera góða bók. Myndpappír er í síðum, listrænar litmyndir, prentun eins og hún gerist bezt. Þetta er bók til þess að rétta þeim er þú óskar gleði. Hrífandi hljómpiata komin í hljómplötu- verslanir. FÁLKINN Dagur ei meir Morgunn í maí Matthías Johannessen skáld les eigin Ijóð við undirleik.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.