Morgunblaðið - 19.12.1984, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1984
Að ná valdi yfir
hugum annarra
Bókmenntír
Jóhanna Kristjónsdóttir
Isaac Bashevis Singer: Sjosja
hýðandi: Hjörtur Pálsson.
Útg. Setberg 1984.
Áreiðanlega voru þeir ekki ýkja
margir hérlendis sem vissu mikil
deili á Singer, áður en hann fékk
Bókmenntaverðlaun Nóbels fyrir
sex árum. Síðan hafa íslenzk for-
lög sýnt verkum hans lofsverðan
áhuga og hjá Setbergi mun þetta
nú vera fjórða bókin sem þar er
gefin út, en einnig hefur smá-
sagnasafniö Óvinir komið út á ís-
lensku.
Singer er ákaflega margslung-
inn höfundur og honum tekst jafn-
an að laða fram óvenjulega áhrifa-
mikið andrúmsloft og sögupersón-
ur hans, svo framandi sem þær
kunna nú að virðast í fyrstu,
bregða ljóslifandi á leik í huga les-
andans.
Hér er sögusviðið Varsjá fyrir
heimsstyrjöldina. Gyðingar hafa
jjegar skynjað að útrýmingin bíð-
ur þeirra. Þó verður lífið að ganga
sinn gang í skugga þeirrar ógnun-
ar. Og kannski er ekki hægt að
vænta þess að þeir bjargist af,
bölvun annarra í garð gyðinga í
alda rás, vanmáttarkenndin sem á
svo kyndugan hátt er blönduð
hrokanum yfir því að vera þrátt
fyrir allt guðs útvalin þjóð, Singer
vefur úr þessu mikla voð sem er
efnismikil og listileg.
Það er eiginlega of flókið mál að
ætla sér að rekja þráð þessarar
bókar. Ekki vegna þess að hann
megi ekki með vandvirkni endur-
segja, heldur vegna þess hversu
mikið myndi vanta af litadýrð í þá
endursögn. Aaron sögumaður gæti
allt eins verið einhver hluti af
Singer sjálfum. Kannski er ekki
hægt að skrifa intímt nema það sé
tekið úr hans eigin lífsreynslu.
Lýsingin á Sosju, undarlega full-
orðinsbarnsins sem Arele kvænist
eftir að hafa fetað fjölbreytilega
stigu í ástamálum, er falleg, en
ekki jafn myndræn og persónan
Aaron.
Hljómleikaplata?
Hljóm
plotur
9
Finnbogi Marinósson
Ég hef vanist því hingað til að
góðar hljómleikaplötur endur-
spegli stemmninguna á hljóm-
leikunum sem þær eru teknar
upp á. Stemmningin er fólgin í
að áheyrendur taka þátt í því
sem hljómsveitin er að gera. Og
flytjandinn gerir það sem áheyr-
endur koma til þess að sjá hann
gera. Hljómleikar eru jú fyrst og
fremst skemmtun þar sem hver
og einn reynir að fá sem mest út
úr líðandi stund. Oftast er það
þannig að hljómsveitin peppar
upp áheyrendur og fær þá á sitt
vald. En ein og ein hljómsveit á
því láni að fagna að þurfa næst-
um ekkert fyrir þessu að hafa.
Ein af þessum hljómsveitum
heitir Duran Duran.
Nýlega sendi þessi gífurlega
vinsæli flokkur frá sér sína
fjórðu plötu. Hún er tekin upp á
hljómleikum víðsvegar um heim-
inn að einu lagi undanskildu.
Wild Boys heitir það og ætti að
vera flestum kunnugt. Þar sem
mikið hefur verið talað um að
stemmningin sé mikil á hljóm-
leikum Duran og þeir rómaðir
fyrir gæði þá hlakkaði ég til að
heyra hvernig þessi hljómleika-
plata væri. Auk þess fýsti mig að
vita hvernig þeir ætluöu að láta
eitt stúdíólag koma vel út á
hljómleikaplötu.
Eftir að hafa hlustað á plöt-
una einu sinni var mér ljóst
hvernig þetta með stúdíólagið
var fóðrað. Öll lögin á plötunni
eru látin hljóma eins og þau séu
tekin upp í hljóðveri. Um leið
fær platan steindauðan heild-
arsvip og hið óborganlega
hljómleikayfirbragð er hvergi að
finna. Það er eins og áheyrendur
séu ekki til og útkoman er gott
safn laga sem er svo þurrt og
leiðinlegt að einungis harðir að-
dáendur hafa gaman af.
En ef þetta er ekki tekið með í
reikninginn kemur þessi plata
vel út. Lagavalið er gott og upp-
röðun þeirra góð.
Dalvíkursaga
Barnaljóð
Bókmenntir
Sigurjón Björnsson
Kristmundur Bjarnason: Saga
Dalvíkur 3. bindi. Utgefandi Dalvík-
urbær. 1984. 434 bls.
Kristmundur Bjarnason lætur
ekki deigan síga. Nú er útkomið
þriðja bindið af Dalvíkursögu
hans. Er þá verkið orðið hátt á
fjórtánda hundrað síður. Og enn
er fjórða bókin eftir, sem væntanl-
ega verður aö drjúgum hluta skrár
miklar yfir verkið allt. Þegar
Dalvíkingar, og raunar Svarfdæl-
ingar allir, hafa undir höndum
þessi fjögur bindi og bindin tvö af
Svarfdælingum Stefáns Aðal-
steinssonar verða þeir naumast í
vandræðum þegar þá fýsir að
fræðast um fólk og sögu heima-
sveitar sinnar. Skilst mér raunar
að þegar séu þessi rit (það sem út
er komið) mikið notuð sem upp-
flettirit. Sá hlýtur einmitt að vera
megintilgangur rita sem þessara,
að heimamenn grípi sem oftast til
þeirra, skerpi þannig og leiðrétti
minni sitt, auki á fróðleik sinn og
taki fremur en áður að skoða
sjálfa sig í sögulegu samhengi og
líta á sig sem náttúrulegan hluta
— en ekki áhrifalausan, af hinni
miklu verðandi.
Kristmundur Bjarnason er góð-
ur leiðsögumaður því að hann er
mjög metnaðarfullur fræðimaður.
Hann lætur einskis ófreistað að
leita uppi allar fáanlegar heimild-
ir, sópa hvern kima sem vendi-
legast, kanna þær og vinna svo úr
að þær verði aðgengilegar. Gott
dæmi er úr þriðja bindi þessa
verks. Kristmundur þarf að segja
eitthvað um bókaeign Svarfdæl-
inga á 19. öldinni. Þá gerir hann
sér lítið fyrir og safnar saman
uppskriftum sextíu dánarbúa og
dregur af því e.k. meðaltalsálykt-
un, með öllum fyrirvörum og upp-
lýsingum um frávik. Svipað er að
segja um ræktun garðávaxta. Um
það eru miklar skýrslur frá ári til
árs. Og yfirleitt lætur hann sér
ekki nægja heimildir einnar sveit-
ar. Til þess að gildi þeirra verði
bert þarf hann oft að fella þær í
stærra samhengi til samanburðar.
Af þessum sökum m.a. verða þessi
ritverk hans harla stór í sniðum
(Sauðárkrókssaga hans er t.a.m.
þrjú þykk bindi). Og samning
þeirra og rannsóknir sem að baki
liggja verða ekki hristar fram úr
erminni á skammri stund. Vinna
að Dalvíkursögunni mun taka einn
áratug í fullri vinnu. Og líklega
vinnudagurinn stundum nokkuð
langur.
Nú getur bókum af þessu tagi
hætt til að verða heldur þurrar
aflestrar og lítt fallnar til
skemmtunar. Ekki vil ég nú bein-
línis segja að Dalvíkursaga sé allt-
af skemmtilestur. Fáir lesa
skýrslur um aflamagn, heyfeng,
fermetra í túnrækt, garðnytjar og
peningseign sér til hreinnar
skemmtunar. En Kristmundur
hefur undragott lag á því að gera
efni sitt eins aðgengilegt og auðið
er. Hann er góður og lipur rithöf-
undur. Vel kann hann að segja
sögu. Honum er lagið að orða
hugsun sína skýrt og vafninga-
á:
Isaac Bashevis Singer
Samfélagsmyndin er í heild
sterk og áhrifamikil, skrifuð af
kærleika en Singer er fjarri nokk-
ur skýjaglópur, þvert á móti er
raunsæi og hispursleiki aðal hans
í frásögninni af gyðingunum í
Varsjá og stöðu þeirra.
Þegar ég var að lesa þessa bók,
fannst mér ég ekki vera að lesa
þýdda bók eftir Singer. Mér fannst
ég einfaldlega vera að lesa Singer.
Það segir sitt um árangur Hjartar
Pálssonar.
■■ -Jfe. J.. .. - ~0
laust á fallegu og hreinu máli.
Þegar sá gállinn er á honum gríp-
ur hann stundum til fágætra gam-
alla orða, enda kunna þau að vera
nærtæk í heimildum hans. Oft
bregður fyrir glettni og kímni og
fundvís er hann á hinar spaugi-
legri hliðar tilverunnar.
Fyrsta bindi Dalvíkursögu er
eins konar aðför að efninu. Þar
segir frá staðháttum og Iandnámi
og Upsaströndinni er lýst. Síðan
kemur kafli um sveitarhætti á 18.
öldinni. Þá er vikið að 19. öldinni.
Er fyrst rætt um Svarfaðardalinn,
einkum sjósókn þaðan, og síðan er
komið að „Upsaströnd og Sandi“
og upphafi byggðar á Dalvík. Hin
eiginlega Dalvíkursaga hefst því
með 2. bindi. En í því bindi eru
teknir til umfjöllunar allmargir
þættir úr atvinnulífi, félagslífi
o.m.fl. fyrir tímabilið ca.
1880-1920.
í þriðja og fjórða bindi er rakin
Bókmenntír
Siguröur Haukur Guöjónsson
Barnaljóð
Níunda bindi Ijóðasafns
Höfundur: Jóhannes úr Kötlum
Prentun: Hólar hf.
Útgefandi: Mál og menning
Það var gaman að vera barn og
fá Jólin koma í hendur, þessi leik-
andi léttu ljóð, sem eins og sungu
sig inní sál drengsins, ýmist
struku honum um vanga svo tár
féllu, eða helltu yfír hann ógn og
skelfing, svo fætur voru dregnir að
höku undir sæng. Og drengurinn
las aftur og aftur, þar til hann
þurfti ekki bókina lengur, ljóðin
höfðu flutt sig af síðum bókarinn-
ar inn í hug hans, lifðu þar með
töfra sína og hljómfall. Síðan
komu Ömmusögur og drengurinn
vissi ekki, hvert skáldið var að
leiða hann.
Klárinn dansaði kúna við,
kúna við
aftur á bak og út á hlið
út á hlið.
Það hlaut að vera gaman að
vera skáld, geta leyft sér að láta
Grána gamla bjóða Skjöldu upp.
En var slíkt leyfilegt, átti dreng-
urinn að hlæja eða gráta? Þá
komu Bakkabræður í hlað og nú
varð hláturinn ekki haminn leng-
ur:
Og út þeir bera húfurnar
og hella myrkrinu úr,
og til þess nú að hagnast meira
á hverjum slíkum túr,
þeir fylla þær af sólskini
og ber inn í bæ.
Þeir hafa nógu lengi kastað
Ijósinu á glæ.
Það var lesið og hlegið. Og þá,
þá kom skáldið sjálft á bæ drengs-
ins. Víst urðu það nokkur von-
brigði, þvt skáldið leit út sem ann-
að fólk, gekk á tveim fótum og
hafði ekki ýkja stærra höfuð en
aðrir, en skáldið bar Ijóma bjartr-
ar sálar, sem stafaði hlýju frá
gegnum skær, ástrík augu. Og
ungur drengur og lífsreyndur
maður, hugsuður, urðu vinir. Síð-
þróun fjölmargra mála fram undir
miðbik þessarar aldar. Þar ræðst
af efni hvort sú saga hefst fyrir
aldamót eða síðar. I þessu þriðja
bindi eru 16 málaþættir reifaðir.
Það sem eftir er kemur í næsta
bindi, sem höfundur segir í for-
mála að væntanlega sé á næsta
ári.
Hinir 16 málaþættir þessa bind-
is bera nöfnin: Búnaðarhagir,
Barna- og unglingafræðsla, Lestr-
arfélag og bókaramennt, Kirkjur
og kennidómur, Staða kvenna og
félagsmál, Verkalýðsfélag Dalvík-
ur, Sundskóli Svarfdæla, Dalvík-
urskjálftarnir 1934, Leiklist, Verði
ljós! (þ.e. um rafvæðingu), Verslun
á Dalvík, Húsagerð og hýbýlakost-
ur á Dalvík um 1936, Samgöngu-
mál, Slysavarnasveitir á Dalvík,
Hafnargerð á Dalvík, Félagssam-
tök útvegsmanna og sjómanna.
Hver og einn getur skilið að
ógerlegt er að fara í saumana á
riti sem þessu kafla fyrir kafla í
dagblaðsumsögn. Slíkt á annars
staðar heima og verður væntan-
lega gert af þar til fróðum
mönnum. Mun almennari úttekt,
ef svo skyldi kalla, verður að duga
hér.
Það sem mér er efst í huga er
hversu ritið ber mikilli vandvirkni
og nákvæmni vott. Hin mikla skrá
heimilda sýnir að víða hefur verið
leitað fanga bæði í prentuðum og
óprentuðum gögnum. Gamlar
dagbækur hafa verið dregnar
fram, viðtöl höfð við fjölda manns.
Yfir allri frásögninni er gott og
eðlilegt jafnvægi. Mál eru reifuð
skipulega og skýrt og án alls
flausturs eða flýtis og ályktanir
eru hóflegar og eðlilegar. Höfund-
ur er mjög laus við fullyrðinga-
semi og sleggjudóma og fjarri er
honum að vera með nokkurt
hnútukast. En samt sem áður er
Jóhannes úr Kötlum
an hefi ég lesið allt sem skáldið
sendi frá sér, ekki alltaf jafn hrif-
inn eða glaður, en þá Jóhannes
leyfði skáldfáknum að svífa frjáls-
um, reyndi ekki að hrella hann
með erlendum stöngum eða er-
lendum hlekkjum á fótum, þá voru
grip fáksins slík að gleðihljóð
hófslagsins söng í hverju ljóðelsku
hjarta. Já, Jóhannes var meistari
stuðlamálsins, fimur svo af bar.
Ljóðin hans urðu börnum kær,
fluttu þau í ævintýraheim sem
hreif þau að kynnast. Vel er þeim
sem að því standa að safna barna-
ljóðum hans í eina bók. Auk þess
sem ég hefi áður talið, þá er í
þessu safni Ljóðið um labbakút,
Vísur Ingu Dóru og fleiri ljóðperl-
ur fyrir börn.
Sjálfsagt hefir ekki þótt við
hæfi að láta myndir frumgerð-
anna fylgja með, slíkt tíðkast ekki,
en af hverju ekki? Af hverju
þurftu barnaljóð Jóhannesar úr
Kötlum að líta út eins og venjuleg
ljóðabók? Það kunnu fá skáld að
láta hörpu ljóðsins hljóma fyrir
börn sem hann. Meðan hann var
og hét og hafði tillögurétt, þá
valdi hann þessum ljóðum sínum
myndir að fylgd. Slíkt hefði ég
líka viljað sjá nú.
Frágangur allur er góður, þeim
er unnu til sóma. Hafi útgáfan
þökk fyrir frábæra ljóðabók.
hann lesandanum ávallt nálægur
með góðlátlegu og glettnu hisp-
ursleysi.
Erfitt er að gera upp á milli
kafla, enda hlýtur það ávallt að
vera smekksatriði, hvað lesandan-
um fellur best í geð. Þurrir,
skýrslulegir þættir skiptast á við
léttari og fjörmeiri frásögn. Ég
held að mér þyki einna mest vert
um hina miklu breidd og fjöl-
breytni ritsins. Séu öll bindin þrjú
lesin í samhengi verður maður
vitni að stórkostlegri — stórkost-
legri í allri smæð sinni og fátækt
— framrás lífs í afskekktu sveit-
arfélagi í rúma öld. Skýrslur sýna
staðreyndir efnalegrar afkomu,
„menningarneyslu", þjónustu o.fl.
Inn á milli birtast okkur frásagnir
af sameiginlegum átökum, sam-
vinnu þegar á reynir eða sundr-
ungu og ríg. Persónur koma fram í
sérstæði sínu, erfiðleikum, hetju-
dáðum, framtakssemi, hugsjónum
eða skrítinni sérvisku og kannski
einnig miður æskilegum eiginleik-
um. Sem dyggur og sannferðugur
sagnaritari hefur höfundur sett á
svið eins trúverðuga og honum var
auðið „drama" hins einfalda
raunveruleika og sýnt okkur þann
grundvöll, „er vér nú stöndum á“.
Geysimikið af myndum prýðir
þessa bók, eins og hinar fyrri,
bæði af mannvirkjum og fólki.
Sjálfsagt kemur meirihluti þeirra
hér á prent í fyrsta sinn og líklegt
þykir mér að tilkoma þessa verks
hafi bjargað mörgum þeirra frá
glötun. Þá eru nokkrar gullfalleg-
ar heilsíðulitmyndir.
Ég á bágt með að trúa öðru en
Dalvíkursaga, þegar hún er öll
komin, eigi eftir að verða Dalvík-
ingum, Svarfdælingum og þeim
sem þaðan eru runnir kærkominn
fylginautur.