Morgunblaðið - 19.12.1984, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1984
23
Ljóðabelgir úr Vogunum
Bókmenntir
Jóhann Hjálmarsson
Sveinbjörn I. Baldvinsson:
LÍFDAGATAL.
Ljóö.
Almenna bókafélagið 1984.
Lífdagatal Sveinbjörns I. Bald-
vinssonar hefst á eins konar inn-
gangi, stefnuyfirlýsingu skáldsins.
Lesandinn er minntur á að Ijóð
bókarinnar „fljúga ekki með þig/
líkt og albatros/ langt ofar skýj-
um/ fjarri lýjandi gjálfri/ mann-
hafsins" heldur er honum bent á
hagnýtt gildi þeirra. Þeim er
kaldhæðnislega líkt við fjaðrir
sem vax drýpur af „og þú getur
stungið þeim/ niður með ramman-
um/ á speglinum í forstofunni".
í samræmi við þessa yfirlýsingu
yrkir skáldið eins konar dagbók-
arljóð um líf sitt i Vogunum i
Reykjavík. Ljóðaflokkurinn er
samnefndur bókinni. Þessi ljóða-
flokkur er keimlíkur nýlegu sjón-
varpsleikriti höfundar: Þetta
verður allt í lagi. t anda raunsæis
er dregin upp mynd af borgara-
legu umhverfi, kyrrlátu á yfir-
borði, en undir niðri loga eldar:
Um síðir
umkringir vorið
varnarlaus húsin
læðist í skæruliðafötum
upp úr koki jarðarinnar.
frussar
út úr sér laufi
átrén
grasi á
blettinn og mottum
á svalirnar
óbreyttir borgarar
yrkja ljóð
sér
til varnar.
Sveinbjörn I. Baldvinsson
Sveinbjörn I. Baldvinsson
kappkostar að vera ekki hátíðleg-
ur. Hann skopast að lífi borgar-
anna og honum er tamt að horfa á
mannlega viðleitni með bros á vör.
í lok Ijóðaflokksins fyrrnefnda
talar hann um að „lífdagarnir/ í
Vogunum" líði „seiðandi" og
„þrútnir af skáldskap/ hverfa
þeir/ einn af öðrum/ í hálflukt
auga/ hafsins". Þessir dagar sem
eru „rauðgulir" eru kallaðir
„ljóðabelgir“. Steinn orti um hálf-
lukt auga eilífðarinnar. Slíkt dytti
Sveinbirni ekki í hug. Dagarnir í
hálfluktu auga hafsins eru ein-
fal^lega Ijóðabelgir. Viss léttúð?
En/ í anda skálda nýrrar kynslóð-
ar:
Segja má að Sveinbjörn I. Bald-
vinsson haldi með góðum árangri
áfram þeirri stefnu sem hann setti
sér eftirminnilega í ljóðum handa
hinum og þessum (1981). Lífdaga-
tal er framhald þeirrar bokar. En
vissulega hefur ýmislegt gerst í
lífi skáldsins og list sem bregður
öðrum svip yfir umhverfið. Það
kemur vel fram í snjöllu ljóði:
Pabbi fer til útlanda 18/6 1983,
undirtitill Vökudeild:
Gott að finna
hraðan og heitan
andardrátt þinn á hálsinum
finna ótrúlega
smáa hönd þína
þú sofandi
litill og brothættur
en óyggjandi
mun ég síðar
einhvern tíma
anda svona við háls þinn
liggja svona með lokuð augun
gamall og brothættur
hræddur við allt
og anda?
í Lífdagatali eru ljóð sem vitna
um aukin tök Sveinbjörns í glím-
unni við hversdagsleikann, skorin-
orða og gagnrýna afstöðu sem
hæfir ljóðunum vel vegna þess að
þau slaka ekki á listrænum kröf-
um. Ljóð af þessu tagi, bæði
mælsk, eru Parið á ströndinni og
Hver. Sveinbjörn veldur hinum
knappa stil ágætlega, en ég er ekki
frá því að hann megi að ósekju
láta meira eftir sér. Stystu ljóðin
eru skemmtileg og með óvæntum
niðurstöðum, en lengri ljóðin
segja okkur meira um manninn.
Annað sem Sveinbjörn I. Bald-
vinsson og kynslóð hans þarf að
hyggja £ÉÖ er það að góður húmor
er gullvægur, en ýmsar freistingar
liggja í leyni þegar honum er
beitt. Þær freistingar geta verið
eins og öðrum skáldum hljóðstafir
og rím. En Sveinbjörn verður ekki
sakaður um að vera ósmekklegur í
þessu efni. Hann er skáld hófsemi.
Slík skáld vinna einatt á.
SKYRTUR
BINDI
SOKKAR
HANZKAR
PEYSUR
NÁTTFÓT
SLOPPAR
SKÓR
SNYRTIVÖRUR
INNISKÓR
FÖT
FRAKKAR
HATTAR
HUFUR
£
VANDAÐAR
TREFLAR
GOÐAR JÓLAGJAFIR FRÁ:
HERRADEILD
RITFANGADEILDIN BREYTIR UM SVIP
OG VERÐUR ALLSHERJAR JÓLAMAKKAÐUR
Jólakortin ryðja sér nú til rúms.
Kertamarkaðui haslarsér völl í fyrsta sinn hjá okkur
með kertum í þúsundatali.
Jólatrésskrautið þekur borð og hillur.
VANTI ÞIG HUGMYND AB GÓÐRI GJÖF
ÞA FÆRÐU HANA HER
Við nefnum sem dœmi: Vasatölvur, penna og
pennasett, skjalatöskur, undirlegg úr leðri og statíf
á skrifborðið, hnattlíkön, margs konar leiki og spil,
Ijósálfa og töfl.
Síðast en ekki síst: Gífurlegt úrval af innrömmuðum
myndum [30x40sm): teikningum og plakötum og
svo myndaramma, t.d. smelliramma [2 st., 9x13 sm,
kosta 80 krónurj og sœnska tréramma í mörgum
litun Hér hœttum við að telja. Sjón ersögu ríkari.
OG KÓRÓNAN Á ALLT SAMAN.■
Sjálfur jólapappírinn, merkispjöldin og slaufumar
frá okkur standast að sjálfsögðu allan samanburð,
nú sem endranœr. Ekki mega sjálfir jólapakkarnir
verða sviplausir.
Eins og þú sérð, fœrðu nánast allt hjá
Eymundsson, nema tréð. En er nokkurt mál að
verða sér úti um það?
EYMUNDSSON