Morgunblaðið - 19.12.1984, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 19.12.1984, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. DESBMBER 1984 Er aukin efnahagssamvinna á Norðurlöndum í uppsiglingu? Samtal við Erlend Einarsson, sem sæti á í Gyllenhammarnefndinni — Meginástæðan fyrir stofnun „Gyllenhammar“-nefndarinnar var að fá menn úr atvinnulífinu til að gefa norrænni samvinnu nýjar hugmyndir um efnahagssamstarf, sagði Erlendur í samtali við blm. Mbl. Forsætisráðherranefnd Norðurlandaráðs taldi að þrátt fyrir ýmsar tilraunir á undanförn- um árum til að auka efnahags- samvinnu milli landanna, þá hefði ekki orðið áþreifanlegur árangur af þessu starfi. — Hvernig var skipað í nefnd- ina? í umboði forsætisráðherra Norðurlanda leitaði Olof Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar, til Dr. Pehr G. Gyllenhammar, formanns Volvo-samSteypunnar, um að hafa forgöngu um að stofna þessa nefnd. Valdi hann síðan með sér í nefndina tvo nefndarmenn frá hverju landi nema einn frá ís- landi. Aðrir nefndarmenn eru, fyrir utan formanninn: Poul J. Svanholm, Danmörku, forstjóri De Forenede Bryggerier; Georg Poulsen, Danmörku, formaður Fé- lags danskra járniðnaðarmanna; Kari Kairamo, Finnlandi, for- stjóri NOKIA; Ulf Sundqvist, Finnlandi, bankastjóri Finnlands Arbetarsparbank; Percy Barnevik, Svíþjóð, forstjóri ASEA AB; Sör- en Mannheimer, Svíþjóð, lögfræð- ingur, borgarráðsfltr.; Gautaborg Tor Moursund, Noregi, banka- stjóri Kreditkassen; Torvild Aakvaag, Noregi, aðalforstjóri Norsk Hydro AS. Tildrög þess að ég tók þátt í þessu nefndarstarfi, eru þau að Pehr Gyllenhammar hringdi til mín í mars sl. og bað mig um að sitja I nefndinni fyrir hönd ís- lands. Þar sem hér var um mjög áhugavert málefni að ræða, þá ákvað ég að taka þessu boði. Fyrsti fundurinnvar haldinn 30. maí og síðan hafa verið haldnir tveir fundir. Nýjar hugmyndir — Telur þú að það hafi verið þörf fyrir eina nýja nefnd í viðbót til að vinna að norrænu sam- starfi? — í dag eru Norðurlönd með tiltölulega lítinn hagvöxt og um- talsvert atvinnuleysi fyrir utan ís- land. Því verður að finna leiðir til úrbóta og ein leiðin er að auka samvinnu milli Norðurlandanna þannig að þau geti nýtt sameigin- lega krafta sína til að standa sterkar bæði innan Norðurland- anna og í alþjóðasamkeppni. Unn- ið hefur verið að þessum málum meðal stjórnmála- og embættis- manna innan Norðurlandaráðs á liðnum árum, en með of litlum árangri. Það var því talið æskilegt að fá menn úr atvinnulífinu, sem eru með aðra reynslu og skoðanir til að koma fram með nýjar hug- myndir. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að hver einstök þjóð inn- an Norðurlandanna er tiltölulega lítil miðað við aðrar markaðs- heildir á Vesturlöndum eins og Bandaríkin og Efnahagsbanda- lagslöndin. Ef Norðurlöndin geta sameinast um að nýta þá kosti, sem hvert einstakt land hefur og koma meira fram sem ein heild á sem flestum sviðum, þá gæti það örvað efnahagsþróun á Norður- löndum. Þess vegna var talið mik- ilvægt að leita eftir tillögum frá þátttakendum úr atvinnulífinu. — Hvernig starfar nefndin? — Nefndin kemur saman árs- fjórðungslega, en sérstök skrif- stofa undir stjórn norðmannsins Lars Buer sér um daglegan rekst- ur og framkvæmdir. Á fyrsta fundi nefndarinnar var lögð fram vinnuáætlun fyrir þau verkefni, sem nefndin ætlar að fást við. Hún hefur fengið ráðgjafafyrir- tæki til að annast um framkvæmd einstakra verkefna. Helstu viðfangsefni — Hver eru helstu viðfangsefni nefndarinnar? — Verkefni nefndarinnar skiptast í stórum dráttum í þrjá meginflokka. í fyrsta lagi að skilgreina hverjar séu opinberar hindranir á samstarfi milli Norð- urlandanna og benda á leiðir til að fjarlægja þær. í öðru lagi er að gera úttekt á samkeppnisstöðu Norðurlandanna og síðan koma fram með tillögur um það hvernig ná mætti betri árangri með auknu samstarfi. í þriðja lagi að finna leiðir til að fá fram jákvæð við- horf íbúa á Norðurlöndum til nor- ræns samstarfs. Nefndin vinnur nú að eftirfar- andi málum. Industriökonomisk Institutt í Noregi er að gera athugun á því sem kallast „Komparative For- trinn i Nordisk Perspektiv" en þar er reynt að finna hvar Norður- löndin hafa yfirburði gagnvart samkeppnisaðilum á vestrænum mörkuðum. Þessi athugun skiptist í fjóra þætti. 1. Kortleggja þau svið, þar sem hver einstök þjóð innan Norð- urlandanna hefur eða ætti að geta þróað sterka samkeppn- isstöðu. 2. Skilgreina þá þætti, sem hafa áhrif á stöðu hverrar atvinnu- greinar. Sem dæmi um slíka þætti má nefna stærð, tækni- búnað, þekkingu, markaðsstarf o.s.frv. Síðan að meta hvernig fyrirtæki á Norðurlöndum virð- ast hafa þróast miðað við valda áhrifaþætti. 3. Benda á atvinnugreinar, þar sem samstarf milli norrænna fyrirtækja ætti að geta leitt til hagkvæmari uppbyggingu fyrirtækja í framtíðinni en er í dag. 4. Koma með ákveðnar tillögur um hvað á að gera. Sama stofnun er einnig að kanna hvernig Norðurlöndin geta verið betur í stakk búin að mæta því upplýsinga- og samræmingar- vandamáli sem fylgir því að búa við mikla óvissu í markaðsmálum. M.a. hefur verið gerð úttekt á því hvernig Japan og Frakkland hafa staðið að þessum þáttum. Þessi at- hugun ber heitið „Det nordiske al- ternativ til den Japanske modell- en“. Það er æskilegt að kanna hvort Norðurlönd geti ekki hag- nýtt sér þær aðferðir, sem Japanir hafa beitt með góðum árangri til að örva hagvöxt. Verið er að gera athugun á inn- byrðis viðskiptum á milli Norður- landanna og hve mikið er um eignaaðildir í fyrirtækjum í fleiri en einu Norðurlandanna. Gyllenhammen-nefndin hefur einnig unnið að verkefnum, sem hafa það markmið að auka almenn samskipti milli Noröurlandanna. Helstu verkefni eru „Kvinna í Norden“, en ákveðið er að halda kvennaráðstefnu í Kaupmanna- höfn dagana 5.-8. júní 1985. fs- lensk kvennasamtök eiga fulltrúa í undirbúningsnefnd þessarar ráðstefnu og hefur verið haldinn einn fundur í nefndinni. Nefndin er að vinna að verkefni, sem nefnist „Nordjobb 85“. Áformað er að skipuleggja víðtæk vinnuskipti launþega á aldrinum 18 til 25 ára næsta sumar. Þetta verkefni var falið ráðgjafafyrir- tækinu AB Samhállsraadet í Sví- þjóð. Eins er verð að athuga um möguleikanna á aö halda norræna ráðstefnu fyrir ungt fólk í ágúst á næsta ári. Krlendur Einarsson Nefndin vill örva efnahagssam- vinnu á milli lítilla og meðalstórra iðnfyrirtækja á Norðurlöndum. Til að vinna að þessu verkefni, þá hefur verið komið á fót verkefni, sem ber nafnið NORSAM. Það hefur verið rætt um að NORSAM verði varanleg stofnun sem hefði það hlutverk að vera tengiliður milli smærri fyrirtækja á Norður- löndunum til að örva viðskipti og samvinnu í vöruþróun, fram- leiðslu og markaðsmálum. Áform- að er að NORSAM veiti aðstoð bæði á sviði lögfræði og reksturs til að auðvelda fyrirtækjum að koma á fót samstarfi, og jafnvel veita fjárhagsaðstoð til mikil- vægra verkefna. Þegar hefur verið valið sem til- raunaverkefni efling samstarfs fyrirtækja í Þelamörk í Noregi og Smálöndum í Svíþjóð. Nefndin mun stofna stýrihóp til að vinna með NIB (Nordiska In- vesteringsbanken) við að koma á fót samstarfi á milli þeirra lána- stofnana á Norðurlöndum, sem veita útflutningslán og útflutn- ingstryggingar. Verið er að gera úttekt á fjár- magnsflutningum á milli Norður- landa m.a. til að finna leiðir til að fjarlægja ýmsar hindranir sem gætu torveldað samstarf fyrir- tækja. Ég vil minnast á verkefnið „SCÁN-LINK". Þar er verið að gera könnun á því hvernig hægt er að minnka fjarlægðir á Norður- löndum með bættum samgöngum. Er þá leitað allra ráða til að stytta flutningaleiðir á landi frá Norður- löndum til meginlands Evrópu. I þessu sambandi hefur verið rætt um byggingu brúa yfir Eyrarsund og Stórabelti. Ég taldi æskilegt að einnig yrði gerð athugun sá samgöngum á milli Færeyja, íslands og Græn- lands. Það væri jákvætt fyrir þetta svæði ef Norðurlandaþjóð- irnar stæðu saman að lausn ákveðinna verkefna t.d. að bæta flugsamgöngur, kannski með því að gera millilandaflugvöll á Aust- urlandi (Egilsstöðum) til að færa nágrannalöndin nær okkur. Þá hafa komið á borð nefndar- innar hugmyndir um stuðning at- vinnufyrirtækja við menningarlíf og listir á Norðurlöndum. Getum haft beinan hag af mörgum verkefnum — Nú virðist sem néfndin sé að vinna að verkefnum, sem tengjast ekki beint atvinnulífinu. Af hverju stendur nefndin fyrir kvennaráð- stefnu, sumarvinnu ungs fólks og menningarstarfsemi? — Ein grundvallarforsenda þess að hægt verði að efla efna- hagssamvinnu milli Norðurland- anna er að fólkið sjálft hafi áhuga á norrænum málefnum og finni til norrænnar samkenndar. — Er hér ekki aðallega um að ræða aukna samvinnu Skandi- navíu og hætta á því að ísland muni gleymast? — Eg tel að nefndin hafi til ^888 tekið verulegt tillit til okkar lendinga. Það eru mörg verkefni, sem nú er unnið að, þar sem við íslendingar gætum haft beinan hag af. Verið er að athuga hvort hægt sé að auka viðskipti á milli Norð- urlanda og nefnist verkefnið „Norðurlöndin sem heimamarkað- ur“. Þar gætu skapast nýir mögu- leikar sem erfitt er að meta eins og er. Með starfi nefndarinnar gæti orðið til vettvangur (NORSAM) sem tslendingar gætu leitað til varðandi samstarfsaðila um iðn- aðaruppbyggingu hér á landi. Eins er verið að athuga um möguleika á samstarfi fyrirtækja á Norðurlöndum um markaðssetn- ingu utan Norðurlandanna. Nefndin er að kanna möguleik- ana á samræmingu á útflutnings- lánum (exportkredit) og útflutn- ingstryggingum (exportgaranti) sem gæti komið okkur til góða í framtíðinni. NORSAM verkefnið, sem er ætl- að að örva samstarf minni fyrir- tækja á Norðurlöndum, getur gef- ið íslenskum fyrirtækjum mögu- leika á auknum verkefnum. Rætt er um að efla menntun á tæknisviðinu. Norðurlönd hafa ekki náð nægjanlegum árangri á vissum sviðum tækniiðnaðar. Þar gætu opnast möguleikar fyrir ís- lendinga til að hafa aðgang að samnorrænum tæknistofnunum og fræðslu. Iönþróun á íslandi — Eru einhver ákveðin verk- efni fyrirliggjandi hjá nefndinni, sem tengjast íslandi? — Verið er að athuga sérstak- lega um samnorrænt verkefni sem kæmi íslandi sérstaklega til góða. Áformað er að koma fram með ákveðnar tillögur um verkefni í marsmánuði næsta ár, en þá mun dr. Pehr Gyllenhammar, formaður nefndarinnar, heimsækja ísland og kynna þetta verkefni. Ef þau markmið, sem nefndin hefur sett sér, nást, ætti að fást betri skilyrði fyrir iðnþróun á Is- landi. Það er hinsvegar einni spurningu ósvarað, en það er hvort unnt verður að ryðja úr vegi ýmsum hindrunum í sambandi við verndun atvinnugreina. Fyrir okkur tslendinga er mjög mikil- vægt að stuðningur Norðurlanda- þjóðanna við sjávarútveg verði ekki til þess að rýra lífskjör okkar íslendinga. Einnig er það afger- andi að við fslendingar getum komið okkar eigin efnahagsmálum þannig fyrir, að við séum gjald- gengir í efnahagssamvinnu við hin Norðurlöndin. Það er t.d. í þessu sambandi mjög þýðingarmikið, að verðbólga hér á landi sé svipuð og hjá hinum Norðurlandaþjóðunum. — Nú hefur nefndin unnið mik- ið starf og ráðið fjölda af ráðgjöf- um til að vinna að ýmsum verk- efnum. Hvernig er þetta starf fjármagnað? — Leitað hefur verið til opin- berra stofnana um fjárhagsað- stoð. Norræni fjárfestingarbank- inn hefur lagt fram fjármagn til að fjármagna ákveðin verkefni, sem nú er unnið að. Leitað verður til fleiri aðila, en þótt nefndin sjálf taki engin laun, er ljóst að það kostar verulegt fjármagn að vinna og skila tillögum um þau mörgu verkefni, sem nefndin vinn- ur að. I lok nóvember 1985 er gert ráð fyrir að nefndin skili tillögum sínum til forsætisráðherra Norð- urlandanna. Leirlist við Laugaveg f SUMAR var stofnað nýtt listiðn- aðarfyrirtæki sem ber nafnið ísleir hf. og er til húsa á Laugavegi 34b. Leirsmiðurinn er ungur maður, Reynir Már Einarsson, og gerir hann margt nýstárlegra muna, en meginuppistaða framleiðslunnar er þó hin sígildu myndverk Guðmund- ar Einarssonar frá Miðdal, sem Reynir Már mótar í frummynda- mótunum. Guðmundur Einarsson frá Miðdal stofnaði fyrstu leir- brennsluna á íslandi, Listvina- húsið, árið 1927. Listmunir hans hlutu margvíslega viðurkenningu hér heima og erlendis og eru nú orðnir eftirsóttir safngripir. Und- anfarna áratugi hefur lítið verið framleitt af þeim, því gerð þeirra er handíð með gamla laginu þar sem engum vélum verður við komið. En nú hefur Reynir Már, sonarsonur Guðmundar, tekið upp þráðinn að nýju í trausti þess að landsmenn kunni enn að meta gott handbragð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.