Morgunblaðið - 19.12.1984, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1984
33
Friðar-
Ijós
á jólum
Enn verða tendruð friðarljós
um þessi jól. Hin kirkjulega
hreyfing „Friðarjól“ fer víðar og
víðar um lönd í öllum heimsálf-
um. Er lagt til að við tendrum
friðarljósið samtímis á aðfanga-
dagskvöld kl. 21.00 — berum það
að glugga eða göngum með það til
dyra, þannig að friðarloginn lýsi
til næstu nágranna með ósk um
gleðileg jól og bæn um frið á
jörðu.
Æ fleiri hafa tendrað friðarljós
á jólum undanfarin ár, sérstak-
lega hafa börn glaðst yfir þessu
tækifæri að bera ljós út í myrkrið.
Hefur verið mælt með því að nota
svokölluð stormkerti, tendra þau
utatn dyra og láta þau lifa áfram
á jólakvöldið þótt fólk hafi farið
inn aftur. Margir kalla jólakveðju
til nágrannans sem þeir annars
FRIDUR
eru ekki málkunnugir þar sem
þeir tendra jólaljósið á sama
tíma. Þetta á auðvitað við um
þéttbýlið. Eldri hjón sögðust hafa
fengið fleiri jólakveðjur meðan
þau tendruðu ljósið sitt á svðlum
sambýlishússins þar sem þau búa,
heldur en um alla jóladagana.
Alkirkjuráðið og ýmsar stofn-
anir Sameinuðu þjóðanna hafa
veitt stuðning til þess að „ljósa-
keðja friðarins umvefji heiminn"
á aðfangadagskvöld. { öllum
heimsálfum verður friðarljósið
tendrað á því kvöldi í ár — einföld
athöfn, táknræn og öllum fær.
Saman yfir öll landaskil skulum
við fagna fæðingu Jesú Krists. Ný
von hefur kviknað og ný veröld í
fæðingu barnsins.
JóL
Barn deyr úr bungri adra hvora sekúndu.
Mrrkur örbirgóar, ofbeldis og einmanaieika leggst ad mannkyni.
Jól.
í myrkrum Ijómar lífsins sól.
Ljósið er sterkara en myrkrió.
Lífíi hefur sigrað dauðann.
JÓL
Stjarnan vísar til barnsins
sem vnr að fæðast,
Ijós heimsins
Guð með oss.
í myrkrum græðgi og örbirgðar, lyftum rið loga réttlætisins.
í myrkrum einmanaleika og uppgjafar, tendrum rið loga vonarinnar.
í myrkrum ofbeldis og grimmdar, kveikjum rið friðarljós.
Jólaljós
Friður i jörðu.
(FrétUtilkynning frá Biskupsstofu.)
HOFÐABAKKA 9 - REYKJAVIK
SIMI 685411
Handhægar gjafir
til vina og kunningja
Ylur
minninga
GjaMdutír
úrítölsku
eöalstáli
Kjörgripir til gjafa, eöa bara til
þess aö gleöja sjálfan sig
og fjölskylduna.
— Þú gengur
að gæðunum vísum.
ESPRESSO KAFFIKÖNNUR ÚR STÁLI
Sérverslun með listræna húsmuni
Borgartún 29 Simi 20640
STÁLKETILL