Morgunblaðið - 19.12.1984, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 19.12.1984, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1984 Jólagjafir fyrir 100 milljarða New York, 18. deoember. AP. í Bandaríkjunum eru 85 milljónir heimila og er áætlað að þar í landi verji menn 25 milljöröum dollara til jólagjafa, sem er jafnvirði 100 milljarða íslenzkra króna. Samsvarar þetta því að hver einasta fjöl- skylda verji 300 dollurum til gjafa um þessi jól. Jafngildir þetta 7% hærri eyðslu en í fyrra. Stofnun, sem gert hefur þessa spá, gerir ráð fyrir að 30% allra fjölskyldna muni verja meira en 400 dollurum til jólagjafa að þessu sinni, 35% milli 200 og 400 dollur- um og 35% undir 200 dollurum. Önnur stofnun, viðskiptasamtök bandarískra leikfangaframleið- enda, spáir því að Bandaríkja- menn kaupi leikföng um þessi jól Husqvarna Saumavélar, með áratuga reynslu meðal íslenskra hús- mæðra. Verð frá kr. 12.000,- stgr. Micranett örbylgjuofninn Verð kr. 19.788,- stgr. SHG Sjálfvirkar kaffikönnur. Verð frá kr. 1.313,-. Sjálfvirkir eggjasjóðarar | fyrir 1-7 egg. Verð kr. 1.571,-. Gunnar Asgeirsson hf. StMVtrUtixisix. Mit 16 SWto 91 35200 fyrir 12,5 milljarða dollara, eða 50 milljarða króna. Er þar um milli 20 og 25% aukningu að ræða frá í fyrra er leikföng voru keypt fyrir 10,4 milljarða dollara. Þjóöaratkvæðagreiðsla í Pakistan: Engin þörf á skilríkjum Islamabad, PakisUn, 18. desember. AP. RÍKISSTJÓRN Mohammed Zia Ul-Haqs, Pakistansforseta, til- kynnti í gær, að kjósendur þyrftu ekki að sýna persónuskilríki í þjóðaratkvæðagreiðslunni á morg- un, miðvikudag, en þá ætlar Zia að biðja um blessun þjóðarinnar yfir stjórn sinni og þeirri stefnu að auka áhrif múhameðstrúarinn- ar í landinu. Enginn vafi þykir leika á að Zia verði að ósk sinni og fái meiri- hluta atkvæða enda er bannað að mæla honum í mót að viðlagðri langri fangelsisvist. Formaður yf- irkjörstjórnar hafði raunar ákveð- ið, að mönnum bæri að sýna per- sónuskilríki á kjörstað en þegar aðeins tveir sólarhringar voru til stefnu ákvað stjómin, að það væri óþarfi. Segja stjórnarandstæð- ingar, að þar með sé atkvæða- greiðslan orðin að markleysu. Þjóðaratkvæðagreiðsla var síð- ast í Pakistan árið 1977, fjórum mánuðum áður en Zia hrifsaði til sín völdin, en síðan hafa verið herlög í landinu. Zia hefur heitið þingkosningum í mars nk. en ætl- ar þó ekki að leyfa starfsemi póli- tískra flokka. Símamynd/AP EÞIOPIULEIÐTOGII MOSKVU Mengistu Haile Mariam, leiðtogi marxistastjórnarinnar í Eþíópíu, átti í fyrradag viðræður við Konstantin Chernenko, forseta Sovétríkjanna, og R.-Boris Ponomaryov, sem er einn af riturum miðstjórnar kommúnista- flokksins. Til Moskvu kom hann frá Ilavana á Kúbu þar sem hann hitti að máli Fídel Castró. Er olíuyerðstríð í uppsiglingu? OPEC-samtökin vara Noreg og Bretland við afleiðingum verðlækkunar á olíu Cienf, 18. desember. AP. OPEC, samtök olíuútdutningsríkjanna, hafa enn einu sinni varað Noreg og Bretland við því, að komi til olíuverðsstríðs muni þau lönd „tapa mestu“, sem standa utan við þessi samtök. INNLENT Það var Mana Saeed Otaiba, olíumálaráðherra Sameinuðu ar- abísku 'furstadæmanna, sem bar þessa aðvörun fram á fundi OPEC-ríkjanna í Genf í dag. Þar skýrði hann ennfremur frá því, að helztu ríki OPEC-samtakanna hefðu orðið sammála um að auka ekki olíuframleiðsluna. í október sl. náðist samkomulag um 16 millj. tunna á dag sem fram- leiðsluhámark og var olíufram- leiðsla samtakanna þá skorin niður um 1,5 millj. tunna á dag. Markmiðið með þessum sam- drætti var að knýja fram hækkun á olíuverðinu. Þessi ráðstöfun hef- ur samt ekki náð þeim tilgangi, enda er talið víst, að sum ÖPEC- ríkjanna hafi haldið áfram að framleiða olíu umfram það magn, sem þeim var heimilað samkvæmt samkomulaginu í haust. Otaiba kenndi hins vegar olíu- ríkjunum við Norðursjó um hve veikur olíumarkaðurinn væri nú, en þessi ríki lækkuðu verð á olíu sinni í haust. Þá ætti mild veðr- átta í haust einnig nokkra sök á minni olíueftirspurn, en búizt hafði verið við. ísrael: Stjórnarkreppa enn yfirvofandi leniulom Ift rlou AP Svetlana í úti- stöðum við ætt- ingja og yfirvöld Washington, 17. desember. AP. SVETLANA Alliluyeva, dóttir Jósefs Stalín, hefur rifist við ætt- ingja sína og átt í útistöðum viö yfirvöld, aöeins mánuöi eftir aö 17 ára útlegð hennar á Vesturlöndum lauk og hún sneri til Moskvu, að því er vikuritið US News and World Report heldur fram. Blaðið hefur eftir ónafn- greindum vinum Svetlönu að hún hafi þegar lent í rifrildi við suma þá ættingja, sem hún þráði mest að sjá aftur, og henni hafi tekist að setja skólayfirvöld Moskvuborgar út af laginu. Skólayfirvöld úrskurðuðu að Olga, 13 ára dóttir Svetlönu, væri óhæf til að setjast i bekkj- ardeild með jafnöldrum. Þá kastaðist enn frekar í kekki er Olga mætti með krossfesti um hálsinn í skólann, þar sem guð- leysi er meðal kennslugreina. Samkvæmt fregninni er Svetlana enn að leita sér að dvalarstað í sovézka lýðveldinu Georgíu, þar sem Stalín fæddist. Hefur henni verið boðin þar íbúð og einkakennarar fyrir Olgu. Svetlana Stalin Jerúsaletn, 18. des. AP. STJÓRNARKREPPA voBr enn yfir ísrael, þar sem Likud-bandalagiö heldur fast við þá hótun sína að segja sig úr stjórninni. Shimon Per- es forsætisráðherra skoraði í dag á Likud-bandalagið að veita stjórninni einnar viku frest, því aö þegar hefði tekizt að jafna ágreininginn að veru- legu leyti. Afsögn Yitzhak Peretz, sem er leiðtogi trúarsamtaka gyðinga af austurlenzkum uppruna, tók gildi í dag, en hann hafði átt sæti í stjórninni sem ráðherra án ráðu- neytis. Hefur flokkur hans fjögur þingsæti og er í tengslum við Likud-bandalagið. Það er afsögn Langreyður ber beinin llusum, 18. desember. AP. KISASTÓR langreyður, á milli 40 og 60 tonn að þyngd, bar beinin á norðurströnd V-I>ýzka- lands nærri Hamborg, eftir að hafa strandað á útfallinu. Lang- reyðurin mældist 19 metrar að lengd. Hvalurinn drapst á mánu- dagsmorgni og hefst krufning skrokksins í dag. Langreyður er sjaldgæf í Norðursjó, heim- kynni hennar eru úti í Atl- antshafi. Tveir smærri hvalir hafa borið beinin á strönd V-Þýzkalands á síðustu tveim- ur vikum. Peretz sem er ásteytingarsteinn- inn í stjórnarsamstarfinu nú og verður ekki séð að svo komnu, hvernig ísraelsstjórn kemst fram hjá honum. V-Þýskaland: Uppsetning eldflauga er lögleg Karlsruhe, 18. desember AP. HÆSTIRÉTTUR í Vestur-Þýska- landi vísaði í dag frá máli, sem Græningjaflokkurinn hafði höfðað, en þar var því haldið fram, að upp- setning meðaldrægra eldflauga á vestur-þýskri grund bryti í bága við stjórnarskrána. Helstu rök Græningja voru þau, að uppsetning eldflauganna væri ólögleg nema til kæmu sérstök lög frá þinginu en hæstiréttur úr- skurðaði, að uppsetningin helgað- ist af lögum frá 1955 þegar aðild Vestur-Þjóðverja að Atlantshafs- bandalaginu var samþykkt og ákveðið, að þrjú bandalagsríkj- anna hefðu her í landinu. Þegar fallist var á aðildina að NATO hefðu Vestur-Þjóðverjar einnig fallist á að laga stefnu sína i varn- armálum að stefnu annarra bandalagsríkja og styrkja varn- irnar eftir þörfum. Var þetta niðurstaða sjö dómara af átta.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.