Morgunblaðið - 19.12.1984, Page 38

Morgunblaðið - 19.12.1984, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1984 495 bófar hand- teknir á Formósu Taipei, 18. desember. AP. LÖUiREGLAN segist hafa handtekið 495 meinta glæpamenn og geyma þá bak við lás og slá frá því tilraunir til aA uppræta undir- heimastarfsemi hófust fyrir röskum mánuAi. Flestir voru handteknir í Taip- ei eða 139, 81 í Kaohsiung, en aðr- ir í öðrum borgum. Meðal hinna Castró yill deila Ól. milli Kóreu- ríkjanna San Juan, 18. desember. AP. FIDEL ('astro Kúbuforseti hef- ur skorað á Alþjóðaólympíu- nefndina að skipta keppnis- greinum Olympíuleikanna 1988 á milli Norður- og Suður-Kóreu í bréfi, sem hann reit nefndinni í fyrra. Castro segir tillögu sína stuðla að því að „afstýra kreppu í íþróttaheiminum, sem kynni að reynast varan- leg“. Kveðst honum ókunnugt um undirtektir Kóreuríkjanna við þessa hugmynd. Vangaveltur eru á kreiki um að tillaga Castro sé í raun samin í herbúðum stjórnar Norður-Kóreu, en í bréfinu kveður Castro hugmyndina vera sína eigin og um einstakl- ingsframtak sitt að ræða. Sovétmenn hafa lýst efa- semdum um þátttöku Rússa í leikunum í Seoul 1988 á sama tíma og fylgiríki Sovétríkj- anna hafa lýst áhugaleysi á þátttöku í samskonar aðgerð- um og á þessu ári. handteknu er glæpaforinginn Chen Chi-li, 39 ára, og Wu Tun, 34 ára, sem eftirlýstir eru í sam- bandi við morð á kínversk- amerískum blaðamanni, Henry Liu, sem myrtur var 15. október sl. í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Liu skrifaði um stjórnmál fyrir kínversku útgáfuna af San Fran- cisco Journal og er höfundur bók- ar, sem talin er gagnrýnin á Chi- ang Ching-kud forseta Formósu. Bandarískir embættismenn segja Chen og Wu hafa komist undan til Formósu eftir morðið. Aðför lögreglunnar gegn undir- heimastarfseminni er gerð vegna fjölgunar ofbeldisglæpa. Enn er leitað um 500 meintra bófa. THATCHER I PEKING Frú Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands og Wu Xuegian, utanríkisráðherra Kína á flugvellinum í Peking í gær. Frú Thatcher var tekið með mikilli viðhöfn og vinsemd. Þannig fóru kínversk dagblöð mjög vinsamlegum orðum um stjórnmálaferil frú Thatcher og lýstu samkomulagi því, sem náðst hefði um framtíð Hong Kong sem mjög mikilvægum atburði. Undirritar yfírlýsingu um framtíð Hong Kong Frú Margaret Thatcher tekið með viðhöfn í Peking í gær Peking, 18. desember. AP. FRÚ Margaret Thatcher, forsætis- ráðherra Bretlands, kom til Peking í morgun. Hún mun ásamt Zhao Ziy- ang, forsætisráðherra Kína, undir- rita á morgun, miðvikudag, sameig- inlega yfirlýsingu um framtíð Hong Kong, þar sem Bretar samþykkja að láta af hendi yfirráð yfir nýlendunni, sem þeir hafa stjórnað síðan 1841. Samkvæmt samkomulagi því, sem náðst hefur um framtíð ný- lendunnar, lofa Kínverjar því að Evrópubandalagið: Slakt ár að kveðja í bifreiðaiðnaðinum BrtiHHel. 18. desember AP. BÍLASALA og framleiðsla minnkaði í heild um 2% og 5% hlutfallslega á því ári, sem nú er að kveðja, í þeim tíu löndum, sem aðild eiga að Evrópubanda- laginu. 1983 var hins vegar um nokkra aukningu að ræða að sögn talsmanns bifreiðaiðnaðarins. „Vegna aðeins meiri bifreiða- sölu á árinu 1983 hefur fjárhags- leg staða ýmissa framleiðenda batnað nokkuð en aðrir stríða enn við mikinn hallarekstur," sagði í tilkynningu CLCA, sem eru sam- tök bifreiðaframleiðenda í Vest- ur-Þýskalandi, Frakklandi, Bret- landi, Belgíu, Hollandi og Italíu. Sagði framkvæmdastjóri samtak- anna, að miðað við fyrstu níu mánuði þessa árs hefði framleiðsl- an minnkað um 5% og salan um 2%. Kenndi hann aðallega um að- gerðum stjórnvalda I aðildarríkj- unum, langvinnum verkföllum í ÞAÐ VEUA ALLIR m UÓSALAMPA IP ÞÝZK-ÍSLENZKA vestur-þýskum og frönskum bíla- smiðjum, vaxandi innflutningi frá Japan og yfirvofandi lögum um að hreinsibúnaður verði á öllum bíl- vélum. Bifreiðaiðnaðinum hefur vegnað mjög misvel í aðildarlöndunum og verst í Frakklandi, Vestur-Þýska- landi og Bretlandi. í Frakklandi minnkaði salan um 12,9% miðað við fyrra ár, í Vestur-Þýskalandi um 2,7% og í Bretlandi um 1,6%. Á Ítalíu jókst hins vegar salan um 5,5% og hvorki meira né minna en um 19,8% í Danmörku. í Belgíu jókst hún um 11%, í Grikklandi um 6,7% og í Lúxemborg um 4,7%. Á írlandi minnkaði hún um 6,1% og í Hollandi um 0,1%. Framkvæmdastjórinn sagði, að útlitið væri svartast í Vestur- Þýskalandi en frá áramótum 1989 verða allir bílar að vera komnir með hreinsibúnað og árinu fyrr þeir, sem hafa tveggja lítra vél eða stærri. Hefur þetta valdið því, að menn halda að sér höndum með kaup á nýjum bíl. láta kapítalistiskt hagkerfi henn- ar halda sér í 50 ár og að íbúarnir þar fái víðtæka sjálfstjórn. Hin sameiginlega yfirlýsing verður undirrituð við hátíðlega athöfn í Höll alþýðunnar og verður Deng Xiaoping, leiðtogi kínverska kommúnistaflokksins, viðstaddur athöfnina. Von er á um hundrað áhrifa- mönnum úr stjórnmála- og við- skiptalífi Hong Kong til athafnar- innar á morgun og koma þeir í boði stjórnvalda í Peking. Dagblað alþýðunnar, málgagn kínverska kommúnistaflokksins, fór mjög lofsamlegum orðum um frú Thatcher í dag. Þá rakti blaðið feril hennar ítarlega sem stjórn- málamanns og sagði, að hún legði kapp á að „efla vestræna sam- vinnu og NATO“ en væri jafn- framt fylgjandi auknum viðræð- um milli austurs og vesturs og aukinni samvinnu viö samveldis- löndin og lönd þriðja heimsins. Á fimmtudagsmorgun fer frú Thatcher til Hong Kong og daginn eftir heldur hún til Washington til viðræðna við Ronald Reagan for- seta. Níu deyja í eldsvoða Varsjá. 18. deserober. Al*. NÍtJ manns, þar af átta börn, létust í eldsvoða, sem upp kom í barnaheim- ili í Vestur-Póllandi. Skýrðj PAP, pólska fréttastofan, frá þessu í dag. Eldurinn kom upp í barnaheim- ili í bænum Wronki í Vestur- Póllandi og varð reykeitrun fólk- inu að bana, átta börnum á aldrin- um þriggja til átta ára og for- stöðumanninum. Öðrum tókst að bjarga úr húsinu á síðustu stundu. Gerði það björgunarmönnum erf- iðara um vik, að eldurinn kom upp um miðja nótt auk þess sem frost var hart. V-Þjóðverjar skrifa ekki undir samning um aðlögun — vegna úrsagnar Grænlands úr EB (.rjtnlandi, 18. deaember. Frá Nils Jörgen Bruun, frétUritara Mbl. KISIÐ hafa ný vandamál í sambandi við úrsögn Grænlands úr Evrópu- bandalaginu eftir að Vestur-Þýskaland hefur neitað að skrifa undir samning um aðlögunartíma, meðan beðið er staðfestingar aðildarland- anna á úrsögn Grænlands. Var þess vænst að staðfestingin fengist fyrir 1. janúar, en nú er sýnt að dráttur verður á af- greiðslu málsins af hálfu írlands, Frakklands og Ítalíu. Og þess vegna er þörf sérstaks samnings um aðlögunartíma til að tryggja tollfrelsi og samkomulag um fisk- veiðar, sem kveðið er á um í samn- ingnum um úrsögn Iandsins. Vestur-Þýskaland tilkynnti á ráðherrafundi í Brússel, að aðlög- unarsamningur þessi yrði ekki samþykktur, þar sem ekki gæti orðið af því að Vestur-Þjóðverjar fengju að veiða við Vestur-Græn- land á árinu 1985. Á árinu 1984 hafði Evrópubandalagið þar 12.000 tonna þorskkvóta, sem að langmestu leyti kom í hlut Vest- ur-Þjóðverja, en Grænlendingar máttu sjálfir veiða 35 tonn af þorski. Nú segja fiskifræðingar, að á árinu 1985 megi aðeins veiða 35.000 tonn af þorski við Vestur- Grænland. Og þar með getur ekki orðið af neinum veiðum Vestur- Þjóðverja. Evrópubandalagið greiðir Grænlandi upphæð sem samsvar- ar um 770 milljónum ísl. kr. fyrir fiskveiðiréttindi við Vestur-Grænland, þar á meðal til að veiða þorsk, en einnig talsvert af karfa við Austur-Grænland. Jonathan Motzfeldt, formaður landsstjórnarinnar, sagði við grænlenska útvarpið, að eins og málið liti út frá sjónarhóli fiski- fræðinga yrði ekki um neinar veiðar Vestur-Þjóðverja að ræða, hvorki þorskveiðar né rækjuveið- ar. Hins vegar hefur Grænland boðið i staðinn aukinn karfakvóta, sandsíli og grálúðu. Ekki er vitað, hver afstaða Vestur-Þjóðverja verður til úr- sagnar Grænlands úr bandalag- inu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.