Morgunblaðið - 19.12.1984, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 19.12.1984, Qupperneq 41
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1984 MORGUNBLADIÐ, MIDVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1984 41 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fróttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 25 kr. eintakiö. Útbod vegaframkvæmda Fyrir tíu árum setti Alþingi lög um útboð verka sem meginreglu um opinberar framkvæmdir. Þetta verklag, sem sjálfsagt verður að teljast til að nýta fjármuni betur, hef- ur smám saman verið að vinna á hjá ríkisstofnunum, þótt of margir framkvæmdaaðilar í ríkisbúskapnum haldi sig enn við gamla heygarðshornið. Matthías Bjarnason, sam- gönguráðherra, segir í viðtali við Morgunblaðið sl. laugar- dag, að þrátt fyrir hlutfalls- lega minna fjármagn til vega- gerðar á þessu ári og fækkun starfsmanna Vegagerðarinnar hafi meira unnizt í lagningu bundins slitlags á vegi nú en nokkru sinni fyrr. Ástæða þessa væri fyrst og fremst aukin útboð vegaframkvæmda og hagræðing. í árslok 1979 var komið slit- lag á 273 km vega hér á landi en nú á 918 km Þar af var lagt slitlag á 163 km. í ár. Með hliðsjón af efnahagsþrenging- um, sem við hefur verið að etja, hefur vel miðað í þessum málaflokki. Varanleg vegagerð er og arðbær fjárfesting, sem skilar sér undrafljótt aftur í minna vegaviðhaldi, betri með- ferð ökutækja, lengri endingu þeirra og minni benzíneyðslu. Kostir útboða eru margir. í fyrsta lagi fá skattborgarar meiri verðmæti fyrir minni fjármuni, eins og útboð Vega- gerðarinnar sýna bezt, en verktilboð munu að meðaltali hafa verið um 70% af áætluð- um kostnaði. í annan stað geta verktakar dreift verkálagi og vélanýtingu betur á árið í heild með tilboðum í vegagerð. í þriðja lagi ýtir samkeppni, á þessu sviði sem öðrum, undir tækniþróun og framvindu, sem kemur öllum til góða þegar upp er staðið. Spurning er hvort ekki megi einnig bjóða út vetrarþjón- ustu, eins og snjóruðning, a.m.k. sums staðar á landinu. Sveitarfélög, eða aðilar á þeirra vegum, gætu t.d. tekið að sér snjómokstur á tiltekn- um leiðum fyrir umsamið verð. Þannig færist ákvörðunarvald, hvenær vegur er ruddur, til heimaaðila, sem gjörþekkja aðstæður og þarfir, og fjár- munir nýtast betur en ella. Vegagerð ríkisins hefur áunnið sér traust sem vel rekin ríkisstofnun, þó alltaf megi betur gera, þar sem annars staðar. Aukin útboð Vegagerð- arinnar eru hluti af hagræð- ingu, sem gefið hefur góða raun. Aðrar ríkisstofnanir mættu færa sér þessa reynslu betur i nyt. Vegakerfið, sem tengir sam- an byggðir og landshluta, skiptir okkar stærra máli en menn gera sér í fljótu bragði grein fyrir. í fyrsta lagi at- vinnulega vegna flutnings hrá- efna á vinnslustað og nauð- synja á markað. í annan stað félagslega vegna margvíslegra samskipta fólks. í þriðja lagi þjónar vegakerfið víða fræðslukerfi okkar vegna flutninga nema milli heimila og skóla. Vegirnir eru „æða- kerfi“ samfélagsins og því ber að fagna, að þar hefur verið haldið vel á málum, þrátt fyrir efnahagslegar þrengingar. Borgin sigrar Félagsdómur hefur nú sýkn- að Reykjavíkurborg í máli sem BSRB höfðaði fyrir hönd Starfsmannafélags borgarinn- ar til að fá úr því skorið hvort borgaryfirvöldum hefði borið að greiða þeim laun fyrirfram, sem boðað höfðu verkfall 4. október síðastliðinn. Niður- staða fjögurra af fimm dómur- um í Félagsdómi var sú, að borgaryfirvöld hefðu farið rétt að, þegar þau ákváðu að greiða verkfallsmönnum ekki laun. Þessi niðurstaða Félags- dóms er í samræmi við álit þeirra lögfræðinga sem Reykjavíkurborg studdist við þegar ákvörðun um þetta efni var tekin. BSRB taldi hins veg- ar hér um skýlaust lógbrot að ræða. Þeirri skoðun hefur nú verið hnekkt. Ákvörðun ríkis og borgar að greiða verkfallsmönnum ekki laun fyrirfram hleypti hita í opinbera starfsmenn áður en sjálft verkfallið hófst. Út- varpsstarfsmenn notuðu hana meðal annars sem átyllu fyrir : útgöngu sinni og lokun ríkis- - fjölroiðlanna 1. október. Eftir ; úrskurð Félagsdóms geta : menn ekki lengur sagt, að * stjórnendur ríkis og borgar • hafi staðið rangt að málum. i Því ber að fagna að þessu máli var skotið til dómstóla. Eftir réttam leiðum hefur fengizt niðurstaða í viðkvæmu máli. Með sama hætti þarf að leiða fleiri vafaatriði sem upp komu vegna verkfallsins til lykta. | Kemur skin eftir skúr í efnahagsmálum eftir Jóhannes Nordal Snögg veðrabrigði hafa orðið í efnahagsmálum á siðasta fjórð- ungi þessa árs. Eftir að samið hafði verið almennt um nálægt 24% launahækkanir, sem að mest- um hluta koma fram á fyrstu þremur mánuðum samningstím- ans, hefur gengi krónunnar lækk- að og alda verðhækkana gengið yf- ir hagkerfið. Áður en þessi röskun varð, hafði ótrúlegur árangur náðst í þeirri viðleitni að koma á stöðugra verðlagi eftir óðaverð- bólgu þá, sem geisaði á fyrri hluta árs 1983. Til dæmis má nefna, að á tólf mánuðum frá 1. nóvember 1983 til jafnlengdar á þessu ári, hækkaði lánskjaravísitalan aðeins um 14,3%, og hafa verðbreytingar ekki orðið svo litlar á jafnlöngu tímabili síðastliðin tólf ár. Nú er hins vegar óumflýjanlegt, að árshraði verðbólgunnar u.þ.b. þre- faldist um þriggja mánaða skeið, en eftir það ætti hann að ganga aftur niður, ef ekki kemur eitt- hvað nýtt til. Ólíklegt má telja, að nokkur geti verið ánægður með þá þróun, sem hér hefur orðið. Þrátt fyrir hækk- un peningalauna munu rauntekjur alls þorra fólks lítið sem ekkert hækka, og eftir verulega gengis- breytingu mun reikningsleg af- koma útflutningsatvinnuveganna verða sízt betri en áður var. Árangurinn hefur því eingöngu orðið ný verðbólgualda, sem þegar hefur haft veruleg vandamál í för með sér. Röskun hefur orðið í þróun erlendra viðskipta með auknu gjaldeyrisútstreymi, sem langan tíma tekur að vinna upp að nýju. Ný óvissa hefur skapazt í rekstri fyrirtækja, sem áður voru farin að njóta góðs af minni verð- bólgu og betri skilyrðum til rekstrar og uppbyggingar. Pen- ingar hafa streymt úr bankakerf- inu vegna nýs verðbólguótta og lausafjárstaða bankanna versnað að mun. Öll vandamál verðbólgu- þjóðfélagsins, sem íslendingar þekkja svo vel af dýrkeyptri reynslu, virðast því vera að vakna upp að nýju. En þurfti þá svona að fara? Var ekki reynslan af yfir 100% verð- bólgu nægileg til þess að hvetja menn til að leita annarra leiða í kjarasamningum en stórfelldra launahækkana, er þegar rynnu út í verðlagið og stefna þannig í hættu þeim mikilvæga árangri til hjöðnunar verðbólgu, sem náðst hafði? Var nokkuð í fyrri reynslu, sem gat sannfært nokkurn hugs- andi mann um það, að skilyrði væru til stórfelldrar hækkunar rauntekna á tímum alvarlegs viðskiptahalla og samdráttar í undirstöðugreinum þjóðarbúsins? Og síðast en ekki sízt má spyrja, hvort stjórnvöld hafi í rauninni átt nokkurra annarra kosta völ, t.d. í gengismálum, en að leiðrétta gengið til samræmis við hækkun iennlends launakostnaðar. Allt eru þetta áleitnar og erfiðar spurningar, sem þó er skylt að varpa fram og leita svara við, eins og nú er komið málum. II Árangur tiltekinna aðgerða í efnahagsmálum fer bæði eftir framkvæmd þeirra og ytri skilyrð- um. Á þetta ekki sízt við um launahækkanir. Hvort afleiðing þeirra verður hækkun rauntekna, vaxandi verðbólga, versnandi við- skiptajöfnuður eða aukið atvinnu- leysi, fer bæði eftir framleiðslu- skilyrðum þjóðarbúsins og efna- hagsstefnunni á öðrum sviðum. Á undanförnum þremur árum hefur þjóðarframleiðsla hér á landi ver- ið að dragast saman af völdum erfiðra ytri skilyrða, og við þann tekjusamdrátt hefur bætzt vax- andi byrði skulda vegna viðskipta- halla fyrri ára. Við þessum vanda hefur m.a. verið brugðizt með að- gerðum, sem leitt hafa til veru- legrar lækkunar rauntekna og samsvarandi lækkunar raungeng- is krónunnar í þeim tilgangi að bæta samkeppnisaðstöðu atvinnu- veganna og draga úr viðskipta- halla. Við slíkar aðstæður liggur ljóst fyrir, að almenn launahækk- un hlýtur að öllu óbreyttu að koma fram í samsvarandi hækkun almenns verðlags. Til þess að sú verði ekki niðurstaðan, þarf eitthvað nýtt að koma til, er tryggi tilflutning raunverulegra verðmæta til launþega. Nefna má tvö mikilvægustu dæmin um að- gerðir, er haft gætu slík áhrif og þannig tryggt raunverulegar kjarabætur þrátt fyrir stöðnun eða samdrátt í þjóðarframleiðslu. í fyrsta lagi geta tilteknir hópar launþega fengið kjarabætur á kostnað annarra, ef samið er um mismunandi háar launahækkanir, t.d. í því skyni að draga úr launa- mismun milli starfshópa. Reynsl- an hefur þó sýnt, að erfitt er í reynd að koma fram breytingum á launahlutföllum, ekki sízt vegna þess, að hinir launahærri hafa oftast sterkari markaðsstöðu, þannig að hætt er við að launa- skrið jafni fljótlega metin að nýju. Reynslan bæði hér á landi og er- lendis bendir eindregið til þess, að mjög erfitt sé að ná fram veru- legri breytingu á .tekjuskiptingu á vettvangi kjarasamninga, heldur þurfi hér til að koma tekjujafn- andi aðgerðir af hálfu ríkisins. Einkum koma þá til greina að- gerðir í skattamálum, er dreifi skattbyrðinni launahópum í hag, og margvísleg félagsleg þjónusta og bætur, er miði að því að jafna aðstöðumun þjóðfélagshópa. Ástæða er til að ætla, að stökk- breytingar í launum, er hafa í för með sér öra verðbólgu, séu sízt af öllu til þess fallnar að jafna tekju- mun og aðstöðu í þjóðfélaginu, m.a. vegna þeirra erfiðleika, sem fylgja þeim venjulega í opinberum rekstri. Einnig er ljóst að hinir efnameiri hafa yfirleitt mun betri aðstöðu til að hagnast á verð- bólguþróun en almennir launþeg- ar. Hægfara launabreytingar samhliða tekjujöfnunaraðgerðum af hálfu ríkisvaldsins hafa því að jafnaði reynzt láglaunahópum farsælasta leiðin til kjarabóta. í öðru lagi er með efnahagslegu aðhaldi unnt að draga verulega úr svigrúmi fyrirtækja til þess að velta þeim kostnaðarhækkunum, sem af launabreytingum leiðir, út í verðlagið að nýju. Aðhaldsað- gerðir í þessu skyni geta verið með ýmsum hætti, svo sem hækkun vaxta og takmörkun á framboði lánsfjár, skattahækkanir og aukið aðhald í ríkisfjármálum eða að- haldssöm gengisstefna. Öllum er þeim þó sameiginlegt það megin- atriði, að þær knýja atvinnurekst- urinn til þess að taka á sig veru- legan hluta launahækkananna og Jóhannes Nordal draga þannig bæði úr ágóða þeirra og greiðslugetu. Við allar venju- legar aðstæður hlýtur því aðhald af þessu tagi að hafa í för með sér minnkun á umsvifum fyrirtækja og samdrátt bæði í framleiðslu og fjárfestingu. Afleiðingin verður því m.a. samdráttur í atvinnu, sem kemur niður á þeim launþegum, sem hafa minnsta framleiðni og vinna við þau fyrirtæki, sem eru fjárhagslega veikburða. Það, sem hér er um að ræða, er einfaldlega það, að beint samband er á milli rauntekna og atvinnustigs. Með því að beita strangara aðhaldi í fjármálum og peningamálum í því skyni að draga úr verðhækkunum og tryggja þannig hærri rauntekj- ur, dregur um leið úr eftirspurn eftir vinnuafli og atvinna minnk- ar. íslenzk stjórnvöld hafa um ára- tugaskeið sett markmiðið um fulla atvinnu flestum öðrum ofar. Þau hafa því venjulega frekar tekið þann kostinn að gefa fyrirtækjum svigrúm til að hleypa kostnaðar- hækkunum út í verðlagið en að hætta á atvinnuleysi. Hér er ótví- rætt um að ræða eina meginorsök mikillar verðbðólgutilhneigingar hér á landi í samanburði við önnur þróuð ríki, þar sem afleiðingin hefur orðið sú, að atvinnuleysi er þar mun meira en hér á landi, verðbólga minni, en rauntekjur launafólks hlutfallslega hærri. Mikilvægt er, að mönnum sé þetta samhengi sem Ijósast, þegar kjarasamningar eru gerðir, þar sem skilyrðið fyrir því að sameina til lengdar hátt atvinnustig og hóflega verðbólgu felst ekki sízt í því, að launabreytingum sé stillt í hóf. Stökkbreytingar í launum eru að þessu leyti hættulegastar, þar sem þær auk beinna verðlags- áhrifa grafa undan trausti manna og valda verðbólguótta, sem gerir allt aðhald og skipulega stjórn efnahagsmála stórum erfiðari en ella. III í þessu samhengi öllu liggur einnig skýringin á því, hvers vegna það var nær óhugsandi, að unnt væri að komast hjá verulegri gengisbreytingu þegar í kjölfar nýgerðra launasamninga. Öllum, sem nokkurt skynbragð bera á at- vinnurekstur, hlýtur að vera ljóst, að 20—25% hækkun launakostn- aðar er langt umfram greiðslugetu svo að segja allra fyrirtækja. Nokkur hluti atvinnurekstrarins, einkum þjónustugreinar, á að vísu kost á því að hækka verðlag sitt án verulegra áhrifa á samkeppn- isstöðu sína. Sama gildir hins veg- ar ekki um hina miklu útflutn- ingsframleiðslu þjóðarinnar né stóran hluta iðnaðarins, sem á í beinni samkeppni við innfluttar vörur. Fyrir sjávarútveginn, sem átt hefur við stórfellda rekstrarerfið- leika að etja að undanförnu, hefði allur dráttur á leiðréttingu vegna launahækkananna haft í för með sér hallarekstur, sem fljótlega hefði leitt til stöðvunar fjöl- margra fyrirtækja. Fyrir iðnað- inn, sem framleiðir fyrir innlend- an markað, hefðu áhrifin bæði komið fram í 'verri afkomu og minnkandi framleiðslu, þar sem óhjákvæmilegar hækkanir á inn- lendum vörum hefðu Ieitt til minnkandi sölu vegna samkeppni frá erlendum fyrirtækjum, eink- um frá Evrópulöndum, þar sem gengi hefur verið óvenjulega lágt á þessu ári. Hvort tveggja hefði því leitt til atvinnubrests. Hefði sú ákvörðun engu að síður verið tekin að láta reyna á þolrif atvinnuveganna í kölfar launa- hækkananna í stað þess að breyta gengisskráningunni, hefði það ekki aðeins haft alvarleg áhrif á atvinnuástand, heldur einnig stefnt viðskiptajöfnuðinum og stöðu þjóðarbúsins út á við í stórkostlega hættu. Vegna þess hve stórfelld launahækkunin var, hafði hún í för með sér vaxandi ótta bæði við aukna verðbólgu og gengislækkun, enda jókst inn- flutningur og gjaldeyrisútstreym- ið þegar í kjölfar samninganna og var fljótlega ljóst, að sú þróun yrði ekki stöðvuð fyrr en raunh- æfu gengi væri komið á að nýju, sem nægði til þess að eyða óvissu og skapa að nýju skilyrði eðlilegra gjaldeyrisviðskipta. Margföld reynsla er fyrir því, að stökkbreyt- ingar i launamálum hafa að þessu leyti miklu meiri áhrif til truflun- ar en hægfara breytingar, og þess vegna er ennþá erfiðara að koma í veg fyrir, að þær leiði strax til gengisbreytinga. IV Þótt skylt sé að horfast í augu við það, að sú verðbólgualda, sem nú gengur yfir, sé alvarlegt áfall fyrir þá viðleitni að koma á stöð- ugleika í verðlagsþróun hér á landi, er hitt þó mikilvægara að draga gagnlega lærdóma af þess- ari reynslu, svo að betur megi til takast í framtíðinni. Tvennt vekur vonir um það, að aftur megi kom- ast á braut lækkandi verðbólgu á næsta ári. Annars vegar er það, hve fljótt mun draga úr verð- bólguhraðanum, þegar kemur fram á vorið, svo að enn á að gef- ast tækifæri til þess í næstu kjarasamningum að ganga út frá hóflegri verðlagsþróun sem meg- ingrundvelli launastefnunnar. Ilins vegar kom margt það fram í viðræðum aðila, áður en launa- samningarnir voru gerðir, en einnig eftir á, sem bendir til meiri skilnings en oft áður á nauðsyn þess, að leitað verði annarra og betri leiða til þess að tryggja hag launþega og afkomu þjóðarbúsins en þær, sem vaidar hafa verið að þessu sinni. Ekki eru tök á því að ræða að neinu gagni á þessum vettvangi þau viðfangsefni. sem hér bíða úr- lausnar, en þó er ástæða til að benda á tvö mikilvæg atriði. í fyrsta lagi verður að hafa þá staðreynd í huga, að ekki er svig- rúm til almennrar aukningar rauntekna, á meðan þóðarfram- leiðslan eykst ekki og halli er á viðskiptajöfnuði. Kjaramálin hljóta því við þessar aðstæður að snúast fyrst og fremst um tekju- skiptinguna í þjóðfélaginu og hlutföllin á milli fjárfestingar og neyzlu. Leiðin til þess að ná fram breytingum í þessum efnum er hins vegar ekki fólgin í því að knýja fram háar launahækkanir, heldur verður það fyrst og fremst að gerast fyrir tilstuðlan ríkis- valdsins, svo sem með skatta- breytingum, breytingum félags- legra útgjalda og ráðstöfun fjár til fjárfestingar og samneyzlu. f öðru lagi má sízt á tímum efnahagslegra þrenginga missa sjónar af því, að aðeins með auk-- inni framleiðslu og verðmæta- sköpun er hægt að skapa að nýju skilyrði almennt batnandi lífs- kjara. Stöðugleiki í verðlagi er tví- mælalaust ein mikilvægasta for- senda þess, að atvinnurekstur hér á landi komist úr þeim vanda, sem að hefur steðjað nú um skeið. Það eru því sameiginlegir hagsmunir allra aðila vinnumarkaðarins, að sú verðbólgualda, sem nú gengur yfir, hnigi sem fyrst, og aftur verði komizt á sléttari sjó. Dr. Jóhannes Nordal scólahanka- stjóri ritaði þessa grein sem torystugrein í 3. hetti Fjármálatíð- inda 1984. Gonguleiðin: Goðaland — Skógar eftir Þórð Tómasson Sunnudagurinn 12. ágúst þessa árs er okkur hér í Skógum og mörgum öðrum enn í fersku minni. Regnið streymdi úr skýjum og ár urðu að fljótum. Ung skosk stúlka hljóp í örvæntingu fram Skógaheiði og kom í mikilli angist inn á Hótel Eddu í vinahendur. Hún var nýsloppin frá dauðans dyrum inni í Skógaá rétt fyrir kraftaverk, en unnusti hennar, ungur Englendingur, hvarf í ólg- andi vatnsflauminn. Tugir félaga úr fjórum björgunarsveitum leit- uðu með Skógaá næstu þrjá daga undir forystu Baldvins Sigurðs- sonar í Eyvindarhólum, formanns Flugbjörgunarsveitar Austur- Eyjafjalla. Einskis var látið ófreistað til að finna herfang ár- innar, jafnvel kafari frá Björgun- arsveitinni Víkverja frá Vík í Mýrdal kannaði hylji ofan eftir Skógaá. Leit var haldið áfram reglulega fram á haust og loks 6. október fundu Baldvin og félagar hans lík hins látna í Skógaá skammt neðan við slysstaðinn. Huggun í harmi og öllum var rórra, þarna varð engu framar um þokað. Furðu margir göngumenn, inn- lendir og útlendir, eiga ferðir um fjallveginn milli Ytri-Skóga og Goðalands sumarlangt, jafnvel að vetri. Önnur meginkvísl Skógaár var oft mikill farartálmi á leiðinni og sá skuggi grúfði yfir að hún yrði fyrr eða síðar að slysi fram- andi fólki vanbúnu til göngu og ókunnu strangri ánni í meiri eða minni vexti. F’lugbjörgunarsveit Austur- Eyjafjalla hefur um mörg ár undir forystu Baldvins í Eyvindarhólum unnið að því að búa feröafólki á fjallleiðinni öryggi. Hún reisti myndarlegt sæluhús inni í Land- norðurstungum, suður frá Fimm- vörðuhálsi, sumarið 1974. Þar eru svefnstæði og dýnur fyrir 30 ferðamenn. Skálinn leysti af hólmi löngu ónothæfan skála Guð- mundar Einarssonar frá Miðdal og Fjallamanna hans uppi á Ljósmynd/Ásbjðrn Öskarsson. Nýja göngubrúin á Skógaá. Hún verður kennd til unga mannsins Nicolas Mason, sem þarna lét lífið 12. ágúst þessa árs. Spjald með nafni hans og minningu verður sett þarna upp. Fimmvörðuhálsi. Ýmsir hafa gerst til þess að nefna nýja skál- ann Baldvinsskála og er vel til fallið. Ruddur vegur liggur inn að skálanum heiman frá Skógum og fyrir mörgum árum var öll leiðin stikuð norður á Goðaland. Nú í vor ákvað Flugbjörgun- arsveitin byggingu göngubrúar á Skógaá rétt við vaðið á gönguleíð- inni, efniskaup voru hafin og flutningur á brúarefni byrjaður en þarna varð dauðinn skjótari í för- um. Slysið 12. ágúst átti þátt í að Flugbjörgunarsveitin fékk góðan stuðning til að hraða knýjandi verkefni. Vegagerð ríkisins greiddi brúarefnið og Ferðamála- ráð veitti fjárstyrk. Fjölskylda Englendingsins unga óskaði eftir að styðja starf björgunarsveitar- innar. Nú í haust byggðu félagar hennar göngubrúna á Skógaá. Brúarstæðið er um 60 m neðan við vaðið á ánni og sést brúin vel báð- um megin frá vaðinu. Hún er 11 m á lengd, borin uppi af þremur öfl- ugum máttarviðum. Breidd er rúmur 1 m. Brúargólfið sjálft ligg- ur á traustum þverbitum. Handrið er til beggja hliða. Um 3—4 m eru niður að vatnsborði árinnar. Vonandi stenst brúin vel vetr- arríkið inni í heiðinni og öryggið sem hún veitir er ómetanlegt því áfram mun göngufólk leggja leið sína milli Goðalands og Skóga hvað sem líður hættum og slysum. Nýja brúin verður kennt til unga mannsins Nicolas Mason sem þarna lét lífið, spjald með nafni hans og minningu verður sett þarna upp. Trúaðir menn á miðöldum íslenskrar kristni hefðu án efa reist kross á staðnum til fyrirbænar á förnum vegi. Nú hafa nýjar leiðarstikur með endurskinsmerkjum verið reistar inn eftir Skógaheiði, inn að sælu- húsi Flugbjörgunarsveitarinnar og áfram verður haldið með verkið næsta ár frá sæluhúsinu allt norð- ur að Morinsheiði á Goðalandi. Ætti þá öllu að vera sæmilega borgið með að fólk fari ekki afvega á þessari leið sem nú má kalla þjóðleið, fögur þegar vel viðrar en viðsjál í vondum veðrum. Flugbjörgunarsveit Austur- Eyjafjalla heldur hér uppi merkri og þakkarverðri öryggisþjónustu fyrir ferðamenn nútíðar og fram- tíðar og heiður sé öllum sem styrkja hana í starfi. Imrður Tómasson er satnrörður í Byggðasafninu í Skógum. Lætur af störfum sem framkvstj. útvarpsins GUÐMUNDUR Jónsson söngvari lætur af störfum sem framkvæmda- stjóri útvarps 1. febrúar nk. en hann hefur gegnt því starfi frá árinu 1966. Guðmundur hefur starfað hjá útvarpinu í rúm 30 ár, fyrst sem fuíltrúi í Tónlistardeild og síðar sem framkvæmdastjóri. Sagði Guðmundur í samtali við Morgun- blaðið að hann myndi hafa í nógu að snúast þó að hann léti af störf- um hjá útvarpinu. „Ég ætla að helga mig tónlistinni enn meira en áður,“ sagði hann. „Ég mun kenna áfram við Tónlistarskólann í Reykjavík eins og ég hef gert lengi. Þá hef ég daginn fyrir mig og þarf ekki að nota kvöldin til að kenna eins og ég hef þurft hingað til.“ Guðmundur Jónsson Hávaöatakmörk á flugvöllum í New York: Undanþágubeiðni Flugleiða afgreidd í þessari viku AFSTADA flugvallastjórnar New York til undanþágubeiðni Flugleiða frá hávaðatakmörkunum á flugvöllum vestra eftir 1. janúar sl„ verður vænt- anlega Ijós fyrir vikulokin, að því er Jamcs Muldoon, talsmaður New York & New Jersey l’ort Authority, sagði í samtali við Mbl. „Formleg ákvörðun hefur ekki verið tekin en það verður gert á næstu dögum,“ sagði Muldoon. „Af hálfu Flugleiða var málið flutt fyrif stjórnarnefnd okkar sl. fimmtudag og sömuleiðis af hálfu tveggja íbúa- samtaka, sem leggjast eindregið gegn undanþágunni." Hann sagði að bandaríska utan- ríkisráðuneytið í Washington DC hefði haft samband við stofnun sína og mælt með undanþágu til Flug- leiða.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.