Morgunblaðið - 19.12.1984, Qupperneq 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1984
Nýtt skip Sambandsins sjósett
Akureyri:
Alda umferðaróhappa
fylgdi fyrsta snjónum
Akureyri, 17. desember.
FYRSTI umtalsverði snjór-
inn á þessum vetri féll á Ak-
ureyri í dag og fylgdi mikil
hálka, sem bifreiöastjórar
áttu erfitt með að vara sig á.
Samkvæmt upplýsingum
Skjálfti á Skjálfanda:
Mældist fjór-
ir á Richter-
kvarða
SNARPUR jarðskjálfti fannst á
Norðurlandi sl. sunnudagsmorg-
un um kl. 9.30. Var upptök hans
að finna fimm til tíu kflómetra
norðvestur af Flatey á Skjálfanda
og reyndist styrkur hans vera
fjórir á Richterkvarða.
Að sögn Ragnars Stefánsson-
ar jarðskjálftafræðings fannst
fyrst lítill skjálfti en skömmu
síðar aðalskjálftinn. Fannst
hann alla leið vestur að Hrauni
á Skaga og austur á Tjörnes.
Einnig varð hans vart í Gríms-
ey. Sterkastur var skjálftinn á
Húsavík, Dalvík, ólafsfirði og
Siglufirði, þar sem fólk mun
hafa vaknað upp við kippinn.
Ekkert tjón varð af völdum
jarðskjálftans.
Sýning
Jóhanns
framlengd
JÓHANN G. Jóhannsson hefur
framlengt sýningu sína LITRÓF í
sýningarsal Listamiðstöðvarinnar,
Lækjartorgi, til. laugardagskvölds
22. desember og verður sýningin
opin til kl. 23 það kvöld. Aðra daga
verður sýningin opin samkvæmt
verslunartíma.
Á sýningunni, sem er sölusýn:
ing, eru 68 vatnslitamyndir. í
innri sýningarsal Listamiðstöðv-
arinnar eru einnig til sýnis og
sölu nokkur af verkum Jóhanns
G. Jóhannssonar og Hauks Hall-
dórssonar sem þeir unnu í sam-
einingu og sýndu í desember í
fyrra á sama stað undir heitinu
DESER ’83.
í sama sal eru einnig til sýnis,
sölu og leigu fjöldi verka, graf-
íkmyndir, teikningar, málverk,
vatnslitamyndir og fleira eftir
fjölda innlendra og erlendra
listamanna, þar á meðal eru
margir nafnkunnir listamenn.
(FrétUtilkynninjf)
Bókin um Mugg
seldist upp
BÓKIN Muggur eftir Björn Th.
Björnsson er uppseld hjá útgáf-
unni, Lögbergi. Önnur prentun er
væntanleg í bókaverzlanir á morg-
un, fimmtudag.
lögreglunnar höfðu orðið átta
árekstarar í bænum frá því í
morgun og fram til klukkan
18.00.
Alvarlegasti áreksturinn varð
um klukkan 13.00 á gatnamótum
Austursíðu, Bugðusíðu og Fjöln-
isgötu, en þar lentu þrír bílar í
árekstri. Flytja varð farþega úr
einum bílnum í sjúkrahús vegna
höfuðhöggs, en meiðsli munu ekki
hafa verið alvarleg. Þá var ekið á
18 ára gamla stúlku í Skógarlundi
klukkan 16.00 í dag. Meiðsli henn-
ar munu hafa verið óveruleg.
„ÞAÐ ER meginregla í vinnurétti,
að vinnusamningar aðila, þ.e. vinnu-
veitanda og launþega, eru gagn-
kvæmir á þann hátt, að skylda ann-
ars aðilans til þess að inna af hendi
sitt framlag er almennt háð því, að
mótaðilinn efni sinn hluta skyldunn-
ar. Af því leiðir, að ekki er vafi á því,
að launþegi, sem er í verkfalli, á
ekki rétt til launa fyrir þá daga, sem
hann er í verkfallinu,“ segir meðal
annars í dómi Félagsdóms í máli
BSRB, fyrir hönd Starfsmannafélags
Reykjavíkurborgar, á hendur borg-
arstjóranum í Reykjavík, fyrir hönd
Reykjavíkurborgar, en eins og
greint var frá í frétt Morgunblaðsins
var Reykjavíkurborg sýknuð af kröf-
um stefnanda, að henni hafi borið að
greiða laun fyrirfram hinn 1. októ-
ber sl.
Mál þetta dæmdu Bjarni Krist-
inn Bjarnason, Björn Helgason,
Gunnlaugur Briem, Ragnar Hall-
dór Hall og Sigurfinnur Sigurðs-
son. Dómkröfur stefnanda voru
þær, „að Félagsdómur dæmi, að sú
ákvörðun stefnda að greiða þann
NÝTT skip Skipadeildar Sambands-
ins var nýlega sjósett í Appledore-
Skipasmíðastöðinni í Devon í Eng-
landi. Skipið er sérhannað til flutn-
inga á gámum og frystivöru en getur
jafnframt annast almenna vöruflutn-
inga. Það verður afhent eigendum í
janúar og mun verða í flutningum
milli íslands og Norður-Ameríku.
Burðargeta skipsins er u.þ.b.
3.000 tonn og heildarlengd 94
1. október 1984 einungis laun fyrir
tímabilið 1.—3. október 1984 til
þeirra starfsmanna sinna, sem
starfað hafa a.m.k. eitt ár samfellt
hjá stefnda og hafa skriflega á þar
til gerð eyðublöð óskað eftir fyrir-
framgreiðslu fastra launa, enda sé
viðkomandi starfsmaður í a.m.k.
50% starfi, sé ólögmæt og brjóti í
bága við sérkjarasamning aðila
frá 3. maí 1984 og reglugerð um
réttindi og skyldur starfsmanna
Reykj avíkurborgar."
Fjórir af fimm dómurum Fé-
lagsdóms voru sammála um þá
niðurstöðu að Reykjavíkurborg
hefði ekki borið skylda til að
greiða októberlaunin, en Sigur-
finnur Sigurðsson skilaði sérat-
kvæði þar sem tekið var undir
kröfur stefnanda. Auk þess, sem
getið er í upphafi segir ennfremur
í niðurstöðum dómsins:
„Þá er það einnig meginregla á
sviði vinnuréttarins, að launþeg-
inn þurfi fyrst að láta vinnu sína
af hendi, áður en hann öðlast rétt
á gagngjaldinu þ.e. launum sínum.
metrar. Aðalvél hins nýja skips er
4.080 hestafla Wártsil' Vasa &R32
og ganghraði u.þ.b. 14 sjómílur.
Rúmmál frystilesta er 165.000 ten-
ingsfet og gámarými 164 stk. 20
feta gámaeiningar.
Frá Islandi mun skipið flytja
frosinn fisk í frystilestum og
gáma á þilfari en jafnframt má
nýta lestar þess til gámaflutninga
Frá síðastgreindri meginreglu
var brugðið í lögskiptum aðilanna,
þegar stefndi samþykkti hinn 3.
maí 1984, að tilteknir starfsmenn
hans fengju föst laun sín greidd
mánaðarlega fyrirfram fyrsta
virkan dag hvers mánaðar.
Þegar kjarasamningur var und-
irritaður framangreindan dag,
virðast engar umræður hafa átt
sér stað um það, hvernig við skyldi
bregðast með fyrirframgreiðslu
launanna, ef til verkfalls starfs-
manna Reykjavíkurborgar kæmi,
og enginn fyrirvari er skráður um
þetta í sjálfum samningnum.
Verður eigi á það fallist með
stefnanda, að úrslit málsins eigi
að ráðast af því, að stefndi sam-
þykkti kjarasamninginn án sér-
staks fyrirvara um þetta samn-
ingsákvæði.
Á það þykir mega fallast með
stefnda, að samningsákvæðið um
fyrirframgreiðslu launa eigi ekki
að skýra svo bókstaflega að það
hafi átt að tryggja félagsmönnum
stefnanda launagreiðslur fyrir
eftir að fiskinum hefur verið land-
að.
Forstöðumenn skipasmíða-
stöðvarinnar hafa lýst því yfir í
blaðaviðtölum að hið nýja skip
Skipadeildar Sambandsins sé hið
fjölhæfasta sem þar hafi verið
smíðað. Þeir bera lof á hönnun
skipsins, sem gefur fjölmarga val-
kosti við flutninga, segir í frétt frá
Sambandinu.
tímabil, sem þeir fyrirsjáanlega
yrðu í verkfalli. Breytir engu í því
sambandi þótt stefndi ætti þess
kost að draga kaupið fyrir verk-
fallsdagana frá launum, sem
starfsmenn ynnu fyrir síðar," eins
og segir m.a. í niðurstöðu dómsins.
Eyrarbakki:
Allverulegt
atvinnuleysi
— þrátt fyrir óvenju-
góða tíö til róðra
Kvrarbakka, 18. desember.
EINS OG fram hefur komið í frétt-
um hefur togarinn Bjarni Herjólfs-
son verið seldur á nauðungarupp-
boði eftir langvarandi taprekstur. Til
þess að reyna aö tryggja Hraðfrysti-
stöð Eyrarbakka hráefni var í haust
keyptur hingað 50 lesta stálbátur.
Síðan hann kom hefur hann stundað
línuveiðar og aflað þokkalcga, fjórar
til fimm lestir í róðri að jafnaði af
góðri ýsu. Þrátt fyrir óvenjugóða tíð
til róðra og nokkra sfldarfrystingu
hefur þó verið allverulegt atvinnu-
leysi hérna undanfarið.
í lok síðustu viku kom til
Reykjavíkur vélbáturinn Sæberg
en Hraðfrystistöð Eyrarbakka og
Vigfús Markússon hafa keypt
þann bát í sameiningu. Sæbergið
er um 50 lesta stálbátur og verður
Vigfús formaður á honum. Loks er
að geta þess að einstaklingar hér í
þorpinu hafa fest kaup á vélbátn-
um Mánatindi, sem er 100 lesta
stálbátur, og verður hann afhent-
ur nýju eigendunum í janúar. Við
kaupin hafa þeir hvorki notið full-
tingis hreppsins né Hraðfrysti-
stöðvarinnar.
Útlit er fyrir því að fimm bátar
verði gerðir út frá Eyrarbakka í
vetur, auk þess sem nokkrir bátar
annars staðar frá verði hér í
viðskiptum, þannig að nokkuð
tryggt ætti að vera að nægur afli
berist á land til að halda uppi at-
vinnu á komandi vertíð.
Óskar
Niðurstaða Félagsdóms um októberlaunin:
Munum haga okkar upp-
sögnum öðruvísi næst
— segir Haraldur Hannesson, formaður
Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar
„ÞESSI niðurstaða veldur okkur auðvitað vonbrigðum enda töldum við í
upphafi að rétturinn væri okkar,“ sagði Haraldur Hannesson, formaður
Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, er Morgunblaðið innti hann álits
á niðurstöðum dóms Félagsdóms þar sem Reykjavíkurborg var sýknuð af
kröfum um að henni hafi borið að greiða laun fyrirfram hinn 1. október
síðastliðinn.
Haraldur Hannesson sagði
ennfremur að menn væru nú
reynslunni ríkari og myndu
standa öðruvísi að þessum mál-
um næst í Ijósi þessarar niður-
stöðu. „í sjálfu sér breytir þessi
niðurstaða ekki svo ýkja miklu
fyrir okkur í framtíðinni, nema
að við munum haga okkar upp-
sögnum öðruvísi næst. Launa-
sviptingin kom okkur vissulega í
opna skjöldu og kom illa við
marga félagsmenn og við trúð-
um þvi að rétturinn væri okkar
megin. En við erum reynslunni
ríkari og munum því aldrei stilla
verkfalli svona upp aftur," sagði
Haraldur Hannesson.
Kristján Thorlacius, formaður
BSRB, sagði í samtali við blaða-
mann Morgunblaðsins að ekki
tjáði að deila við dómarann í
þessum efnum. Hins vegar væri
hér aðeins um að ræða annað
málið af tveimur, sem BSRB
hefði haft til athugunar vegna
októberlaunanna. Hitt væri í at-
hugun, í samráði við lögfræðing
BSRB, Gest Jónsson hæstarétt-
arlögmann, hvort BSRB fer í
mál fyrir undirrétti vegna
októberlauna ríkisstarfsmanna,
en það mál yrði rekið fyrir al-
mennum dómstólum en ekki fyr-
ir Félagsdómi eins og mál borg-
arstarfsmanna, að sögn Krist-
jáns Thorlacius.
G.Berg.
Félagsdómur um októberlaunin:
Ekki skylt að greiða laun
nema vinna sé innt af hendi
LK
nzia
THORELLA
Laugavegs Apóteki
THORELLA
Miðbæ við Háaleitisbraut
*A