Morgunblaðið - 19.12.1984, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 19.12.1984, Qupperneq 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1984 Ný aðför að sparifé fólks? eftir Árna Árnason Á síðasta áratug átti sér stað stórfelldasta eignaupptaka ís- landssögunnar. A þessum árum, 1971—1980 leiddu óstjórn efna- hagsmála og opinber afskipti af vaxtaákvörðunum til þess, að 36,5 milljarðar voru hafðir af spari- fjáreigendum (verðlag desember 1984). Þessi fjárhæð samsvarar 155 þúsund krónum á hvern núlif- andi íslending. Árni Árnason Sparifjáreigendur létu ekki hafa sig lengi að féþúfu, sem sést best á því, að inneignir lands- manna í bankakerfinu sem námu um 50% af þjóðartekjum á árinu 1970 féllu í 30% af þjóðartekjum á árinu 1980. Á þessum árum töpuðu lífeyrissjóðirnir einnig verulegum þurru að miklu leyti uppsprettur lánsfjár og við urðum að leita í vaxandi mæli á erlenda lánamark- aði til að afla fjár til innlendrar lánastarfsemi. Svo langt gengum við í því efni, að erlendar skuldir nema nú um 60% af verðmæti þjóðarframleiðslunnar og nær fjórðungur útflutningstekna geng- ur til greiðslu vaxta og afborgana af erlendum lánum. í ár ráðstöf- um við fjárhæð sem nemur 6% af þjóðarframleiðslunni í vaxta- greiðslur til erlendra aðila. Vegna þessara erlendu lána hafa vextir þeirra meiri áhrif á innlendum lánamarkaði en margir gera sér grein fyrir. Frá árinu 1971 (sjá mynd) hefur erlent lánsfé aukist úr 3% af Iánum og endurlánum bankakerfisins i um fjórðung sl. þrjú ár. Á síðustu ár- um hafa raunvextir verið hærri á erlendum lánum en innanlands og farið hækkandi, t.d. í Bandaríkj- unutn. Hækkandi raunvextir á þessu ári hér á landi hafa hins vegar jafnað þann mun (sjá mynd), en óvissa er um framvind- una. Hins vegar er ljóst að raun- vextir á þeim erlendu lánum sem við höfum tekið hafa farið hækk- andi frá 1980 og náðu því að verða 4,7% 1983 (sjá mynd). í ár hafa þeir enn hækkað, þótt endanleg tala liggi ekki fyrir. í Ijósi þessa er það mikið undrunarefni af hvenu stjórnmálamenn vilja ekki að Is- lendingar njóti sömu kjara í vöxt- um og útlendingár. Með því að leyfa innlendum sparnaði að njóta sömu kjara, mætti draga úr er- lendum lánum. Frjálsir vextir Fyrr á þessu ári voru vextir að nokkru leyti gefnir frjálsir, sem kunnugt er. Á margan hátt er ÁRSÁVÖXTUN RÍKISVÍXLA SAMANBORIP VIP ÁRSÁVÖXTUN ALMENNS SKULDABRÉFS * Á ÁRINU 1984 ÁRSÁVÖXTUN l 30 29 28 27 26 25 24 23 22 RÍKISVÍXLAR ALM.SKULDABRÉF 21 20 ____________________ JFMAMJJASON MÁN * SKULDABRÉF í 6 MÁNUÐI, EIN GREIÐSLA, ÁN Þo'kNUNAR fjárhæðum — sumir urðu í reynd gjaldþrota — og fjárfestingar- lánasjóðirnir glötuðu bróðurpart- inum af eigin fé sínu. Þessi ár voru gósenár skuldara og „fyrirgreiðslumanna" í stjórn- málum. Skuldarar stórgræddu og stjórnmálamenn gátu falið öll fjárfestingarmistök sín og ann- arra með nýjum óverðtryggðum „Iánum“, sem urðu að engu í verð- bólgunni. Afleiðingarnar Afleiðingarnar létu ekki á sér standa. Fjárfest var í þjóðhags- lega óarðbærum framkvæmdum, sem skýrir að stórum hluta hvers vegna lífskjör eru nú verri en nokkur ástæða var til. Á endanum þetta ein merkasta breytingin á peningamálum þjóðarinnar árum saman. Áhrif Seðlabankans og rikisstjórnarinnar eru þó enn veruleg. Seðlabankinn ákveður enn vexti af eigin lánum, vexti af sparilán- um og dráttarvexti, en ríkisstjórn- in ákveður vexti af afurðalánum. Með ákvörðunum á þessum svið- um getur ríkisvaldið haft mikil áhrif á hæð vaxta. Ríkisvaldið get- ur einnig notað aðrar leiðir til að hafa áhrif á almenna vexti með þeim vöxtum sem það samþykkir á ríkisskuldabréfum og ríkisvíxlum. Þegar vaxtabreytingar á þess- um skuldbindingum ríkisins eru skoðaðar, kemur í ljós, að ríkis- valdið hefur gengið á undan og sprengt upp vextina hjá öðrum. Bankar og sparisjóðir hafa því ENDURLÁNAÐ ERLENT LÁNSFÉ í hlutfalli af lánum og endurlánum RAUNVEXTIR RÍKISSKULDABRÉFA I N0KKRUM LÖNDUM x VEXTIR ERLENDRA LÁNA x VEXTIR Á SPARISKÍRTEINUM RÍKISSJÓÐS SAMANBORID VID VEXTI Á 6 MÁNAÐA VERD- TRYGGOUM REIKNINGI í BANKA Á ÁRINU 1984 VAXTA 8 7 6 5' 4 " SPÁRISKIRTEIni RIKISSJÖ8S VERÐTRYGGOIR REIKNININGAR 3 2. 1 ~ J F n A M J J A S 0 N- MÁN „Þegar vaxtabreytingar á þessum skuldbinding- um ríkisins eru skoðad- ar, kemur í Ijós, að ríkisvaldið hefur gengið á undan og sprengt upp vextina hjá öðrum. Bankar og sparisjóðir hafa því ekki gengið á undan, heldur hafa þeir notað frjálsræðið til að minnka þann mun, sem er á vöxtum ríkissjóðs og þeirra eigin vöxtum (sjá mynd). Hér á landi hefur því það sama ver- ið að gerast og erlendis: Það er lánsfjárhungur ríkisins sem er aðalor- sök hárra vaxta.“ ekki gengið á undan, heldur hafa þeir notað frjálsræðið til að minnka þann mun, sem er á vöxt- um ríkissjóðs og þeirra eigin vöxt- um (sjá mynd). Hér á landi hefur því það sama verið að gerast og erlendis: Það er lánsfjárhugur ríkisins sem er aðalorsök hárra vaxta. Nýjar tillögur í vaxtamálum Vegna viðskiptahallans og auk- innar verðbólgu á næstu mánuð- um, er eðlilegt að vextir hækki nú, a.m.k. tímabundið, þar til dregur úr verðlagshækkunum. Við þessar aðstæður ber Seðlabankanum að leggja til að vextir á sparisjóðs- bókum og innlendum afurðalánum hækki. Ánnað skerðir hag spari- fjáreigenda og mismunar atvinnu- vegunum. Hitt er umdeildara, hvort Seðlabankinn eigi að leggja til að lækka vexti af verðtryggðum lánum. Vissulega eru þeir vextir háir og væru lægri við eðlilegar aðstæður. Það réttlætir þó ekki að ríkisvald- ið þvingi fram lækkun þeirra til að standa betur að vígi í samkeppn- inni um spariféð. Sú þarf ekki að verða niðurstaðan, heldur kann sparifé þá að leita í auknum mæli frá bönkum og sparisjóðum á al- mennan markað utan bankakerf- isins. Lækkunin væri þannig aðför að bankakerfinu. Lokaord Opinber afskipti á sviði lána- mála hafa í mörgum tilvikum stýrt lánsfé frá þeim framkvæmd- um þar sem það skilar mestum arði, og þangað sem það „kaupir" flest atkvæðin, sem á endanum býr til verstu lífskjörin. Afskiptin hafa leitt til óarðbærra fjárfest- inga, mismununar milli atvinnu- vega, minni sparnaðar og gert okkur háða útlendingum um lánsfé. Það frjálsræði sem gefið var í sumar var merkur áfangi og gaf vonir um að ætlunin væri að efla innlendan sparnað og innlenda lánastarfsemi og ráðstafa fé fram- vegis á grundvelli arðsemi. Ef þetta frelsi verður aftur tekið, þá fyrirgerir ríkisstjórnin ekki bara trausti sparifjáreigenda, heldur vekur einnig upp spurningar um það, hvort nokkuð sé að marka þá ríkisstjórn, sem gerir eitt í dag og annað á morgun. Árni Árnason er íramk ræmdasljóri Verzlunarráds íslands.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.