Morgunblaðið - 19.12.1984, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1984
49
Félag íslenzkra bifreiðaeftirlitsmaima:
Hindra verður í framkvæmd
átaki gegn umferðarslysum
AÐALFUNDUR Félags íslenzkra
bifreiðaeftirlitsmanna var haldinn 6.
desember og hafa Morgunblaðinu
borizt eftirfarandi ályktanir fundar-
ins:
„Aðalfundur Félags íslenskra
bifreiðaeftirlitsmanna vill vekja
athygli á að margt bendir til að
vanbúnaður bifreiða ueigi stærri
þátt í umferðarslysum en almennt
hefur verið talið hér á landi.
Fundurinn telur aðkallandi að
hrint verði í framkvæmd átaki
gegn umferðarslysum, en orðin
ekki stöðugt látin duga.
Með tilliti til þess hve umferð-
arslysin skapa miklar þjáningar
hjá mörgum þegnum þjóðarinnar,
Joan Collins
kemur fram
í 14. þætti
MORGUNBLAÐINU hefur borizt
fréttatilkynning frá umboðs-
mönnum Dynasty-þáttanna, þar
sem fram kemur, að Joan Collins
leikkona komi fram í 14. þætti
framhaldsþáttanna. Þessi þáttur
kemur til dreifinga nú um 20. des-
ember ásamt 15. þætti. í þættin-
um leikur Joan Collins fyrrum eig-
inkonu Blake Carrington.
telur fundurinn nánast furðulegt
hve aðgerðir til slysavarna í um-
ferðinni eru fjársveltar og látnar
sitja á hakanum.
Vænlegasta leiðin til úrbóta er
að bæta verulega aðstöðu bifreiða-
eftirlitsmanna, þannig að þeir geti
betur sinnt störfum sínum í bif-
reiðaskoðun og í eftirliti með öku-
tækjum úti á vegum.
Fundurinn harmar hve illa hef-
ur verið staðið að uppbyggingu á
skoðunaraðstöðu bifreiðaeftirlits-
manna. Virðist svo sem skortur á
ákvarðanatöku ráði mestu um það
vandræðaástand sem nú ríkir í
húsnæðis- og peningamálum Bif-
reiðaeftirlitsins.
Bifreiðaeftirlitsmenn eru opnir
fyrir nýjum skipulagsleiðum sem
líklegar eru til að ná betri árangri
í uppbyggingu bifreiðaskoðunar.
Aðalfundur Félags íslenskra
bifreiðaeftirlitsmanna telur mjög
aðkallandi að hraðað verði endur-
skoðun umferðarlaga og reglu-
gerðar um gerð og búnað öku-
tækja.
Fundurinn fagnar nýrri reglu-
gerð um ökukennslu, próf öku-
manna o.fl., sem tók gildi á sl.
vetri. Jafnframt lýsir fundurinn
yfir ánægju sinni með ný almenn
fræðileg próf og námskrá fyrir
ökukennslu.
Vonast fundurinn til að árangur
skili sér í betur uppfræddum nýj-
um ökumönnum og fækkandi slys-
um á komandi árum.“
Glæsilegt úrval rúmteppa og rúmteppaefna
nú fyrirliggjandi, margar geröir:
Frotté, velúr,
acryl, „roof“
og vattstungin bómullarteppi ásamt glugga-
tjaldaefnum í stíl.
Póstsendum um land allt.
PVKCEÐI
jGLUGGATJOED
ik A. k k. ^
SKIPHOLTI 17A. SIMI 12323
i
Þrír þjóðkunnir menn — löngu látnir — séra Kristinn Daníelsson alþ.
forseti, séra Jóh. Þorkelsson dómkirkjuprestur og Einar Loftsson
kennari segja frá andláti sínu og lýsa hinum nýju heimkynnum.
Stórmerkar frásagnir af skyggni og dul-
heyrn í skemmtiferð um Evrópu 1976.
Sex frásagnir af sýnum og dulheyrn við
dánarbeði.
Lýsing á lífinu
fyrir liandan
Bók um
dulræna hæfileika
Bjargar S. Ólafsdóttur
og miðilsstörf í 43 ár.
Þetta er óskabók þeirra sem þrá fræðslu um heim framliðinna.
Verð 595 kr.
ÁRNESÚTGÁFAN - SÍMI 99-1567
Verð kr. 595,-
N
14“ litasjónvarp
Nett og fallegt Sharp 14“ litsjónvarpstæki, 16
rásir. Innbyggt loftnet. Frábær hljómur og
myndgæöi.
4 litir um að velja:
Rauðan, svartan,
hvítan eöa silfur.
á jólaverði:in Qnn
AÐEINSkr. IwaOUU
HLJOMBÆR
HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999