Morgunblaðið - 19.12.1984, Side 51

Morgunblaðið - 19.12.1984, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1984 51 Eigendur og yfirþjónn: Árni Eyjólfsson, yfirþjónn, Sigrid Foss, Guómundur Jónsson, Sesselja Siguróardóttir, Örn Grétarsson, Kristín Gunnarsdóttir og Sigurður Þór Sigurósson. Selfoss: Veitingastaðurinn Gjáin opnar Selfowi, IS. desember. í G/ERKVÖLDI opnaði hlutafélagið Rúkolla, þar sem hluthafar eru þrenn ung hjón hér á Selfossi, veitingastað í gamla KÁ-húsinu við Austurveg. Gjáin, eins og staðurinn nefnist, tekur með góðu móti 90 manns í sæti. Teikniver, Selfossi, hannaði húsnæðið í samráði við eigendur. Níu manns vinna á staðnum, yfir- þjónn er Árni Eyjólfsson. Margt var um manninn við opnunina og rómuðu gestir hlýlegt umhverfi og notalegt andrúmsloft. Sérlega var vandað til innréttinga og allrar þjónustu. Opið verður þrjú kvöld í viku, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagskvöld. Heldur þótti gestum þó einkennilegt að ekki skyldi fást leyfi að hafa staðinn opinn á sama tíma og á sams konar stöðum í Reyjavík. Þeir veltu því fyrir sér hvers vegna fólk austan Hellisheiðar sæti ekki við sama borð hvað þetta varðaði. Vonandi verður þessu breytt fljótlega. — Haukur. Hluti gesta við opnun staðarins. Einstaklingar Minni f jölskyldur Nú er tækifærið að eignast glæsilegan og góðan örbylgjuofn frá Komdu til okkar og kynntu þér hvernig þú getur steikt, soðið og bakaö allan venjulegan mat á örskammri stund. Hvernig þú getur affryst matvæli á stuttri stund og gert þér heilsusamlega máltíð á auöveldan og hag- stæöan hátt. Meö Toshiba ofninum fylgir matreiðslunámskeið og þú getur orðið listakokkur eftir stuttan tíma. Við fengum takmarkað magn á þessu hagstæða verði kr. 11.490. Hagstæð kjör útb. 3.000 og eftir- stöðvar 1.500 kr. á mánuði. Líttu við og ræddu viö okkur um hvernig Toshiba ER 539 ofnin getur gjörbreytt matreiðslunni. EINAR FARESTVEIT & CO. HF. Bergstaðastræti 10 A Sími 16995 VIÐBURÐARIKT KNATTSPYRNUÁR 1984! íbók Víðis Sigurðssonar, Islensk knattspyrna 1984 er allt um viðburði ársins: sigrana, glæsimörk- in, baráttuna, ósigrana. Sumir atburðir munu seint gleymast, t.d. sigurinn á Walesbúum á Laugardalsvellinum í undankeppni HM og glæsilegur árangur Ásgeirs Sigurvinssonar í Vestur-Þýskalandi, en íslensk knattspyrna 1984 varðveitir þá alla. Litmyndir af meistaraliðum ársins 1984, ítarlegar upplýsingar um félög og leikmenn. Leikir allra leikmanna í 1. og 2. deild karla og 1. deild kvenna. Mörkin. Svart/hvítar myndiraf öllum liðum 1. deildar karla og lokastöður í öllum deildum og flokkum íslandsmótsins. DAGBÓK KNATTSPYRNUNNAR 1984 í MÁLI OG MYNDUM - VÖNDUÐ BÓK SEM GEYMIR MINNINGAR UM VIÐBURÐARÍKT KNATTSPYRNUÁR. VATN AVIT) U N Frásögur fjögurra þekktra veiðimanna af veiðiferðum, veiðigleði og fengsælli vatnavitjun í fegurð íslenskrar náttúru. Guðmundur Guðjónsson tók saman. Hver og einn hefur sína sérvisku og aðferðir við veiðar: Ólafur G. Karlsson tannlæknir, Rafn Hafnfjörð prentsmiðjustjóri og Ijósmyndari, Hjalti Þórarinsson læknir og Guðlaugur Bergmann framkvæmdastjóri lýsa veiðum með mismunandi agni, segja skemmtileg- ar sögur af ónefndum veiðimönnum og skynsömum löxum og rifja upp ógleymanlegar veiðiferðir. VATNAVITJUN - AGN SEM HVER EINASTI VEIÐIMAÐUR BÍTUR Á. O Bókhlaðan

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.