Morgunblaðið - 19.12.1984, Side 58
58
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1984
„Trójuhest-
ar fasismans“
eftir Hannes Hólm-
stein Gissurarson
Til eru menn, sem keppast svo
við að frelsa heiminn, að þeir
gefa sér engan tíma til neinnar
greiningar. Þeir eru viðþolslaus-
ir af dugnaði. Þeir hamast, en
hugsa ekki. Síst skilja þeir, að
einhverjir geti verið þeim
ósammála: þeir una sjálfum sér
ekki hvíldar og öðrum ekki
sannmælis. Slíkir menn eru
fremur þreytandi, og aðrir hætta
gjarnan að hlusta á þá, því að
þeir hlusta aldrei á aðra. Mér
sýndist því miður, þegar ég las á
dögunum grein hér í blaðinu (27.
nóvember 1984) eftir ágætan
kunningja minn, dr. Jón óttar
Ragnarsson næringarfræðing,
að hann yrði heldur betur að
gæta sín, ætti hann ekki að
hverfa í þennan hóp. Innan um
ýmsar skynsamlegar athuga-
semdir hans um íslenskt at-
vinnulíf eru aðrar, sem ná satt
að segja ekki neinni átt, og ætla
ég að leyfa mér að benda á
nokkrar þeirra.
Frjálshyggja and-
stæða fasisma
Dr. Jón Óttar ræðir í grein
sinni um kenningu Miltons
gamla Friedman um réttmætt
hlutverk ríkisins, en alkunna er,
að samkvæmt henni takmarkast
það við að halda uppi lögum og
reglu. Jón óttar segir, að senni-
lega séu nokkrir íslendingar
sömu skoðunar og Friedman,
þótt þeir telji ekki tímabært að
koma kenningunni fram. Hann
bætir við: „Það er þessi síðari
gerð öfgamanna „til hægri" sem
ég kalla trjóuhesta fasismans á
sama hátt og öfgasinnaöa marx-
ista og ekki hótinu hættuminni."
Hvað í ósköpunum á Jón óttar
við? Ég get ekki imyndað mér
annað en jafngreindur maður og
hann viti, hvað fasismi felur í
sér: ofbeldi, mannfyrirlitningu,
misrétti kynþátta eða þjóða,
lögregluríki. Fasismi er hugtak,
sem menn eiga ekki að leika sér
að, og frjálshyggja Friedmans er
að sjálfsögðu fullkomin and-
stæða hans. Hitt er annað mál,
eins og Friedman reyndi að
skýra fyrir sjónvarpsáhorfend-
um hérlendis, að valdsmenn
hafa víða notað ýmsar hagfræði-
kenningar hans, enda telur
Friedman þær óháða stjórn-
málaskoðunum sínum. Sumir
þessara valdsmanna hafa verið
einræðisherrar, svo sem Pinoch-
et í Chile, Tító í Júgóslavíu og
Deng Sjaó Peng í Kína. Aðrir
hafa verið lýðræðissinnar svo
sem Ronald Reagan og Margrét
Thatcher.
Jón Óttar hlýtur því að eiga
við það, að í lágmarksríki eins og
því, sem Friedman styður, sé
jarðvegurinn einhvern veginn
undirbúinn fyrir fasisma.
Hugmyndin hlýtur að vera sú, að
frjálshyggja Friedmans leiði að
öllum líkindum til fasisma, þótt
Friedman hafi ekki ætlað sér
það. Hvernig getur þetta gerst?
Jón Óttar gefur eftirfarandi
skýringar: „Ástæðan er sú, að ein-
staklingar og fyrirtæki mundu að-
eins bjóða brot af þeirri þjónustu,
sem ríkið veitir nú, væri þessari
stefnu hrint í framkvæmd. Hitt er
þó miklu alvarlegra að réttur lít-
ilmagnans yrði fyrir borð borinn í
slíku þjóðfélagskerfi með tilheyr-
andi ólgu og óstöðvandi land-
flótta.“
Hverjir eiga aö greiöa
fyrir veitta þjónustu?
Við skulum líta á þessar full-
yrðingar. Hin fyrri fær ekki með
nokkru móti staðist. Hún er satt
að segja ekki samboðin Jóni
Óttari. Fjárráð manna minnka
ekki, ef verkefni eru færð frá
ríkinu til markaðarins. (Þau
aukast heldur, því að einstakl-
ingar úti i atvinnulífinu eru
miklu líklegri til skynsamlegra
fjárfestinga en stjórnmálamenn
og skriffinnar.) Fyrirtæki hætta
auðvitað ekki að bjóða þjónustu
nema einstaklingar séu ekki til-
búnir til að greiða hana fullu
verði.
Ágreiningurinn er því í raun-
inni ekki um, hvaða þjónustu
eigi að veita, heldur hverjir eigi
að greiða fyrir hana — þeir, sem
njóta hennar, eða einhverjir aðr-
ir. Eiga menn að greiða fyrir það
sjálfir, sem þeir fá, eða eiga þeir
að senda öðrum sína reikninga
(og aðrir að senda þeim sína)?
Eiga menn að velja vörur og
þjónustu hver fyrir sig, eða eiga
þeir sem fara með fjárveitinga-
valdið, að velja fyrir alla? Mér
finnst sjálfum eðlilegt, að menn
velji og greiði fyrir sig sjálfir.
Segjum sem svo að Jón Óttar
sé í þeim mikla minnihluta
landsmanna sem sækir reglulega
sinfóníuhljómleika. Hvers vegna
á hafnarverkamaðurinn, sem
aldrei sækir slíka hljómleika, að
greiða þá niður fyrir Jón óttar
með sköttum sínum? Hvers
vegna á hann ekki að fá að velja
fyrir sig og Jón óttar fyrir sig?
Eiga sumir að vera jafnari en
aðrir? Þeir, sem vara við fas-
isma í annarri hverri setningu,
ættu að velta þvi fyrir sér, hvort
ekki sé einhver keimur af fas-
isma í þessu — fasisma þeirra,
sem þykjast vita betur en aðrir,
hvað þessum öðrum sé fyrir
bestu.
Lítilmagnanum hjálp-
aö nauöungarlaust
Síðari fullyrðingin er einnig
heldur hæpin. Það er rétt, að í
lágmarksríkinu eru menn ekki
neyddir til góðverka (enda hætta
verk að vera góðverk, ef menn
vinna þau ekki af eigin hvötum,
heldur af því einu að þeir eru
neyddir til þeirra). í lágmarks-
ríki Friedmans hjálpa menn lít-
ilmagnanum á eigin kostnað, en
ekki annarra. En telur Jón óttar
íslendinga svo illa innrætta, að
þeir hjálpi ekki af sjálfsdáðum
þeim örfáu, sem ekki geta bjarg-
að sér sjálfir? Telur hann þá svo
illa gerða, að neyða verði þá til
að vinna líknarverk? Hann er
haldinn dæmalausri mannfyrir-
litningu, ef svo er — mannfyrir-
litingu, sem er fremur í ætt við
fasisma en frjálshyggju. Þessi
setning hlýtur að hafa hrotið úr
penna hans í fljótfærni.
Og hefur reyndin verið sú, að
landflótti hafi verið óstöðvandi,
þar sem stjórnarfar hefur
mótast í einhverjum mæli af
frjálshyggju? Sú söguskoðun er
heldur skrýtin. Samkvæmt
henni var Berlínarmúrinn reist-
ur til þess að afstýra fjöldaflótta
frá Vestur-Þýskalandi til
Austur-Þýskalands. Samkvæmt
henni fá valdsmenn í Hong Kong
ekki við neitt ráðið vegna til-
rauna íbúanna til að komast til
Kína. Og samkvæmt henni er
ströng gæsla á landamærum
Mexíkó og Bandaríkjanna vegna
þess, hversu áfjáðir Bandaríkja-
menn eru að sleppa út úr landi
sínu!
Friedman bendir einmitt á
það í bók sinni, Frelsi og fram-
taki, sem gefin hefur verið út á
íslensku, að ólga er miklu lík-
legri, þar sem ríkið velur fyrir
borgarana, heldur en þar sem
það leyfir þeim að velja hverjum
fyrir sig, en lætur sér nægja að
halda uppi lögum og reglu. Lág-
marksríkið lætur menn í friði,
en reynir ekki að neyða upp á þá
einhverjum skoðunum um það,
hvernig lifa eigi lífinu. Þeir, sem
sækja sinfóníuhljómleika, gera
það, aðrir sækja knattspyrnu-
kappleiki, enn aðrir heimspeki-
fyrirlestra, allir á eigin kostnað.
Kenningar veröa aö
styöjast viÖ rök
Dr. Jón Óttar stórspillir fyrir
sér með athugasemdum eins og
þeim, sem gat að líta í þessari
grein. Ég get síðan ekki annað en
furðað mig á því, hvers vegna
jafnvirðulegur vísindamaður
fjandskapast við fræðilegar
kenningar, en hann lætur eftir-
farandi orð falla um minnkun
ríkisafskipta: „Þessi niðurskurð-
ur verður að byggjast á rökum,
en ekki tandurhreinum teoríum.
Að öðrum kosti mun hann geta
vegið að rótum íslensks þjóðfé-
lags.“ Hver er mótsögnin? Kenn-
ingar eru einmitt alls ekki góðar
kenningar nema þær styðjist við
sterk rök.
Ég hygg, að kenning Fried-
mans um réttmætt hiutverk
ríkisins styðjist við ýmis sterk
rök og hér hef ég reynt að setja
nokkur þeirra á blað, enda finnst
mér Jón Óttar ekki unna Fri-
edman sannmælis. Hitt er annað
mál, að Friedman situr ekki inni
með stórasannleika fremur en
nokkur annar dauðlegur maður.
Við kunnum að nálgast einhvern
sannleika með skynsamlegum
skoðanaskiptum. En sumar at-
hugasemdir Jóns Óttars voru því
miður ekki fallnar til þess að
þoka okkur nær neinum sann-
leika.
Oxford, í desember 1984.
Hanne8 Hólmsteinn Gissvrarson
sagnfnedingur er rið fram-
haUsnim í Oiford.
MORGUNBLADID. MUDJtlDAGUl Ti NQVMIKR IW-
DVERQRÍKI í DEIQLUNNI/Jön Óttar Ragnarsson
Baráttan
um ísland
R*M Þ* hyiltkt hyldypt a, ataA h.n a» M
Pétur Pétursson hf.
CIE bað- og ilmvörurnar sem
náð hafa miklum vinsældum
í Frakklandi, Bretlandi og_
Bandaríkjunum nú fáanlegar
hér á landi
Úfsölustaðir um land allt.
Heildverslun Suðurgötu 14 Símar 21020, 25101
WtCINS
mtSKVB
Gestgjafinn
kominn út
GESTGJAFINN, tímarit um mat, 4.
tölublað 4. árgangs er komið út.
Ábyrgðarmenn og ritstjórar eru Elín
Káradóttir og Hilmar B. Jónsson.
Meðal efnis í ritinu er greinin
„Gestgjafar, með listafólki", heim-
sókn til Sieglinde Kahmann og
Sigurðar Björnssonar, greinamar:
„Á toppnum í 24 ár, Lutéce í New
York“, „Safngripir og góðar gjaf-
ir“, „Kaliforníuvín" og „Fæði fyrir
sykursjúka".
Þá er í ritinu fjöldi uppskrifta,
iji.a. vegna jólanna, handavinnu-
þáttur o.fl.
Bók um
drauma
PRENTVER hefur gefið út bókina
Draumspeki — lófalestur og spila-
spár.
Á bókarkápu segir m.a.: „Það
eru sannanir fyrir því, að draumar
geta skipt miklu máli og þar næg-
ir að vísa í allar þær mörgu sögur,
sem til eru um berdreymi á ís-
landi, auk alls konar tímarita og
bóka, sem gefin hafa verið út um
þýðingu drauma.
Draumráðningar í þessari bók
eru sóttar í fornar heimildir svo
sem Cyprianus og Sibyllu." í bók-
inni eru einnig Ieiðbeiningar um
lófalestur og kafli um spilaspár.
Þýðandi bókarinnar er Ingi-
björg Jónsdóttir.
16. þing Lands-
sambandsins gegn
áfengisbölinu
LANDSSAMBANDIÐ gegn áfeng-
isbölinu hélt 16. þing sitt mánudag-
inn 19. nóv. 1984.
Auk venjulegra aðalfundar-
starfa flutti áfengisvarnaráðu-
nautur, Ólafur Haukur Árnason,
yfirlit yfir það markverðasta sem
hefur verið að gerast í áfengismál-
um á þessu ári og Jóhannes Berg-
sveinsson yfirlæknir flutti erindi
um þróunina í áfengismálum sl.
100 ár. Erindi þessi voru mjög
fróðleg og kom skýrt fram að eigi
að minnka áfengisbölið séu engar
aðrar leiðir raunhæfar en að
draga úr heildarneyslu áfengis.
Stjórn var kosin til næstu tveggja
ára og er hún þannig skipuð: Páll
V. Daníelsson form., Guðrún Guð-
geirsdóttir, Guðsteinn Þengilsson,
Hann Kolbrún Jónsdóttir, Jón
Hjörleifur Jónsson, Ólafur Hauk-
ur Árnason og óskar Pétursson.
Leiðrétting
GUNNAR Kvaran og Edda Er-
lendsdóttir léku þrjú þjóðlög eftir
Hafliða Hallgrímsson í Brússel
fyrr í þessum mánuði og sónötur
fyrir selló og píanó eftir Beet-
hoven og Brahms. Nafn Hafliða
féll niður í frétt blaðsins og biðst
Morgunblaðið velvirðingar á því.