Morgunblaðið - 19.12.1984, Side 62

Morgunblaðið - 19.12.1984, Side 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1984 UfSOBTO ★ ★ * S FISHER skákar keppinautunum í verði og gæðum. VHS P-618 myndsegulband + myndbands spólur á einu árí. Allt þetta á aðeins í3 I stgr. KR 39.900. Jólaglaðningur sem endist ailt áríð LAGMULA 7. REYKJAVÍK - SÍMI 685333. Þú kemur oq semur. _______.___ Fisher, fyrsta flokks. SJÓNVARPSBÚÐIN Washington: Sovéskur flóttamað- ur vill kom- ast heim Wa.shington. 17. deæmber. AP. SOVÉSKUR hermaöur, sem flúði frá Afganistan og lýsti síðar yfir, að stríðsrekstur þjóðar sinnar þar væri „lúaleg aðlor“ að afgönsku þjóðinni, vill nú fara heim og sem allra fyrst, að því er embættismenn í sovéska sendiráðinu sögðu í dag. Talsmaður sendiráðsins kvað Sovétmanninn, Nikolai Ryzhkov, sem er tvítugur að aldri, hafa haft samband við sendiráðið fyrir nokkrum dögum og beðið um að mega fara heim, en hann flúði frá herdeild sinni í Afganistan í júní 1983 og fluttist síðan til Banda- ríkjanna. Embættismenn í utanríkisráðu- neytinu ræddu í dag við Ryzhkov og kvað hann það satt og rétt, að hann vildi fara heim. Landssambandið gegn áfengisbölinu: Fylgni milli slysa og áfeng- isneyslu á veitingahúsum SEXTÁNDA þing Landssambands- ins gegn áfengisbölinu ályktaði eftir- farandi: „Ákveðin fylgni virðist vera milli áfengisneyslu á veitingahús- um annars vegar og slysatíðni hins vegar. Þetta sést m.a. á því að í þjónaverkfallinu 1973 minnkuðu slys stórlega, skv. upplýsingum Slysavarðstofunnar, þó að sala hjá ÁTVR væri þá með venjulegum hætti. 1 verkfalli BSRB í ár voru útsöl- ur ÁTVR lokaðar. Hins vegar voru veitingahús opin. Tjón af völdum slysa minnkaði ekkert framan af þessum tíma. Hins vegar dró veru- lega úr slysafjöldanum tvær síð- ustu vikurnar en flest veitingahús voru þá orðin uppiskroppa með vínföng. Dragi hver af þessu þá ályktun sem honum sýnist. En þing Landssambandsins gegn áfengisbölinu beinir af þess- um ástæðum þeirri áskorun til stjórnvalda að þau reisi sem sterkastar skorður við vínveiting- um veitingahúsa. í því sambandi minnum við á tillögur nefndar um mörkun opinberrar stefnu í áfeng- ismálum þar sem bent er á hvern- ig draga megi úr tjóni af völdum áfengisneyslu." reglulega af ölhim fjöldanum!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.