Morgunblaðið - 19.12.1984, Side 67
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1984
67
Minning:
Guöbjörg Þorsteins-
dóttir, Hafnarfirði
Vestmannaeyjar voru henni ofar-
lega í huga og fylgdist hún alla tíð
vel með því sem þar fór fram.
Um tvítugt fór Jóhanna til
Ólafsfjarðar og starfaði þar um 5
ára skeið.
Laust eftir 1940 fluttist Jó-
hanna frá Ólafsfirði til Reykjavík-
ur og átti þar síðan heimili sitt. í
Reykjavik kynntist hún eftirlif-
andi manni sinum, Valdimar Guð-
mundssyni, fyrrv. skipstjóra frá
Þingeyri. Þau gengu í hjónaband
árið 1946. Sama ár keyptu þau
húsið við Bárugötu 16 og áttu þar
heima síðan. Heimili þeirra Jó-
hönnu og Valdimars var þeim til
mikils sóma. Þau voru ákaflega
samhent um að hlúa að öllu á
heimilinu á sem myndarlegastan
hátt. Þar ríkti einstök snyrti-
mennska og mikil gestrisni. Jó-
hanna var mikil húsmóðir og gekk
að öllu sem heimilinu laut með
sérstakri alúð og umhyggju. Ég er
þess fullviss, að þeim fjölmörgu,
sem sóttu þau hjón heim mun nú
minnisstæð sú sérstaka rausn og
hlýja sem húsráðendur sýndu
gestum sínum.
Börn þeirra hjóna urðu þrjú.
Elstur er Valdimar, kvæntur Þor-
gerði Einarsdóttur, þau eiga þrjú
börn. Næstelstur er Eyjólfur,
kvæntur undirritaðri, þau eiga tvö
börn. Yngst er Helga, kvænt
Óskari Alfreðssyni, þau eiga tvö
börn.
Öll börn Jóhönnu eru búsett í
Reykjavík. Náin samskipti voru
ætíð milli hennar, barnanna og
fjölskyldna þeirra. Barnabörnin
áttu hjá henni mikið og gott at-
hvarf enda hafði hún sérstakt lag
á börnum. Mikill er missir þeirra
þegar þau njóta ekki lengur sam-
vista við ömmu sína.
Vegna starfs síns var Valdimar
löngum fjarverandi frá heimili
sínu og féll það þá að miklu leyti í
hlut Jóhönnu að annast heimilið
og uppeldi barnanna. Það gerði
hún með þeim myndarskap og um-
hyggju sem henni var eðlislæg.
Kom sér þá vel kjarkur hennar og
dugnaður.
Ég mun ætíð minnast fyrstu
heimsóknar minnar á Bárugötu
16. Jóhanna og Valdimar tóku mér
opnum örmum og glöggt mátti
finna, að í því húsi ríkti góður
andi. Eftir þennan fyrsta fund
okkar Jóhönnu leyndist mér ekki,
að hún var mörgum góðum kost-
um búin. Ég taldi mig ekki þurfa
að kvíða því að eignast hana fyrir
tengdamóður. Það hugboð mitt
reyndist rétt. þau ár sem síðan eru
liðin hef ég og fjölskylda mín ótal
sinnum notið elskulegrar hjálpfýsi
hennar og greiðvikni. Jóhanna var
ráðagóð með afbrigðum og ekkert
var henni fjær skapi en hugarvíl
og uppgjöf. Það var því ævinlega
uppörvandi að leita til hennar
þegar á þurfti að halda. Fyrir allt
þetta er mér nú efst í huga inni-
legt þakklæti.
Síðustu ár var Jóhanna ekki
alltaf heilsuhraust, en hún eyddi
gjarna öllu tali um veikindi ef á
var minnst. Fyrir fáum vikum
lagðist Jóhanna inn á sjúkrahús
og stoðu góðar vonir til að hún
myndi fá góðan bata við meini
sínu. Þegar vonir rættust ekki því
í ljós kom, að veikindi hennar voru
mun alvarlegri en ætlað var í
fyrstu. Jóhanna tók sjúkleika sín-
um með aðdáunarverðu þreki og
æðruleysi.
Sunnudaginn 9. september sl.
var sonarsonur Jóhönnu skírður í
kapellu Landakotsspítala. Rúm-
liggjandi var hún viðstödd ásamt
öðrum allra nánustu ættingjum
barnsins. Að athöfninni lokinni
óskaði hún barninu allrar gæfu og
síðan kvaddi hún fólk sitt glaðlega
eins og hennar var vandi. Að
tæpri stundu liðinni slokknaði
lífsljós þessarar mætu og góðu
konu.
Tengdafaðir minn hefur misst
lífsförunaut sinn. Ég veit, að góð-
ar minningar um trausta og kæra
eiginkonu munu verða honum
mikill styrkur.
Ég og fjölskylda mín minnumst
nú ástkærrar móður, tengdamóð-
ur og ömmu með virðingu og sökn-
uði, og þökkum fyrir allt sem hún
var okkur fyrr og síðar.
Blessuð sé minning hennar.
Hanna Unnsteinsdóttir
I dag verður jarðsungin frá
Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði, Guð-
björg Þorsteinsdóttir, en hún lést
á Sólvangi þann 12. desember sl.
29. júlí komum við saman vinir
og ættingjar á heimili sonarsonar
hennar og fögnuðum 90 ára af-
mælisdegi hennar. Þetta var ham-
ingjudagur í lífi Guðbjargar. Hún
tók gestum fagnandi, gladdist yfir
að fá að sjá þá og njóta nærveru
þeirra. Það var líka eins og hún
vildi nota tækifærið og kveðja
fyrir samfylgdina. Þessi dagur var
óvenju sólríkur og fagur og
ósjálfrátt tengdi ég hann lífi Guð-
bjargar, svo hljóðlátur, bjartur og
óendanlega gjöfull. Því það var
Kveðjuorð:
Fæddur 3. aprfl 1918
Dáinn 28. nóvember 1984
Þann 28. nóvember síðastliðinn
lést á Landspítalanum í Reykjavík
Ögmundur Hannesson, Stóru-
Sandvík. Ég veit að hans verður
minnst á verðugan hátt en það
sem hér verður sagt eru aðeins
hugleiðingar mínar við mikil
þáttaskil.
Það er á árinu 1944 þegar ég
gerist Árnesingur, sem mín fyrstu
kynni við Ögmund verða. Þau eru
að vísu ekki mjög mikil fyrstu ár-
in, en eftir því sem tíminn hefur
liðið, hafa atvikin hagað því svo,
að við höfum átt þess kost að eiga
marga samfundi. í mörgum ferða-
lögum og á öðrum stundum þegar
við sveitungarnir komum saman,
geislaði gáski og lífsorka frá Ög-
mundi. Hann var jafn heill í gleði
og starfi. Hann vildi hafa hreyf-
ingu og líf í samskiptum við fólk,
en enga hlédrægni eða roluskap.
Hrifning hans og þakklátsemi var
líka heils hugar ef vel tókst til að
hans mati. Þeir sem þess nutu
munu geyma það í minni. Ög-
mundur vildi hafa allt á hreinu.
samdóma álit allra sem hana
þekktu að þar færi hjartahrein,
trúuð kona, sem aldrei sagði eða
framkvæmdi neitt sem hugsan-
lega gæti sært aðra.
Guðbjörg fæddist í Ytri-Njarð-
vík dóttir hjónanna Þorsteins Sig-
urðssonar og Þóru Jónsdóttur. Ár-
ið 1916 giftist hún Jóni Ólafssyni
frá Höfnum en hann lést 1952. Son
eignuðust þau 1918 sem skírður
var Ólafur Sigurjón en misstu
hann aðeins 3ja mánaða gamlan.
Þau ólu upp kjörson, Þorstein,
sem lést fyrir fáum árum.
Ég kynntist Guðbjörgu ekki
fyrr en hún var orðin mjög full-
orðin kona. Með okkur tókst strax
Loforð sem ekki var staðið við
voru honum ekki að skapi. I skoð-
unum um menn og málefni var
ekki farið í felur með neitt og um-
ræðan var hrein og afdráttarlaus.
Hafi einhverjum ekki líkað slíkt,
er það þeirra mál.
Vinnan göfgar manninn. Og
vinnan var Ögmundi mikil lífsfyll-
ing. í störfum við búreksturinn í
Stóru-Sandvík hlífði hann síst af
öllu sjálfum sér. Það held ég að
ekkert verði undan skilið og ekki
var spurt hvort öðrum bæri að
vinna verkið. það sem hægt var að
gera í dag var ekki geymt til
morguns. Þó hið mesta regn
streymdi úr lofti mátti sjá Ög-
mung úti í gulum galla. Þá var
hann var að fjarlægja óvelkomin
grös úr garði sinum.
Hið sama gilti í málefnum sveit-
arfélagsins; að ganga til verks af
fullum krafti. Mér er næst að
halda að Ögmundir hafi verið
sáttastur við sjálfan sig eftir vel
unnið dagsverk. Hann lét ekki fá-
nýta hluti trufla sig frá vinnu en
var jafn fús að vera veitull og
fagnandi í hópi fólks, þegar dags-
ins önn var lokið.
góð vinátta sem hélst óslitið með-
an hún lifði. Það er nokkuð
óvenjulegt þegar þess er gætt að
hún var 52 árum eldri en ég. En
fyrir því held að hvorug okkar
í ljósi þessara orða kom það
mjög á óvart að sumarið 1982
verður Ögmundur að leggjast inn
á sjúkrahús. Að rannsókn lokinni
er niðurstaðan sú að gerð er mikil
skurðaðgerð. Tíminn líður og horf-
ur eru allgóðar um að bati muni
nást. Það er komið fram í sept-
ember. Ég er staddur í Reykjavík í
smá erindagerðum. Vestan úr bæ
er nokkur spölur að fara, þangað
sem Landspítalinn er. Ég ákveð að
fá mér göngutúr þessa leið. Það er
komið kvöld, úti er stormur og
regn. Fyrstu laufin falla af trján-
um og fjúka um götur borgarinn-
ar. Og þar sem ég er þarna á ferð
er ég að hugleiða vanmátt sjálfs
mín þegar ég sé fólki líða illa. Fyrr
en varir er ég kominn inn í ganga
hafi fundið. Það var gaman að
heimsækja Guðbjörgu að Mjó-
sundi 1. Hún kunni þá list að taka
á móti gestum, hún var ágætlega
ræðin, hlý og oft glettin. Hún
kunni frá möfgu að segja, talaði
þó ekki mikið um fortíðina nema
um væri spurt. Þó er mér ekki
ókunnugt um að ekki átti hún allt-
af meðbyr að fagna á lífsleiðinni.
En það var aldrei til umræðu, það
jákvæða og góða hafði alltaf yfir-
höndina.
Guðbjörg var lengst af heilsu-
hraust og stundaði vinnu utan
heimilis langt fram á áttræðisald-
ur. Nú síðast var heilsan farin að
gefa sig, sér í lagi sjónin. Hún
dvaldi á Sólvangi síðustu árin, þar
leið henni vel, fékk góða umönnun
og var starfsfólkinu þar öllu ákaf-
lega þakklát.
Ég bið Guð að blessa hana á
ókunnum stigum. Vinkonu minnar
mun ég ætíð minnast með hlýhug
og virðingu. Aðstandendum votta
ég samúð mína.
Auóur Kristinsdóttir.
þessarar voldugu byggingar og
mér er vísuð leið að rúmi Ög-
mundar. Ég sé að hann Iiggur út
af og er að lesa í bók. Mér er í
minni gleðisvipur Ögmundar við
komu mína; við ræddum góða
stund saman, síðan var niðurstað-
an sú að taka fremur létt á mál-
um. Næsta dag þá skein sól í heiði.
Ég kom að kveðja Ögmund. Þá
sagði hann: „Ég fer að koma
heim," og bætti við: „Þú gast ekki
gert mér betra en að koma í þessa
heimsókn." Og Ögmundur kom
heim. Heim til síns bjarta og fal-
lega heimiiis og naut umhyggju
sinnar traustu konu, Hrefnu
Gísladóttur. Svo er líka nafni sem
er sólargeisli afa.
í sumar 1984. Ögmundur kemur
t heimsókn. Við drekkum kaffi
saman og höfum smá birtu með.
Síðan sátum við úti í bíl hans og
ég er hinn fávísi spyrjandi. Ég tel
samt að Ögmundi hafi ekki verið
neitt á móti skapi að tala um sín
mál. Nokkrir mánuðir skiptu ekki
máli, svo væri þessu lokið.
Fram til síðustu stundar var
Ögmundur trúr sjálfum sér. Hann
lét jafnvel leiða sig til vinnu með-
an kraftar entust.
Það er ekki langt síðan ég tók i
hönd þessa viljasterka manns. Það
var hinsta kveðjan.
Með þessum línum vil ég þakka
samstarf og djúpstæð kynni.
Hrefnu og hennar fólki er færð
innileg samúðarkveðja frá okkur
öllum.
Brynjólfur Þorsteinsson
t
Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför
eiginmanns mins,
HELGA GUÐMUNDSSONAR,
Mánageröi 6,
Grindavfk.
Fyrir hönd sona okkar og annarra vandamanna,
Guórún Kristinsdóttir.
t
Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur samúö og vinarhug viö
andlát og útför eiginmanns mins, föður okkar, tengdafööurog afa,
STEFÁNS L. STEFÁNSSONAR,
Hjaröarhaga 58.
Ella Stefónsdóttir,
Stefón G. Stefónsson,
Gyóa Ólafsdóttir,
Hafdfs Hannesdóttir
og barnabörn.
+
Alúöarþakkir fyrir samúö og vinsemd viö andlát og jaröarför systur
okkar,
ÓLAFAR HALLDÓRSDÓTTUR
fró Stóru-Skógum,
Stigahlíó 20,
Reykjavlk.
Aóalsteinn Halldórsson, Emilla Grönrold,
Sigurþór Halldórsson, Jóhannes Halldórsson.
+
Þökkum auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og jaröarför
JÓHANNS KRISTINS PÉTURSSONAR,
Dalbæ, Dalvík.
Sérstaklega þökkum viö starfsfólki dvalarheimilis Dalbæjar og
Fjóröungssjúkrahússins á Akureyri fyrir umönnun og hjúkrun i
veikindum hans.
Viglundur Pétursson,
Sigrún Pétursdóttir,
Trausti Pétursson,
Anna Pétursdóttir,
Maron Pétursson,
Frióbjörg Pétursdóttir,
Steinunn Pétursdóttir,
Þóra Pétursdóttir.
Margrét Jónsdóttir,
María Rögnvaidsdóttir,
Árni Valmundarson,
Kristfn Bjarnadóttir,
Sigurbjörn Þórarinsson,
Jóhannes Haraldsson,
Birting afmœlis- og
minningargreina
ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn-
ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið-
vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn-
ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess
skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort
ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð-
um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð
og með góðu línubili.
Ögmundur Hannes-
son, Stóru-Sandvík