Morgunblaðið - 13.01.1985, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 13.01.1985, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 1985 55 Öþarfi er að fjölyrða um þá kú- vendingu í launa- og gengisþróun, sem hér varð á haustmánuðum síðastliðnum, þegar á ný var horf- ið, a.m.k. að hluta til, að víxlhækk- unarleiðum verðbólguáratugarins 1971—1983. Afleiðingin eða niður- staðan sýnist nú, að árshraði verð- bólgu þrefaidizt á fyrsta ársfjórð- ungi nýs árs. Síðar á árinu ætti hann að lækka til fyrra árangurs, ef nýjar koilsteypur koma ekki til en í ljósi langrar reynslu er e.t.v. óraunhæft að gera ekki ráð fyrir þeim. Einhver hluti atvinnugreina gat hugsanlega borið þær tilkostnað- arhækkanir, sem urðu, einkum þjónustugreinar, en stærstur hluti útflutningsframleiðslunnar og stór hluti samkeppnisiðnaðar á innanlandsmarkaði hafði ekki þá burði. Þess vegna leiddi hin gam- alþrædda kjaraleið til gamal- kunnra viðbragða, þ.e. gengis- lækkunar til að forða stöðvun samkeppnisatvinnugreina og stefna ekki viðskiptajöfnuði og stöðu þjóðarbúsins út á við í stórkostlega hættu. Sígandi lukka er bezt Ekki er hægt að ganga framhjá þeirri staðreynd í þessum hugleið- ingum að djúpstæð óánægja með lægstu laun var hér til staðar og órói á vinnumarkaði, enda knálega róið undir. Það var hins vegar at- hyglisvert að launakröfur fagfé- laga, eins og BSRB stóðu ekki til launajöfnunar, þvert á móti til breikkunar launabilsins, þ.e. sömu hækkunarprósentu á hæstu sem lægstu laun. Raunar hafa svo- nefndir aðilar vinnumarkaðarins ekki sett fram mótaða launastefnu til jöfnunar launa eða „réttláts" launabils milli starfsstétta, eftir menntun eða ábyrgð, sem starf krefst. Þær kjaraleiðir, sem farnar hafa verið í samningum, hafa í áratugi leitt til hins sama, þ.e. hárrar krónuhækkunar launa, en ekki samsvarandi kaupmáttar- auka, þvert á móti oft til minni kaupmáttar eftir að áhrifin eru komin fram í þjóðarbúskapnum. Þrátt fyrir þetta hefur tregðu- lögmálið, sem hérlendis er í há- vegum haft, komið í veg fyrir að nýjar leiðir væru troðnar. Engu að síður hljóta fleiri og fleiri að leiða hugann að því, hvort ekki sé hægt og þá hvernig að tryggja kjara- bætur, þrátt fyrir þá stöðnun eða samdrátt sem því miður er orðinn í þjóðarframleiðslunni. Um þetta efni segir Jóhannes Nordal, Seðlabankastjóri, í des- emberhefti Fjármálatíðinda 1984: „í fyrsta lagi geta tilteknir hóp- ar launþega fengið kjarabætur á kostnað annarra, ef samið er um mismunandi háar launahækkanir, t.d. í þvi skyni að draga úr launa- mismun milli starfshópa. Reynsl- an hefur þó sýnt, að erfitt er í reynd að koma fram breytingum á launahlutföllum, ekki sízt vegna þess að hinir launahærri hafa oftast sterkari markaðsstöðu; þannig að hætt er við að launa- skrið jafni fljótlega metin á ný. Reynslan bæði hér og erlendis bendir eindregið til þess, að mjög erfitt sé að ná fram verulegri breytingu á tekjuskiptingu á vettvangi kjarasamninga, heldur þurfi hér til að koma tekjujafn- andi aðgerðir af hálfu ríkisins. Einkum koma til greina aðgerðir í skattamálum, er dreifi skattbyrð- inni launahópum í hag, og marg- vísleg félagsleg þjónusta og bætur, er miði að því að jafna aðstöðu þj óðfélagshópa. Ástæða er til að ætla, að stökk- breytingar í launamálum, er hafa í för með sér öra verðbólgu, séu sízt af öllu til þess fallnar að jafna tekjumun og aðstöðu í þjóðfélag- inu, m.a. vegna þeirra erfiðleika sem fylgja þeim venjulega í opin- berum rekstri. Einnig er ljóst að hinir efnameiri hafa yfirleitt betri aðstöðu til að hagnast á verð- bólguþróun en almennir launþeg- ar. Hægfara launabreytingar samhliða tekjujöfnunaraðgerðum af hálfu ríkisvaldsins hafa því að jafnaði reynzt láglaunahópum farsælasta leiðin til kjarabóta". — SF f " N Byggingasamvinnufélag Kópavogs og Byggingasamvinnufélag Hafnarfjarðar óska eftir umsóknum félagsmanna í byggíngu. 1. Raöhús viö Vallarbarö í Hafnarfiröi. Áætlað er aö afhenda húsin í árslok 1985. Uppsteypt og fullfrágengin aö utan ásamt frágenginni lóö. s 2. Endurúthlutun 2ja íbúöa í stigahúsi viö Vallar- barö, annarsvegar 2ja herb. íbúö, hinsvegar 4ra—5 herb. íbúö. Áætlað er aö afh. íbúðirnar í. árslok 1985. Umsóknareyðublöö og frekari upplýsingar fást á skrifstofu BSF Kópavogs. Umsóknarfrestur er til 23. janúar nk. Byggingasamvinnufélag Kópavogs, Hamraborg 16, Kópavogi. Sími 42595. MYNDLISTA- OG HANDÍÐASKÓLI ÍSLANDS Ný námskeið hefjast mánudaginn 21. janúar og standa þau yfir til 30. apríl 1985. 1. Teiknun og málun fyrir börn og unglinga. 2. Teiknun og málun fyrir fulloröna. 3. Bókband. Innritun fer fram daglega kl. 10—12 og 14—17 á skrifstofu skólans. Námskeiösgjöld greiöast viö innritun, áöur en kennsla hefst. Skólastjórí. Reykjavík, Skipholti 1, sími 19821. Næstu afsláttur afslátt vörnrn verslunarinnar nL& Irakkar ★ jakkar ★ buxur ★ úlpur ★ btússur: skyrtur ★ peysur ★ stoppar ★ teppi i ★ mottur ★ töskur ★ grii /. oiL /A Notiö þetta einstæða , tækifæri að- eins í 3 daga Rex»Rotary -7010- I Það er ekkert mál að finna smá pláss fyrir Rex- Rotary 7010. Þessi litla en harðsnúna ljósritunarvél er aðeins 24 cm á hæð og 47 cm á lengd. Hún annar samt allri venjulegri ljósritun á örskömmum tima. Þú hlýtur að muna eftir Rex-Rotary, hún var í „öllum“ skólum hér um árið. GÍSLI J. JOHNSEN n i TÓLVUBUNAÐUR SF - SKRIFSTOFUBUNAÐUR SF SMIÐJUVEGI 8 - P O BOX 397 - 202 KOPAVOGI - SlMI 73111
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.