Morgunblaðið - 23.01.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.01.1985, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 1985 List 09 hÖnnun/Bragi Ásgeirsson Vefnaður og textíl Langbrækurnar í Gallerí Langbrók, sem aðsetur hefur í gamia landlæknishúsinu á Bernhöftstorfu, eru á nýbyrjuðu ári með kynningarsýningu á vefnaði og textíl. Það eru þær Guðrún Auðunsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, Guðrún Marinós- dóttir, Ragna Róbertsdóttir og Þorbjörg Þórðardóttir sem valdar hafa verið til að kynna starfsem- ina að þessu sinni. Auk þess má sjá mikinn fjölda hvers konar gripa eftir aðrar Langbrækur í öðru sýningarrými hússins. Galleríið hefur og gefið út kynningarmöppu með 24 kynn- ingarkortum í svart-hvítu, en það er einmitt núverandi með- limafjöldi þeirra Langbróka. Á annarri hlið kortanna er ljós- mynd af myndverki eftir lista- konurnar en á hinni hliðinni er ágrip yfir starfsferil hverrar og einstakrar ásamt lítilli ljós- mynd. Ágætt framtak og hér vantar eiginlega ekkert nema heimilisfang og símanúmer! Starfsemi sína kynna þær með svohljóðandi inngangi: „Gallerí Langbrók er myndlistar- og list- iðnaðargallerí. Það var stofnsett sumari 1978 af 12 konum. Þá var langbrók til húsa að Vitastíg 12, Revkjavík. í ársbyrjun 1980 réðust Lang- brækur, sem þá voru orðnar 14 að töiu, í það stórvirki að gerast þátttakendur í uppbyggingu Bernhöftstorfu. í júní 1983 stækkaði hópurinn enn og nú eru Langbrækur 24 að tölu. Þær leggja stund á kera- mik, textíl, grafík, glerlist, mál- verk, teikningu, leðurvinnu og fleira. Þær sýna og selja verk sín í Langbrók." Við þetta má bæta, að valkyrj- urnar innréttuðu sjálfar hús- næðið af dugnaði og smekkvísi og gekk framtakið upp í leigu á húsnæðinu í nokkur ár. Þá hafa þær sjálfar að öllu leyti séð um reksturinn svo og útréttingar hvers konar. Á þennan hátt hefur galleríið getað gengið, en að sjálfsögðu er þetta ekkert gróðafyrirtæki, enda ekki beinlínis ætlað að var það heldur skapa starfsgrund- völl — kynning á vönduðum list- iðnaði hefur og frá upphafi ráðið ferðinni. Að mörgu leyti er gali- eríið orðið samofið Bernhöfts- torfunni og væri æskilegt að það yrði þar áfram sem lengst. En einn góðan veðurdag verða Langbrækurnar þó vafalaust orðnar 48 og þá verður ennþá styttra í töluna 100 þekki maður framþróunina rétt. Æskilegt væri því að Langbrækurnar leit- uðu fyrir sér að stærra húsnæði og ykju þá við kynningarstarf- semina — í dreifbýlið annars vegar en útlandið hins vegar. Hér er sem fyrr rétt að ráðast á garðinn þar sem hann er hæst- ur, láta hvergi deigan síga og mun Langbrókum þá eflast stuðningur víða að. Með þessum línum vildi ég öðru fremur vekja athygli á mik- ilsverðri menningarstarfsemi er verðskuldar samhug og aðdáun. Ásrún Kristjánsdóttir: Una, 1984 — blýantsteikning. Gallerí Langbrók. Sigrún Eldjárn: „Engar sprengjur í dag 11“ mezzotinta, 1984. Uppreisn æru Kvikmyndir Árni Þórarinsson Nýja bíó: Dómsorð — The Verdict ☆☆'/2 Bandarísk. Árgerð 1982. Handrit: David MameL Leikstjóri: Sidney Lumet. Aðalhlutverk: Paul New- man, Jack Warden, James Mason, ('harlotte Rampling. The Verdict er búin að vera svo lengi í uppsiglingu hjá Nýja bíói og svo útbreidd á mynd- bandaleigunum að ég taldi hana af hér í blaðinu um daginn; átti satt að segja ekki von á að hún næði nokkurn tíma upp á tjaldið. En nú er hún komin. Og þó ekki væri nema til þess að sjá Paul Newman fást við eitt matar- mesta hlutverk ferils síns um langa hríð þá er ástæða fyrir fólk að sjá þetta réttarfars- drama. The Verdict fjallar um niður- lægingu og uppreisn einstakl- ings og réttarkerfis. Newman er Frank Galvin, lögmaður sem misst hefur fótfestuna í lífi sínu og starfi, glatað sjálfsvirðing- unni og virðingunni fyrir flestu öðru. Á fyrstu mínútum The Verdict er dregin upp mynd af drykkfelldum manni sem á yfir- borðinu er reffilegur en undir niðri róni; hann hefur aðeins fengið fjögur „mál“ á þremur ár- um og eyðir tíma sínum þjórandi og slórandi við leiktæki á börum milli þess sem hann eltir sjúkra- bíla og sveimar eins og hræ- gammur yfir ekkjum á útfarar- stofum til að harka aura fyrir meðferð dánarbúa. Svo fær hann Málið. Hann á að reka mál fyrir aðstandendur ungrar stúlku sem vegna mistaka lækna á kaþólsk- um spítala varð fyrir ólæknandi heilaskemmdum. Og þá þarf Frank Galvin að takast fyrst á við sjálfan sig, í stað eiginhags- muna hins veikgeðja lögfræð- ings kemur þörfin fyrir að þjóna réttlætinu. Þannig fær Galvin sjálfsvirðinguna aftur en ekki fyrr en hann hefur þurft að tak- ast á við ósvífinn afburðamann, þar sem er verjandi læknanna, rotinn dómara, svikula ástkonu og aðstæður sem allar snúast honum og málstað hans í óhag. Svona réttarfarsdrama er í eðli sínu grípandi og spennandi; áhorfandi á auðvelt með að taka afstöðu, lifa sig inn í átök um rétt og rangt. Sidney Lumet — sem gert hefur margar myndir á löngum og fjölskrúðugum ferli um þetta sama efnisstef — veitir The Verdict vandaða leikstjórn. En í handriti hins kunna leik- ritahöfundar David Mamets eru ýmsar veilur sem grynna mynd- ina, ósannfærandi viðbrögð Paul Newman leikur hinn brotna lögmann meó igætum í The Ver- dict persóna sem gera The Verdict yfirborðslegri en efni standa greinilega til. Nægir þar að nefna þátt „ástkonunnar" svik- ulu, sem sú litlausa leikkona Charlotte Rampling fær lítið lagað. Og síðan er það persóna lögmannsins, aðalhlutverkið sem öll myndin er byggð í kringum: Þrátt fyrir það að Paul Newman túlki um flest niðurlægingu og endurreisn Galvins með ágætum þá vantar meir en herslumun að handritið veiti honum það sál- fræðilega svigrúm sem þarf til að botna persónuna, fylla út í myndina. The Verdict er samt traust af- þreying og góður safi í ýmsum aukahlutverkum sem prýðilegir skapgerðarleikarar eins og Jack Warden og James Mason kreista til hins ýtrasta. Innbrot í Fellahelli BROTIHT var um helgina inn í fé- lagsmiðstöðina Fellahelli í Breið- holti og mikjar skemmdir unnar ó húsnæðinu. Útihurð var brotin upp og hurð á gangi. Þá brutu þjófarnir sér leið inn á skrifstofu félagsmið- stöðvarinnar og stálu um 5 þúsund krónum. Miklar skemmdir hafa verið unnar á skólum á höfuðborgar- svæðinu í vetur. Svo sem fram kom í Mbl. á sunnudag var mikið tjón unnið í Seljaskóla aðfaranótt laugardagsins. Spellvirkjar gengu berserksgang um skólann og virð- ist eina markmið þeirra hafa verið að eyðileggja. Átta hurðir voru brotnar upp og miklar skemmdir unnar á skrifstofu skólastjóra. 1 kennarastofu var fjórum kassettu- tækjum svo og ritvél grýtt í gólfið og eyðilagt. Eggjum, mjólk, sykri og glerjum var kastað í veggi. Slíkt var offorsið að glerbrotin stóðu eftir í veggjum. Skrúfað var frá brunaslöngu og eru miklar skemmdir af völdum vatns. Þá voru speglar á salernum brotnir. Ljóst er að tjón er gífurlegt. „Að- koman í Seljaskóla er ólýsanleg — hryllileg," sagði Helgi Daníelsson yfirlögregluþjónn hjá RLR í sam- tali við Mbl. Enginn hefur verið handtekinn vegna þessara inn- brota. Húsvíkingum fækkaði 1984 HÚMiTÍk, 21. janúar. AÐFARANÓTT fóstudags breytti um tíðarfar og á laugardagsmorgun var kominn hér tíu sentimetra jafn- fallinn snjór. Síðan hefur verið élja- gangur en fært er um allt héraðið og til Akureyrar. Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu fslands hefur íbúum Húsavíkur fækkað á síðasta ári um 24 en langt er síðan slíkt hefur gerst. Eru íbúar nú 2.490. Innheimta bæjargjalda á síð- asta ári var rúmlega 90% en hefur undanfarin ár verið 93—95%. Orsök samdráttarins eru verri skil fyrirtækja. Fréttaritari Alþjóðleg bænavika í Hafnarfirði í KVÖLD, miðvikudaginn, 23. janúar, og fimmtudaginn 24. janú- ar, verða haldnar samkirkjulegar helgistundir á alþjóðlegri bæna- viku í kapellu St. Jósefssystra í Hafnarfirði og hefjast þær klukk- an 20.30 og standa yfir í um það bil hálfa klukkustund. Efni bæna- vikunnar er „Frá dauða til lífs með Kristi". (KrcUatilkynning.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.