Morgunblaðið - 23.01.1985, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 23.01.1985, Blaðsíða 56
MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 1985 VERÐ 1 LAUSASÖLU 25 KR. 995 eigendur fasteigna á Akureyri: Mótmæla hækkun fasteignagjalda Akurcvri, 22. janúar. f UPPHAFI bæjarstjórnarfundar í dag var forseta bæjarstjórarinnar, Sig- fríði Porsteinsdóttur, afhentur undirskriftalisti 995 eigenda fasteigna á Akureyri, þar sem þeir mótmæla þeirri ákvörðun meirihluta bæjars*;órnar að hækka fasteignaskatta að raungildi miðað við álögur síðasta rs og skora á bæjaryfirvöld að breyta þessari ákvörðun sinni. Benda undirskrif- endur á, að launafólk hafi að undanförnu mátt þola mikla kjaraskerðingu, og sé síst í stakk búið til að taka á sig auknar byrðar. Bæjarstjórn Akureyrar sam- tími til að fara um allan bæinn, þykkti í desember sl. að álags- stuðull á fasteignagjöld ársins 1985 skyldi vera 25% í stað 12,5% á árinu 1984, sem þýðir í raun að fasteignaskattar hækka um ca. 9% umfram verðlagsþróun í landinu. Felix Jósafatsson, einn for- svarsmanna undirskriftafólksins, sagðist vonast til að bæjarstjórn breytti þessari ákvörðun, þó að aðeins hefði náðst til um fjórð- ungs fasteignaeigenda i bænum, en undirskriftasöfnunin hefði að- eins staðið frá sl. laugardegi, eða í fjóra daga. Því hefði ekki unnist en Felix tók fram, að þar sem gengið hefði verið í hús hefði þátttaka verið nánast 100%. „Vissulega er enn tækifæri til þess að breyta þessari ákvörðun, þó að verið sé að senda út til- kynningar um fasteignagjöld þessa dagana og fyrsti gjalddagi hafi verið 15. janúar sl.,“ sagði Sigfríður Þorsteinsdóttir. „Málið fer nú fyrir bæjarráð og verður rætt þar í samhengi við gerð fjár- hagsáætlunar. Hvað út úr þeim umræðum kemur verður tíminn að leiða í ljós.“ GBerg MorgunblaSift/GBerg. Sigfríður Þorsteinsdóttir, forseti bæjarstjórnar, og Helgi Bergs, bæjarstjóri, taka vió undirskriftarlistum frá Ara Kögnvaldssyni, Magnúsi Lárussyni og Felix Jósafatssyni. Boða farmenn verkfall í dag? ÞEGAR Mbl. fór í prentun seint í gærkvöldi stóð enn yfir samninga- fundur í kjaradeilu undirmanna á farskipum og skipaútgerðanna. Ekki var búist við að samningar tækjust og er því útlit fyrir að Sjómannafélag Reykjavíkur boði verkfall á fundi sem haldinn verð- ur í dag. Ef svo fer kemur verk- fallið til framkvæmda eftir sjö daga hafi samningar þá ekki tek- ist. Morgunblaðið/FriAþjófur Skelfisklöndun í Stykkishólmi Veruleg óánægja ríkir nú meðal íbúa í Stykkishólmi vegna úthlutunar skelvinnsluleyfís til Hraðfrystihúss Grundarfjarðar. Telja menn þar, að stofninn sé fullnýttur og ekki ástæða til að hleypa fleiri aðilum en fyrir eru í vinnsluna. Arösemi veiða í salt við Bandaríkin: Viðunandi ef vel er að verki staðið — segir í niðurstöðum nefndar, sem um þessi mál hefur fjallað FIMM manna nefnd aðilja út sjáv- arútvegi, sem hefur kynnt sér mögu- leika á nýtingu fískveiðiheimildals- lendinga í lögsögu Bandaríkjanna, hefur lagt þaó til, að stofnað verói undirbúningsfélag, sem hafí það að markmiói að taka þátt í sjávarútvegi í Bandaríkjunum og taki endanlega ákvörðun um framhald málsins. Lagt er til að félagið kanni mögu- leika þess, að sent verði skip til veiða og saltfiskvinnslu og taki að sér önnur þau verkefni, sem hag- kvæmust þykja. Ennfremur er lagt til að félagið geri tilboð í loðnu- rannsóknir við Alaska. Nefnd þessi er skipuð opinber- um aðilum og einkaaðilum og kynnti hún sér möguleika á nýt- ingu veiðiheimilda við Bandaríkin í ferð þangað í desember síðast- liðnum. Nefndina skipa Bjarni Thors og Þorsteinn Sigurðsson frá Bæjarútgerð Reykjavíkur, Ingi- mundur Sigfússon frá Heklu hf. og Finnur Ingólfsson og Halldór Árnason frá sjávarútvegsráðu- neytinu. Nefndin hefur sent frá sér skýrslu, þar sem helztu niður- stöður af rannsóknum hennar erU kynntar svo og aðdragandi máls þessa og fleiri þættir. Auk fyrrgreindra niðurstaðna og tillagna nefndarinnar má nefna eftirfarandi: • Portúgalir hafa framleitt saltfisk á samkeppnishæfu verði úr Kyrrahafsþorski, sem tekin er góð og gild vara á mörkuðum þar. • Frumathuganir sýna, að arð- semi þess að senda fiskiskip/- vinnsluskip á salt til Alaska getur verið viðunnandi, ef vel er að verki staðið. Því er nauðsynleg að gera ítarlegar athuganir og arðsemis- útreikninga áður en endanleg ákvörðun er tekin um framhaldið. • Möguleikar eru á þátttöku ís- lenzkra aðilja í bandarískum fyrirtækjum, sem gera út banda- rísk skip og vinna aflann til sölu á markaði þar. • Kanna þarf möguleika á upp- setningu og rekstri fiskimjöls- verksmiðju í Alaska. • Með því að tengjast sem bezt bandarískum sjávarútvegi og gera sem flesta og öflugasta aðila i þeim iðnaði háða samstarfi við okkur, styrkjum við framtíðar- stöðu íslenzkra sjávarafurða á mörkuðum í Bandaríkjunum. Keflavíkurflugvölliir: Sótt um lóð fyrir gisti- stað við aðalhliðið BÆJARSTJÓRN og byggingar- nefnd Njarðvíkur hefur nú til um- A þessari neðansjávarmynd sem Sigurgeir Högnason tók fyrir Mbl. sést hluti skemmdanna á skrúfu Eyrarfoss. Skemmdir á skrúfu Eyrarfoss ÞEGAR skip Eimskips, Eyrarfoss, var á leið til landsins frá Hamborg í síðustu viku urðu skipverjar varir við að snúningshraði vélar skips- ins hafði minnkað. Er málið var kannað í gær kom í Ijós að skemmdir höfðu orðið á skrúfu skipsins. Við köfun í gær sást, að skrúfublöðin eru bogin en ekki er vitað hvað skemmdunum hef- ur valdið. Skipið heldur áætlun og fer frá landinu í dag. Ekki er vitað hvað viðgerð muni kosta. Miklar endurbætur fóru nýlega fram á Eyrarfossi og var hann lengdur. fjöllunar umsókn um leyfí til að byggja gististað, svokallað mótel, við Fitjaafleggjarann, sem liggur að aðalhliði Keflavíkurflugvallar. Mun hugmyndin vera að reka gististað- inn með hliðsjón af millilandaflugi og flugumferð um Kefíavíkurfíug- völl. Svæðið, þar sem fyrirhugað er að reisa mótelbygginguna, er í eigu ríkisins og heyrir undir utanríkisráðuneytið, en skipu- lagslega séð heyrir byggingin undir Njarðvíkurbæ. Hjá utan- ríkisráðuneytinu fengust. þær upplýsingar að vilyrði væri fyrir byggingu þessa gististaðar, en endanleg ákvörðun hefur ekki verið tekin. Bæjarstjórn Njarð- víkur hefur umsóknina til um- fjöllunar og sagði Albert K. Sanders, bæjarstjóri, að engin ákvörðun hefði verið tekin í mál- inu. Hér er um að ræða áfanga- byggingu og er endanleg stærð ekki ákveðin, en samkvæmt um- sókninni er gert ráð allt að 60 herbergjum. Umsækjandi er Sig- rún Sigurðardóttir, eiginkona Sveins R. Eiríkssonar, slökkvi- liðsstjóra á Keflavikurflugvelli, en hann á einnig sæti í Bygg- ingarnefnd Njarðvíkurbæjar. Kísiliðjan við Mývatn fær 15 ára námaleyfi IÐNAÐARRÁÐHERRA hefur ákveðið að framlengja námaleyfí Kísiliöjunn- ar við Mývatn um 15 ár þrátt fyrir að Náttúruverndarráð hafí lagt til að leyfíð yrði veitt til 5 ára og endurskoðað að þeim tíma liðnum í Ijósi rannsókna sem fram færu í Mývatni fram að þeim tíma. Leyfi Kisiliðjunnar til töku kís- ilgúrs úr Mývatni rennur úr á næsta ári. Kísiliðjan sótti um framlengingu til 25 ára en Nátt- úruverndarráð lagðist gegn svo löngu leyfi þegar iðnaðarráðu- neytið leitaði umsagnar þess. Mál- ið hefur verið til umfjöllunar í ráðuneytinu að undanförnu og koma forráðamenn Kísiliðjunnar til viðtals við Sverrir Hermanns- son iðnaðarráðherra í dag og er þá jafnvel búist við að hann tilkynni þeim ákvörðun sína.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.