Morgunblaðið - 23.01.1985, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.01.1985, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JANtJAR 1985 Ríkismatið um gölluðu sfldina í Lagarfossi: Mannleg mistök að síldin fór um borð „IJÓST er að mistök áttu sér stað þegar síld frá söltunarstöðinni Sól- borgu á Fáskrúðsfirði, sem ekki hafði fengið gsðastimpil Ríkismats sjávarafurða, var skipað um borð í Lagarfoss. Mistökin áttu sér stað annars vegar í afhendingu sfldar frá söltunarstöðinni og hins vegar við útskipunina. Hin gallaða sfld var Ráðstefna um kjarn- orkuvopnalaust svæði Utanríkismálanefnd Framsóknar- flokksins gengst fyrir ráðstefnu undir heitinu „Óryggi íslands og kjarn- orkuvopnalaust svæði á Norðurlönd- um“. Meðal ræðumanna og fyrirlesara á ráðstefnunni eru Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra og Geir Hallgrímsson utanríkisráð- herra ásamt fræðimönnum og sendiherrum erlendra ríkja. Ráð- stefnan fer fram á Hótel Hofi laug- ardaginn 26. janúar frá klukkan 10 til 17. ekki lestuð um borð í skipið vísvit- andi, heldur er um mannleg mistök að ræða,“ sagði Einar Jóhannsson, forstjóri Ríkismats sjávarafuröa, í samtali við blm. Mbl. Svo sem Mbl. skýrði frá þann 10. janúar síðastliðinn var síld, sem ekki hafði hlotið gæðastimpil Ríkismatsins, lestuð um borð í Lagarfoss. Mistökin komu ekki í ljós fyrr en skipið kom til Eski- fjarðar og þurfti að afferma skipið og fjarlægja hina gölluðu vöru. Starfsmaður frá Ríkismati sjávar- afurða hefur að undanförnu verið fyrir austan til að kanna málið. INNLENT 15—16000 manns hafa séð Gullsand Nú hafa 15—16000 manns séð kvikmyndina Gullsand eftir Ágúst Guðmundsson. Myndin var frumsýnd á annan í jólum í Austurbæj- arbíói í Reykjavík og hefur nú einnig verið sýnd á Akranesi, í Keflavík og Grindavík. Sýningar hefjast fljótlega í Vestmannaeyjum og næsta laugardag, 26. janúar, verður myndin frumsýnd á Akureyri. Ágúst Guðmundsson sagði í samtali við blm. Morgunblaðsins að hann væri ánægður með að- sóknina. Þetta væri svipað og hann hefði búist við. Að vísu hefur aðsókn minnkað eitthvað að und- anförnu í Reykjavík og verður myndin flutt í minni sal á næst- unni. Ágúst sagðist gera sér vonir um að um 40.000 manns sjái Gull- sand. „Verðum að fikra okkur sjálfír áfram í þessu“ segir Birkir Þór Guðmundsson, Hrauni á Ingjaldssandi „Já, við erum að hugsa um það. Við megum ekki sitja aðgerðar- lausir á meðan þessi dýr eru flutt út og þurfa svo ef til vill að kaupa þau hingað inn í landið aftur. Það er miklu nær fyrir okkur að reyna að fikra okkur sjálfir áfram i þessu,“ sagði Birkir Þór Guð- mundsson, bóndi á Hrauni á Ingjaldssandi, í samtali við blm. Mbl. þegar hann var spurður að því hvort hann hygðist fara út í ræktun íslenskra fjallarefa á loð- dýrabúi sínu. Birkir Þór og Guðmundur Hagalínsson, faðir hans, hafa sótt um leyfi til að gera tilraun með ræktun íslenska fjallarefs- ins, en það hafa nokkrir aðrir refabændur einnig gert. Svein- björn Eyjólfsson, fulltrúi í land- búnaðarráðueytinu, sagði í sam- tali við blm. Mbl. að áður en þessar umsóknir verði afgreidd- ar yrði að setja ákveðnar reglur um einangrun dýranna og hreinsanir vegna hugsanlegs óþrifnaðar og sjúkdóma sem þau gætu komið með í búin. Með því að nota hvíta heim- skautarefi til blöndunar með silfurref fæst litaafbrigðið „gullna eyjan“ (golden island) sem fengist hefur geysihátt verð fyrir á loðskinnauppboðum í vet- ur. Hvíti íslenski fjallarefurinn er frændi heimskautarefsins sem lifir villtur í Skandinavíu og Finnlandi. Norskur refabóndi keypti yrðlinga sem safnað var hér á landi í fyrra og hitteðfyrra og notaði við blöndun og seldi einnig frá sér. Ekki er búist við að mikil eftirspurn verði eftir yrðlingum héðan næsta sumar. Birkir Þór sagði að þeir feðgar hefðu hafið refarækt í smáum stíl í haust. Þeir vildu nú reyna að fikra sig áfram við nýjungar frekar en að fá allt upp í hendur á silfurfötum erlendis frá. Sagði hann að þeir hefðu góðar að- stæður til að halda íslensku ref- unum sér og í algerri einangrun frá alirefunum. „Við ætlum að byrja smátt, með 5—10 refi, og sjá svo til,“ sagði Birkir og sagði að þeir hefðu áhuga á að prófa bæði hvíta refi og mórauða. „Það sem þó er erfiðast við að eiga í þessum loðdýrabúskap er það sem síst skyldi — lánastofn- anir okkar bænda. Þrátt fyrir allt talið um að hjálpa þurfi til við uppbyggingu nýju búgrein- anna eru þær okkar stærsta vandamál. Kerfið er afleitt við að eiga og torsótt. Við erum til dæmis ekki búnir að fá lán vegna framkvæmda okkar við uppbyggingu loðdýrabúsins í fyrra,“ sagði Birkir Þór. NÝLEGA VAR gengið frá röð á sýningum listamanna í sýningarsalnum, Strandgötu 34, llafnarfirði, en þar er til húsa Hafnarborg sem er menning- ar- og listastofnun bæjarins. Þeir sem sýna á tímabilinu frá 19. janúar til 19. maí eru Gestur Guðmundsson með málverk, Jón- ína Guðmundsdóttir leirlist, Sig- urbjörn Kristinsson málverk og Jóna Guðvarðardóttir og Einar Már Guðvarðarson með Ijósmynd- ir og leirlist. Þá verður Ása Ólafsdóttir með sýningu á vefjar- list og Guðmundur Omar Svav- arsson með málverkasýningu. Sýningarnar verða opnar daglega frá 14 til 19 og er öllum heimill ókeypis aðgangur. Á vegum stjórnar Hafnarborg- ar er nú ennfremur unnið að und- irbúningi framkvæmda vegna viðbyggingar við húsnæðið að Strandgötu 34. Hafist verður handa á þessu ári. Viðbyggingin mun líta út eins og myndin sýnir að framkvæmdum loknum. Stykkishólmur: Veidar hafnar eft- ir hlé um hátíðar Stykkinbólini 15. jinúar. SKELVEIÐI hófst í Stykkis hólmi nú upp úr áramótum og þegar kemur fram í febrúar verður farið að huga að þorsk- veiðum í net. Kvótar bátanna liggja fyrir og eftir því sem ég veit best, hefur orðið einhver breyting á og í það minnsta að sá bátur sem fékk ekki nema 6 tonna veiðileyfi í fyrra fær það nú bætt að einhverju marki. Gísli Kristjánsson sjómaður hér sem um langt skeið hefir átt þægilegan en ekki stóran bát, er nú eftir áramót búinn að róa þrisvar á sjó og hefir aflað vel eða um 1.200 kg í hverri veiðiferð. Er það talið mjög gott. Gísli er einn á bátnum, beitir einn og þegar hann hefir lokið við að beita er farið á sjóinn. Fréttaritari Búseti að hefja bygg- ingarframkvæmdir? BÍJSETAFÉLÖGIN í Reykjavík, á Akureyri og í Árnessýslu hafa nú fengið heimild til lántöku út Bygg- ingarsjóði verkamanna samkvæmt ákvörðun Félagsmáiaráðuneytisins og Húsnæðisstofnunar ríkisins. Stefna félögirt þess vegna að því að hefja byggingarframkvæmdir á þessu ári en sótt var um lán til byggingar á 76 íbúðum, þar af 56 í Reykjavík. Félagsmenn í búsetafélögunum eru nú nærri þrjú þúsund talsins og nýlega var stofnað nýtt félag fyrir Borgarfjörð. Tveir af íslensku yrðlingunum sem fhittir voru til Noregs í fyrra. Loðdýrabændur sækja um leyfí til ræktunar íslenska fjallarefsins: Hafnarborg: Hafist verður handa á viðbyggingu á árinu Krabbameinsfélag íslands: Námskeið fyrir þá sem vilja hætta að reykja Krabbameinsfélag íslands hefur ákveðið að halda námskeið fyrir þá sem vilja hætta að reykja. Að sögn Ásgeirs R. Helgasonar hjá Krabbameinsfélaginu er þetta i fyrsta skipti sem félagiö stendur eitt og sér að svona námskeiði. Ástæðan fyrir því er fyrst og fremst sú að mikill fjöldi fólks hefur haft samband við félagið frá áramótum og beðið um námskeið fyrir þá sem vilja venja sig af reykingum. „Fólk virðist vilja nota tækifærið í framhaldi af nýj- um lögum um tóbaksvarnir til að hætta að reykja," sagði Ásgeir. Á námskeiðinu verður lögð rík áhersla á að fólk geri sér grein fyrir því hvers vegna það vill hætta að reykja og að það komi ekki á námskeiðið nema það sé endanlega búið að gera það upp við sig að hætta. Þar sem ekki er til nein ákveðin aðferð við að hætta reykingum, verða þátttakendur látnir skrá hjá sér eigin reykingavenjur. Hvenær dags þeir reykja og við hvaða tækifæri. Þannig verður reynt að finna hvaða þættir í umhverfinu hafa áhrif á reykingar hvers og eins. Skráningin verður síðan not- uð markvisst til að auðvelda við- komandi baráttuna við reyk- ingarnar. Inn í námskeiðið verður að auki fléttað fræðandi fyrirlestrum og fræðslumyndum. Námskeiðið verður haldið í húsakynnum Krabbameinsfélags- ins að Skógarhlið 8. Það hefst 31. janúar og stendur yfir í 5 vikur. Haldnir verða 10 fundir á tímabil- inu, f eina og hálfa klukkustund í senn, » kvöldin og um helgar. Þátttökugjald verður miðað við andvirði eins sígarettupakka fyrir hvern fund, eða kr. 700 fyrir allt námskeiðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.