Morgunblaðið - 23.01.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.01.1985, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 1985 Kári óblíður við Bandaríkjamenn: Allt að 62 stiga frost í vindi við vötnin miklu Appelsínurn- ar í Flórída harðar sem golfkúlur Myndin gæti verið tekin af scluhúsi á íslenskum fjallvegi um hávetur. Hið sanna er að hún er tekin á Borgundarbólmi. New York. 22. janúar. AP. FIMBULKULDI geisar enn í Randaríkjunum og nær „ís- veggurinn" allar götur suður til Flórída, en kaldast er aust- anvert við miðju landsins. Að minnsta kosti 107 manns hafa látið lífið beint eða óbeint af völdum Kára. I*á er fyrir- sjáanlegt stórkostlegt tjón á ávaxtauppskerum. Appelsín- urnar í Flórída eru nú nothæf- ar eða því sem næst sem hornaboltakúlur. Mesti kuld- inn er í vindi við Superior-vatn, gaddurinn þar er sem svarar ?62 stigum. Ekki sér fyrir end- ann á kuldakastinu. I Evrópu er kuldinn þó heldur að gefa eftir, en þó er þar enn mikið vetrarríki víðast hvar. Kuldarnir miklu hafa einkum leikið heimilislausa grátt, en þeir geta í meðalári jafnan skrimt og sofa þá í húsasundum, á bekkjum og hvar sem möguleiki er. Nú streyma þeir í neyðarskýli og í neðanjarðarlestirnar og í fjölda borga beggja vegna Atlantshafsála sjá nú yfir- völd í raun hversu stórt þetta vandamál er, því í mörgum borgum er hér um þúsundir manns að ræða. í Chicago eru þeir taldir 35.000 talsins, um 10.000 af því börn og unglingar allt niður í 7 ára. I Evrópu hlánaði um stund í Bretlandi og sums staðar í Vestur-Evrópu hefur mesti broddurinn farið af kulda- bolanum. í Danmörku var veðurspáin til dæmis hag- stæð og veitir ekki af, því mikill snjór er þar á jörðu eins og víðast hvar í Evrópu. En þegar á heildina er litið, er þó bullandi kuldakast enn í fullum gangi og einn veður- fræðingur sagði að það væri erfitt að ímynda sér að það gæti orðið kaldara í Evrópu en verið hefur. í Sovétríkjun- um hefur verið hörkuvetur, annað en síðustu ár, er vet- urnir hafa verið óvenju mild- ir. Er hér átt við vesturhluta hins víðfeðma lands, en í austurhlutanum er alltaf kalt og frost fer þar reglu- lega í +60 stig. í Moskvu hef- ur iðulega verið 18 til 23 stiga frost og svo til aldrei hefur hitinn verið yfir frost- marki. Loðhúfurnar miklu eru í miklu uppáhaldi, en bíl- ar Moskvubúa eru margir seinir í gang þessa dagana. Snjór er mikill og samgöngur því erfiðar. Móðir Theresa í Kína PekinK, 22. janúar. AP. MÓÐIR Theresa frá Kalkútta á Ind- landi ræddi í dag, þriðjudag, við Deng Pufang, 40 ára gamlan fatlaðan son Deng Xiaopings formanns, og fjölluðu viðreður þeirra m.a. um, hvort það væri Guð sem efldi menn til verka í þágu hinna þurfandi. Móð- ir Theresa kom til Kína í boði kaþ- ótska safnaðarins þar. Deng Pufang hefur verið bund- inn hjólastó), síðan rauðir varðlið- ar veittust að honum 24 ára göml- um á dögum menningarbyltingar- innar árið 1968. Hann hefur verið áberandi í kínversku þjóðlífi síðan hann tók við framkvæmdastjórn styrktarsjóðs fatlaðra, sem er á vegum ríkisins. Deng sagði við Móður Theresu, að markmið þeirra beggja væri hið sama, þó að þau nálguðust það með ólikum hætti. Móðir Theresa svaraði að bragði með aðstoð túlks: „Við förum ná- kvæmlega eins að. Við lofum Guð í verki." Móðir Theresa átti þennan fund með Deng Pufang, er hún þá boð um að kynna sér málefni fatlaðra í Kína, en þeir eru um 20 milljónir talsins. Á morgun, miðvikudag, fer hún til Hong Kong og þaðan til Suður-Kóreu og Papua, Nýju Gu- ineu. Brottflutningur undirbúinn ísraelskir hermenn í Líbanon eru nú að undirbúa fyrsta hluta brottflutningsins frá landinu, sem á að vera lokið 18. febrúar. Verður byrjað á því að flytja á brott ýmsan búnað og sést hér hvar verið að fara á brott með gáma, sem notaðir hafa verið sem afdrep fyrir hermennina. Veður víða um heim Laoflst H»st Akureyri +5 skýjaA Amsterdam 0 4 rigning Aþena 6 16 heiðskírt Barcelona 15 skýjað Beritn 0 4 rigning BrOssel +1 7 skýjað Chicago +21 +8 skýjað Dublin +1 4 heiðskírt Feneyjar 1 þokum. Frankfurt 3 • rigning Gent +7 1 rigning Hong Kong 17 22 heiðskírt Jerúsalem 5 10 skýjað Kaupm.höfn +3 +3 snjðk. Las Patmaa 22 hátfskýjaö Lissabon 13 16 rigning London 4 6 heiöskírt Los Angeles 12 15 skýjað Luxemborg 4 akýjað Malaga 14 hálfskýj. Mallorka 17 skýjað Miami 7 12 heiðskirt Montreal +22 +12 skýjað Moskva +27 +19 skýjað Mew Yortt +19 +13 skýjað Ostó +7 -6 snjðkoma Paris 7 9 rigning Peking +9 3 haiðskirt Reykjavtk +3 skýjað Rk> de Janeiro 21 32 skýjað Rómaborg 2 13 skýjað Stokkhólmur +3 +2 snjókoma Sidney 19 25 skýjað Tókýó 2 9 skýjað Vinarborg +€ +4 skýjað Þórshöfn 0 skýjað 34 létust í sprengingu á Sri Lanka ('olombo, 22. janúar. AP. NÚ ER komið í Ijós að þrjátíu og fjórir að minnsta kosti létu lífið í spengjuárás sem var gerð á járn- brautarlest á Norður-Sri Lanka á sunnudag. Þar af eru 23 hermenn meðal hinna látnu. Lestin var á leið til Colombo, en eins og komið hefur fram í frétt- um hafa tamilar, sem eru fjöl- mennir á norðurhluta eyjarinnar, verið mjög gramir vegna þess að þeir telja sig ekki njóta sjálf- sagðra og eðlilegra réttinda eins og meirihluti lanka, sem eru sin- halesar. Talsmaður varnarmála- ráðuneytisins sagði að ekki væri nokkur vafi á að tamilar stæðu að hryðjuverkinu. írakar ráðast á dráttarbát Manama, Bahrain, 22. janúar. AP. Flugskeyti, sem skotið var frá ír- askri orrustuþotu, hæfði hollenskan dráttarbát, sem var á siglingu í lög- sögu Saudi Arabíu, að sögn heimild- armanna í Bahrain. Árásin átti sér stað á miðnætti að staðartíma á mánudagskvöld. Laskaðist báturinn, vistarverur skipverja eyðilögðust, en engan þeirra sakaði. Árásin var gerð um það leyti sem írakar tilkynntu um síðustu skipaárás, sem þeir sögðu hafa verið gerða á skip „nærri Kharg-eyju“, olíuhöfn írana. Samtals kveðast Irakar hafa hæft 20 skip á Persaflóa það sem af er ári, en dráttarbáturinn hol- lenski er fimmta skipið, sem árás er staðfest á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.