Morgunblaðið - 23.01.1985, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.01.1985, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 23. JANÚAR 1985 29 kuggahverfis Morgunblaöið/Friðþjófur. skipulagsnefndar, Björn Hallsson, forstöðumaður Borgarskipulags, við hvernig byggðin rís hærra og hærra upp eftir hallandi landi austurbæjarins að baki húsunum við sjóinn." Frá þessum hugmyndum um „stórar húseiningar með rólegu yfirbragði“, er horfið enda taldar í ósamræmi við „smágert en órólegt yfirbragð byggðarinnar að baki“. Höfundar telja upp nokkra kosti fyrir hinu nýja skipulagi. Þeir telja þá helstu vera: 1. Yfirbragð byggðarinnar verð- ur fremur smágert og svipar í ein- ingum til þess mælikvarða sem kemur fram í byggðinni að baki. 2. Mögulegt er að nýja byggðin og sú eldri tvinnist saman á eðli- legan hátt, því stærðum og form- um svipar til gerðar eldri byggð- arinnar þegar þær nálgast. 3. Hægt er að ná hárri nýtingu án þess að byggðin virki mjög mikil eða rosaleg, þar eð hún verð- ur ekki skynjuð sem einn massi eða 2—3 miklir massar milli gatnamóta. 4. Vegna breytilegrar hæðar og fremur smárra eininga, mun byggðin að baki sjást nokkuð vel, undir mismunandi sjónarhornum. 5. Á ýmsan hátt má njóta fjöl- breytilegs útsýnis frá íbúðum og hugsanlega opnum svæðum innan byggðarinnar. 6. Síður er hætta á miklum skuggamyndunum saman borið við raðir jafnhárra bygginga. Þá er nefnt, að auðvelt sé að blanda verslunar- og þjónustu- starfsemi, ásamt hugsanlegri menningarstarfsemi innan um og utan með, án þess að sú starfsemi láti mikið yfir sér í heildarsvip- móti byggðarinnar, til dæmis samanborið við stærri og flatari massa. Lögð er áhersla á að útsýni verði frá byggðinni í holtinu fyrir ofan um leið og hún sjáist yfir nýju byggðina. Gert er ráð fyrir að Lindargötuskóli verði nýttur sem barnaskóli og lóð hans stækk- uð og að Austurbæjarskóli verði unglingaskóli hverfisins, en sér- staklega er tekið fram að þessar hugmyndir séu fram settar án samráðs við Fræðsluráð Reykja- víkur. ir deiluaðila neytinu, sem hafa fjallað um þetta mál og forstjóri Ríkismats sjávar- afurða. Við ræddum þetta mál fram og tilbaka og meðal annars greindu þeir frá sínum sjónarmið- um. Þegar klukkan var farin að nálgast tvö þurfti ég að fara, á ann- an mjög áríðandi fund, enda hafði allt komið fram sem þurfti að koma fram og engin ósk var um það af þeirra hálfu að hafa fundinn lengri. Það sem Snæbjörn segir í þessari frétt er því vitleysa í einu orði sagt og ég get nú vart trúað því að félagar hans í sendinefnd- inni taki undir þessi orð hans. Ann- ars finnst mér alltaf undarlegt af blöðum, hvort sem það er Þjóðvilj- inn eða önnur blöð, að að birta fréttir sem þessar án þess að tala við nema annan aðilann." Halldór Ásgrímsson sagði enn- fremur að málið væri margþætt. „í fyrsta lagi fjallar það um matið á skelinni og það höfum við verið að kanna því það heyrir undir okkur. I Oðru lagi er þarna um að ræða al- menn samskiptamál, sem erfitt er fyrir okkur að dæma um. f þriðja lagi hafa orðið þarna eins og víða annars staðar árekstrar um það hvenær skuli veiða og vinna skel- ina. Vinnslustöðvarnar vilja eitt í því og sjómennirnir annað. Það er ávallt verið að reyna að samræma það og fá um það samkomulag á milli aðila og við hér í ráðuneytinu höfum oft gengið í það að reyna að samræma þau sjónarmið sem um má deila hvað við eigum að skipta okkur mikið af, en það höfum við gert, og það höfum við einnig verið að reyna að gera í þessu tilviki. Ég vona bara að menn komi þessum málum í lag sín á milli, en það er náttúrulega fyrst og fremst undir því komið hvernig viðkomandi aðil- um heima fyrir tekst til, en ekki bara hér í sjávarútvegsráðuneyt- inu,“ sagði Halldór Ásgrímsson. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR Portúgal: Nú fer að færast fjör í leikinn þegar forsetakosn ingar eru á næsta leiti Rétt eina ferðina enn hefur nú slegið í brýnu milli þeirra Mario Soares forsætisráðherra og Ramalho Banes Portúgalsforseta. Eins og sagt hefur verið frá í fréttum þótti Eanes taka upp í sig hressilega og næsta óviökunnanlega, þegar hann flutti portúgölsku þjóðinni nýárskveðjur sínar. Hann gagnrýndi þar stjórn Mario Soares harðlega fyrir að hafa litlum sem engum árangri náð í efnahagsráðstöfunum sínum og taldi sýnt, að portúgalskir borgarar gætu lítilla breytinga vænzt á árinu 1985, sem til batnaðar horfðu. Soares og Mota Pinto aðstoðarforsætisráðherra risu snarlega gegn þessari gagnrýni og Soares orðaði það svo, að engu væri líkara en Portúgalsforseti hefði tekið að sér forystu stjórnarandstöð- unnar, alténd hefði hann í ávarpinu verið málpípa hennar og farið út fyrir öll sæmandi mörk þjóðhöfðingja. Menn hafa velt fyrir sér hvað hafi valdið því, að Eanes greip til þessarar gagn- rýni, því að flestir virðast sam- mála um að hún hafi verið ákaf- lega óviðkunnanleg, þegar í huga er haft hver staða forsetans er. Ýmsir fréttamenn í Portúgal eru á þeirri skoðun, að þetta hafi verið þrauthugsað „bragð" hjá Eanes, enda er nú kjörtímabil hans hið seinna senn á enda og samkvæmt portúgölsku stjórn- arskránni má forseti ekki sitja nema tvö kjörtímabil. Það hefur verið opinbert um langa hríð, að Mario Soares forsætisráðherra sem nú er sextugur ætli sér emb- ættið og telji það réttan endi á litríkum og oft umdeildum stjórnmálaferli. Hinu er svo ekki að leyna, að Eanes forseta hefur hugnazt það æ betur eftir því sem liðið hefur á kjörtímabilið, að vera í sviðsljósinu og þegar ég var í Portúgal á sl. sumri var manna á meðal talað um, að hann hygðist stofna sérstakan stjórnmálaflokk. Eanes gerði sér vonir um að slíkur Eanistaflokk- ur sópaði til sín fylgi og þar með gæti hann áfram verið í sviðs- ljósinu og jafnvel safnað til sín enn meiri völdum en hann hefur haft sem forseti. Flokkur þessi hefur ekki verið formlega stofn- aður enn en það er greinilegt af öllu, að forsetinn hefur úti öll spjót að kanna hverjar undir- tektir hann myndi fá. Að sögn kunnugra hefur þessi flokks- stofnun ekki fengið þann hljómgrunn meðal fólks, sem gert var ráð fyrir, þegar hún kom fyrst til tals. Sannleikurinn virðist vera sá, að Portúgalir eru orðnir dálítið þreyttir á Eanes og þykir hann á seinna kjörtíma- bilinu einkum og sér í lagi hafa sýnt af sér alls konar hégóma- skap og eftirsókn eftir því að vera sýknt og heilagt í sviðsljós- inu. Hann hefur reynzt firna veizluglaður maður og hefur ekki horft i að eyða í alls konar útgjaldaliði þeirrar tegundar miklum fúlgum, þótt hann haldi síðan uppi gagnrýni á stjórnina fyrir að bæta ekki hag fólks með raunhæfum aðgerðum. Kona hans, Manuela, hefur ekki síður verið dýr í rekstri en bóndi hennar og kostnaður við forseta- embættið farið langt fram úr öllum áætlunum. Þegar þess er svo gætt ofan á annað að mönnum þykir Eanes ekki sér- lega málsnjall maður né sköru- legur sem forseti er einsýnt að landar hans munu að líkindum ekki harma það neitt sérlega þótt þau hjón hverfi úr forseta- höllinni. Og það eru vissulega áhöld um, hvort menn kæra sig vera rétt kjörinn, eins og sjálf- sagt er í lýðræðisríkjum. Nú er nokkurn veginn víst að kommún- istar munu bjóða fram þó ekki væri nema til málamynda og Di- ego Freitas do Amaral, fyrrver- andi leiðtogi Miðdemókrata, hef- ur um hríð rennt löngunaraug- um til forsetaembættisins og hefur hug á framboði, eftir því sem bezt er vitað. Verði Eanista- flokkurinn stofnaður fyrir for- MoU Pinto um að fara að veita honum brautargengi í pólitísku vafstri, að fenginni þessari átta ára reynslu. Fáir efast um að Mario Soares muni hljóta kosningu sem næsti forseti Portúgals. Hann er stjórnmálamaöur og þjóðhöfð- ingi á heimsmælikvarða segja Portúgalir, hvort sem þeir nú fylgja stjórnmálaskoðunum hans eða ekki. Soares hefur í þessari samsteypustjórn þótt samvinnuþýðari en áður og ekki nokkur vafi á því, að klókindi hans hafa átt mestan þátt í að halda henni saman þrátt fyrir að róðurinn hafi oft verið þungur og menn greini á hversu miklum árangri hún hefur náð. Nú skömmu fyrir jólin fór að vísu allt í bál og brand í stjórnarbúð- unum, vegna væntanlegra for- setakosninga. Soares taldi eðli- legt að Sósíaldemókratar PSD styddu forsetaframbjóðanda PS, þ.e. sjálfan sig, en PSD var stað- ráðinn í að finna sinn eigin kandidat. Mikil reiði varð meðal margra sósialista vegna þessa. Reglur um forsetakjör í Portú- gal eru á þann veg að forseti þarf ákveðinn meirihluta til að Diego Freitas do Amaral setakosningarnar eru þá fram- bjóðendur orðnir a.m.k. fimm og þrátt fyrir óhemjuvinsældir Mario Soares er ótrúlegt að hon- um takist að ná meirihluta í fyrstu umferð. Sósíalistar töldu því sjálfsagt og eðlilegt að sam- starfsflokkurinn fylkti liði að baki Soares. Á síðustu stundu greiddi Soares sjálfur úr málun- um og kvað upp úr með það að ekki væri óeðlilegt að PSD byði fram. Fögnuðu þá menn ákaft og töluðu enn um stjórnvizku og víðsýni Soares, svo að hann gæti náttúrulega sem hægast grætt dálítið af atkvæöum út á þetta. Alténd finnst ýmsum eftir einhverju að slægjast, en þá eru líka komnar upp raddir um, hver gæti tekið við af Mario Soares ef hann yrði kjörinn forseti. Innan Sósialistaflokksins eru nokkrir sem telja sig vel til þess fallna. Þar á meðal er Jaime Gama utanrikisráðherra og raunar nokkrir aðrir. Svo á tíminn eftir að leiða í ljós hvort portúgalskir kjósendur styðja sósialistaflokk sem hefur engan Soares. Jóbaaoa Kristjónsdóttir er blm. í erl. íréttadeild Morguoblaósins. 4 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.