Morgunblaðið - 23.01.1985, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 23.01.1985, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 1985 55 Frakklandsferð landsliðsins á mánudag: Endanlegur hópur ekki ákveðinn fyrr en í dag! ENDANLEGUR landsliöshópur í handknattleik sem fer til Frakk- lands á mánudag, til þátttöku í Tournoi de France 85 keppninni, veröur ekki endanlega valinn fyrr en fyrir hádegi í dag — „en við veröum aö hafa hann tilbúinn fyrir kl. 10 til að láta ferðaskrif- stofuna vita,“ sagöi Jón H. Karls- son, formaöur landsliösnefndar, í gærkvöldi. Valdir hafa veriö 15 leikmenn sem eru tilbúnir til aö fara, en Hans Guömundsson úr FH treystir sér ekki til aö taka þátt i keppninni vegna handarmeiösla og Þorberg- ur Aöalsteinsson haföi skýrt lands- liðsnefnd frá því fyrir skömmu að hann gæfi ekki kost á sér í feröina af persónulegum ástæöum. En eft- ir aö Hans datt út var ákveðiö aö ræöa viö Þorberg á ný og þaö mun því skýrast fyrir hádegi í dag hvort hann fer meö eöa velja veröur annan leikmann í hópinn. Fimmtán manna hópurinn er þannig: Markverðir: Einar Þorvaröarson, Val Brynjar Kvaran, Stjörnunni Jens Einarsson, KR Aórir leikmenn: Þorbjörn Jensson, Val Siguröur Gunnarsson, Tres de Mayo Páll Ólafsson, Þrótti Kristján Arason, FH Sigurður Sveinsson, Lemgo Bjarni Guðmundsson, Wanne Eickel Atli Hilmarsson, Bergkamen Alfreð Gíslason, Essen Jakob Sigurðsson, Val Þorgils Óttar Mathiesen, FH Geir Sveinsson, Val Vaidimar Grímsson, Val. • Hans þoröi ekki að lofa sér f Frakklandsferöina. Hann er slæmur í hendi, en leikur samt meö FH í Hollandi um helgina. Víkingurinn Guömundur Guö- mundsson var upphaflega valinn i hópinn, en kemst ekki meö vegna atvinnu sinnar. Valdimar var valinn í hans staö. Þaö ræöst ekki endanlega fyrr en í kvöld hvort Bjarni Guö- mundsson getur keppt meö liöinu í Frakklandi, en fái hann leyfi til aö fara þangaö veröur þaö örugglega ekki nema í tvo fyrstu leikina, gegn Ungverjum og Frökkum. Landsliöiö heldur utan á mánu- dag, en fyrsti leikurinn er gegn Ungverjum á miövikudag. Síöan mætir liöiö Frökkum, þá ísraels- mönnum, síöan B-liöi Frakka og loks Tókkóslóvökum, sunnudaginn 3. febrúar. Liðiö kemur siöan heim mánudaginn 4. febrúar. Fararstjórar veröa Jón H. Karlsson, Ingvar Viktorsson og Þóröur Sigurösson, öll landsliös- nefndin. Boðið til Spánar! i gærkvöldi barst landsliösnefnd boö um aö koma meö liöiö til Spánar til þátttöku í móti þar strax eftir keppnina í Frakklandi. „Þetta var okkur algjörlega aö kostnaö- arlausu, en þvi miöur uröum viö aö neita góðu boði,“ sagöi Jón H. Karlsson í samtali viö blm. Mbl. í gærkvöldi. „Þaö eru deildarleikir hér heima og einnig i Þýskalandi strax eftir Frakklandsferöina, og síðan leikum viö viö Júgóslava hér heima um miöjan febrúar. Þaö var þvi ekki hægt aö fara til Spánar.“ Sveiflukennt í Ljónagryfjunni NJARDVÍKINGAR héldu sigur- göngu sinni áfram í úrvalsdeild- inni í körfuknattleik í körfubolta í gærkvöldi er þeir fengu Vals- menn í heimsókn í „Ljónagryfj- una“. Njarövíkíngar unnu 84:78 í mjög sveiflukenndum leik. Valsmenn voru yfir í leikhléi, 50:45. Leikurinn var hraöur á köflum en afar sveiflukenndur. Þaö gekk Stórsigur Arsenal ARSENAL sigraöi 4. deildarliö Hereford 7:2 í 3. umferð ensku FA-bikarkeppninnar í knatt- spyrnu í gærkvöldi á Highbury — en áöur höföu liðin skilið jöfn, 1:1, í Hereford. Enski landsliösframherjinn Paul Mariner skoraöi tvívegis í gær og lagöi upp önnur þrjú mörk. Marin- er skoraði fyrst á 19. mín., strax á eftir geröi Brian Talbot mark og á 24. mín. bætti Tony Woodcock einu viö: Þrjú mörk á fimm mín. kafla. Viv Anderson geröi fjóröa markið á 33. mín. en Ollie Kearns skoraöi síðan fyrir Hereford á 46. mín. Paul Mariner, Charlie Nichol- as og Brian Talbot skoruöu síðan fyrir Arsenal í síöari hálfleik áöur en Melpejic geröi annað mark Hereford. Leikurinn átti aö hefjast kl. 19.30 en honum varö aö seinka um kortér þannig aö allir aödáend- ur Hereford gætu séö hann. Ein lestin frá Hereford fór út á annaö spor í Swindon á leiöinni til höfuö- borgarinnar. Sporin rangt stillt. Því var síöan kippt í liöinn og allir þeir sem fylgdu fjóröudeildariiöinu sáu tapiö.... Þrótturum fækkar í blakinu! BLAKLID Þróttar er nú oröiö fremur fámennt því um helgina tognaöi Guömundur Pálsson þjálfari og leikmaður Þróttar illa og getur ekki leikið meö í næstu leíkjum. Fyrr í vetur meiddist Sveinn Hreinsson illa á hné og varö aö skera hann upp og er ólíklegt aö Sveinn leiki meira meö Þrótti í vetur. Samkvæmt heimildum Mbl. eru nú aðeins sex leikmenn sem æfa hjá Þrótti, en þaö þýöir aö þeir hafa engan skiptimann í leikjum, sem getur aö sjálfsögöu veriö slæmt fyrir þá, en þeir hafa nú for- ystu í 1. deiid karla. UMFN — Valur 84:78 allt á afturfótunum hjá liöunum til skiptis og meöan svo var lék hitt liðið ætíö vel. Leikurinn var í jafnvægi fyrstu mínúturnar og eftir fimm mín. leik var staöan 15:14 fyrir íslands- meistarana. En fljótlega upp úr því kom fyrsti slæmi kafli liösins i leiknum. Misheppnaöar sendingar þeirra voru ótrúlega margar og Valsmenn komust í ellefu stiga for- ystu, 32:21, eftir 14 mín. Þremur min. síöar var staðan 39:28, en er þar var komiö sögu small allt í baklás hjá Völsurum — Njarövík- ingar réttu hins vegar úr kútnum og minnkuðu muninn i 38:41. Mun- urinn þá þrjú stig, en var síöan fimm stig í leikhléi. Hittni beggja liöa var léleg í upp- hafi síöari hálfleiks — staöan 49:49 eftir fimm og hálfa mín. Njarövíkingar sigu siöan smám saman fram úr og er 14 mín. voru liönar af hálfleiknum var munurinn orðinn 12 stig — 73:61 — fyrir Njarövík. Mestur varð svo munur- inn í leiknum er ein mín. var eftir, 13 stig, 84:71, en á þessari einu minútu sem liföi af leiknum skor- uöu Valsmenn sjö stig. Njarövík- ingar bókstaflega hættu og voru heppnir aö forskot þeirra var oröiö svo mikiö sem raun ber vitni. Valsmenn minnkuöu muninn niöur í sex stig, úrslitin 84:78 eins og áöur sagði. Skotnýting Vals Ingimundarson- Stórsvigi karla frestað í gær STÓRSVIGI karla í heimabikarn- um í skíöaíþróttum var frestaö í gær vegna veöura, rigning var og mikil hláka. Stóravigiö átti aö fara fram í Todtnau I Veatur-Þýaka- landí. Reyna á aö halda mótiö í dag, miövikudag, ef veöur leyfir, annars verður aö fresta stórsvigskeppn- inni þar til seinna í vetur. Þaö hefur þurft aö fresta mörg- um mótum í vetur vegna veöurs og vilja forráöamenn heimsbikarsins nú breyta mótshaldinu þannig aö lengra veröi á milli móta, þannig aö auöveldara veröi aö hliðra þeim til. Eins og staöan er í dag viröist erfitt aö koma þeim mótum fyrir sem nú þegar hefur veriö frestaö, ekki nema þá aö lengja keppnis- tímabiliö. Serge Lang, sem er forseti heimsbikarkeppninnar, mun leggja fram tillögu, sem hljóöar i þá átt, aö hafa lengra á milli móta og hafa jafnvel 1—2 daga upp á aö hlaupa fyrir frestun á hverju móti. ar var mjög góö í leiknum en hann átti fjöldann allan af misheppnuö- um sendingum. Var verstur Njarö- víkinga hvaö þaö snerti. Hreiöar Hreiöarsson var frábær meírihluta síöari hálfleiks en lítiö bar á honum í j>eim fyrri. Árni var einnig góöur svo og Jónas í vörninni. Hjá Val var Kristján Ágústsson langbestur. Hann fékk sína 4. villu fljótlega i síöari hálfleik. Fór því útaf en lék síöan síöustu átta minúturnar. Torfi og Tómas Holton voru einnig góöir. STIG UMFN: Valur 27, Hreiöar 24, Árni Lárusson 11, Ellert Magn- ússon 6, Jónas Jóhannesson 4, Is- ak Tómasson 4, Teitur örlygsson 4 og Gunnar Þorvaröarson 4. STIG VALS: Torfi Magnússon 16. Tómas Holton 15, Kristján Ágústs- son 12, Jón Steingrímsson 10, Ein- ar Ólafsson 9, Leifur Gústafsson 6, Björn Zoega 4 og Jóhannes Magn- ússon 4. Dómarar voru Jón Otti Ólafsson og Siguröur Valur Halldórsson og stóöu þeir sig ágætlega. —ÓT/SH. • Arni Sveinsson Ekki samdist milli Árna og Váleringen ÁRNI Sveinsson, landsliðs- maöur á Akranesi, mun ekki gerast leikmaöur meö norska liöínu Vaalerengen eins og til stóð. Árni fór utan til Osló í síöustu viku til samningaviöræöna viö félagiö. Samningar tókust hins vegar ekki og er Árni kominn heim. Hann mun aö öllum lík- indum leika meö Skaga- mönnum í sumar. • Sævar Jónsson Sævar ræðir við Norwich — ekki áfram í Belgíu SÆVAR Jónsson knattspyrnu- maður er staddur hér á landi þessa dagana. í samtali viö blm. Mbl. sagöi hann öruggt aö hann yröi ekki áfram hjá belgíska fé- laginu Cercle BrUgge en Sævar hefur veriö í viðræöum undanfar- iö viö forráðamenn enska 1. deildarliösins Norwich. Hann sagöist jafnvel fara til Englands á næstunni og ræöa frekar viö Ken Brown, stjóra Norwich. Pleat hrifinn af gervigrasinu! Frá Bob Hennessy, fréttamanm Morgunblaösins í Englandi. DAVID Pleat, framkvæmdastjóri Luton Town, sagðist mjög hrif- inn af gervigrasvellinum í Reykjavík, er hann kom til Eng- lands eftir hina snöggu heim- sókn til islands um helgina. „Völlurinn var geysilega góö- ur,“ sagöi Pleat, og bætti þvi viö að ef svo færi aö Luton flytti höf- uöstöðvar síöar til Milton Keyn- es, nágrannabæjar Luton, eins og til stendur, „munum viö ör- ugglega setja upp gervigrasvöll þar — og eftir aö hafa séö völl- inn í Reykjavík kemur ekkert annaö til greina en slíkur völlur," sagöi Pleat. Þess má geta aö líkur eru á aö framherjinn Paul Elliot, sem fótbrotnaöi í haust, geti leikiö með Luton aö nýju í febrúarlok. Stoke er i miklum fjárhags- kröggum og nú er félagió tilbúiö aö selja enska landsliösútherj- ann Mark Chamberlain. Fyrir þremur vikum vildi félagið fá 700.000 pund fyrir hann — en nú er fjárþörfin oröin svo mikil aö þeir veröa aö líkindum aö sætta sig viö 300.000 pund. Everton hefur mikinn áhuga á kappanum og mun án efa bjóöa i hann ein- hvern næstu daga og Sheffield Wednesday hefur einnig sýnt honum áhuga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.