Morgunblaðið - 23.01.1985, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 23.01.1985, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 1985 Kári óblíður við Bandaríkjamenn: Allt að 62 stiga frost í vindi við vötnin miklu Appelsínurn- ar í Flórída harðar sem golfkúlur Myndin gæti verið tekin af scluhúsi á íslenskum fjallvegi um hávetur. Hið sanna er að hún er tekin á Borgundarbólmi. New York. 22. janúar. AP. FIMBULKULDI geisar enn í Randaríkjunum og nær „ís- veggurinn" allar götur suður til Flórída, en kaldast er aust- anvert við miðju landsins. Að minnsta kosti 107 manns hafa látið lífið beint eða óbeint af völdum Kára. I*á er fyrir- sjáanlegt stórkostlegt tjón á ávaxtauppskerum. Appelsín- urnar í Flórída eru nú nothæf- ar eða því sem næst sem hornaboltakúlur. Mesti kuld- inn er í vindi við Superior-vatn, gaddurinn þar er sem svarar ?62 stigum. Ekki sér fyrir end- ann á kuldakastinu. I Evrópu er kuldinn þó heldur að gefa eftir, en þó er þar enn mikið vetrarríki víðast hvar. Kuldarnir miklu hafa einkum leikið heimilislausa grátt, en þeir geta í meðalári jafnan skrimt og sofa þá í húsasundum, á bekkjum og hvar sem möguleiki er. Nú streyma þeir í neyðarskýli og í neðanjarðarlestirnar og í fjölda borga beggja vegna Atlantshafsála sjá nú yfir- völd í raun hversu stórt þetta vandamál er, því í mörgum borgum er hér um þúsundir manns að ræða. í Chicago eru þeir taldir 35.000 talsins, um 10.000 af því börn og unglingar allt niður í 7 ára. I Evrópu hlánaði um stund í Bretlandi og sums staðar í Vestur-Evrópu hefur mesti broddurinn farið af kulda- bolanum. í Danmörku var veðurspáin til dæmis hag- stæð og veitir ekki af, því mikill snjór er þar á jörðu eins og víðast hvar í Evrópu. En þegar á heildina er litið, er þó bullandi kuldakast enn í fullum gangi og einn veður- fræðingur sagði að það væri erfitt að ímynda sér að það gæti orðið kaldara í Evrópu en verið hefur. í Sovétríkjun- um hefur verið hörkuvetur, annað en síðustu ár, er vet- urnir hafa verið óvenju mild- ir. Er hér átt við vesturhluta hins víðfeðma lands, en í austurhlutanum er alltaf kalt og frost fer þar reglu- lega í +60 stig. í Moskvu hef- ur iðulega verið 18 til 23 stiga frost og svo til aldrei hefur hitinn verið yfir frost- marki. Loðhúfurnar miklu eru í miklu uppáhaldi, en bíl- ar Moskvubúa eru margir seinir í gang þessa dagana. Snjór er mikill og samgöngur því erfiðar. Móðir Theresa í Kína PekinK, 22. janúar. AP. MÓÐIR Theresa frá Kalkútta á Ind- landi ræddi í dag, þriðjudag, við Deng Pufang, 40 ára gamlan fatlaðan son Deng Xiaopings formanns, og fjölluðu viðreður þeirra m.a. um, hvort það væri Guð sem efldi menn til verka í þágu hinna þurfandi. Móð- ir Theresa kom til Kína í boði kaþ- ótska safnaðarins þar. Deng Pufang hefur verið bund- inn hjólastó), síðan rauðir varðlið- ar veittust að honum 24 ára göml- um á dögum menningarbyltingar- innar árið 1968. Hann hefur verið áberandi í kínversku þjóðlífi síðan hann tók við framkvæmdastjórn styrktarsjóðs fatlaðra, sem er á vegum ríkisins. Deng sagði við Móður Theresu, að markmið þeirra beggja væri hið sama, þó að þau nálguðust það með ólikum hætti. Móðir Theresa svaraði að bragði með aðstoð túlks: „Við förum ná- kvæmlega eins að. Við lofum Guð í verki." Móðir Theresa átti þennan fund með Deng Pufang, er hún þá boð um að kynna sér málefni fatlaðra í Kína, en þeir eru um 20 milljónir talsins. Á morgun, miðvikudag, fer hún til Hong Kong og þaðan til Suður-Kóreu og Papua, Nýju Gu- ineu. Brottflutningur undirbúinn ísraelskir hermenn í Líbanon eru nú að undirbúa fyrsta hluta brottflutningsins frá landinu, sem á að vera lokið 18. febrúar. Verður byrjað á því að flytja á brott ýmsan búnað og sést hér hvar verið að fara á brott með gáma, sem notaðir hafa verið sem afdrep fyrir hermennina. Veður víða um heim Laoflst H»st Akureyri +5 skýjaA Amsterdam 0 4 rigning Aþena 6 16 heiðskírt Barcelona 15 skýjað Beritn 0 4 rigning BrOssel +1 7 skýjað Chicago +21 +8 skýjað Dublin +1 4 heiðskírt Feneyjar 1 þokum. Frankfurt 3 • rigning Gent +7 1 rigning Hong Kong 17 22 heiðskírt Jerúsalem 5 10 skýjað Kaupm.höfn +3 +3 snjðk. Las Patmaa 22 hátfskýjaö Lissabon 13 16 rigning London 4 6 heiöskírt Los Angeles 12 15 skýjað Luxemborg 4 akýjað Malaga 14 hálfskýj. Mallorka 17 skýjað Miami 7 12 heiðskirt Montreal +22 +12 skýjað Moskva +27 +19 skýjað Mew Yortt +19 +13 skýjað Ostó +7 -6 snjðkoma Paris 7 9 rigning Peking +9 3 haiðskirt Reykjavtk +3 skýjað Rk> de Janeiro 21 32 skýjað Rómaborg 2 13 skýjað Stokkhólmur +3 +2 snjókoma Sidney 19 25 skýjað Tókýó 2 9 skýjað Vinarborg +€ +4 skýjað Þórshöfn 0 skýjað 34 létust í sprengingu á Sri Lanka ('olombo, 22. janúar. AP. NÚ ER komið í Ijós að þrjátíu og fjórir að minnsta kosti létu lífið í spengjuárás sem var gerð á járn- brautarlest á Norður-Sri Lanka á sunnudag. Þar af eru 23 hermenn meðal hinna látnu. Lestin var á leið til Colombo, en eins og komið hefur fram í frétt- um hafa tamilar, sem eru fjöl- mennir á norðurhluta eyjarinnar, verið mjög gramir vegna þess að þeir telja sig ekki njóta sjálf- sagðra og eðlilegra réttinda eins og meirihluti lanka, sem eru sin- halesar. Talsmaður varnarmála- ráðuneytisins sagði að ekki væri nokkur vafi á að tamilar stæðu að hryðjuverkinu. írakar ráðast á dráttarbát Manama, Bahrain, 22. janúar. AP. Flugskeyti, sem skotið var frá ír- askri orrustuþotu, hæfði hollenskan dráttarbát, sem var á siglingu í lög- sögu Saudi Arabíu, að sögn heimild- armanna í Bahrain. Árásin átti sér stað á miðnætti að staðartíma á mánudagskvöld. Laskaðist báturinn, vistarverur skipverja eyðilögðust, en engan þeirra sakaði. Árásin var gerð um það leyti sem írakar tilkynntu um síðustu skipaárás, sem þeir sögðu hafa verið gerða á skip „nærri Kharg-eyju“, olíuhöfn írana. Samtals kveðast Irakar hafa hæft 20 skip á Persaflóa það sem af er ári, en dráttarbáturinn hol- lenski er fimmta skipið, sem árás er staðfest á.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.