Morgunblaðið - 24.01.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JANIJAR 1985
21
Bleyjubörn vel
ferdarríkisins
Hreini Loftssyni svarað
— eftir Jón Óttar
Ragnarsson
Skammvinnum, en raunalegum,
kafla í íslenskum stjórnmálum er
lokið: Kafla kenndum við frjáls-
hyggju.
Svo fjarstæðukennd hefur þessi
kenning verið í hugum margra að
það má mikið vera ef þetta hugtak
verður ekki skammaryrði í tungunni
þegar fram líða stundir.
Á tímum þegar fáum blandast
hugur um nauðsyn þess að draga
saman seglin í ríkisbúskapnum hef-
ur þessi öfgakenning valdið stór-
kostlegum, ef ekki óbætanlegum,
skaða.
Það er sagt að fylliraftarnir komi
óorði á brennivínið. En reynslan af
frjálshyggjumönnum, eins og stúku-
mönnunum, sýnir að það er líka
hægt að koma óorði á hófsemina.
Bleyjubörnin
Bertrand Russell, sá mikli húm-
anisti, hefur sagt að það sé ógæfa
mannkynsins hve fáir hafa kjark
til þess að lifa án Stórasannleika
af einhverju tagi.
Frjálshyggjufaraldurinn sýnir
hve litla burði hin ístöðulitlu
bleyjubörn velferðarríkisins hafa
til að standast þá freistingu þrátt
fyrir frábær ytri skilyrði.
Hlýtur það að vera verðugt
rannsóknarverkefni fyrir félags-
fræðinga framtíðarinnar hvernig
á því stendur að um leið og ein
kenning fellur í valinn kemur önn-
ur, gerólík, í staðinn.
Liösaukinn
Nú þegar Hannes Hólmsteinn
er runninn af hólmi hefur hann
gripið til sama örþrifaráðs og
Halldór á Kirkjubóli í bjórmálinu
forðum: Kallað út liðsauka reglu-
bræðra.
Hreinn Loftsson er fyrstur á
björgunarstað. Þrátt fyrir að
hann sé laus við þá persónulegu
rætni sem Hannes er annálaður
fyrir kemur aðstoð hans fyrir lít-
ið.
í grein Hreins er nefniiega, eins
og við var búist, ekki að finna svo
mikið sem slitur af rökum fyrir
þeirri kenningu sem hann hefur
barist fyrir um árabil.
Lögregluríkiö
Það sem skelfir Hrein mest er
að hefðbundið aðhald hins opin-
bera í frjálslyndu hagkerfi (ekki
lokuðu eins og því íslenska) leiði á
einhvern hátt til lögregluríkis.
Hreinn ætti að herða upp hug-
ann: Öll ógnvænlegustu lögreglu-
ríki heims hafa átt rætur að rekja
til valdahópa sem drottnuðu í
krafti óvefengjanlegrar kreddu.
Jafnt hjá rauðum Khmerum,
fangavörðum Gúlageyjanna, böðl-
um nasista og æðstuprestum
rannsóknarréttarins var ógnin ein
og söm: Ofsatrú á einn Allsherjar-
sannleik.
Mesta hættan af frjálshyggj-
unni er ekki sú að hún mundi um-
svifalaust leggja íslenska hagkerf-
Dr. Jón Óttar Ragnarsson
ið í rúst, heldur einmitt hið barna-
lega trúarofstæki áhangenda
hennar.
Frjálslyndi
Þótt ótrúlegt megi virðast á
Hreinn það helsta hálmstrá í
grein sinni að reyna að sanna að
frjálslyndi hljóti líka að vera
kenning á sama hátt og frjáls-
hyggjan.
En frjálslyndi er ekki kenning,
heldur lífsviðhorf þorra Islend-
inga sem byggist á hugmyndum
Darwins, Adams Smith, Keynes
o.m.fl. um sanngirni og sam-
keppni.
Það er nefnilega ekki búið að
skapa heiminn. Þrátt fyrir trú-
girni frjálshyggjumanna hefur
enginn Allsherjarsannleikur
opinberast mannkyninu ... a.m.k.
ekki ennþá.
Frjálslyndir eiga það hins vegar
yfirleitt sameiginlegt að þeim
finnst ósanngjarnt að ríkið (eða
einhver annar aðili) einoki svið
sem aðrir aðilar geta annast bet-
ur.
Frjálslyndir eiga það yfirleitt
sameiginíegt að þeir eru orðnir
þreyttir á karpi um kenningar.
Þeir vilja þess í stað snúa sér að
því að breyta þessu þjóðfélagi í
mannabústað.
Þeir vilja snúa sér að því af al-
efli að gera íslenskt þjóðfélag á
nýjan leik mannlegt og framfara-
sinnað þar sem hagvöxtur og ham-
ingja fólks haldast nokkurn veg-
inn í hendur.
En til þess þarf kjark. Kjark til
að sjá vandamálin eins og þau eru
í raun og veru. Úr því frjáls-
hyggjumenn höfðu ekki þann
kjark munum við hin vinna
verkið... þar til yfir lýkur.
HWR VIMJRÁ FRÖNSKU RMERUIXNI
baöstrcndur Rivierunnar og bærinn
sjálfur, sem er samvaxinn hinum
fræga bæ Antibes, er ein iöandi
mannlífsbrekka. Og allt er þetta í
göngufæri frá hótelinu, Mas du
Tanit, sem er mjög gott íbúöahótel
mcö sérlega rúmgóöum íbúöum.
fírottför í beinu leiguflugi: 25/5,
12/6, 3/7, 24/7, 14/8 og 4/9.
Dvalartími: 3 vikur, nema 25/5 18
nætur.
Innifalið: fiug akstur milli flugvallar
og gististaöa, gisting, rafmagn og
rúmföt, íslensk fararstjórn.
Barna- og unglingaafsláttur: 0— I
árs greiöa 10%, 2—I I ára greiöa
50%, 12—16áragreiöa 70%.
Feröaskrifstofan Úrval viö Austur-
völl, sími 26900.
Ertu samferöa á Rivieruna?
FERMSKRIFSrOON ÚRVAL
Franska Rivieran. Nafniö tengj-
um viö ósjálfrátt viö lúxus, peninga
og frægt fólk, og sannarlega ekki aö
ástæöulausu. Filmstjörnur, frægir
listamenn og auökýfingar hafa ára-
tugum saman eytt ófáum frístundum
sínum á þessari frægustu strönd viö
Miöjarðarhafiö og margir hafa þar
fast aðsetur yfir sumariö.
Þar tilheyrir að eyöa 4 klst, á kvöldi
á veitingahúsi, rápa í búöir, sitja á
kaffihúsum, skoöa söfn meö heims-
frægum listaverkum og „gambla ” í
spilavíti. Þar eru líka glæsilegar sól-
arstrendur og allt sem þeim
tilhcyrir.
Úrvalsstaðirnir á Rivierunni eru
tveir-.
St. Laurant du Var, smábær 4
km frá Nice. Þar er íbúöahóteliö
Héliotcl Marine, frábært hételá
bcsta staö. Sundlaug og tennis í
Á KR31300.-
garöinum, 50 m niöur á strönd. þar
scm matsöluhús, ísbarir og pönnu-
kökustaöir standa í tugatali á
hafnarbakkanum.
Juan-les-Pins, yst á Antibes-
skaganum. Þar eru einhverjar bestu
I