Morgunblaðið - 24.01.1985, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 24.01.1985, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 1985 43 Sjónvarps- fréttahetjur Myndbbnd Árni Þórarinsson Sjónvarpsfréttafólk eru algengar söguhetjur í bíómyndum enda býsna atkvæðamikil stétt í ver- unni, a.m.k. innan BSRB. Einkum á þctta við um sæluríki sjónvarps- ins, — Bandaríkin. Þar eru fram- leiddar á hverju ári fleiri fleiri myndir sem fjalla um þessa heim- ilisvini alþýðunnar fyrir framan kassann í stofunni, fólkið sem fær- ir fréttirnar heim, gamlir kunningj- ar og glansmyndir í senn. Þess eru dæmi að fjallað er af einhverju innsæi um líf og störf sjón- varpsfréttafólks, en flestar eru myndirnar þrillerar þar sem þess- ar nýju fjölmiðlahetjur lenda í has- ar og ævintýrum. Tvær spólur um hættur sjónvarpsfréttamennskunn- ar skulu nefndar í þessum pistli. Eyes of a Stranger er gerð 1980 af Ken nokkrum Wiederhorn. Fjöldamorðingi leikur lausum hala í Miami. Sjónvarpsfrétta- konan sem fylgist með rann- sókninni kemst að því að morð- inginn býr í sömu íbúðarblokk og hún sjálf. Út frá þessum for- sendum er spunnin hefðbundin spennumynd um taugastríð moröingjans og sjónvarpsfrétta- konunnar. Fagvinna er í slöku meðallagi, en margþvæld form- úlan virkar samt á köflum. Eyes of a Stranger skortir hins vegar alla sálfræði; ekkert er reynt að rýna í persónuleika morðingj- ans, spá í hvers vegna hann gerir það sem hann gerir. Og auðvitað er sjónvarpsfréttakonan með blinda og heyrnarlausa systur sína á heimilinu sem fær bæði sjón og heyrn til baka þegar morðinginn brýst inn og reynir að nauðga henni. Auðvitað! The Howling er mun hnýsilegri mynd um fjölmiðlung i lífs- háska, þó ekki væri nema vegna þess að leikstjórinn er Joe Dante sem i fyrra varð heimsfrægur fyrir einhverja mestu aðsókn- armynd allra tíma, Gremlins. Dante gerði þessa mynd 1980 og annar handritshöfundanna er John Sayles, sem síðan hefur líka skotist upp á stjörnu- himininn sem leikstjóri vestra. Enn eina ferðina er söguhetjan sjónvarpsfréttakona sem fjallar um óðan morðingja í fréttatíma sínum. Hún gengst inn á að verða tálbeita fyrir lögregluna til að lokka morðingjann í gildru. Afleiðingin verður sú að hún fær taugaáfall og fer til hvíldar á afar sérkennilegt hæli og tengjast þá hælið, yfirmaður þess (leikinn af Patrick McNee) og hin dularfullu morð með væg- ast sagt lygilegum hætti. The The Howling — er ekki kominn tími til að sjónvarpsfréttamenn fái áhættuþóknun? Howling er ekki sálfræðiþriller, heldur hrollvekja um gömlu góðu varúlfasögnina og er mikið fjasað um „villidýrið innra með okkur". Svo virðist sem þeir Dante og Sayles hafi ætlað sér að athuga hversu glórulausa dellu má prjóna svo lengi sem vel er prjónað. Og víða er vel prjónað í The Howling. I mynd- inni er mikill hraði og drjúgur óhugnaður og fólk breytist í var- úlfa með afbragðs tækni og tölu- verðum kynþokka. Þess má geta að yfirmaður hælisins sem fyrr var nefndur heitir í myndinni doktor George Waggner, en það er líka nafn leikstjórans sem gerði frægustu varúlfamyndina, The Wolf Man með Lon Chann- eyX Oðir morðingjar og varúlfar, — það er vissara að vara sig, Helgi E. Helgason og Sigrún Stefánsdóttir a.m.k. á meðan áhættuþóknun er ekki inni í kjarasamningum BSRB. Stjörnugjöf: Eyes of a Stranger*'/2 The Howling ** Ævisögur Siglaugur Brynleifsson Anthony West: Ileritage. Secker & Warburg 1984. Christopher Hibbert: The Making of ('harles Dickens. Penguin Books 1983. Anthony West kallar bók sína „skáldsögu", sem hún er í rauninni alls ekki. Þetta eru minningar hans um foreldra sína, sem voru leikkonan Rebecca West og H.G. Wells. Bókin kom út í Bandaríkj- unum 1955 og nú fyrst á Englandi. Foreldrarnir voru bæði einstak- lega sjálfshverfir einstaklingar, sóttust eftir frægð og peningum og hugsuðu um það eitt að trana sér sem mest fram að áliti höf. Wells var meðal frægustu höfunda samtímans og dáður sem slíkur, Rebecca West var vel framagjörn en þar að auki, eins og sonur hennar lýsir henni, sjúklega fé- gráðug og fordildarfull, afskipta- söm um annarra hagi og til og með illyrmi. Lýsing þessarar kvenpersónu er vægast sagt svakaleg. Hún virðist hafa reynt á allan hátt að spilla fyrir syni sín- um, illgirni hennar var sívökul og helst hefði hún viljað hann dauð- an. Höfundur lýsir samskiptum þessara persóna, lífsmáta þeirra og hátterni og það er furðulegt að höf. skuli ekki hafa orðið fyrir meiri skakkaföllum í uppeldi, en sjálfslýsing hans gefur tilefni til að ætla. Hann skrifar formála fyrir útgáfunni og segir þar að þó móðir hans hafi verið fégráðug, illmálg og lygin, þá hafi hún þó ekki gengið eins langt og greifinn- an af Macclesfield, sem vann að því alla sína tíð að koma syni sín- um í snöruna (þeir atburðir áttu sér stað á 18. öld). Höfundurinn lýsir æsku sinni og hinni stöðugu baráttu við þessa afrækju eftir að hann komst á legg. Ástæðurnar fyrir hegðun hennar koma að vísu fram í frásögninni, en aftur á móti skortir lýsingu á þeim forsendum í uppvexti hennar sjálfrar, sem mótuðu persónuleika hennar. Hibbert er stórvirkur höfundur og meðal bóka hans hefur bókin um Dickens hlotið góða dóma, kom fyrst út 1967. Hér lýsir hann æsku og uppvexti og lífshlaupi skáldsins. Hann segir sögu Dick- ens þegar færi gafst, með hans eigin orðum eða með hliðstæðum úr skáldsögum hans. Þetta er mjög læsileg saga og byggð á ít- arlegri heimildakönnun. Samtíma skissur og myndir fylgja í texta og sérprentaðar. Þessar myndir eru margar tekn- ar úr sögum Dickens og falla ein- staklega vel að frásögninni og lýs- ingum Dickens á samfélaginu sem hann lýsir af slíkri snilld, að eng- inn hefur gert betur. Hollandspistill /Eggert H. Kjartansson Tekið til í miðborg Amsterdam Það er greinilegt að borgar- stjórn Amsterdam er ákveðin í því að gera það sem í hennar valdi stendur til þess að leysa úr þeirri flækju sem eiturlyfjavandamálið þar í borg er í. Ný stefna hefur verið tekin upp eftir að ríkis- stjórnin hafnaði þeirri tillögu að gefa eiturlyf til þeirra sem eru svo illa farnir að þeirra eina leið til þess að komast yfir eiturlyf er að stunda smáglæpastarfsemi. Sú áætlun sem nú hefur verið hrund- ið í framkvæmd er að annars veg- ar er tekið mun harðar á allri ólöglegri verslun í eiturlyfjum og hinsvegar er meiri og betri aðstoð veitt til einstaklinga sem eru háð- ir þessum lyfjum. Borgarstjóri Amsterdam, Ed van Thijn, gerði grein fyrir því á blaðamannafundi fyrir skömmu að fjölgað hefði ver- ið um helming hjá þeirri deild lögreglunnar sem fer með rann- sóknir á eiturlyfjamálum. Einnig fara fram viðræður við ríkisstjórnina um að auka mikið í öllu lögregluliði borgarinnar, um byggingu nýrra fangelsisklefa og aukninu í dómarastéttinni. Borg- arstjórinn sagðist vonast til þess að með þessum aðgerðum væri hægt að draga mjög mikið úr allri smáglæpastarfsemi svo sem búða- hnupli og bílaþjófnaði. í fram- haldi af þessari ræðu um það sem gert er hér í Amsterdam beindi Ed van Thijn spjótum sínum að borg- aryfirvöldum I stórborgum ná- grannalandanna. Hann sagði m.a. að vegna einstrengingslegrar stefnu þeirra flýðu eiturlyfja- neytendur til Amsterdam til að lösna undan áhrifavaldi þeirra. Þrátt fyrir þann fjölda sem komið hefur frá öðrum löndum til Amst- erdam er vandamálið þar engu meira en í öðrum borgum, t.d. Frankfurt. Það kom einnig fram á þessum blaðamannafundi að borgaryfirvöld I Amsterdam eru betur I stakk búin en nokkru sinni fyrr til að takast á við þetta al- varlega vandamál. Þannig hefur Zeedijk og næsta umhverfi verið hreinsað og er í dag rétt eins ör- uggt og Leidseplein eða Rem- brantsplein. Um þessar mundir er unnið að nýrri framkvæmdaáætl- un, m.a. byggingu hótels auk endurnýjunar eldri húsa. Hollenska ríkisstjórnin hefur ákveðið að gefa ferðamannaiðnað- inum hollenska sem svarar 4 milljarða króna styrk. Ástæðan er að ferðamannaiðnaðurinn er mjög mikilvægur fyrir hollenskan efna- hag sem sést best á því að um 6% allra vinnufærra einstaklinga hér vinna beint við hann. Erlendir ferðamenn sem komu til landsins í fyrra eyddu hér sem svaraði 60 milljörðum króna ef allt er talið með. Ætlunin er að bróður- parturinn af þessum 4 milljörðum króna renni til Ferðaskrifstofu ríkisins (Nederlands Bureau voor Toerisme) sem mun nota þetta fjármagn m.a. til að ýta undir endurbætur ferðamannastaöa og koma upp eða aðstoða við að koma upp nýjum. Einnig verður mikil áhersla lögð á kynningu Hollands út á við sem ferðamannalands. Ætlunin er að árið 1989 verði ferðamannaiðnaðurinn betur í stakk búinn til að taka stærri hluta kostnaðarins á eigin herðar. Frá því ári verður helmingur þess fjármagns sem ætlað er til auglýs- inga og alhliða landkynningar að koma frá þeim aðilum sem hafa beinar tekjur af ferðamönnum. Til þess að vinna að aukinni landkynningu hefur ríkisstjórnin hér lagt til að í þeim löndum þar sem Ferðamáiaráð Hollands er ekki með eigin skrifstofur verði sendiráðin styrkt með ferðamála- fulltrúa. Samkvæmt þeim könn- unum sem gerðar hafa verið og niðurstöður liggja fyrir úr er gert ráð fyrir að ferðamannaaukningin verði um 10% á hverju ári fram til 1990. Þetta þýðir, að ef eingöngu er litiö á Bandarikjamarkað fjölgi ferðum þaðan til Hollands um 300.000 frá því sem nú er, og verða um 800.000 árlega. E.H.K. VORTÍSKAN 1985 __ _ ll i LA án póstburðargjalds. VORTÍSKAN ÍEVRÓPUÁ 600SÍÐUM FYRIRAÐEINS 98. - KR. Játakk! Vinsamlega sendið mérnýja FREEMANS pöntunarlistann í póstkröfu fiiMfflfllíÍr Natn: Heimili: ■ Sendisttil FREEMANS ofLondon c/oBALCOhf. . Reykjavlkurvegi 66. 220 Hafnarfiröi, simi 53900. Staður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.