Morgunblaðið - 24.01.1985, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 1985
vin og félaga, ég lít hann ekki
sömu augum og aðra hesta. Ég
tala við hann eins og maður við
mann.
Daglega hefur Skolli mikið
frjálsræði til að hreyfa sig og þeg-
ar ég kalla á hann kemur hann til
mín. Nota ég þá mismunandi tón-
tegundir og ræðst það af hvað ég
ætla að gera við hann. Ef ég til
dæmis ætla að gefa honum fóður
þá flauta ég svona," og hér flautar
Gundlach með tónhæð sem því
miður er ekki hægt að festa á blað,
„og svona flauta ég ef ég ætla að
þjálfan hann,“ og nú kveður við
nýjan tón.
„Sú breyting sem orðið hefur á
Skolla gerir það að verkum að hin-
ir hestarnir skilja betur hvað ég
ætlast til af þeim. Þeir líta greini-
lega upp til hans og ekki fer milli
mála að hann er foringinn í hópn-
um.“
Af öðrum hestum sem Hans
Georg hefur notað í keppni má
nefna Jarp frá Haug, Vestra Skúla
Steinssonar sem báðir eru fjór-
gangshestar og til skamms tíma
var hann með Hrafn 737 frá
Kröggólfsstöðum og tvo aðra
stóðhesta, þá Bráinn frá Vorsabæ
og Randver sem er undan Hrapp
frá Garðsauka og Gundlach held-
ur áfram. „Svo var ég með
Krumma frá Skörðugili sem Eyj-
ólfur Ísólfsson keppti á i Larvík
’81 og gekk mér mjög vel með
hann.“
Enn einn hestur er Gundlach
mjög hugstæður og um þann hest
segir hann: „Stígandi er sá hestur
sem ég valdi upphaflega fyrir
sjálfan mig og á þessum hesti hef
ég öðlast mest af minni reynslu.
Hann er nú tuttugu og tveggja
vetra gamall og í góðu ásigkomu-
lagi, má segja með öllu óbilaður og
hafa margir notið hans í reið-
kennslu í gegnum tíðina.
í upphafi hestamennskunnar
var kunnáttan ekki mikil hjá mér
í meðferð gangtegunda eins og
tölts og skeiðs og fór hann þess
vegna mest á skeiðlulli hjá mér.
En með fimi og hlýðniþjálfun
tókst mér að ná tökum á þessu og
1973 varð ég Þýskalandsmeistari á
Stíganda í C-hlýðnikeppni.
Ef ég á einhverntímann eftir að
reka eigin búgarð þá langar mig
til að nota þennan hest í þjálfun á
fötluðu fólki því ég tel hann henta
vel í slíkt þrátt fyrir háan aldur.
Þegar Gundlach var spurður um
upphaf að sinni reiðmennsku kom
fram að hann var orðinn átján ára
þegar hann kom í fyrsta sinn á
hestbak og hafði hann þá aldrei
fyrr komist í færi við hesta. Hann
kynntist hestum gegnum kunn-
ingjastúlku og ekki leið á löngu
þar til hann komst í tæri við ís-
lenska hesta en leiðin lá aftur yfir
á stóru hestana en þó var markm-
iðið alltaf að stunda hesta-
mennsku á íslenskum hestum.
Skrifaði átján
manns bréf
í upphafi var þetta tómstunda-
gaman en smátt og smátt spann
þetta upp á sig og hann fór að taka
hesta í þjálfun fyrir menn og síð-
an kom á eftir þátttaka í mótum.
Árið 1972 tók hann á leigu búgarð
ásamt öðrum og ráku þeir saman
reiðskóla og tamningastöð auk
þess sem tekin voru í fóður hross
fyrir almenning. Stóð þetta í átta
mánuði en því næst réð hann sig í
vinnu hjá Karl Heinz Kessler sem
var nokkuð kunnur hérlendis sem
hrossakaupmaður. Var hann hjá
Kessler í þrjú ár og kom m.a. með
honum til Islands fyrir nokkrum
árum.
„Það má segja að ég hafi verið í
öllu hjá Kessler, allt frá því að
afgreiða í verslun sem hann rak og
upp í reiðkennslu og þjálfun og
allt þar á milli. Þarna fékk ég líka
fyrst tækifæri til að ríða verulega
góðum hestum. Þarna eignaðist ég
minn fyrsta góða hest sem var
Vestri sem Skúli Steinsson átti en
hann stóð framarlega í B-flokki
gæðinga á Landsmótinu 1974.
Eftir að ég hætti hjá Kessler fór
ég að vinna sjálfstætt og var byrj-
unin á því sú að ég tók mig til eitt
kvöldið og skrifaði yfir þrjátíu
manns sem ég vissi að hefðu
áhuga á að komast á reiðnámskeið
Barist á móti vatnselg, vindi og erfiðum keppinautum á Meistaramóti Þýskalands í hestaíþróttum 1984. Hesturinn að
sjálfsögðu Skolli en þeir urðu meistarar í tölti á þessu móti.
Á meðal upprennandi reiðmanna á íslandi. Hans Georg lengst til vinstri heldur í gráan hest sem Steingrímur Njálsson situr, næst honum er María Dís
Ásgeirsdóttir, Hanna Rut Ólafsdóttir og lengst til hægri er svo Ásgerður Hulda Víglundsdóttir.
„Tamningamenn eiga að
vera öðrum fyrirmynd“
Evrópumeistarinn Hans Georg Gundlach í viðtali við Morgunblaðið
En þótt Gundlach hafí ekki skapað sér nafn hérlendis fyrr en
nú síðasta árið hefur hann verið einn eftirsóttasti reiðkennari á
meginlandinu sem sérhæfír sig í íslenskum hestum, undanfarin
ár. Er skemmst frá því að segja að ekki urðu félagar í Félagi
tamningamanna fyrir vonbrigðum með þennan geðþekka I>jóð-
verja eða það sem hann bar á borð fyrir þá og hefur frést að
hestamannafélagið Hörður í Kjósarsýslu vinni nú að því að fá
hann til sín næsta vor.
Fyrir einu og hálfu ári vissu fáir íslendingar hver Hans Georg
Gundlach væri en á síðasta Evrópumóti skaust hann upp á
stjörnuhimininn með því að sigra í bæði tölti og fjórgangi og
síðan kom hann hingað til lands síðast liðið vor til að kenna á
námskeiði sem Félag tamningamanna hélt. Um sama leyti eru
haldnir „Hestadagar í Garðabæ og tók Gundlach þátt í svokall-
aðri „Toppsýningu“. Var hann þar með gæðinginn Tígul frá
Holti sem margir kannast við frá Landsmótinu 1978 og ís-
landsmótinu 1981.
Hestar
Valdimar Kristinsson
Á ferð blaðamanns til Þýska-
lands ok Hollands sl. september
hitti hann Gundlach að máli og
var eftirfarandi viðtal tekið í
þeirri ferð.
Var Gundlach meðal annars
spurður um álit á Hestadögum,
reiðmennsku íslendinga og fleira.
En fyrst var hann beðinn að segja
frá hesti sínum Skolla sem unnið
hefur hug og hjörtu áhorfenda á
hestamótum erlendis.
Beita þurfti kröftum til
að halda aftur af honum
„Skolii var níu vetra þegar ég
eignaðist hann og var hann þá
mjög spenntur og kvíðinn og hafði
greinilega orðið fyrir slæmri lífs-
reynslu áður en hann komst í mín-
ai hendur. Seinna komst ég að því
að hann hafði lent í bílslysi þegar
verið var að flytja hann á stórum
bíl og lenti sá bíll í árekstri. Eftir
þetta atvik hefur hann alltaf verið
hræddur við stóra bíla.
I byrjun vildi hann bara rjúka
og var hann mjög ásækinn og
lagðist þétt í tauma þannig að
beita þurfti kröftum til að halda
aftur af honum, en það mátti ekki
heldur. Honum hafði alltaf verið
riðið við stífan taum og orsakaði
þessi taumstífni helti á öðrum aft-
urfæti. Ég ráðfærði mig við dýra-
lækni og sagði hann þessa helti
stafa af andlegri vanlíðan en ekki
að það væri eitthvað að honum í
fætinum.
Ég gerði mér strax grein fyrir
því að ríða þurfti hestinum á feti
en heldur gekk það illa til að byrja
með og fór það svo að mánuðirnir
urðu fjórir sem ég þurfti að ríða
að mestu leyti á feti. Eftir þennan
tíma gat ég farið að gefa honum
tauminn og þar með var ákveðnu
vandamáli rutt úr vegi og hægt
var að hefja hina eiginlegu þjálfun
með keppni sem aðalmarkmið. En
ennþá kom heltin fram en þó að-
eins þegar ég reið honum á yfir-
ferðartölti og var ástæðan sú að
þá vildi hann spennast upp. Hálfu
ári fyrir Evrópumótið í Roderath
hvarf þessi helti alveg og nú
horfði ég bjartsýnn fram á næsta
Evrópumót. Tel ég mig eiga góða
möguleika á að endurtaka leikinn
frá því í Roderath í fyrra. Þó geri
ég mér ljóst að keppnin verður
enn harðari þá en hún var í fyrra.“
— Geturðu úrskýrt nánar
hversvegna þú reiðst fet í fjóra
mánuði?
„Ég varð að geta hvatt hestinn
því annars er nær ómögulegt að
stjórna taktinum og fá hann til að
slaka á því hann var yfirspenntur.
Þessi mikla fetþjálfun leiddi einn-
ig til þess að nú hefur Skolli mjög
gott fet og reynslan af þessari
miklu fetþjálfun sannar gildi
gangtegundarinnar í þjálfun og
uppbyggingu á islenskum hest-
um.“
— Hvað fékk þig til að eyða svo
miklum tíma í hest sem í fljótu
bragði séð virtist hálfruglaður?
„Um leið og ég sá Skolla í fyrsta
skipti gerði ég mér ljóst að hér var
á ferðinni mikið efni. Hinsvegar
uppgötvaði ég ekki hin miklu
vandamál sem þurfti að yfirvinna
svo kostirnir nýttust, fyrr en eftir
að kaupin voru gerð svo það var
ekki um annað að ræða en ganga
götuna til enda.“
Skolli er undan hesti sem Svip-
ur heitir og er sá frá Skörðugili en
segja má að hann hafi ekki hlotið
neina frægð fyrr en Skolli varð
þekktur og í dag er Svipur einn af
þremur vinsælustu stóðhestum
Þýskalands, hinir eru Hrafn 737
frá Kröggóifsstöðum og Þór frá
Sporz. Afkvæmi Svips eru nú seld
háu verði þar ytra.“
Tala við hann eins
og maður við mann
„En svo við víkjum að Skolla
sjálfum þá er hann mjög sjálf-
stæður, jafnvel einþykkur, og þeg-
ar sá gállinn er á honum fer ég
bara af baki og teymi hann heim.
Þegar hann aftur er í góðu skapi
sem er algengara er hann mjög
opinn og næmur. Það hefur oröið
mikil breyting á honum í allri um-
gengni og má segja að hann sé
orðinn eðlilegur hvað það varðar,
áður var hann viðkvæmur og tor-
tryjjginn.
Ég lít orðið meira á Skolla sem