Morgunblaðið - 24.01.1985, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 1985
£ru fósturdeyðingar nauðsyn?
eftir Jón Val Jensson
Á sl. sumri skrifaði ég nokkrar
greinar hér í blaðið um fóstur-
deyðingar. í kjölfar þeirra fékk ég
fáein bréf vestur á ísafjörð, en tvö
þeirra komu heldur óþægilega við
mig. Voru þau svo illskeytt, að það
má mikið vera, ef þau varða ekki
við lögin um friðhelgi einkalífs.
Bæði voru þau merkt stafnum „J“,
en auk þess var í síðara bréfinu
ljósrituð klausa með undirskrift-
inni „Tómas David Björnsson". Á
lítt áberandi stað í öðru bréfinu
stendur orðið Sarah, en vegna þess
að það er sett inn í Biblíutilvitnun
(eina margra ruglingskenndra af
því tagi í bréfunum), hélt ég, að
verið væri að vísa á einhvern hátt
til Söru, konu Abrahams, í Gamla
testamentinu. Bæði bréfin voru að
nokkru leyti á ensku.
Þann 3. þ.m. birtist svo í Vel-
vakanda langt bréf um fóstur-
deyðingar, undirritað Sarah Jó-
hanns. Ýmislegt í því bréfi minnti
á efni níðbréfanna, sem mér voru
send, svo sem þvaðrið um „karl-
rembu" hjá andstæðingum fóstur-
deyðinga, sú einkennilega árátta
að slá um sig með Bibliutilvitnun-
um i því skyni að réttlæta fostur-
deyðingar (!!), og ennfremur var
þarna að finna þá fjarstæðu-
kenndu fullyrðingu, að í Mexíkó
deyi árlega 140.000 konur vegna
ólöglegra fósturdeyðinga (en þá
fullyrðingu hafði ég aðeins séð
einu sinni áður — í níðbréfi „J“
dags. 25.10. 1984). Ég taldi þá að
sjálfsögðu líklegt, að hér væri um
sömu manneskju að ræða. Fulla
staðfestingu á því fékk ég, þegar
ég veitti aftur eftirtekt nafninu
„Sarah“ í siðara bréfinu, sem þessi
persóna var svo væn að senda mér.
Falsað nafn?
Mér þótti nafnið „Sarah Jó-
hanns“ í meira lagi grunsamlegt.
Það ber enginn ættarnafnið „Jó-
hanns“ á íslandi, og þegar ég fletti
upp í Þjóðskrám 1975 og 1. des.
1983, var enga konu þar að finna
með þessu nafni. Hins vegar var
þar ein Sara (án h) Jóhannsdóttir
(í Hafnarfirði). Ég hafði samband
við hana í síma, en hún fullvissaði
mig um, að hún væri alveg á móti
„Sú fullyrðing, að
fósturdeyðingar hafi
alltaf átt sér stað orkar í
sjálfri sér tvímælis,
a.m.k. var tíðni þeirra
fram yfir miðja þessa
öld ekkert í líkingu við
það óhugnanlega blóð-
bað, sem nú fer fram í
flestum löndum.“
fósturdeyðingum, hefði alls ekki
skrifað þessi bréf og hefði aldrei
ritað nafn sitt Sarah eða Sara Jó-
hanns, heldur alltaf með fullu föð-
urnafni að íslenzkum sið.
Með því að hluti bréfanna var
skrifaður á ensku, hafði ég sam-
band við Útlendingaeftirlitið og
spurðist fyrir um, hvort nokkur
útlend kona með þessu nafni hefði
komið til landsins. Þar fékk ég þau
afdráttarlausu svör, að engin
Sarah Jóhanns (né Sarah Jones
eða Johnson) væri búsett hér á
landi.
Til hvers að svara?
Af þessum athugunum er erfitt
að fá aðra niðurstöðu en þá, að
undirskriftin „Sarah Jóhanns"
undir bréfinu í þætti Velvakanda
3. jan. hljóti að vera hrein nafna-
fölsun.
Málinu ætti í raun að vera lokið
með þessu. Málflutningur þess,
sem skrifar undir fölsku nafni,
getur ekki talizt ýkja þungvægur
eða jafnvel marktækur. En samt
sem áður gætu sumir látið hann
hafa áhrif á sig, „af því að rök eru
þó atltaf rök og hafa sinn kraft
fólginn í sjálfum sér, en ekki í því,
hver það er, sem heldur þeim
fram.“ Og með hliðsjón af því, að
jafnvel svo barnaleg skrif eins og
bréf „SJ“ geta ruglað einhverja
lesendur í ríminu, kýs ég að svara
hér nokkrum helztu „röksemdum"
hennar. Málstaður hins ófædda
barns hér á íslandi á ekki svo auð-
velt uppdráttar, að óhætt sé að
þegja þunnu hljóði við árásum
óvina þess.
Hrikalegasta vitleysan í bréfi
„SJ“ var sú fullyrðing, að í Mexíkó
deyi árlega „meira en 140.000 kon-
ur vegna ólöglegra fósturdeyð-
inga.“ Ef þetta væri staðreynd
málsins um áhrif ólöglegra fóst-
urdeyðinga, ættu forsvarsmenn
„frjálslyndrar" löggjafar í þessu
efni ekki í erfiðleikum með að
sannfæra flesta um sinn mál-
flutning. En sem betur fer eru
þessar stjarnfræðilegu tölur
hreinn uppspuni, eins og ég hef
þegar leitt sterk rök að í greininni
„Falsaðar tölur um fósturdeyð-
ingar“ í Mbl. 10. þ.m.
Hins ber svo einnig að minnast,
að a.m.k. í þróuðum Evrópulönd-
um er það orðin hrein goðsögn, að
einhver reginmunur sé á „lögleg-
um“ og ólöglegum fósturdeyðing-
um, hvað snertir áhrif þeirra á
mæðurnar. Það eru gjarnan sömu
læknarnir, sem framkvæma hvort
tveggja. Jafnvel „löglegar" fóst-
urdeyðingar, framkvæmdar við
fullkomnustu aðstæður, hafa mik-
il áhrif á heilsu og frjósemi um-
talsverðs hluta kvenna, einkum
ungra stúlkna, eins og fram hefur
komið við eftirrannsóknir. Með
viðnámsleysi okkar gegn „frjálsu
kynlífi" og sífjölgandi fósturdeyð-
ingum hjá stúlkum undir tvítugu
erum við að stuðla að vaxandi
raöauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar
Þorlákshöfn
Til sölu er viölagasjóðshús í Þorlákshöfn.
Mjög vel viö haldiö. Laust nú þegar. Góðir
greiösluskilmálar. Upplýsingar í símum 99-
1900 og 99-1999.
Byggingarvöruverslun
til sölu
Lítil sérverslun meö byggingavörur til sölu nú
pegar.
Nánari upplýsingar veittar á skrirfstofu lög-
manna, Skeifunni 11, Reykjavík, sími 687400.
Jón Magnússon hdl.,
Sigurður Sigurjónsson hdl.
húsnæöi óskast
Gód 2ja—4ra herb. íbúö
og gjarnan eitthvað af húsgögnum óskast til
leigu í styttri eöa lengri tíma, reglusemi og
fyrirframgreiösla í ísl. eöa erlendum gjaldeyri
fyrir hendi. Tilboö óskast sent augl.deild.
Mbl. merkt: „Góö íbúö — 10“
Iðnaðarlóðir
iðnaðarhúsnæði
Blikksmiöjan Vogur hf. óskar hér meö eftir
aö komast í samband viö aöila sem vilja selja
iönaöarlóöir meö eöa án húsa, sem allra fyrst
og eigi síöar en laugardaginn 26. janúar nk.
Viökomandi vinsamlegast hafi samband viö
Brynjólf Jónsson, framkvæmdastjóra fjár-
málasviös í síma fyrirtækisins eöa heimasíma
687604.
Knattspyrnudeild Þróttar
óskar eftir aö taka á leigu sem fyrst 2ja til 3ja
herb. íbúö í Voga-, Langholts- eöa Laugar-
neshverfi meö eöa án húsgagna.
Frekari uppl. í síma 624694 á kvöldin.
Húsnæði óskast
Óskum eftir aö taka á leigu 80—100 fm iön-
aöar- og skrifstofuhúsnæði á jaröhæð. Stór-
ar útidyr æskilegar. Leigutími 1—2 ár. Uppl.
í síma 72040 e. kl. 19.00.
jíFélagsstarf
Reykjaneskjördæmi
Stjórn kjördæmisráðs minnir á fund meö öllum lormönnum fulltrúa-
ráöa og sjálfstæóisfúluga í R.ykjnaskjördasmi i Sjálfstaeöishúsinu,
Strandgögu 29, Hafnarfiröi, fimmtudaginn 24. janúar kl. 20.30.
Ef formaóur getur ekki mætt, er þess vænst, aö hann sendi annan
stjórnarmann á fundinn í sinn staö.
Stjórn kjördæmtsráös.
Ólafsvík — Ólafsvík
Aðalfundur
Aöalfundur Sjálfstæöisfólags Ölafsvikur og
nágrennis veröur haldinn í Mettubúö
fimmtudaginn 24. janúar 1985 kl. 20.30.
Dagskrá:
1. Venjuleg aöalfundarstörf.
2. ðnnur mál.
Alþingismennirnir Friójón Þóröarson
og Valdimar Indrióason mæta á
fundinn. Félagar fjölmennió.
Stjórnln.
Selfoss — Selfoss
Föstudaginn 25. jan. nk heldur sjálfstæöisfélagiö Óöinn fund á
Tryggvagötu 8, kl. 20.30.
Fundarefni:
1. Eggert Haukdal ræöir um orkumál.
2. Arni Johnsen ræöir um atvínnumál.
3. Þorsteinn Pálsson alþm. ræöir um stjórnarstefnuna.
4. Almennar umræöur um framsöguerindin og þingmennirnir svara
fyrirspurnum.
5. Önnur mál.
Fundarstjóri: Valdimar Bragason. Fundarritari: Dagfriöur Finnsdóttir.
Allt sjálfstæöisfólk er hvatt til aö mæta og taka meö sér gesti.
Heimdellingar
í framhaldsskólum
Fundur meö skólafólki veröur haldlnn i dag, fimmtudaglnn 24. janúar,
i Valhöll aö Háaleitisbraut 1 og hefst hann kl. 20.30.
Félagar eru hvattir til að fjölmenna.
Hetmdaltur.
Flokksstarf 1985
Dagskrá ráðstefnu um
flokksstarf Sjálfstæöis-
flokksins f Valhöll,
26. janúar 1985
Kl. 9.30 Ávarp Þorsteins Pálssonar formanns Sjálfstæöisftokksins.
Kl. 10.00 Kynning á hugmyndum um breyttar prófkjörsreglur. VII-
hjálmur Þ. Vilhjálmsson, lögfræöingur.
Kl. 12.00—13.00 Hádegisveröur.
Kl. 13.15 Flokksstarf og tæknlþróun. Kjartan Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri.
Kl. 13.40 Stutt erindi um:
Markmiö fræöslustarfs Sjálfstæöisflokksins. Esther Guó-
mundsdóttir, þjóöfélagsfræöingur.
Boömiölun innan flokksins. Ásdís J. Rafnar, lögfræöingur.
Kosningastarf. Sveinn H. Skúlason, framkvæmdastjórl. Einar
K. Guófinnsson, útgeröarstjóri.
Kl. 14.20 Stutt erindi um:
Þróun dagblaöa og fjölmiöla. Styrmir Gunnarsson. ritstjóri.
Ahrif frjáls útvarps i fjölmlölun. Einar K. Jónsson,
framkvæmdastjóri.
Nýjungar f útbreiöslumálum. Friörik Frlöriksson,
framkvæmdastjórl.
Kl. 15.00—15.20 Kaffihlé.
Kl. 15.20 Umræóur. Hópstarf
Kl. 18.30 Fundarlok.
Kl. 20.00 Opiö hús í Valhöll.