Morgunblaðið - 24.01.1985, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 1985
7
Helmingur vinnufærra
Eyrbekkinga atvinnulaus
FRYSTIHÚSIN á Stokkseyri og Eyr-
arbakka munu freista þess að afla
nauðsynlegs hráefnis á vetrarvertíð-
inni með minni bátum. Á þessum
stöðum sjá menn nú á bak skuttog-
aranum Bjarna Herjólfssyni, sem
seldur var á nauðungaruppboði um
áramótin. Ekki eru þar uppi hug-
myndir um að kaupa nýjan togara,
að því er Mbl. fregnaði í gær.
Atvinnuástand á Eyrarbakka
hefur verið afar slakt að undan-
förnu. „Rúmlega helmingur vinnu-
færs fólks hér, eða milli 70 og 80
manns, hefur verið á atvinnuleys-
isskrá undanfarnar vikur," sagði
Magnús Karel Hannesson, oddviti
Eyrarbakkahrepps, í samtali við
blaðamann Mbl. „I desember voru
hér yfir 1000 atvinnuleysisdagar
og það hefur ekkert lát orðið á því
í janúar. Að vísu er fæst af þessu
fólki eina fyrirvinna síns heimilis
en á þessu láglaunasvæði veitir
ekkert af tveimur fyrirvinnum."
Magnús Karel sagði að eftir að
hætt var að gera út togarann og
hann síðan seldur hafi Eyrbekk-
ingar snúið sér í auknum mæli að
útgerð minni báta. Þrír bátar
Náttúruverndarráð:
Sýslumenn
kanni
seladráp á
Breiðafirði
Mjdhúmiiii, ReykhóUsveil
Náttúruverndarráð hefur farið þess
á leit við sýslumenn í Dala-, Snæ-
fellsnes- og Barðastrandarsýslum, að
kanna hvort orðrómur um stórfelld
seladráp á Breiðaflrði eigi við rök að
styðjast. Hringormanefnd hefu. stað-
ið fyrir útrýmingarherferð á sleum og
greitt há verðlaun fyrir hvern drepinn
sel. Þessi verðlaun hafa hvatt menn
til lögbrota.
Upphaf þessa máls má rekja til
erlendra náttúruverndarsamtaka
en þau beittu sér fyrir friðun á sel-
um á norðurslóðum, án þess að
hafa til þess næga þekkingu eða
skilning á lífríki þessa svæðis.
Sveinn.
hefðu bæst í flotann i haust og
yrðu í vetur gerðir út frá Eyrar-
bakka fimm bátar auk þess sem
einhver fiskur yrði keyptur af að-
komubátum. Ovíst væri hversu
mikið magn þar getur verið um að
ræða.
„Vissulega var slæmt að missa
togarann en þó má sjálfsagt sjá
tvær hliðar á því máli eins og öðr-
um. Ég get nefnt sem dæmi, að
hingað kom sl. sumar afli úr tog-
aranum samtals að verðmæti 4
milljónir króna. Hraðfrystistöðin
hér borgaði samt 6 milljónir fyrir
þann afla. Tap stöðvarinnar á út-
gerð togarans nemur nú alls um 8
milljónum króna," sagði Magnús
Karel.
Á Stokkseyri hefur atvinnu-
ástand verið talsvert betra, að því
er Guðmundur Sigvaldason, sveit-
arstjóri, sagði í samtali við blm.
„Við erum ekki að hugsa um nýjan
togara hér í augnablikinu heldur
munum við afla hráefnis í frysti-
húsið með bátunum," sagði hann.
„Héðan verða í vetur gerðir út sjö
bátar — einn nýjan fengum við
um áramótin — og þar af leggja
sex upp hjá frystihúsinu, sem á
fjóra þeirra.
Við höfum raunar lítið haft af
togaranum að segja síðan í októ-
ber 1983 en samt hefur þetta geng-
ið hér — hráefni hefur að vísu
ekki verið nægilegt en þó þannig,
að hægt var að halda uppi atvinnu
allt árið. Auðvitað var það veru-
legt áfall að missa togarann, við
það minnka mjög möguleikar
okkar til að afla þess hráefnis,
sem við þurfum að fá, og enn hef-
ur ekki verið ákveðið hvernig
brugðist verður við missi hans
þegar til lengri tíma er litið,"
sagði Guðmundur.
Hann kvaðst ekki hafa á reiðum
höndum tölur um heildartap
vegna misheppnaðrar útgerðar og
sölu togarans Bjarna Herjólfsson-
ar en sagðist giska á, að það væri
álíka mikið og tap Eyrbekkinga,
sem hefðu átt þriðjung í skipinu
til jafns við Stokkseyringa og
Selfyssinga.
Fargjöld
hækka um
11—16%
VERÐLAGSRÁÐ hefur
heimilað 16—17% hækkun á
fargjöldum sérleyfishafa og
11,5% hækkun innanlands-
fargjalda Arnarflugs.
Eftir hækkun kostar 900
með sérleyfisbifreið til Ak-
ureyrar og 240 krónur til
Borgarness. Flugfargjaldið
til Flateyrar hækkaði úr
1.630 í 1.820 kr. og til
Stykkishólms úr 1.020 í
1.140 krónur.
TERCEIí
Toyota Tercel 4WD er framúrskarandi
stationvagn sem s'annar að fjórhjóladrifnir
bílar geta verið þægilegir.
Hvort heldur á hann er litið eða í honum
eins og aðrir stationbílar - hann fer þar sem aðrir
sitja fastir. Tercel 4WD er sparneytinn og ör-
uggur svo sem við er að búastfrá Toyota.
Þægindi fólksbifreiðarinnar,
seigla og styrkur bíls með drifi á öllum hjólum
sameinast í Tercel station. Harðger
1,5 lítra bensínvél sinnir af sama öryggi 2 og 4 hjóla drifunum.
Viðræður í
gangi milli Tu-
borg og Sanitas
SÍÐASTLIÐIÐ ár hafa farið fram
viðræður milli danska Tuborg-fyrir-
tækisins og aðila hér á landi um
bruggun öls. Menn frá ýmsum svið-
um fyrirtækisins hafa komið hingað
til lands og m.a. skoðað hvernig
markaðurinn er og hvaða verksmiðj-
ur eru fyrir hendi.
Ragnar Birgisson forstjóri
Sanitas sagði í samtali við blm.
Morgunblaðsins að það væri ekk-
ert launungarmál að Sanitas væri
með fullkomnustu bjórverksmiðj-
una hér á landi og út frá því hefðu
málin þróast.
„Við höfum verið að þróa gífur-
lega fullkomna bjórverksmiðju á
Akureyri undanfarin þrjú ár og
höfum framleitt þar sterkan bjór,
m.a. fyrir fríhöfnina,“ sagði Ragn-
ar. „Nú fyrir skömmu kom maður
frá Tuborg og skoðaði verksmiðj-
una og var mjög hrifinn."
Ragnar sagði að möguleiki á
samstarfi hafi verið ræddur fram
og til baka, en ennþá hafi engar
ákvarðanir verið teknar.
Þú svalar lestrarþörf dagsins
á sírhim MoggíUls!
Æm
•c
tCM
TOYOTA
Nybýlavegi8 200 Kópavogi S 91-44144
essemm