Morgunblaðið - 24.01.1985, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.01.1985, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 1985 7 Helmingur vinnufærra Eyrbekkinga atvinnulaus FRYSTIHÚSIN á Stokkseyri og Eyr- arbakka munu freista þess að afla nauðsynlegs hráefnis á vetrarvertíð- inni með minni bátum. Á þessum stöðum sjá menn nú á bak skuttog- aranum Bjarna Herjólfssyni, sem seldur var á nauðungaruppboði um áramótin. Ekki eru þar uppi hug- myndir um að kaupa nýjan togara, að því er Mbl. fregnaði í gær. Atvinnuástand á Eyrarbakka hefur verið afar slakt að undan- förnu. „Rúmlega helmingur vinnu- færs fólks hér, eða milli 70 og 80 manns, hefur verið á atvinnuleys- isskrá undanfarnar vikur," sagði Magnús Karel Hannesson, oddviti Eyrarbakkahrepps, í samtali við blaðamann Mbl. „I desember voru hér yfir 1000 atvinnuleysisdagar og það hefur ekkert lát orðið á því í janúar. Að vísu er fæst af þessu fólki eina fyrirvinna síns heimilis en á þessu láglaunasvæði veitir ekkert af tveimur fyrirvinnum." Magnús Karel sagði að eftir að hætt var að gera út togarann og hann síðan seldur hafi Eyrbekk- ingar snúið sér í auknum mæli að útgerð minni báta. Þrír bátar Náttúruverndarráð: Sýslumenn kanni seladráp á Breiðafirði Mjdhúmiiii, ReykhóUsveil Náttúruverndarráð hefur farið þess á leit við sýslumenn í Dala-, Snæ- fellsnes- og Barðastrandarsýslum, að kanna hvort orðrómur um stórfelld seladráp á Breiðaflrði eigi við rök að styðjast. Hringormanefnd hefu. stað- ið fyrir útrýmingarherferð á sleum og greitt há verðlaun fyrir hvern drepinn sel. Þessi verðlaun hafa hvatt menn til lögbrota. Upphaf þessa máls má rekja til erlendra náttúruverndarsamtaka en þau beittu sér fyrir friðun á sel- um á norðurslóðum, án þess að hafa til þess næga þekkingu eða skilning á lífríki þessa svæðis. Sveinn. hefðu bæst í flotann i haust og yrðu í vetur gerðir út frá Eyrar- bakka fimm bátar auk þess sem einhver fiskur yrði keyptur af að- komubátum. Ovíst væri hversu mikið magn þar getur verið um að ræða. „Vissulega var slæmt að missa togarann en þó má sjálfsagt sjá tvær hliðar á því máli eins og öðr- um. Ég get nefnt sem dæmi, að hingað kom sl. sumar afli úr tog- aranum samtals að verðmæti 4 milljónir króna. Hraðfrystistöðin hér borgaði samt 6 milljónir fyrir þann afla. Tap stöðvarinnar á út- gerð togarans nemur nú alls um 8 milljónum króna," sagði Magnús Karel. Á Stokkseyri hefur atvinnu- ástand verið talsvert betra, að því er Guðmundur Sigvaldason, sveit- arstjóri, sagði í samtali við blm. „Við erum ekki að hugsa um nýjan togara hér í augnablikinu heldur munum við afla hráefnis í frysti- húsið með bátunum," sagði hann. „Héðan verða í vetur gerðir út sjö bátar — einn nýjan fengum við um áramótin — og þar af leggja sex upp hjá frystihúsinu, sem á fjóra þeirra. Við höfum raunar lítið haft af togaranum að segja síðan í októ- ber 1983 en samt hefur þetta geng- ið hér — hráefni hefur að vísu ekki verið nægilegt en þó þannig, að hægt var að halda uppi atvinnu allt árið. Auðvitað var það veru- legt áfall að missa togarann, við það minnka mjög möguleikar okkar til að afla þess hráefnis, sem við þurfum að fá, og enn hef- ur ekki verið ákveðið hvernig brugðist verður við missi hans þegar til lengri tíma er litið," sagði Guðmundur. Hann kvaðst ekki hafa á reiðum höndum tölur um heildartap vegna misheppnaðrar útgerðar og sölu togarans Bjarna Herjólfsson- ar en sagðist giska á, að það væri álíka mikið og tap Eyrbekkinga, sem hefðu átt þriðjung í skipinu til jafns við Stokkseyringa og Selfyssinga. Fargjöld hækka um 11—16% VERÐLAGSRÁÐ hefur heimilað 16—17% hækkun á fargjöldum sérleyfishafa og 11,5% hækkun innanlands- fargjalda Arnarflugs. Eftir hækkun kostar 900 með sérleyfisbifreið til Ak- ureyrar og 240 krónur til Borgarness. Flugfargjaldið til Flateyrar hækkaði úr 1.630 í 1.820 kr. og til Stykkishólms úr 1.020 í 1.140 krónur. TERCEIí Toyota Tercel 4WD er framúrskarandi stationvagn sem s'annar að fjórhjóladrifnir bílar geta verið þægilegir. Hvort heldur á hann er litið eða í honum eins og aðrir stationbílar - hann fer þar sem aðrir sitja fastir. Tercel 4WD er sparneytinn og ör- uggur svo sem við er að búastfrá Toyota. Þægindi fólksbifreiðarinnar, seigla og styrkur bíls með drifi á öllum hjólum sameinast í Tercel station. Harðger 1,5 lítra bensínvél sinnir af sama öryggi 2 og 4 hjóla drifunum. Viðræður í gangi milli Tu- borg og Sanitas SÍÐASTLIÐIÐ ár hafa farið fram viðræður milli danska Tuborg-fyrir- tækisins og aðila hér á landi um bruggun öls. Menn frá ýmsum svið- um fyrirtækisins hafa komið hingað til lands og m.a. skoðað hvernig markaðurinn er og hvaða verksmiðj- ur eru fyrir hendi. Ragnar Birgisson forstjóri Sanitas sagði í samtali við blm. Morgunblaðsins að það væri ekk- ert launungarmál að Sanitas væri með fullkomnustu bjórverksmiðj- una hér á landi og út frá því hefðu málin þróast. „Við höfum verið að þróa gífur- lega fullkomna bjórverksmiðju á Akureyri undanfarin þrjú ár og höfum framleitt þar sterkan bjór, m.a. fyrir fríhöfnina,“ sagði Ragn- ar. „Nú fyrir skömmu kom maður frá Tuborg og skoðaði verksmiðj- una og var mjög hrifinn." Ragnar sagði að möguleiki á samstarfi hafi verið ræddur fram og til baka, en ennþá hafi engar ákvarðanir verið teknar. Þú svalar lestrarþörf dagsins á sírhim MoggíUls! Æm •c tCM TOYOTA Nybýlavegi8 200 Kópavogi S 91-44144 essemm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.