Morgunblaðið - 24.01.1985, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 24.01.1985, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JANÍJAR 1985 53 Leikmenn Vfldngs eiga 419 landsleiki aö baki Tekst þeim aö sigra Júgóslavana? EKKERT íslenakt handknattleíksliö hefur yfir að ráða sömu reynslu leikmanna og Víkingur. Leikmenn Víkings hafa leikið samtals 419 landsleiki og þeir hafa háö marga eftirminnilega hildi við erlend fé- lagslið í Evrópukeppni. Lagt aö velli frssg félðg eins og Tatabanya, sem Víkingur sló út, sigrað Dukla Prag, svo einhver séu nefnd. Hin mikla reynsla sem í liðinu býr kom berlega í Ijós í viöureign Víkinga við Tres de Mayo á Spáni og Fjellhammer frá Noregi. Þorbergur Aöalsteinsson er sá ieikmaöur Víkings sem flesta iandsleiki á aö baki. Hann hefur klæöst íslensku landsliöspeysunni 116 sinnum og leikiö yfir 300 ieiki fyrir Víking. Þorbergur hefur komiö mikiö viö sögu í Evrópuleikjum Víkings og ennþá minnast menn marksins, sem hann skoraöi eftir aö venjulegum leiktíma auk, í viö- ureign Víkings og Tatabanya. Meö þrumuskoti kom Þorbergur Víkingi þá áfram. Kristján Sigmundsson hefur leikiö næstflesta landsieiki. Hann á aö baki 95 landsleiki. Kristján hef- ur staöiö í marki Víkings í átta ár og ieikiö marga eftirminnilega ieiki. „Leikirnir viö Tatabanya eru ógleymanlegir. Þaö var stórkost- legt afrek aö leggja þetta sterka ungverska liö aö velli,“ segir Krist- ján. Viggó Sigurösson á aö baki 66 landsleiki. Viggó heföi áreiöanlega ieikiö fleiri landsleiki, ef hann heföi ekki leikiö jafnlengi erlendis og raun ber vitni. Eftir frábæra frammistööu í B-keppninni á Spáni geröist hann atvinnumaöur hjá rík- asta félagsliöi veraldar, Barcelona, og varö spánskur meistari meö þvi félagi. Þá lék Viggó í V-Þýskalandi, með Bayer Leverkusen. Steinar Brigisson hefur leikiö 56 landsleiki. Hann er dæmi um leikmann, sem meö ódrepandi vilja náöi í fremstu röö. Guömundur Guömundsson, fyrirliði Víkings, hefur um árabil veriö fastur leik- maöur í islenska landsliöinu, þó hann sé aöeins 23 ára gamall. Hann hefur leikiö 75 landsleikí, eldfljótur fram og skorar mikiö úr hraöaupphlaupum. Karl Þráinsson er aöeins 19 ára gamall, en einn efnilegasti hornamaöur í íslenskum handknattleik. Hefur leikiö 10 landsleiki og aö auki 10 iandsleiki meö u-21 árs liöinu. Hilmar Sigur- gíslason á aö baki tvo iandsleiki, en þeir væru áreiöanlega fleiri heföi hann gefiö kost á sér. Þá hef- ur Eilert Vigfússon leikiö 1 lands- leik fyrir íslands hönd. Þá er rétt aö nefna Siggeir Magnússon — hina ungu skyttu í liöi Víkings. Þar fer maöur framtíöarinnar, ef hann leggur hart aö sér. Hann á aö baki 4 unglingalandsleiki og 4 leiki meö iandsliöi u-21 árs. Einstædur árangur Víkings Víkingur á aö baki einstæöan árangur í íslenskum nandknattleik. Víkingur varö islandsmeistari í handknattleik í fyrsta sinn áriö 1975. Síöan 1976 hefur Víkingur aldrei iiafnaö neöar en í öóru sæti í íslandsmótinu. Fjögur ár í röö varö Víkingur íslandsmeistari — 1980, 1981, 1982 og 1983. Tvö ár í röö beiö Víkingur ekki iægri hlut í ísiandsmóti. Þá iiefur Víkingur oröiö fjórum sinnum bikarmeistari — oftar en nokkurt annaö félag — árin 1978, 1979, 1983 og 1984. Mennirnir á bak viö þennan ein- stæöa árangur veröa í sviösljósinu i Höllinni þegar Víkingar mæta iúgóslavneska liöinu Crvenka í 8-liöa úrslitum Evrópukeppni bik- arhafa. Fyrri ieikurinn verður á töstudagskvöldiö og sá síöari á I sunnudagskvöld. • Þorbergur Aðalstemsson hefur leikið 116 landsleiki og vfir 300 leiki með meistaraflokki Víkings. Þá hefur hann leikið eitt keppnis- i tímabil með Þór Vestmannaeyj- - I um. Norræna skólahlaupið: Hlupu hálfan hring umhverfis hnöttinn! AÐ frumkvæði Norrænu skóla- iþróttanefndarinnar fór fram skólahlaup á Noröurlöndum á tímabilínu okt.—nóv. sl. Þrátt fyrir þá röskum sem varð á skóla- haldi hér á landi í október tóku 79 skólar þátt í hlaupinu og hlupu 14.874 þátttakendur samtals 51.346,5 km eða vegalengd sem nær rúmlega heilan hring um- hverfis jöröina. Hlutfallslega flestir þátttakendur voru í eftir- töldum skólum: Grunnskólinn Svalbarðshr. 100% þáttt. 11 Khikuskóli Bjarnarfirði 100% þáttt. 13 Álftamýrarskóli, Rvík 98,9% þáttt. 411 Varmahlíöarskóli 98,6% þáttt. 150 Hafralækjarskóli 98,2% þáttt. 111 Hofstaöaskóli, Garöabæ 98% þáttt. 172 Hlíöardalsskóli, Ölfusi 96,5% þáttt. 32 Grunnskóli Sauðárkróks 96% þáttt. 402 Flataskóli, Garöabæ 95% þáttt. 476 Grunnskólinn Njarövík 95% þáttt. 454 Húnavallaskóli 95% þáttt. 137 Grunnskólinn Bíldudal 95% þáttt. 59 Þátttakendur gátu valiö um aö hlaupa 2,5 km, 5 km eöa 10 km. í eftirtöldum skólum hlupu þátttakendur lengst þegar tekið var meöaltal: Alþýöuskólinn Eiöum, meöalt. 7,0 km Þelamerkurskóli, meöalt. 6,87 km Varmahliöarskóli, meöalt. 6,13 km Laugaskóli, Dalasyslu, meöalt. 6,05 km Grunnskólinn Búöardal, meöalt. 5,88 km Austurbæjarskóli, meöalt. 5,80 km Hltöardalsskóli Ölfusi meöalt. 5,55 km Samvinnuskólinn Bifröst meöalt. 5,49 km Lækjarskóli Hafnarfiröi, meðalt. 5,32 km Grunnskólinn í Svalbaröshreppi, meðalt 5,23 km Grunnskólinn Bíldudal, meöalt. 5,13 km Um þátttöku í „norræna skólahlaupinu" á öörum Noröurlöndum er þegar Ijóst — aö 58% danskra skóla var meö í hlaup- inu og aö þátttakendur uröu alls 447.556 — aö 450 skólar í Svíþjóö meö 3900 bekkjum tóku þátt í hlaupinu — aö 455 skólar í Finnlandi voru meö og þatttakendur þar um 30.000 — aö 9000 nemendur á Grænlandi tóku þátt í hlaupinu en þaö fór þar nú fram í fyrsta sinn eins og á islandi og i Færeyjum. Meö „norræna skólahlaupinu" er leitast viö aö hvetja nemendur, kennara og aöra starfsmenn skól- anna til þess aö æfa hlaup eöa aörar íþróttir reglulega og stuöla þannig aö betri heilsu og vellíöan. Þá er meö skólahlaupinu, sem fram fer á öllum Noröurlöndum um svipaö leyti, leitast viö aö kynna norrænu skólaíþróttanefndina og norrænt samstarf um íþróttamál i skólum. Þess er vænst aö „norræna skólahlaupiö" veröi framvegis ár- legur viöburður í íþróttalífi grunn- og framhaldsskóla á öllum Noröur- löndum og fari fram í öllum lönd- unum um líkt leyti, eöa á tímabilinu 1.—15. október. Samanburöur á árangri milli landa er ekki helsta markmiöið meö hlaupinu þvi „norræna skólaíþróttanefndin'' leggur i starfi sínu megin áherslu á aö ná sem flestum nemendum til íþróttaiökana og félagslegrar iöju þar sem keppnin situr ekkl í fyrir- rúmi. Umsjón meö skólahlaupinu og samstarfi viö norrænu skólaíþrótt- anefndina hefur samstarfsnefnd skipuö Reyni G. Karlssyni, íþrótta- fulltrúa, Siguröi Helgasyni deildar- stjóra og Birni Magnússyni fulltrúa. Japanskur karatekennari til landsins JAPANSKUR karatekennari, Senseí Masao Kawasoe, kemur hingaö til lands á morgun á veg- um karatefélagsíns Þórshamars í Reykjavík og karatedeilda UMF Selfoss og Gerplu í Kópavogi. Kawasoe, sem er Japani, mun dvelja um áraraöir verið einn af allra þekktustu þjálfurum í Eng- landi, bar sem stíll sá sem hann kennir, Shotokan, er sá algeng- asti, eins og víöast í heiminum. Karatefélögin þrjú standa fyrir æfingabúöum meö Kawasoe og eru þær opnar öllum Shotokan- iökendum. Æfingar veröa sem hér segir: Föstudag 25. janúar i íþróttasal Slökkvistöövarinnar kl. 19. augardag 26. í Hvassaleitis- skóla kl. 9—11 og í íþróttahúsi Gerplu kl. 14.00—15.40 Sunnudag 27. í Hvassaleitis- skóla kl. 14—16 og á sama staö kl. 19—21. Mánudag 28. veröur æfing i iþróttahusi Gerplu kl. 19—20.40. Þriöjudag 29. hjá karatefélaginu Þórshamri kl. 12—13 og í íþrótta- sal Slökkvistöövarinnar kl. 19. Sérstaka athygli má vekja á því aö á laugardag er opið fyrir áhorf- endur i Gerplu kl. 14—15.40 og gefst þá ahugamönnum kostur aö fylgjast með Japananum við kennslu. Á sömu æfingu veröa allir byrjendur úr Gerplu, Þórshamri og frá Selfossi. Sensei Kawasoe er hæst gráö- aði karatemaöur sem til islands hefur komiö, hann er 7. Dan, og hafa þó margir snjallir meistarar heimsótt karatefélögin. 1976 kom hingaö þáverandi heimsmeistari, Tanaka Sensei 6. Dan, og hélt sýningu i uaugar- dalshöll með dönskum karate- mönnum viö góöar undirtektir. Shotokan-karatefélögin fengu Steve Cattle, 5. Dan, Englahds- meistara. hingaö til iands 1981 og 1982, en þess má geta aö Kawas- oe er kennari hans. KFR hefur staöiö fyrir KOmu tveggja þekktra meistara, Brian Wites 5. Dan 1982 og Ingo Dejong 5. Dan 1984. Þjálfarar fá styrk EINS og undanfarin ár mun Ungl- inganefnd Iþróttasambands Is- lands veita styrki til unglinga- þjálfara sem hyggjast sækja námskeið erlendis. Að þessu sinni eöa á árinu 1985 verða veittir þrír styrkir að upp- hæð 13.000 kr. hver. Sérstök eyðublöö til útfyllingar á styrkbeiönum um þessa styrki fást á skrifstofu ÍSÍ, en þangaö þurfa umsóknir að berast fyrir 1. mars 1985. Firmakeppni IR í innanhússknattspyrnu veröur haldin í íþróttahúsi Breiöholtsskóla dagana 2.-3. febrúar og 9.—10. febrúar. Þátttökutilkynningar og nánari uppl. í símum 74248 Hlynur, og 76186 Már, frá kl 13—22, til föstudagsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.