Morgunblaðið - 24.01.1985, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JANtlAR 1985
Hoybye Christiansen, starfsmaður á Laxalóni, með einn hvítingjalaxinn
sem þar er alinn. Morgunblaðið/Friðþjófur.
Laxalón:
Hoybye með nýklakin hvítingjaseiði í vinstri hendinni en venjuleg laxa-
seiði í þeirri hægri. Litamunurinn er greinilegur.
Fyrstu hyítingjaseiðin
hafa séð dagsins ljós
Gætu ordið verðmætur útflutningur
SEIÐI eru þessa dagana að koma
út úr hrognum hvítingjalaxanna á
Laxalóni og eru þau öll hvítingjar
eins og foreldrarnir. Á sínum tíma
komu um 400 hvítir laxar út úr
klaki á Laxalóni og hefur þeim
verið haldið sér síðan með það
fyrir augum að rækta hvítingja-
stofn. en slíkur stofn mun ekki
vera til í eldi annars staðar í heim-
inum.
„Við höfum haldið þeim sér, en
ekki vitað hvers virði þetta er.
Númer eitt var að vita hvort þeir
tímguðust og hefur nú komið í
ljós að svo er. Hvað tekst að gera
úr þessu verður bara að koma i
ljós,“ sagði Ólafur Skúlason á
Laxalóni. Laxalónsmenn eru nú
með 100 þúsund hvítingjahrogn í
klaki, og ef þau verða alin í slát-
urstærð eru þau efniviður í
300—400 tonn af hvítingjalaxi,
„gulinum laxi“, sem ef til vill
gæti verið útflutningsvara. Er-
lendis er til hvítur regnbogasil-
ungsstofn og gengur hann á mun
hærra verði en venjulegur
regnbogasilungur. „Hvort fólki
líkar þessi litur á laxinum vitum
við ekkert um, en ætlum okkur
að komast að. í framhaldi af þvi
verða teknar ákvarðanir um
hvað gert verður við þennan
hvítingjastofn okkar," sagði
Ólafur.
Ólafur G. Einarsson um ásakanir forsætisráðherra:
Verður að eiga jafnt við
þingflokk Framsóknar
Ýmsir gætu litið í eigin barm hvað varðar frásagnir af því sem er að gerjast í ríkisstjórn
ÓLAFUR G. Einarsson, formaður
þingflokks Sjálfstæóisflokksins, seg-
ir, aö forsætisráðherra hafi verið
kunnugt um að skjal það, sem dreift
var á þingflokksfundi Sjálfstæðis-
flokksins, og sagt hefur verið frá í
Lýst eftir bifreið
LÖGREGLAN í Reykjavík auglýsti
eftir bifreiðinni X-5571, sem er Will-
ys Jeepster-bifreið árgerð 1967,
blágrá að lit með svörtum toppi.
Bifreiðin hefur veriðt týnd frá
því um hádegisbil sl. sunnudag.
Þeir sem kunna að hafa orðið var-
ir við bifreiðina frá því á sunnu-
dag vinsamlega láti lögregluna í
Reykjavík vita.
Regnbogasil-
ungur á Banda-
ríkjamarkað
LAXELDISSTÖÐIN á Laxalóni hef
ur undanfarnar vikur selt 40 til 60
kíló af regnbogasilungi á viku til
Bandaríkjanna fyrir milligöngu
frystihússins Voga hf. í Vogum.
Fyrsta sendingin fór í desember
og fæst mjög gott verð fyrir sil-
unginn að sögn Ólafs Skúlasonar á
Laxalóni. Síðustu 2 ár hefur Lax-
alón selt regnbogasilung á innan-
landsmarkaði og vart haft undan
eftirspurn. Árið 1983 fóru 10 tonn
til sölu innanlands, 30 tonn á síð-
asta ári og í ár er áætlað að 50
tonn af regnbogasilungi verði
framleidd til sölu innanlands.
Mbl., hafi verið safnað saman í lok
fundarins og tekið í vörslu hans
sjálfs. f ásökunum forsætisráðherra
þess efnis, að þingflokki Sjáifstæðis-
flokksins sé ekki treystandi fyrir
neinu plaggi komi fram, að hann
treysti ráðherrum flokksins og for-
manni og því hljóti ásökununum að
vera beint að sér sem formanni þing-
flokks og í því sambandi sagði hann:
„Ég biðst alfarið undan því að hafa
íátið það af hendi við nokkurn
mann.“
Ólafur G. Einarsson sagði m.a.:
„Það hefur komið fram hjá Stein-
grími að honum sé kunnugt um að
plaggið frá honum var afturkallað
vegna þess að menn kærðu sig
ekki um að hafa slíkt plagg undir
höndum. Hann segir í viðtali við
NT að hann treysti ráðherrunum
og formanni flokksins og það er þá
væntanlega ekki borið á aðra en
mig, þar sem ég sem þingflokks-
formaður tók þessi skjöl í vörslu
mina, en ég biðst alfarið undan því
að hafa látið þau af hendi við
nokkurn mann. Þessi ásökun hans,
að ekki sé treystandi þingflokki
sjálfstæðismanna, verður því að
eiga jafnt við þingflokk framsókn-
armanna, eins og hann lét reyndar
liggja að í öðru viðtali."
Ólafur gerði einnig að umræðu-
efni dreifingu skjala á þing-
flokksfundum og sagði: „Ég vil
gjarnan láta þá skoðun mína í
ljós, að á meðan svona plogg eru á
vinnslustigi, hvort heldur þau
koma frá forsætisráðherra eða
einhverjum öðrum, þá eigi ekki að
dreifa þeim í þingflokkunum. Það
er engum til góðs og helst á ekki
að ræða þau fyrr en tillögurnar
eru betur mótaðar en þær voru í
þessu tilviki frá forsætisráð-
herra."
Ólafur G. Einarsson sagði að
lokum: „Annars sýnist mér vegna
ásakana forsætisráðherra, að
SJÓMANNAFÉLAG Reykjavíkur
hefur boðað verkfall undirmanna á
kaupskipum frá og með klukkan 11
fyrir hádegi miðvikudaginn 30. janú-
ar næstkomandi. Verkfallið mun
hafa þær afleiðingar að strax fyrstu
daga verkfallsins munu kaupskip
stöðvast og smám saman mun allur
kaupskipaflotinn stöðvast ef ekki
nást samningar á milli aðila. llpp úr
samningaviðræðum slitnaði í fyrra-
kvöld og hefur ríkissáttasemjari
ekki boðað til fundar í deilunni.
„Við teljum að sú stund sé runn-
in upp að við þurfum að ná mála-
lokum í þessari deilu. Við höfum
verið að ræða við útgerðirnar frá
því í byrjun desember og orðið
tímabært fyrir okkur að þrýsta á,“
sagði Guðmundur Hallvarðsson,
formaður Sjómannafélags
Reykjavíkur, aðspurður um
ástæður þess að verkfall var nú
boðað.
ýmsir gætu litið í eigin barm í
sambandi við frásagnir af því sem
er að gerjast hjá ríkisstjórninni.
Nefni ég þar engin nöfn og ekki
einu sinni fyrsta stafinn."
Jón H. Magnússon, formaður
samninganefndar kaupskipaút-
gerðanna, sagði: „Okkur finnst
þetta heldur kaldar kveðjur frá
viðsemjendum okkar. Við vorum í
miðjum klíðum í samningaviðræð-
um í gær þegar við fundum að þeir
höfðu misst áhugann og virtist
eins og þeir hefðu þá þegar ákveð-
ið að fara í verkfall. Þeir vilja
endilega fara í verkfall og verða
auðvitað að ráða því sjálfir, en
mér finnst þarna vera farið heldur
frjálslega með verkfallsvopnið
sem á að vera neyðarúrræði í
kjaradeilum."
Ekki er ljóst hvað í raun bar
mikið á milli aðila þegar upp úr
viðræðunum slitnaði í fyrrakvöld.
Vinnuveitendur hafa boðið sömu
launahækkun og varð á almenna
vinnumarkaðnum, það er um 15%
ofan á nóvemberlaun, auk sömu
áfangahækkana. Einnig hafa þeir
viljað einfalda launakerfið hjá
Tvö tilboð
í Bjarna
Herjólfsson
Akureyri, 24. janúar.
STJÓRN Útgerðarfélags Akureyringa
hf. ákvað í dag að gera *'lhoð í skut-
togarann Bjarna Herjoll'sson, sem
slegin var Landsbanka íslands á
nauðungaruppboði seint á síðastliðnu
ári.
Þá er talið að útgerðarfélag KEA
hafi einnig hug á skipinu en selja
Snæfellið í staðinn. GBerg.
Verður Sæ-
dýrasafninu
breytt í lax-
eldisstöð?
„VIÐ sjáum okkur ekki annað fært
en að leggja Sædýrasafnið niður þó
óljúft sé. Við höfum fengið sérfræð-
ing til þess að meta hvort hægt sé að
hafa fiskeldi í stöðinni. Ýmsir í lax-
eldi hafa sýnt málinu áhuga, en það
er enn á umræðustigi," sagði Hörður
Zóphaníasson, stjórnarformaður Sæ-
dýrasafnins, í samtali við blm. Mbl.
Á síðastliðnu ári komu um 60
þúsund manns í safnið og voru
tekjur um 4'/2 milljón króna. „Við
fjárfestum mikið áður en við
opnuðum aftur og því miður býður
„kerfið" ekki upp á langtímalán til
svona starfsemi. Við höfum orðið
að reka þetta á skammtímalánum,
og enginn rekstur getur staðið und-
ir slíku. Langtímalán hefðu tryggt
rekstur safnins," sagði Jón Gunn-
arsson, framkvæmdastjóri Sæ-
dýrasafnins í samtali við blm. Mbl.
„Við höfum haft góðar tekjur af
sölu háhyrninga undanfarin ár. En
síðastliðið ár vorum við óheppnir
með kaupanda að háhyrningum og
lentum í málaferlum," sagði Jón
Gunnarsson. Deilur komu upp við
umboðsmann vegna sölu á háhyrn-
ingi án samráðs við safnið. For-
ráðamenn safnsins töldu þetta brot
á samningum og riftu. Umboðs-
maðurinn fór í mál við safnið og
vann það og varð Sædýrasafnið
fyrir allmiklu tjóni vegna þessa.
„Þetta áfall ásamt rekstrarerfið-
leikum knýr okkur til þess að
leggja safnið niður. Það eru mér
óskapleg vonbrigði að leggja árar i
bát, því ég hef um árabil barist
fyrir þessum rekstri. Fólk hefur
kunnað að meta þessa starfsemi —
ekki síst börn. Þeirra vegna er sárt
að loka,“ sagði Hörður Zóphanías-
son.
undirmönnum til samræmis við
þær breytingar sem urðu hjá yfir-
mönnum 1979, það er að breyta
tilfallandi yfirvinnu í fastar
greiðslur. Sjómenn fara fram á að
vera ekki lakar settir en hafnar-
verkamenn. Þá telja þeir eðli
vinnunnar samkvæmt ekki hægt
að miðað launakerfið að öllu leyti
við það sem er hjá yfirmönnum.
Sjómenn hafa að sögn Guðmundar
lýst sig reiðubúna til að meta
skattafrádrátt, svipaðan og fiski-
menn fá, sem kjarabót.
„Þessi deila snýst fyrst og
fremst um samanburð, en ekki
hvort fólk getur lifað af launum
sinum," sagði Jón, en Guðmundur
sagði: „Hvað geta menn gert sig
ánægða með eftir það sem á undan
er gengið í þjóðfélaginu svo sem
gengisfellingu, geysilegt launa-
skrið og kjaradóm? Hvers er hægt
að krefjast af okkur ef svona er
gengið á undan?"
Stöðvast kaupskipaflotinn?:
Undirmenn í verk-
fall 30. janúar