Morgunblaðið - 24.01.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.01.1985, Blaðsíða 1
64SÍÐUR B STOFNAÐ 1913 19. tbl. 72. árg. FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Belgar ráð- færa sig við bandamenn Bnusel, 23. jsníar. AP. Belgíumenn hefja á morgun, fimmtudag, viðræður við bandamenn sína í ríkjum Atlantshafsbandalagsins um tímasctningu uppsetningar fyrstu 16 stýriflauganna af 48, sem fyrirhugað er að koma fyrir þar í landi. t þessu skyni heimsækir Leo Tindemans utanrikisráðherra tt- alíu, Bretland, Holland og V-Þýzka- land næstu daga. t þessum ríkjum verða settar upp 572 meðaldrægar stýri- og Pershing II-flaugar til að vega á móti hundruð sovézkra SS- 20 flauga sem Sovétmenn beina nú að skotmörkum í Evrópu. Viðræður við önnur bandalags- riki eiga sér stað siðar, en ætlunin er að þeim verði lokið áður en Belgíumenn ákveða sig i marzlok hvenær fyrstu 16 flaugarnar verða settar upp í Florennes-flugstöðinni. Um 700 bandarískir hermenn und- irbúa þar uppsetningu flauganna. Ráð var fyrir gert í áætlunum NATO að fyrstu flaugarnar yrðu settar upp i Belgíu um miðjan marz, en einhver seinkun er fyrir- sjáanleg. Wiifried Martens forsæt- isráðherra sagði í Washington á dögunum að uppsetningu allra flauganna yrði lokið fyrir árslok 1987. Hann ítrekaði á þingi i vik- unni að flaugarnar yrðu settar upp Pravda, málgagn sovézka komm- únistaflokksins, sagði ktofning meðal NATO-ríkja vegna viðræðna stórveldanna um takmörkun víg- búnaðar. Evrópuríkin vildu ganga lengra í þvi að takmarka geim- og kjarnorkuvopn en Bandaríkin. Ronald Reagan Bandarikjaforseti sagði i kvöld að Bandaríkjamenn hefðu óskað eftir því við Sovétmenn að fyrsti samningafundur um takmörkun vígbúnaðar færi fram i Genf í marzbyrjun, en Rússar hefðu engin svör gefið enn. Kynt undir aldintrjám Ávaxtabændur i Flórída hafa gripið til þess ráðs að kveikja elda og stilla oliuofnum upp á milli trjánna í þeirri von að reykurinn verji trén og uppskeruna. Frosthörkur í Flórída hafa þegar valdið ávaxtabændum gífurlegu tjóni. Sjá nánar „Metkuldar i Flórida" á bls. 24. Pundið aldrei lægra London, 23. janúar. AP. Dollar hækkaði í verði gagn- vart öllum helztu gjaldmiðlum enn á ný og hefur brezka sterl- ingspundið aldrei verið verð- minna gagnvart dollar, eða 1,1125 pund í hverjum dollar. Gull lækkaði og kostaði únsan 300,75 dollara. Orðrómur um að OPEC-ríki myndu lækka olíuverð, sem myndi neyða Breta til olíuverðlækkana, olli verðlækkun pundsins. Ver ítrekar sakleysi vegna aftöku Aquinos Muila. 23. janúar. AP. „Ég var viðbúinn þessu, eins og góðum hermanni sæmir,“ sagði Fabian C. Ver hershöfðingi, yf- ' pm irmaður herafla Filippseyja, er hann og 25 aðrir menn í her lands- ins höfðu verið ákærðir fyrir morðið á Benignc Aquino, stjórnarandstöðuleið- toga, á flugvellinum í Manila 21. ágúst 1983 og Roberto Galman, sem yfirvöld lýstu í upphafi sem banamanni Aquino. Gefin var út ákæra á hendur Ver og mönnum hans í dag. Eiga 17 sakborninganna yfir höfði sér dauðadóm, þar af einn hershöfðingi. Ver og sjö aðrir, þ.á m. hershöfðingi, verða sótt- ir til saka fyrir tilraun til að hylma yfir málið og ljúga fyrir rannsóknarrétti. Eru þeir tæknilega sakaðir um morð, en verði þeir dæmdir sekir eiga þeir yfir höfði sér 24—40 ára fangelsi. í samtali frá vistarverum sínum í forsetahöllinni kvaðst Ver saklaus og sagðist ekki hafa átt von á því að vera ákærður. Sagðist hann engan ótta bera í brjósti þar sem mál þetta mundi fá eðlilega dóms- meðferð. „Það vantar höfuðpaurinn á listann yfir ákærðu," sagði Ag- apito Aquino, bróðir Benigno, sem sakað hefur Marcos forseta um að standa á bak við sam- særið. Ver, sem er 64 ára, hefur í tvo áratugi verið nánasti sam- starfsmaður Marcosar. Meiri- hluti nefndar, sem vann í 10 mánuði að rannsókn á morðinu á Aquino, komst að þeirri niðurstöðu að stofnað hafi verið til samsæris innan hersins um að myrða Aquino við heimkom- una. Ákæra saksóknara er byggð á skýrslu nefndarinnar og niðurstöðum. Miklir liðsflutningar Víetnama í Kambódíu Aranyapratbet, Thailandi, 23. janúar. AP. VÍETNAMAK hafa stóreflt lidsstyrk sinn nærri stöóvum Rauðra khmera í Kambódíu og sækja innrásarsveitir þeirra nú einkum fram í vesturhluta Kambódíu, að sögn thailenskra liðsforingja. Hefur thailenzkum her- sveitum verið skipað í viðbúnaðarstöðu þar sem óttast er að átökin í Víetnam færist inn á thailenskt yfirráðasvæði. Á síðustu vikum hafa Víet- átaka kom enn í dag skammt frá namar sexfaldað hermanna- fjölda sinn í nágrenni búða Rauðra khmera, úr 500 í 3.000, þrefaldað skriðdrekafjölda úr 10 í 30, og standa enn yfir liðsflutn- ingar til átakasvæðanna. Til landamærum Thailands. Rauðu khmerarnir héldu áfram að gera árásir á stöðvar Víetnama í því skyni að trufla liðsflutninga þeirra til höfuðvígis skæruliða I Pnom Malai-fjöllunum. Önnur skæruliðahreyfing Kambódíumanna, Þjóðfrelsis- fylking khmera, gerði ennfremur árásir á Víetnama á mikilvæg- um birgðaflutningaleiðum í norðvesturhluta Kambódíu. Vi- etnamar svöruðu árásum beggja fylkinga með stórskotahríð. Tímaritið Far Eastern Econ- omic Review segir í nýjasta hefti sínu að Víetnamar hafi ákveðið að sýna meiri sveigjanleika I samskiptum við aðrar þjóðir. Séu þeir í þann mund að bjóða Bandaríkjunum upp á friðar- samninga ýmiss konar og snúa sér í auknum mæli til vestrænna ríkja í þeirri von að stórauka viðskipti við þau. Tilgangurinn mun einnig að fá Bandaríkja- menn inn á að útiloka Rauðu khmerana frá pólitískri lausn Kambódíudeilunnar. Sjá leiðara á miðopnu. Pólskur njósnari rekinn frá París París, 23. janúar. AP. STANISLAS Janczaka hermála fulltrúi pólska sendiráðsins í París og starfsmaður pólsku leyniþjónust- unnar hefur verið rekinn úr landi fyrir að njósna um starfsemi pólskra útlaga í París, sem samstarf áttu við Samstöðu, óháðu verkalýðssamtök- in, sem bönnuð voru með herlögum. Janczaka var handtekinn er hann átti fund með pólskum inn- flytjenda í París 7. janúar. Var hann sendur til Parísar í þeim til- gangi að njósna um starfsemi pólskra útlaga þar og afla upplýs- inga um fjármál þeirra, stuðn- ingsmenn og franska samstarfs- menn þeirra. Leiðtogar Samstöðu og félagar í samtökunum, sem staddir voru I Frakklandi þegar gripið var til herlaga heimafyrir, stofnuðu sam- starfsnefnd í París og fengu bæði húsnæði að láni og ýmsan stuðn- ing hjá frönsku verkalýðssam- tökunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.