Morgunblaðið - 24.01.1985, Blaðsíða 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JANOAR 1985
ást er ...
fara í megrun.
TM R«g U S Pat Off aii rtghts reserved
• 1979 Los Angeies Times Syndicate
Áður en við giftum okkur var þessi
læradofi óþekkt fyrirbrigði.
Með
morgunkaffmu
Nei, Lilli minn, þú getur ekki flett
böfuðleðrinu af Higga, því ’ann er
ekki með hárkollu eins og pabbi
þinn!
HÖGNI HREKKVÍSI
Frá þjóðmálaumræðunni sem haldin var á Gauknum sl. sunnudag, þar sem fulltrúar stjórnmálaflokkanna skiptust á
stjórnmálaskoðunum.
Prestar boði til trúmála-
umræðu á veitingastöðum
Kæri Velvakandi.
Það telst til tíðinda að forystu-
K.M. skrifar.
Velvakandi.
Sú var tíðin, að við áttum kost á
amerisku sjónvarpi frá Keflavík-
urflugvelli. Féll sumum dagskrá
þess betur en hins íslenzka. Það
bauð upp á skemmtilega tilbreyt-
ingu og samkeppni við íslenzka
sjónvarpið. En fámennur hópur
öfgamanna reis öndverður og
linnti ekki látum fyrr en „skrúfað
var fyrir“ hið ameríska sjónvarp.
Rökin voru þau, að íslenzk tunga
og menning biði hnekki, ef lands-
menn horfðu á amerískar kvik-
myndir í öllum kvikmyndahúsum
landsins og læsu amerísk blöð,
tímarit og bækur, sem voru og eru
til sðlu á hverju götuhorni. Slík
var samkvæmnin hjá áróðurs-
mönnunum.
Nú er öldin önnur hjá þessu
fólki. Það vill norskt sjónvarp.
Okkur á ekki að stafa hætta af
því, þótt Norðmenn séu okkar
skæðustu keppinautar á öllum
heimsmörkuðum og hafi reynzt
flestum erfiðari í samningagerð-
um. Bandaríkjamenn kaupa hins
vegar obbann af framleiðslu
okkar, og stórfyrirtæki, líkt og t.d.
Flugleiðir, lifa í skjóli þeirra —
með alls konar fríðindum og und-
anþágum.
Við Dómkirkjudyr
á gamlársdag
Magnús Guðbrandsson skrifar:
Ég klambraði saman í gamni
mínu þessari visu, að lokinni
messu í Dómkirkjunni á gaml-
ársdag, þar sem biskup íslands
predikaði:
Þarna stóðu hlið við hlið
heigir Guðsmenn landsins
og gesti kvöddu að klerka sið
með kærleik handabandsins.
Handabandi féll ég frá
og freistingar gætti minnar
að banka létt á bakið á
biskupi þjóðkirkjunnar.
menn í stjórnmálunum hafi komið
saman á krá sl. sunnudag á
Ameríska sjónvarpið kostar
ekki neitt og ég tek það fram yfir
norskt, franskt eða sjónvarp hvers
annars þjóðernis — meðal annars
málsins vegna. Norsku þurfum við
ekki að læra vegna dönskunnar,
frönsku skilur enginn hér, en
ensku verður hver maður að
kunna skil á. Hún er heimsmál.
messutíma og skipst á skoðunum í
pólitíkinni. Segir presturinn sem
skrifar um þetta í NT að sunnu-
dagurinn sé einkar heppilegur til
svona nýmælis, enda „fátt betra í
mátulegri þynnku en hlýða á væg
skemmtiatriði”.
Er nú brýn spurning, finnst
undirritaðri, hvort það sé ekki
næsta æskilegt að blessaðir prest-
arnir taki við sér og færi kirkjurn-
ar út til fólksins og boði til trú-
málaumræðu á messutíma yfir
laufléttum veitingum á veitinga-
stöðum, svona til þess að sýna að
þeir geti einnig verið „up to date“
og skemmtilegir. Eða hvað?
Guðbjörg
Þessir hringdu . .
Bestu þættir
sjónvarpsins
Sigurfínnur Jónsson hringdi:
Ég má til með að mótmæla
skrifum Doktors M.K.H. í Vel-
vakanda sl. föstudag, en þar
kallar hann dýralífsmyndir
sjónvarpsins lélegar og kýs held-
ur Dallas eða Falcon Crest.
Dýralífsþættir sjónvarpsins
eru með því besta sem þar er
sýnt og vildi ég óska að fleiri
myndir væru sýndar en nú hefur
verið. Þetta eru fræðandi og
ákaflega vandaðir þættir og er
mér með öllu óskiljanlegt hvern-
ig fólk getur amast út í slíkt
sjónvarpsefni.
Með meiri
fyrirvara
Ein úti á landi hringdi:
Ég vil taka undir það sem
Duran Duran-aðdáandi skrifar í
Velvakanda sl. sunnudag, þar
sem hann leggur til að haldin
verði Duran Duran-hátíð fyrir
yngri en 16 ára.
Auk þess þyrfti að auglýsa
slíkt með meiri fyrirvara því að
margir sem búa úti á landi hefðu
viljað fara á hátíðina en sáu ekki
auglýsinguna í tíma.
Hélt uppi
heiðri okkar
Daði Bjarnason hringdi:
Ég vil taka undir orð R.S. sl.
fimmtudag þar sem bréfritari
telur val íþróttamanns ársins
rangt.
Ásgeir Sigurvinsson er tví-
mælalaust mjög góður knatt-
spyrnumaður en hann vinnur öll
sín afrek fyrir þýska félagið
Stuttgart. Því finnst mér að
Bjarni Friðriksson, júdókappi,
hefði átt aö hljóta þann heiður
að verða kosinn íþróttamaður
ársins 1984. Hann hélt uppi
heiðri Islendinga á Ólympíuleik-
unum sl. sumar í Los Angeles.
Engu breytt
úr þessu
Stúlka hringdi:
Ég er mjög óánægð með að
fólk skuli vera að amast út í kjör
íþróttamanns ársins 1984. Þetta
er búið og gert. Ásgeir og Bjarni
eru báðir góðir en valinu verður
ekki breytt úr þessu.
Ameríska sjónvarpið
í stað þess norska