Morgunblaðið - 24.01.1985, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.01.1985, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 1985 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 1985 29 fMtfggtti Utgefandi nlilníiiti hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Augiýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 25 kr. eintakiö. Víetnamstríðið egar minnst er á Víetnam- stríðið hér í vestrænum löndum beinist hugurinn jafn- an til Bandaríkjamanna og stríðsins sem þeir háðu við kommúnista í Víetnam. Engir hafa gert meira til þess að minna stöðugt á þátttöku Bandaríkjamanna í þessu stríði en þeir sjálfir. Enn er rætt um það sem bandaríska þjóðarmartröð — í hugum sumra jafnvel meiri martröð en Víetnamar hafa mátt þola. Vinstrisinnar um heim allan leggja sig fram um að minna á stríðið í Víetnam til að ala á því, hve Bandaríkjamenn séu grimmir og miskunnarlausir. Og svo eru það samanburðar- fræðingar fjölmiðlanna sem komast að því að Bandaríkin séu ívið verra risaveldi en Sov- étríkin með því að bera saman Víetnamstríðið og sovéska þjóðarmorðið á Afgönum sem enn er verið að framkvæma eftir fimm ára blóðug átök. Raunar er mun meira rætt um þetta Víetnamstríð sem lauk 1975 með því að kommún- istar lögðu allt Víetnam undir sig, en það Víetnamstríð sem enn er háð af sömu aðilum og börðust við Bandaríkjamenn á sínum tíma, kommúnistafor- kólfunum í Hanoi sem njóta stuðnings Sovétmanna. Undir árslok 1978 réðust Víetnamar inn í Kambódíu. Landsmenn þar höfðu þá mátt þola þriggja ára ógnarstjórn undir Pol Pot, skjólstæðingi Kínverja, sem drap að minnsta kosti 2 millj- ónir af 7 milljónum íbúa Kambódíu. Nú er talið að um 160 þúsund víetnamskir her- menn séu í Kambódíu. í þurrkatíðinni nú um jólin hafa þeir herjað af meiri grimmd en áður á landamærum Kambódíu og Thailands. Tugir þúsunda manna hafa flúið Kambódíu. Víetnam er eitt af fátæktar- ríkjum kommúnismans. Út á við er landið á barmi gjald- þrots. Sovétmenn hafa náð sömu tökum á Víetnam og öðr- um sem eru á framfærslu hjá þeim. íbúar landsins draga fram lífið. Ógnarstjórn heima fyrir og hernaður í nágranna- ríkjum eru helstu viðfangsefni stjórnarherranna. Víetnamskir borgarar hafa valið sama kost og aðrir undir járnhæl komm- únista, þeir sem vettlingi geta valdið hafa kosið að greiða at- kvæði með fótunum og flýja land. Stríðsaðgerðir leppa Sovét- ríkjanna í Víetnam eru jafn fordæmanlegar nú og áður. Hins vegar hefur Víetnam- stríðið ekki hrjáð samvisku vinstrisinna hér á landi eða annars staðar sem mest tala um friðinn eftir að Bandaríkja- her hvarf á brott úr landinu. Sú staðreynd ætti ekki að fara fram hjá íslendingum að þeir sem hæst fordæmdu Víetnam- stríðið á sínum tíma eru nú forvígismenn í vináttusamtök- um við stjórnarherrana í Ví- etnam og þeim dettur ekki í hug að mótmæla með nokkru móti því Víetnamstríði sem enn er háð. Hræðslu- áróður Um nokkurra ára bil, eða frá því að Sovétmenn hófu áróðursstríðið gegn því að varnir Vestur-Evrópu yrðu efldar með endurnýjun á bandarískum kjarnorkuherafla í álfunni, hafa herstöðvaand- stæðingar hér á landi haft í hótunum við landsmenn í krafti sovéskra kjarnorku- vopna. Helsta erlenda stoðin í þessum hræðsluáróðri hefur verið William Arkin. Hann er að vísu orðinn svo margsaga nú, að tæplega verður vitnað til hans næstu mánuði. í krafti tilvitnana í Arkin héldu herstöðvaandstæðingar því fram að hér á landi væru kjarnorkuvopn. Arkin dró þá fullyrðingu sjálfur til baka. Síðan kom fullyrðing hans um skilyrðislausa heimild til að flytja hingað kjarnorku- sprengjur á ófriðartímum. Hún hefur einnig verið dregin til baka. Þeir menn hér á landi sem telja varnir Vesturlanda hættulegri heimsfriðnum en vígbúnað Sovétríkjanna eru þó ekki af baki dottnir. Dag eftir dag hamrar Þjóðviljinn (mál- gagn Víetnama hér á landi) á því að nýjar ratsjárstöðvar á Islandi hafi örugglega í för með sér, að Sovétmenn geri kjarnorkuárás á landið. Þessi dæmalausi hræðsluáróður á að vera til marks um eitthvert sérstakt friðarhugarfar hér á landi. Hvarvetna á Vesturlönd- um hefur almenningur séð tví- skinnunginn í máli þeirra sem tala eins og Þjóðviljamenn í ratsjármálinu. Hann byggist á þeirri einföldu kommúnista- reglu, að betra sé að gefast upp en veita ofbeldismönnum við- nám: Hvað skyldu Víetnamar segja um það? Eða Kambódíu- menn? Eða Afganir? Eða Eþíópíumenn? Eða Kúbu- menn? Kák eoa kerfisbreyting? eftir Árna Árnason í síðustu viku stóð Verzlunarráð íslands að ályktun, sem andmælti einum þætti framkominna hug- mynda um breytingu á Stjórnar- ráðinu, þeim að leggja niður við- skiptaráðuneytið sem sjálfstætt ráðuneyti. Þessi ályktun varð leið- arahöfundi Morgunblaðsins tilefni útlegginga nú fyrr í vikunni. Þar er Verzlunarráðið sakað um kerf- issjónarmið og því skipað á bekk þeirra, sem ofurtrú hafa á forsjá ríkisins. Minna mátti það ekki vera. Þótt ályktunin hafi verið stuttorð og án greinargerðar, þarf nokkurt hugmyndaflug til að kom- ast að slíkum niðurstöðum. Álykt- unin gefur ekki slíkt tilefni en út- legging leiðarahöfundar kallar hins vegar á að sjónarmið séu skýrð. Alyktunin Sú ályktun sem hér er til um- ræðu var örstutt og var aldrei ætl- uð sem álit á tillögum stjórnkerf- isnefndar í heild, reyndar aðeins þrjár setningar: ★ Fyrsta setningin var: „Félag ísl. stórkaupmanna, Kaupmanna- samtök íslands og Verzlunar- ráð íslands mótmæla þeim hug- myndum sem fram hafa komið um að leggja viðskiptaráðu- neytið niður sem sjálfstætt ráðuneyti." Þessar hugmyndir hafa nú upp á síðkastið komið fram í opinberri umræðu án hliðsjón- ar af heildarendurskoðun á stjórnkerfinu. Þær fela í sér „að leggja viðskiptaráðuneytið og félagsmálaráðuneytið niður án lagabreytinga, það er með því einu að breyta reglugerð", svo vitnað sé til leiðara Morgun- blaðsins þann 10. þ.m. undir heitinu „Rugl í NT“, þar sem þeirri skoðun Morgunblaðsins er lýst, að aðferðin sé „fáheyrð" og „alvarlegt áhyggjuefni ef einhverjir „valdamenn þjóðfé- lagsins" eru jafn illa að sér um grundvallarþætti íslenskrar stjórnskipunar". * Önnur setningin var: „Samtök- in telja að viðskiptaráðuneytið gegni mikilvægu hlutverki fyrir utanrikisverslunina og aðrar greinar viðskipta í landinu.“ Svipað sjónarmið höfðu mörg stærstu útflutningssamtökin þ.e. LlÚ, Samlag skreiðar- framleiðenda, SH, Síldarút- vegsnefnd, SÍF, SÍS og Sölu- stofnun lagmetis þegar ítrekað í bréfi til forsætisráðherra, sem birst hefur í fjölmiðlum. í þessu efni er Verzlunarráðið eðlilega sammála, enda eru margir þessara aðila félagar Verzlun- arráðsins, en félagar þess ann- ast sölu á um 70% af heildar- vöruútflutningi landsmanna. ★ Þá er loks síðasta setningin: „Mikilvægi þess sem sjálfstæðs fagráðuneytis hefur aldrei ver- ið meiri en nú vegna þeirra gagngeru umbóta, sem unnið er að á sviði verðlags- og pen- Árni Árnason ingamála og varða hag neyt- enda og sparifjáreigenda jafnt sem hag fyrirtækja í verslun og viðskiptum." í þessu sambandi hefði einnig mátt nefna endurskoðun laga um gjaldeyris- og viðskiptamál, lög um félagaform atvinnu- rekstrar o.fi. Hér skiptir fjöldi dæma ekki meginmáli heldur hitt, að þessar breytingar eru mikilvægari en svo, að rétt sé, án undangenginnar almennrar umræðu, að leggja viðskipta- ráðuneytið niður, tvístra mála- flokkum og stefna í tvísýnu vinnu að þessum framfaramál- um. Stjórnkerfisnefnd og viöskiptaráðuneytiö Stjórnkerfisnefnd, sem lauk störfum fyrir rúmu ári, gerði ráð fyrir því í tillögum sem hún skil- aði forsætisráðherra þá, að við- skiptaráðuneytinu yrði skipt upp. Utanríkisviðskipti sem málaflokk- ur flytjist til utanríkisráðuneytis- ins, banka- og gjaldeyrismál til fjármálaráðuneytisins og verð- lagsmál og málefni verslunarinn- ar sem atvinnugreinar til iðnað- arráðuneytisins. Þessar tilfærslur leggur nefndin til í nafni hagræð- ingar, en án þess þó að ræða frek- ar kosti og galla eða hvað vinnist með breytingunni. Hér mættu menn staldra ögn við. Þeir sem gleggst þekkja til út- flutningsmála telja langflestir heppilegast að bianda ekki saman í einu ráðuneytinu utanríkispóli- tík og utanríkisverslun. Engu að síður er ekkert því til fyrirstöðu að nýta utanríkisþjónustuna betur í þágu útflutningsverslunarinnar og hafa t.d. fleiri verslunar- fulltrúa starfandi í sendiráðum. Þeir heyra undir viðskiptaráðu- neytið og hefur sú skipan gefist vel. Hjá Austurríkismönnum eru verslunarfulltrúar sendiráðanna jafnvel starfsmenn austurríska Verzlunarráðsins. Tilfærsla banka- og gjaldeyr- ismála til fjármálaráðuneytisins virðist við fyrstu sýn bjóða upp á samræmdari efnahagsstefnu, en gleymum við hættunni á miðstýr- ingu? Getur ekki verið varhuga- vert að svo margir mikilvægir málaflokkar séu á sömu hendi? Þá kemur loks að því síðasta, sem er tilfærsla verðlagsmála og málefna verslunarinnar sem at- vinnugreinar til iðnaðarráðuneyt- isins? En af hverju þangað? Af hverju ekki til landbúnaðarráðu- neytisins eða sjávarútvegsráðu- neytisins eða ekki síst samgöngu- ráðuneytisins? Og fyrst spurt er, af hverju ekki að sameina öll at- vinnuvegaráðuneytin í eitt ráðu- neyti, atvinnumálaráðuneyti, að sjálfsögðu samhliða því að stór- lega yrði dregið úr afskiptum af atvinnulífinu? í því fælist hag- ræðing og hagkvæmni. Lokaorö Sú tillaga að færa til verkefni viðskiptaráðuneytisins er engin stórkostleg hagræðing. Hún snýst um það að færa til tæplega 14 stöðugildi, af 303 innan Stjórnar- ráðsins, en í heild eru 12.868 stöðugildi hjá ríkinu. Mjög lítil umræða hefur farið fram um til- lögur um stjórnkerfisbreytingarn- ar og ekki hefur verið sýnt fram á, að stjórn ríkisins verði markviss- ari þótt viðskiptaráðuneytið verði lagt niður. Á meðan svo háttar er í fyllsta máta eðlilegt að vara við órökstuddum en afdrifaríkum breytingum án frekari umfjöllun- ar. Árni Árnason er íramkvæmdastjóri Verslunarráds íslands. Krísuvíkurskóli auglýstur til sölu í annað skipti „Mikil raunasaga," segir formaður Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum „Þau tilboð, sem bárust í skólann núna, voru flest léleg og í sumum þeirra fólust kröfur og skilyrði, sem okkur er ekki kleift að uppfylla,“ sagði Eiríkur Alexandersson, formaður Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, er Mbl. hafði samband við hann af því tilefni að Krísuvíkurskóli var auglýstur til sölu í annað sinn á tveimur árum nú í haust. Skólamannvirkið i Krísuvík það yrði að leggja frá Grindavík eða Morgunblaðið/RAX. Það er ekki beint búsældarlegt um að litast umhverfis Krísuvíkurskóla, sem sennilega mun aldrei þjóna því hlutverki sem honum var ætlað í upphafi. stendur enn ónotað í niðurníðslu, en allri fjárveitingu til þess var hætt árið 1978, er missætti kom upp um fyrirhugaða nýtingu þess. „Þetta er mikil raunasaga,“ sagði Eiríkur Alexandersson. „Þegar framkvæmdum var hætt, var húsið tilbúið undir tréverk og málningu, en núna má segja að það sé fokhelt og enn hefur engin ákvörðun verið tekin um framtíðina." Ekkert rafmagn er í Krísuvík, Hafnarfirði, og skólinn ekki kyntur, enda löngu búið að stela öllum ofnum og öðru lauslegu úr honum. Og eins og sjá má á meðfylgjandi ljósmyndum, verður hann síst íveruhæfari með árunum. Grunnbygging Krísuvíkurskóla hófst um 1960, á vegum Þjóðkirkj- unnar og Kjalarnesprófastsdæmis, og var ætlunin að starfrækja þarna sumarbúðir barna, að sögn Eiríks Alexanderssonar. „Síðan var ákveðið að reisa þarna skóla, sem varð til þess að SASÍR, sem þá hét, eða Samtök sveitarfé- laga í Reykjaneskjördæmi, gengu til liðs við Þjóðkirkjuna. Þá fyrst var skólinn teiknaöur, af Jóni Haraldssyni arkitekt, og farið að byggja af krafti upp úr 1970. Byggingu skólans var síðan haldið áfram þar til upp kom ágreiningur milli sveitarstjórnarmanna og sér- fræðinga, s.s. Sérkennarasambands tslands og sálfræðinga, um nýtingu skólans og hlutverk. Hugmyndir SASlR gengu út á að þarna yrði skóli fyrir börn, sem af einhverjum ástæðum, t.d. erfiðum heimilisaðstæðum, ættu erfitt með Það eru fáar rúður eftir óbrotnar í Krísuvíkurskóla. Þessi kind hefur borið beinin á tröppum skólans. að sækja skóla i sinni heimabyggð, en alls ekki upptökuheimili fyrir vandræðaunglinga, eins og sumir virtust halda. Það voru haldnir margir fundir, en menn urðu ekki sammála og svo fór, að allri fjárveitingu til skólans var hætt þar til menn næðu áttum,“ sagði Eiríkur. „Síðan hefur ekkert verið gert þarna, annaö en að reyna að hamla því, að mannvirkið skemmdist meir og hraðar en efni standa til. Það kostar mjög mikið að gera skólann hæfan til notkunar, í hvaða skyni sem er. En nú munu flestir vera orðnir sammála um, að hætta við hugmyndina um skóla á þessum stað og reyna að nýta húsið undir eitthvað annað.“ Skipuð hefur verið þriggja manna nefnd til þess að vinna að því að ráðstafa Krísuvíkurskóla og finna honum framtíðarhlutverk. Formaður nefndarinnar er fulltrúi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborg- arsvæðinu, Björn Ölafssson, for- maður bæjarráðs Kópavogs, en i henni sitja einnig örlygur Geirs- son, fyrir hönd menntamálaráðu- neytisins, og Eiríkur Alexanders- son, fyrir hönd Sambands sveitar- félaga á Suðurnesjum. Kvaðst Eiríkur vænta þess, að nefndin kæmi saman innan skamms, til þess að ræða framtíð skólans og gera endanlega úttekt á tilboðum, sem í hann hafa borist. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir LOUIS WIZNITZER EUROPE Mitterrand Frakklandsforseti og rikisstjórn hans. Róttæklingurinn, sem varð raunsæismaður JEAN-PIERRE Chevénement, menntamálaráðherra í ríkisstjórn Francois Mitterrand, er rísandi stjarna á himni stjórnmála í Frakklandi. Hann er hávaxinn, gerðarlegur, líkist fremur leikara en stjórnmálamanni, og það orð fer af honum, að hann sé mjög metnaðarsamur. Þegar Mitterrand var kjörinn forseti árið 1981, og skipaði Chevénement í ráðherraembætti, sætti það harðri gagnrýni hægri manna. í augum þeirra var hann fulltrúi róttækustu aflanna í Sósíalistaflokknum. Samherjar Chevénement í Sósíalistaflokknum tigna hann nánast og þykir mikið til andlegrar atorku hans koma. Keppinautar hans í flokknum óttast hann og líta á hann sem hrokabelg og tækifærissinna. f fyrsta ráðuneyti Mitterrands fór Chevénement, þá yngstur ráðherranna, með málefni vís- indarannsókna. Við stjórnar- skiptin 1983 þegar Mitterrand tók upp aðhaldssamari stefnu i efnahagsmálum, en hann hafði fylgt áður, var Chevénement lát- inn víkja. Mitterrand á Chevéne- ment hins vegar skuld að gjalda fyrir þann stuðning sem hann og félagar hans í svonefndum Cer- es-hóp veittu honum 1969 og 1970 þegar tekist var á um það á þingum Sósíalistaflokksins hver skyldi verða næsti flokksleiðtogi. Chevénement snýr aftur Það vakti gífurlega athygli í Frakklandi þegar Mitterrand skipaði Chevénement á ný ráð- herra í júlí í fyrra. Honum var fengið embætti menntamála- ráðherra, sem Pierre Mauroy hafði gegnt, í ríkisstjórn þeirri, sem Mitterrand fól Laurent Fabius að vera í forsæti fyrir. Þá höfðu um skeið verið hatramar deilur í landinu um skólamál — um það hvort ríkið ætti að fá í hendur stjórn einkaskóla þeirra sem kaþólska kirkjan hefur rek- ið um langan aldur. Hundruð þúsunda manna sóttu götufundi andstæðinga þessara hugmynda og talað var um það í fullri al- vöru að stjórn Mitterrands rið- aði til falls. Chevénement hafði ekki setið lengi í ráðherrastól þegar hann hjó á hnútinn og kom á friði á nýjan leik. Hann breytti ein- faldlega um stefnu og ákvað aö hætta við hinar fyrirhuguðu breytingar eða a.m.k. að fresta þeim. Einkaskólar skyldu áfram vera einkaskólar. Yfirlýsingar hans um stefnu hins nýja menntamálaráðherra voru hins vegar svo tvíræðar, að hvorir tveggja hóparnir, þeir sem vildu þjóðnýta einkaskóla kirkjunnar og hinir sem vildu að ríkið léti skólana afskiptalausa, voru ánægðir og töldu sig hafa unnið sigur. Með þessum hætti tókst Chevénement að forða Mitter- rand frá alvarlegum álitshnekki. Jean-Pierre Chevénement Ný stefna í skólamálum Báðir foreldrar Chevénement voru kennarar. Ég ræddi við hann á dögunum og hann gerði mér grein fyrir því hvernig hann hyggst vinna að endurbótum á frönsku skólakerfi og hvers vegna breytinga er þörf. „1 veröld nútímans,“ sagði ráðherrann, „eru vitsmunir manna helsta auðlindin. Við verðum að hagnýta okkur þá eft- ir bestu getu. Lönd eins og Jap- an, sem fjárfesta feiknarlega mikið í menntun, eru í forystu í hagvexti og hagsæld." „Ég vil að menntun hér í Frakklandi verði áfram lýðræð- isleg, þ.e. að öll börn hafi jöfn tækifæri til að mennta sig,“ sagði Chevénement, „en það má ekki verða á kostnað almennrar frammistöðu. Námið á sem fyrr að byggjast á miðlun almennrar grundvallarþekkingar, en það þarf líka í ríkari mæli að miðast við raunveruleikann í kring, at- vinnulíf og tækni.“ Og menntamálaráðherra Frakka hélt áfram: „Ég mun hvetja til þess að í skólunum ein- beitum við okkur á ný að grundvallaratriðum: nákvæmni, aga, áreynslu. Það er ekki hægt að stytta sér lærdómsleiðina. Jafnframt mun ég leggja áherslu á nýsköpun í skólastarfi. Mið- stýrt skólakerfi, eins og við búum við hér í Frakklandi, hefur stundum ýmsa kosti. Fyrirhugað er að eitt hundrað þúsund smá- tölvur verði keyptar handa skól- unum á næstu tveimur árum.“ Chevénement segir að hann hafi áhuga á því að allir skólar landsins komi á einhvers konar sambandi við einkafyrirtæki: „Hvor aðili um sig mundi læra af hinum og hagnast á samstarf- inu,“ segir hann. Einn höfuðþátturinn í hinni nýju skólastefnu Chevénement er að draga úr miðstýringu í skólamálum. Hann þarf þá að glíma við hin valdamiklu kenn- arasamtök landsins, Fédération de I’Education Nationale, sem telja eina milljón félaga og eru andvíg þeim breytingum á skóla- kerfinu, sem ráðherrann vill hrinda í framkvæmd. Skólarnir standi vörð um þjóðararfinn Chevénement leggur áherslu á, að skólarnir standi vörð um arfleið Frakka, „það sem sam- einar okkur sem þjóð;“ bók- menntir, sögu, latínu. Jafnframt vill hann að skólarnir búi ungt fólk undir þátttöku í nútíma- þjóðfélagi. „Við lifum á hættutímum," segir Chevénement. „í fyrsta sinn frá því á 14. öld er þjóðlegri menningu okkar ógnað. Auðvit- að viljum við ekki verða þrælar sovéska heimsveldisins. En hyggjum að því hvernig æsku- fólkið okkar er að verða amer- ískt í háttum, í matarvenjum, klæðaburði, talsmáta. Ég held að Frakkar eigi rúm fyrir sjálfa sig á milli stórveldanna, þeir hafi eigin boðskap fram að færa og eigin sögu til að varðveita. Jap- önum virðist einhvern veginn hafa tekist þetta, að aðlaga tæknibyltingu nútímans eigin menningararfleifð. Það er sú leið, sem ég vil að við förum í Frakklandi.” Jafnframt því að vera mennta- málaráðherra gegnir Chevéne- ment embætti borgarstjóra i Belfort, sem er skammt frá landamærum Þýskalands. Þar er hann alltaf á föstudögum og laugardögum og leggur sig fram um að bæta þjónustuna við borg- arbúa. „Maður verður að rækta garðinn sinn,“ segir hann. Þeir eru ófáir í Frakklandi, sem telja að innan tíu ára muni Chevénement, fyrrum róttækl- ingur og draumóramaður, nú raunsæismaður, keppa um helstu stjórnmálaembætti landsins, embætti forsætisráð- herra eða jafnvel forseta. Hann er maður, sem full ástæða er til að fylgjast með af gaumgæfni. Louis Wiznitzer skritar lýrir The ('hristian Science Monitor. þar sem þessi grein hirtist fyrir skömmu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.