Morgunblaðið - 24.01.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.01.1985, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 1985 Metkuldi í Flórída New York, 23. janúar. AP. FROSTAKALDIR vindar norðan frá einkum austurhluta þeirra, og hefur Flórída. Aö minnsta kosti 145 manns daga. A Flórída hefur verið hart frost í þrjá daga og stefnir í stórslys í ávaxtaræktinni, sem er umfangsm- ikill atvinnuvegur í ríkinu. Þar og í nálægum ríkjum hefur frostið farið niður í 13 gráður dag eftir dag og Bandaríkja- her hættir við Colt-45 BANDARÍSKI herinn hefur loks- ins fallizt á það, sem lan Fleming, höfundur bókanna um James Bond, hefur mælt með árum sam- an. Hefur herinn ákveðið að hætta við Colt-45 marghleypuna, sem yfirmenn og herlögreglu- menn hafa venjulega borið og taka í þess stað upp minni byssu af gerðinni Beretta, sem er ítölsk. Með þessari ákvörðun hersins var bundinn endir á margra ára deilur um þetta atriði. Var þetta rökstutt m.a. með því, að Beretta-byssan væri léttari, ör- uggari og nákvæmari en Colt- 45, sem herinn hefur notað allt frá árinu 1911. Sumir yfirmenn í hernum vildu halda fast við Colt-45, en enn aðrir kvörtuðu yfir óná- kvæmni hennar og hve þung hún er. Einn komst meira að segja þannig að orði: „Ég er viss um, að þessi gerð byssu hefur skotið fleiri Bandaríkjamenn en óvini.“ heimskauti næða enn um Bandaríkin, frostið ekki fyrr mælst jafn mikið á hafa lafist af völdum veðursins síðustu hafa menn engin dæmi um slíkan kulda fyrr. Bandaríska geimferða- stofnunin hefur af þessum sökum frestað flugi geimferjunnar, en til stóð að senda hana á loft frá Cana- veral-höfða í dag. í Norðausturríkjunum snjóaði í dag og þótti fæstum ábætandi. Fannfergið var víða mikið fyrir, en nú þurfa menn að vaða mjöllina í mitti. Umferðartruflanir eru gíf- urlegar og nú er víða orðinn vatnsskortur vegna þess, að fólk lætur sífellt renna úr krönum til að ekki frjósi í leiðslunum. Veðurfræðingar sjá þess engin glögg merki, að kuldakastinu muni linna næstu daga. í Mflanó á Ítalíu hafa verið miklir kuldar og fannfergi meira en elstu menn rekur minni til. Voru ítalir mjög vanbúnir og var því herinn kvaddur á vettvang til að ryðja af götunum. Er öllum tiltækum tækjum beitt við það, jafnvel skriðdrekum, eins og hér má sjá. Fimmtíu deyja daglega úr kóleru í Eþíópíu Addia Ababa, 23. janúar. AP. AÐ MINNWTA kosti 50 manns deyja nú daglega úr kóleru í njálp- arbúðum í héraðinu Wollo í norður- hluta Eþíópíu. Er óttazt að veikin kunni að breiðast út til annarra hjálparbúða sem komið hefur verið á fót til aðstoðar þeim er orðið hafa hart úti af völdum hungursneyðar- Discovery: Frostið frestun ('ape ( anaveral, Ftórída, 23. janúar. AP. FROST olli öðru sinni 24 stunda seinkun á fyrirhuguðu flugtaki geimskutlunnar Discovery, sem átti að fara í fyrsta hernaðarleið- angur sinn í dag, miðvikudag, að því er NASA, bandaríska geimvís- indastofnunin, tilkynnti síðla þriðjudags. Skömmu fyrir miðnætti til- kynnti stofnunin, að fresta yrði ferðinni vegna „sérlega óhag- stæðra veðurskilyrða" sem hefðu í för með sér hættu á ísingu, og kvað áætlað að aftur yrði reynt síðdegis á fimmtudag. Vegna hernaðarleyndar var ekki nákvæmlega greint frá brottfarartíma. Loftárás íraka Bígdad, 23. jan. AP. ORRUSTUÞOTUR íraka réðust í dag á skip fyrir sunnan olíuhöfn írana á Kharg-eyju í Persaflóa. Kkki var skýrt frá því hverrar þjóð- ar skipið væri, en tekið fram, að árásarþoturnar hefðu „hitt beint í mark“. Yfirvöld í Bahrain héldu því hins vegar fram í dag, að þar hefði ekki heyrst neitt neyðar- kall frá skipi á þeim tíma, sem írakar segjast hafa gert loft- árásina. olli flugtaks I áhöfn skutlunnar að þessu sinni eru fimm liðsforingjar úr hernum og er markmiðið með ferðinni m.a. að koma njósna- hnetti á braut um jörðu, og á hann að safna upplýsingum um Sovétríkin. Með því að halda brottfarar- tímanum leyndum vonast flug- herinn til að geta komið í veg fyrir að Sovétmenn fylgist með njósnahnettinum. innar í landinu. Er haft eftir ónafngreindum mönnum, sem vinna að hjálparstarfinu, að hætta sé á að veikin breiðist víða, þar sem stjórn Eþíópíu „taki ekki skýrslur um veik- ina alvarlega". Þúsundir manna, sem þegar eru mjög veikburða af matarskorti, halda áfram að streyma til hjálp- arbúðanna á hverjum degi. Hefur þetta enn meiri hættu á alvarleg- um sjúkdómum í för með sér en sjálf offjölgunin á fólki í búðun- um. Haft er eftir Susan Barber, sem starfar við hjálparstofnun kaþ- ólsku kirkjunnar í Bandaríkjun- um, að eins og alltaf séu það börn- in sem eru í mestri hættu. Þá eru taugaveiki, mislingar og blóð- kreppusótt mjög útbreidd. Séra Cliff Benzel, sem starfar við aðra hjálparstofnun, hefur komizt svo að orði, að nú standi baráttan ekki hvað sízt um það að tryggja að stór hluti yngri kyn- slóðarinnar í Eþíópíu verði ekki fyrir heilaskemmdum sökum nær- ingarskorts. Frá hjálparstarfinu í Wollo í Eþíópíu. Hungruðu barni gefinn matur. England: Eldurinn var ekki í imbakassanum Hirmincham, 23. janúnr. AP. GEORGE Thurlov og fjölskylda hans í borginni Birmingham í Englandi voru svo gagntekin af bandariska sjónvarpsþættinum „St. Elsewhere". að þau létu aldrei neitt trufla sig þegar hann var á dagskrá. Jafnvel þótt eldurinn bál- aði um glugga og göng lét hún það ekki slíta sig frá skerminum nema hvað húsbóndinn brá sér aðcins frá til að hringja á slökkviliðið. Þegar slökkviliðið kom á vettvang hljóp George út í dyr og veifaði í ákafa eins og til að vekja athygji á því hvar eldsvoð- inn væri. „Ég spurði hann hvar bálið væri og hann sagði, að það væri í svefnherberginu svo að ég sendi inn tvo menn með reyk- grímu enda kófið mikið og kol- svart," sagði Paul Cullen, varð- stjóri í slökkviliðinu. „Þá spurði ég hann hvort fleira fólk væri í húsinu og hann sagði, að kona sín og dætur tvær væru í næsta herbergi við svefnherbergið. „Guð minn góður," varð mér að orði og sendi inn tvo menn til viðbótar til að bjarga konunum. „Þegar mennirnir komu inn í herbergið sátu mæðgurnar fyrir framan sjónvarpstækið, sem rétt grillti í gegnum mökkinn, og önnur dóttirin var meira að segja að reykja sígarettu. Móðir- in hóstaði ákaflega en ég veit ekki hvort það stafaði heldur að reyknum frá eldinum eða sígar- ettunni," sagði Cullen. „Það tók okkur um hálftíma að ráða niðurlögum eldsins en á meðan tyllti fjölskyldan sér niður á garðvegginn. Þegar allt var um garð gengið rauk hún inn aftur og hefur líklega náð að sjá síðustu atriðin í sjónvarpsþætt-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.