Morgunblaðið - 24.01.1985, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 24.01.1985, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 1985 39 Það getur tekið á taugarnar að standa upp i endann í heilan dag, þylja upp leiðbeiningar, leiðrétta villur nemenda, endutaka sömu hlutina aftur og aftur. Allt skilar þetta sér þó í bættri reiðmennsku. Meðfylgjandi myndir eru teknar á námskeiðinu þar sem Hans Georg leiðbeindi íslenskum tamninga- mönnum. Pétur Behrens sá um að allt kæmist til skila sem sagt var og fórst honum það frábærlega vel úr hendi að sögn þátttakenda í námskeiðinu. bréf og bauð þeim þátttöku í einu slíku. Útkoman varð sú að átján svöruðu og þar með var fjárhags- afkoma út úr þessu námskeiði tryggð. Þetta var byrjunin og síð- an hef ég unnið sjálfstætt og nú leigi ég hluta af búgarði sem heitir Gut Ellenbach. Á sumrin er ég mest í reiðkennslu og einnig tek ég töluvert þátt í mótum. Á veturna er ég mest í þjálfun og tamning- um.“ Gundlach sér um reiðkennslu fyrir Landssamband eigenda ís- lenskra hesta í Þýskalandi skammstafað I.P.Z.V. og undirbýr hann væntanlega reiðkennara. Auk þess er hann með dómara- námskeið og framhaidsnámskeið fyrir dómara og reiðkennara. Sjálfur er hann með bæði alþjóða- og landsdómararéttindi. — Hvernig er reiðkennslu hátt- að í Þýskslandi? „Ekki er óalgengt að menn taki sig saman, kunningjar eða ein- hverjir sem eiga við svipuð vanda- mál að stríða í hestamennskunni og hafa þeir samband við mig eða einhvern reiðkennara og þeir segja hver vandamálin eða óskirn- ar eru t.d. hvort menn vilja hlýðniæfingar eða þá námskeið í almennri gangtegundaþjálfun. Út- frá þeim upplýsingum sem gefnar eru um þátttakendurna býr reið- kennarinn þjálfunaráætlun fyrir nemendurna sem farið er eftir þar til að námskeiðinu kemur. Er þessi áætlun bindandi fyrir þátt- takendurna. inn veit maður nokkurnveginn hvað bíður manns en þó kemur stundum fyrir að vandamálin eru önnur eða meiri en reiknað hafði verið með. Með þessu fyrirkomu- lagi stendur maður yfirleitt betur að vígi til að takast á við þau vandamál sem fyrir eru og þetta tryggir þátttakendum betri árang- ur út úr námskeiðunum en ella. Til þess að þetta sé hægt þarf að vera fyrir hendi tamningagerði eða jafnvel reiðhöll. Námskeið sem þessi eru ekki endilega haldin á vegum einhvers félags. — Hversu lengi hefur þú stund- að reiðkennslu? „Ef ég tel með þau ár sem ég var í þessu sem aukastarfi þá eru þau orðin tólf árin sem ég hef fengist við þetta. Frá 1976 hef ég verið í þessu sem aðalstarfi en fram að þeim tíma tók ég litla og stundum enga greiðslu fyrir, taldi maður sig bara góðan að fá að gera hlut- ina. Fáfræðin er yfirgengileg Ég hef komið á staði þar sem svo mikil fáfræði ríkti og má nefna að hestarnir voru ekki járn- aðir, reiðtygi léleg og illa notuð og þar fram eftir götum. Fáfræðin er sumstaðar yfirgengileg en þó sem betur fer ekki allstaðar. Það var meira um slíkt á fyrstu árunum í þessu og leið manni þá oft eins og sölumanni sem reyndi að selja ís- skápa í Afríku þar sem ekkert rafmagn var að hafa. Mikið er um það að fólk eignast íslenska hesta en veit ekkert hvað það er með í höndunum. Einnig er mikið um að fólk með mismunandi kunnáttu sá á sama námskeiðinu sem er mjög óheppilegt. Með auk- inni reiðkennslu og upplýsinga- streymi hefur ástandið í þessum málum stórlagast seinni árin, en betur má ef duga skal. Nú er svo komið að flestir skilja að árangur í reiðmennsku skilar sér yfirleitt seint og illa ef ekki er leitað aðstoðar á reiðnámskeiðum. Allir sem eignast íslenska hesta í Þýskalandi leita strax eða fljót- lega eftir reiðkennslu og þegar fólk hefur aflað sér grundvallar kunnáttu í reiðmennsku fara áhugamálin að greinast, sumir fara í keppni og aðrir velja sér almennar útreiðar og svo fram- vegis." Erfítt að kenna mörgum stúlkum — Hvort kynið sækir meira í hestamennsku sem áhugamál hér ytra? „Hér í Evrópu virðast stúlkur laðast meir að hestum en strákar, öfugt við það sem virðist vera á íslandi. Á námskeiðunum tveim á íslandi var t.d. aðeins ein stúlka en um tuttugu karlmenn. í Þýska- landi er ekki óalgengt að vera með hóp af stúlkum og kannski einn eða tvo stráka, það getur verið erf- itt að kenna mörgum stúlkum," segir Gundlach og hlær sinum smitandi hlátri. „Það veldur mér miklum áhyggjum að sífellt er verið að lengja þann tíma sem krakkar eru í skóla og kemur þetta óneitanlega illa niður á þeim krökkum sem eiga hesta eða vilja stunda hesta- mennsku." — Sagt hefur verið að hesta- mennska á íslenskum hestum sé oft á tiðum góð hjónabandsmiðl- un? „Ég get vel tekið undir það því segja má að stór heillastjarna sé yfir íslandshestamennskunni. Ég er búinn að fara víða þar sem ís- lenskir hestar eru og er það oftast þannig að þeir sem eiga íslenska hesta í hverju héraði eru eins og ein stór fjölskylda." Þá var Gundlach spurður um hvað honum fyndist um kunnáttu hins almenna hestamanns á ís- landi. „Þegar ég var á íslandi fylgdist ég dálítið með fólki eina helgina á Fákssvæðinu og fannst mér at- hyglisvert hversu margir voru vel ríðandi, þ.e. á góðum hestum en ekki endilega að sama skapi vel þjálfuðum. Ég tel að aðalástæðan fyrir því hversu þjálfun hestanna er ábótavant sé sú að þeir bjóða flestir upp á mjög gott tölt. Það er mjög auðvelt án mikillar fyrir- hafnar að komast hratt og þægi- lega áfram á þessum góðu töltur- um. Vegna þess hversu auðvelt þetta er, hugsa fáir um það sem hestamennskan getur boðið upp á. Æskilegt er að fólk verði hvatt til að leita sér aukinnar kunnáttu og þá dettur mér í hug tamninga- menn eða aðrir sem hlotið hafa menntun í þessum efnum og eru hæfir til að miðla sinni kunnáttu. En þessir menn ættu ekki bara að taka að sér reiðkennslu í auknum mæli, heldur ættu þeir einnig að vera til fyrirmyndar í sinni hesta- mennsku ekki bara á hestamótum og sýningum heldur alltaf. Einnig er mikilvægt fyrir þá sem stunda tamningar og reið- kennslu að leita sér reglulega endurmenntunar og framhalds- þjálfunar, ekki bara einu sinni, tvisvar eða þrisvar heldur reglu- lega allan feril sinn sem tamn- ingamenn. I prófi Félags tamningamanna væri æskilegt að þess yrði krafist að próftaki sanni hæfni sína til reiðkennslu. Það gæti orðið til þess að tamningamenn ynnu ekki eingöngu með unga hesta og við þjálfun sýningahesta heldur gætu þeir með kennslu haft áhrif til góðs hver á sínum stað um hinar dreifðu byggðir landsins og bætt og fegrað reiðmennskuna." — Hvað finnst þér um sýning- una í Garðabæ? Stórkostlegt tækifæri fyrir mig „Mér fannst sýningin mjög vel skipulögð. Ég held að hversu vel tókst til sé mikið að þakka Eyjólfi Isólfssyni. Hann virðist hugsa svipað og við Þjóðverjar myndum gera undir slíkum kringumstæð- um. Tímasetningar voru nákvæm- ar og hlutirnir gengu snurðulaust fyrir sig undir öruggri stjórn hans. Vegna þess hve nákvæmt skipulagið á þessu öllu var gat sýningin tekist eins og raun bar vitni. Fyrir mig var þetta stórkostlegt tækifæri að sjá bestu hesta lands- ins samankomna á einum stað og var tvímælalaust áhrifamesta sýning sem ég hef nokkurn tíma séð. Staðurinn virðist heppilegur fyrir sýningar sem þessa. Mér fannst vafamál hvort það borgaði sig að hafa „Topp-sýningu" tvisv- ar á dag. Ég efast um að það fáist tvisvar full áhorfendatala. í lokin vil ég geta þess að það var ánægjulegt fyrir mig að fá tækifæri til þess að taka þátt í sýningunni á „Hestadögum" og kemur þessi þátttaka mín í sýn- ingunni mér til góða í mínu starfi." 21200 bein lína ráðlcggingasími sparifjáreigenda |) BÚNAÐARBANKINN *\) TRAUSTUR BANKI SiÖumúla 33 simar 81722 og 38125
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.