Morgunblaðið - 24.01.1985, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 1985
51
VELVAKANDI
SVARAR I SÍMA
10100 KL. 11-12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
‘lr r\M r/JArnivi-tiM'U ir
Hverjir
eru
hræsn-
arar?
H. Kr. skrifar:
Friðrik Einarsson víkur nokkr-
um orðum að bindindismönnum í
Velvakanda þann 17. janúar sl.
Honum finnst lítið fara fyrir
mótmælum bindindismanna gegn
kránum sem hér selja svokallað
bjórlíki. Því er rétt að hann fái að
vita að fyrir tilstuðlan bindind-
ismanna hefur verið athugað
hvernig sú starfsemi félli að lög-
um landsins. Saksóknari telur að
ekki sé hægt að koma lögum yfir
menn þó að þeir sulli saman, svo
að orðalag Friðriks sé notað,
drykkjum sem frjálst er að selja í
landinu.
Hitt er svo annað mál að við
lítum margir svo á að undanþágur
þær sem notaðar eru til að koma
bjór inn í landið séu ekki lögum
samkvæmt. Samkvæmt toll-
skrárlögum er farmönnum heimil-
að að koma með áfengan bjór.
Utan við öll lög lét fjármálaráðh-
erra einn selja slíkan bjór í frí-
höfninni. Því hefur verið vísað til
dómstóla og fæst væntanlega ein-
hver úrskurður í því efni.
Bindindismenn flestir telja líka
að stöðva ætti sölu á bruggefnum
áfengis í verslunum landsins.
Þetta er rifjað hér upp til að
mótmæla brigsli Friðriks um
hræsni og yfirdrepsskap. Þau orð
Bréfritari segir að bindindismenn telji að stöðva ætti sölu á bruggefnum
áfengis í verslunum landsins, en sem kunnugt er tíðkast brugg á öli og víni
víða í heimahúsum.
geta átt við þá sem þykjast vinna
gegn vímuefnaneyslu en eru
talsmenn og útbreiðsluþjónar
þeirra eiturefna sem allir byrja á.
Þar er hræsnin og yfirdreps-
skapurinn.
Guðrækinn maður
ar lítilmagnanum
hjálp-
Bankastarfsmaður skrifar:
„Ágæti Velvakandi.
í Velvakanda 16.1. 1985 var
grein eftir I.A. undir fyrirsögninni
„Réttur hins ófædda barns". Þessi
undarlega „umhyggja" og afleidda
„samúð“ sumra manna gagnvart
fóstri er hvimleið og ekkert annað
en dulbúin hræsni af versta tagi,
og er ég búin að fá nóg af þessu.
Kemur réttur móðurinnar og
barna hennar á eftir rétti ófædds
barns? „Vei þeim, sem veita ranga
úrskurði til þess að halla rétti fá-
tækra og ræna lögum hina nauð-
stöddu á meðal fólks míns, til þess
að ekkjurnar verði þeim að her-
fangi og þeir fái að kúga munaðar-
leysingjana." Jes. 10, 1—33. „Vei
þeim, sem víkja frá boðum þinum,
Drottinn, til þess að kenna manna
borðorð,“ Sálm. 146, 3—10 og 94,
3- 15.
Ég hef lesið Biblíuna síðastliðin
2 ár, en hvergi í þessari Heilögu
Ritningu er minnst á „rétt hins
ófædda barns“. Aftur á móti
stendur þar oft skrifað um „ekkjur
og föðurleysingja", um „lítilmagn-
ann, um „þersa minna minnstu
bræðra" og rétt þeirra í kristilegu
samfélagi. En þau sem minna
mega sín, hafa þau nokkurn tfma
fengið samúð og hjálp samfélags-
ins? Ekki einu sinni þegar um
svokölluð „kristileg" samfélög er
að ræða (sjá bréf Söru Jóhanns í
Velvakanda, 3.1. 1985). Og þetta
má lesa í Jakobsbréfi: „Ef einhver
þykist vera guðrækinn, þá hjálpar
hann lítilmagnanum. Hrein og
flekklaus guðrækni fyrir Guði og
Föður er þetta: Að vitja munað-
arlausra og ekkna í þrengingu
þeirra og varðveita sjálfan sig
óflekkaðan af heiminum."
Sjálfur þurfti ég að hætta námi
(var alltaf meðal þeirra efstu í
bekknum), og fara út i atvinnulífið
svo að við myndum lifa þetta af.
Knginn í þessu þjóðfélagi, fyrir
utan einn prest, vildi aðstoða móð-
ur mína, en allt var gert til að
niðurlægja og eyðileggja hana og
börnin hennar af hálfu opinberrar
stofnunar. í fyrra báðum við
Hjálparstofnun kirkjunnar um
lögfræðilega aðstoð í trygginga-
málum. Hún hefur enn ekki svar-
að okkur. Við eigum heima í
heilsuspillandi húsnæði á vegum
borgarinnar, af því að bróðir minn
og ég getum ekki lagt fram neina
fyrirframgreiðslu af launum okk-
ar fyrir mannsæmandi íbúð (hús).
Samt skuldar ríkið okkur margar
milljónir.
Já, þjóð, sem lætur slíkt við-
gangast óátalið, er sannarlega á
niðurleið.
P.S. Samkvæmt kenningum
Edgars Cayce og fjölda annarra
fræðimanna á þessu sviði, kemur
sálin ekki inn í líkamann fyrr en
fyrsti andinn er dreginn. Og þegar
sá síðasti hnígur, hverfur sálin
aftur til síns fyrri heimkynna
(Jóh. 3, 7—8). Ekki eru allir jarð-
arbúar jafn fáfróðir og I.A. gefur í
skyn, því að vitað er að % af
íbúum jarðarinnar viðurkenna
staðreyndir endurfæðingar, enda
kenndi Jesús það einnig, Matteus
16, 18. En því miður hafa
klerkarnir haldið sig við kenningu
kirkjunnar í stað þess að boða
sannleikann sem Biblían veitir.
„Enginn getur séð guðsríki nema
hann endurfæðist. Og enginn hef-
ur stigið upp til himins, nema sá
er niður sté af himni — manns-
sonurinn." Jóh. 3, 3—13 og Matte-
us 17,1-3.
e2P S\GGA V/6GÁ t \nvtmi
Hverfisteinar
Sambyggöur hverfisteinn meö hjóli til blautslípunar
og hjóli úr gúmmíbundnum ál-ögnum til brýningar.
Hljóölátur iönaöarmót-
or 200W, 220v, 50 HZ,
einfasa, snýst 70 snún-
inga á mín.
Laust vatnsílát.
Sérstök stýring fyrir
sporjárn o.þ.h.
Verd kr. 6.480.-
Laugavegi 29
Símar 24320 — 24321 — 24322.
Ananaustum
SÍMI 28855
Með Létt og
mett
Stórkostlegur
árangur!
Hér er um fljótvirka og áhrifaríka aöferö
aö ræöa, sem skaöar ekki líkamann.
Aögerðin byggir á dufti og töflum, sem
innihalda öll steinefni og vítamín, sem
líkaminn þarfnast.
Duftiö sem heitir
„Létt og mett“
er blandaö út í te, kaffi, svaladrykk,
buljong — eöa þaö sem hver og einn
telur best (súrmjólk, léttmjólk eöa saft).
Milli mála eru töflurnar notaöar, en þær
eru mjög próteinríkar. Þessa megrunar-
aöferö má einnig nota á rólegri hátt —
t.d. meö því aö sleppa einni máltíö á
dag. Fyrir þá, sem vilja losna viö allt aö
10 kíló, er þetta mjög þægileg aöferö
og kemur í veg fyrir hörgulsjúkdóma.
Stærri
kröfu.
Dr. Jan Engelsson hefur
sjálfur reynt „Létt og
mett“ og misst 9 kíló é
einum mánuöi.
pantanir sendast gegn póst
Nýjung
— Sérstök formbelti nýkomin
— hjálpa til viö megrun — Lótt
og mett.
Kirkjumunir,
Kirkjustræti 10, 101 Reykjavík.