Morgunblaðið - 24.01.1985, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 1985
Lokastaðan á
svædamótinu
U
99
Skák
Margeir Pétursson
SVÆÐAMÓTI Norður-
landa lauk í Gausdal í Nor-
egi fyrir síðustu helgi. Mót-
iö var afskaplega jafnt og
spennandi og strax um
miðbikiö var sýnt að hverf-
andi líkur væru á því að ein-
um keppanda tækist að
stinga hina af og hreppa
eina örugga sætið á milli-
svæðamóti sem teflt var
um. Raunin varð líka sú að
við Simen Agdestein frá
Noregi urðum jafnir og efst-
ir eftir geysilega harða
keppni og verðum við að
tefia einvígi um örugga sæt-
ið, en sá sem tapar einvígi
okkar verður að tefla nýtt
einvígi við þann sem verður
annar á svæðamóti í ísrael
sem hefst innan skamms.
Svo sem sjá má af meðfylgj-
andi töflu var óvenju lítið um
jafntefli á mótinu, a.m.k. mun
minna en á alþjóðlegum mótum
af sambærilegum styrkleika.
Það var því fremur sorglegt að
mótið skyldi vera teflt á svo af-
skekktum stað sem Gausdal, því
áhorfendur voru sárafáir.
Það sem einna mesta athygli
vakti var að Bent Larsen var
sleginn út, en hann hefur teflt á
öllum millisvæðamótum síðan
1965 og þar af unnið þrjú! Það
hefur því vafalaust verið mikið
áfall fyrir hann að vera sleginn
út strax á svæðamóti, en hann
mun nú hyggja á grimmilegar
hefndir á Reykjavíkurskákmót-
inu í febrúar. Nærvera hans gaf
svæðamótinu að sjálfsögðu stór-
aukið gildi og þar tefldu flestall-
ir sterkustu skákmenn Norður-
landa, að Andersson undanskild-
um. Hann kemst beint á milli-
svæðamót vegna hárra skákstiga
sinna. Við íslendingarnir vorum
allir í toppbaráttunni en stríðs-
gæfan snerist þeim Jóhanni og
Helga í óhag á mikilvægum
augnablikum.
Eg fékk óskabyrjun með því að
vinna Larsen I æsispennandi
skák, sem ég get ekki stillt mig
um að birta hér með mun ýtar-
legri skýringum en þegar hún
kom fyrst hér í hlaðinu. Skákin
er bæði frumleg, skemmtileg og
gölluð, sem sagt skák sem áhorf-
endum líkar vel og hefði hún því
átt betur heima á afmælismóti
Skáksambandsins í febrúar en í
norskum afdal.
Hvítt: Bent Larsen
Svart: Margeir Pétursson
Tarrasch-vörn
1. c4 — Rf5, 2. g3 — e6, 3. b3
Slikar vængtaflsbyrjanir voru
töluvert vinsælar fyrir 12—15
árum, en hafa nú að mestu vikið
fyrir beinskeyttari byrjunum.
Larsen er kreddufullur áhang-
andi þessarar leikjaraðar og
lendir nú í afbrigði af Tarrasch-
vörn, sem talið er bitlaust fyrir
hvítan, og það ekki í fyrsta
skipti.
3. — d5, 4. Rf3 — c5, 5. Bg2 —
Rc6, 6. (M) — Be7, 7. cxd5 — exd5,
8. d4 — 0-0, 9. Bb2 — Re4
Annar ágætur möguleiki er 9.
— He8, 10. Rc3 — Bg4. Þannig
hef ég oft teflt, en fannst of
freistandi að láta reyna á hvað
Larsen hefði í pokahorninu gegn
leikaðferð þeirri sem Kasparov
beitti gegn honum á stórmótinu í
Niksic 1983.
10. Rc3 — Bf6, ll.Ra4 — b6
Þessi tilraun til að styrkja
miðborðið varð mjög þekkt eftir
áðurnefnda skák Larsens og
Kasparovs (en hafði reyndar áð-
ur verið notuð á sovézku móti)
sem tefldist þannig 11. — He8,
12. Hcl - b6, 13. dxc5 - Bxb2,
14.Rxb2 - bxc5,15. Ra4 - Ba6!,
16. Hel - c4, 17. Rh4?! - (17:
Rd2! er betra. í skákinni Arl-
andi-Karl Þorsteins, heims-
meistaramóti unglinga 1984,
náði hvítur yfirhöndinni eftir 17.
— Dg5,18. Rxe4 — dxe4,19. bxc4
— Had8, 20. Db3 - Rd4, 21. De3
— Da5?!, 22. Hedl!) Da5,18. Rf5
— g6,19. Rd4 — Hac8 og svartur
stendur vel að vígi.
11. — b5? er hins vegar gildra
sem margir hafa fallið í: 12.
Rxc5! — Rxc5,13. Hcl og svartur
er í miklum vandræðum.
12. Hcl — Ba6, 13. dxc5 — Bxb2,
14. Rxb2 — bxc5, 15. Rd3!?
15. Ra4 — He8, hefði leitt til
sömu stöðu og hjá Larsen og
Kasparov. Þessi nýi leikur Dan-
ans virðist ekki blása nýju lífi i
afbrigðið.
— He8, 16. Hel
Tveir Kúbumenn tefldu nýlega
þannig 16. Rf4 — Rb4, 17. Rd2
— Rxa2, 18. Rxe4 — Rxcl, 19.
Rc3 — g5, 20. Dxcl — gxf4, 21.
Bxd5 og flækurnar reyndust
hvítum hagstæðar. 16. — d4
hefði því verið mun sterkara.
16. - Db6!
Þarna stendur drottningin vel
og 17. Rf4 má nú svara með 17.
— d4,18. Rd5 — Dd8. Þá forðast
svartur gildruna 17 — De7?, 18.
Rxc5 — Rxc5!, 19. Dc2 og hvítur
nær mun betri stöðu. Eftir 17. —
Db6 má svara 18. Rxc5? með
Rxc5, 19. Dxd5 - Re4!, 20. Dxc6
— Dxf2+, 21. Khl - Bxe2, 22.
Hc2 - Bxf3!, 23. Hxf2 - Rxf2+,
24. Kgl — Bxc6.
17. e3 — Had8, 18. Bfl — c4!
Hvassara en 18. — d4, sem þó
myndi einnig gefa svörtum góða
stöðu, því eftir 19. exd4 — cxd4
gengur 20. Hxc6? ekki vegna 20.
— Dxc6, 21. Rb4 - Db6,22. Rxa6
— d3! og livítur fellur á sjálfs sín
bragði. 18. — d4 hefur hins vegar
þann galla að hvitur er reiðubú-
inn til að skorða svarta frípeðið
af og Rd3 stendur vel.
19. Rf4 — Rb4, 20. Hal
Þvingað því eftir 20. a3? er
Ra2! sterkt.
— Df6, 21. Kg2
Svartur hótaði að ieika 21. —
Rd3.
— Rc3?
Eftir nákvæma byrjanatafl-
mennsku lendir svartur nú gjör-
samlega á villigötum. Mun
sterkara var að notfæra sér an-
kannalega kóngsstöðu hvits og
leika 21. — Bb7! Eftir þann leik
stendur svartur mun betur.
Helstu afbrigðin eru:
1) 22. Dd4? - Rc2
2) 22. Rd4 - g5 (22. - Rc6!?), 23.
Rh3 6 Bc8, 24. g4 — h5 með yfir-
burðastöðu.
3) 22. Kgl - g5, 23. Rh5 - Df5,
24. h3! (eini leikurinn) — d4! og
flækjurnar sem fylgja í kjölfarið
virðast svörtum í hag.
4) 22. h4 — d4!, 23. exd4 — Rc3,
24. Dd2 - Bxf3+, 25. Kxf3 -
Dc6+, 26. Kg4!? — Re4! og hvítur
er glataður.
22. — Dcl!
Larsen gripur auðvitað tæki-
færið, en fellur ekki í gildruna
22. Dd2? - Rcxa2, 23. Hxa2 -
c3. Nú hefði svartur átt að snúa
frá villu síns vegar og leika 22.
— Re4 eða 22. - d4!?
— Rcxa2?!, 23. Da3 - cxb3, 24.
Dxb3
Af einhverjum furðulegum
ástæðum reiknaði ég aðeins með
24. Bxa6 — Dxa6, 25. Dxb3 —
Dc4 er ég lék 21. — Rc3? Nú var
öruggast að leika 24. — Bxfl+,
25. Kxfl - Dc3, 26. Dxc3 -
Rxc3, 27. Hxa7 með heldur betra
endatafli á hvítt, en ég gerði til-
raun til að halda frumkvæðinu:
— Bc4!, 25. Bxc4 — dxc4, 26. Dxc4
— Hc8, 27. Db3 - Dc3, 28. Da4
Larsen teflir að sjálfsögðu til
vinnings. eftir 28. Dxc3 — Hxc3,
29. He2 — Ha3 er svartur í eng-
um vandræðum en nú fór hið
afvegaleidda svarta riddarapar
að valda mér þungum áhyggjum.
Hvítur hótar einfaldlega 29. He2
og 28. — Db2? má svara með 29.
Hxa2! Ég lék eina leiknum:
— Dc4, 29. Hebl?!
29. Dxa7?! var vægast sagt
hæpið vegna hins lúmska leiks
29. — Dc6! með tveimur hótun-
um: 30. — Ha8, 31. Dd4 — Rc2 og
30. — g5, 31. Re2 — g4. Larsen
hafði nú þegar eygt möguleika á
kóngssókn og hafnaði því örugg-
um leikjum á borð við 29. Rd4 og
29. h4. Að öllum líkindum hefur
hann ofmetið stöðu sína.
— a5
30. Dxa5!?
Fórnar skiptamun en það
fannst vart önnur leið til að tefla
til vinnings, því 30. Hb2 er svar-
að með 30. — Rcl!
— Ha8, 31. Dh5 — Rc2
32. Hb6!!
Tíminn var nú orðinn afar
knappur og Larsen hikaði lengi
fyrir þennan djarfa en nauðsyn-
lega leik. Hann hafði upphaflega
ætlað sér að leika 32. Hb7 en sá
nú að eftir 32. — Rxal, 33. Rg5
getur svartur einfaldlega leikið
33. - Dc6.
— Rxal
Ef einhverjum hefur fundist
svarta riddaraparið afkáralega
staðsett á a2 og b4 hlýtur hinum
sama gjörsamlega að blöskra
núverandi staðsetning þeirra á
al og a2. Ég hélt reyndar að slík-
ar stöður gætu aðeins komið upp
í skákdæmum, eða þá hjá byrj-
endum sem hefðu misskilið
markmið skákarinnar og talið að
það væri að koma riddurunum
upp í borð hjá andstæðingnum.
33. Rg5 - h6, 34. Hxh6!
Eina leiðin til að halda áfram
sókninni. Ef Larsen hefði unnið
skákina hefði hún ábyggilega
orðið ódauðleg.
- gxh6, 35. Dxh6 — Ha6
Eftir þennan leik átti ég að-
eins 15 sekúndur eftir, en Larsen
átti ca. 2 mínútur sem hann
eyddi mestu af á næsta leik sinn.
36. Dh7+ — Kf8, 37. e4!?
Reynir að grugga vatnið í
tímahrakinu. Eftir 37. Rfe6+ —
Dxe6, 38. Rxe6+ — Hexe6, 39.
Dh8+ — Ke7, 40. Dxal -kemur
upp vandmetin staða sem er
sennilega jafntefli.
— HI6!, 38. Rd5 — Hxf2+, 39.
Kxf2 — Dd4+, 40. Kf3?
Svartur hefur ratað á einu
vörnina og í síðasta leik fyrir
tímamörkin finnur Larsen ekki
eina leikinn, enda enginn tími til
að hugsa: 40. Kg2! hefði haldið
jafntefli sbr. afbrigðin:
1) 40. - Dd2+, 41. Kh3 - Dxg5,
42. Dh8+ - Dg8, 43. Dh6+ —
Dg7, 44. Dd6+ (Larsen sá ekki
þessa snjöllu vendingu) — Kg8,
45. Rf6+ — Kh8, 46. Df4!! og hvít-
ur heldur jöfnu.
2) 40. — Dg7,41. Dh4 með hótun-
inni 42. Rf6. 1 þessari stöðu hef-
ur hvítur fullnægjandi mótvægi
því 41. — Dg6 má svara með 42.
Dh8 og 41. - f6 með 42. Rxf6!
— Dg7, 41. Df5
41. Dh4 mátti nú svara með 41.
- f6!
í þessari fáránlegu stöðu fór
skákin í bið. Svartur er að vísu
hrók yfir en mér leist ekki meira
en svo á stöðuna, því á kóngs-
vængnum er það hvítur sem hef-
ur liðsyfirburði og riddarapar
hans gerir honum kleift að búa
til óteljandi gildrur. í hléinu
sagði Jóhann Hjartarson vafa-
laust réttilega að það þyrfti
geðsjúkling með ofsóknarbrjál-
æði til að tefla svörtu stöðuna.
(Hvílík hvatning!) Okkur Jó-
hanni og Helga tókst þó að finna
góða varnaráætlun fyrir svartan
og í framhaldinu gafst Larsen
upp þegar riddaraparið góða var
komið í leikinn:
— Dg6 (biðleikurinn sem var
þvingaður), 42. Df4 — Rc2, 43.
Rf6 — Hd8, 44. De5 — Rd4+, 45.
Kg2 - Rc6, 46. Db2 — Rab4, 47.
h4 — Ke7! og hvítur gafst upp.
s
10
1±
12
AGÞESTEIN (No'ey)
MP\RGE\R PÉTUKSSON
L A RS EN CDannmórkLc)
JÓHANN HTARTARS.
HBLOI QIF\F5S0N
HANSEN CDannórku)
ÖSTEN 5TADCNore.<ji)
SCNUSSLER CSv'h'oZ)
ERNST (Sr't>j6&)
VR JÖL f\ Cf~ir\n )
l/VESTERINEN (Rwl.)
MOEN (Noraqi)
STIÓ-
25-Qö
25ZS
2520
2530
2515
1505
2325
2^55
zvso
2500
2V2Q
2330
VINN.
ftÖÐ
1-Z.
1-2.
5-T
£±
S_
±_
ia
w
/2.