Morgunblaðið - 24.01.1985, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.01.1985, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 1985 Einkasjónvarp í undirbúningi í Frakklandi VGGNA vaxandi þrýatings frá al- menningi gerir Francois Mitterrand, forseti Frakklands, væntanlega grein fyrir því í þessari viku, með hvaða hætti komið verði á fót frjáls- um sjóvarpsstöðvum í landinu, sem keppa eiga við þær þrjár sjónvarps- rásir, er franska ríkið starfrækir. Markmiðið er að koma á svipuðu fyrirkomulagi og í Bretlandi, þar sem bæði hið opinbera og einkaaðil- ar reka sjónvarpsstöðvar. Mitterrand skýrði hinn 4. janú- ar sl. frá þeim áformum sínum að leyfa einkaaðilum að hefja sjón- varpsrekstur, en gerði að öðru leyti ekki nánari grein fyrir þess- um áformum. Samkvæmt heimild- um innan frönsku stjórnarinnar tók forsetinn þessa ákvörðun vegna þrýstings frá nokkrum ráðherrum sinum, stórum fjöl- miðlafyrirtækjum, sveitarfélögum og ólöglegum „sjóræningja“-sjón- varpsstöðvum, sem þotið hafa upp víðs vegar um Frakkland. Ef leyfður yrði einkarekstur á sviði sjónvarps, þá væri það fyrsta skrefið í þá átt að binda endi á þá ríkiseinokun á frönsku sjónvarpi, sem komst á eftir heimsstyrjöld- ina síðari. Þetta kæmi í kjölfar þeirrar ákvörðunar stjórnarinnar 1f>«2 að leyfa 1000 útvarpsstöðvar einkaaðila, sem starfa við hlið ríkisreknu útvarpstöðvanna. Þeirri skoðun hefur vaxið ás- megin að losa þurfi franskt hljóð- varp og sjónvarp undan stjórn ríkisins. Hinn 10. desember sl. fóru um 100.000 manns - aðallega ungt fólk - í mótmælagöngu gegn tímabundnu banni við starfsemi nokkurra FM-útvarpsstöðva í Par- ís. „Það sýndi okkur, hve við- kvæmt þetta deilumál er,“ er haft eftir einum af ráðgjöfum Mitterr- ands í málefnum fjölmiðlanna. Margar sjónvarpsstöðvar á veg- um einkaaðila hafa þegar hafið ólöglegar útsendingar, en þeim hefur jafnan verið lokað fljótlega af lögreglunni. Þessir einkaaðilar vilja fá að koma á fót ýmist stað- bundnum eða svæðisbundnum stöðvum eða þá stöðvum, sem ná til landsins alls og eiga þessar stöðvar að fá að treysta á auglýs- ingjatekjur með afkomu sína. Enda þótt ekki hafi enn verið tekin ákvörðun um mörg einstök atriði, þá er það markmið stjórn- arinnar að koma upp kerfi, hugs- anlega þegar snemma á næsta ári, þar sem leyfðar verða sjónvarps- stöðvar einkaaðila jafnt sem sjón- varpsstöðvar á vegum ríkisins. Höfðu betur gegn Bakkus Hér á myndinni eru þrjár kunnar konur, Lisa Minelli, Elizabeth Taylor og Betty Ford, tvær leikkonur og fyrrverandi forsetafrú, sem allar eiga það sameiginlegt að hafa verið áfengissjúklingar. Þegar Betty hafði unnið bug á alkóhólismanum setti hún á fót stofnun fyrir þá, sem ratað höfðu í sömu ógæfu og hún, og síðan hefur unnist þar margur sigurinn ( stríðinu við Bakkus konung. Þær Liza og Taylor kunna báðar að segja sögur af því. Dagblað í Indlandi: „Indverjar eiga engin leyndarmál Þau eru öll í umferð hingað og þangað“ Nýju Delhí, 23. jasúar. AP. HÁTTSfc'riTIM embættismanni í indverska varnarmálaráðuneytinu, Bandaríski sjóherinn tók þessa mynd af sovéskum kjarnorkukafbát í Atlantshafinu í október 1970. Eldur hafði riski sjóherinn tók þessa mynd af so' tið upp um borð og margir látið lífið. Sovétmenn leyndu alvarlegum slysum kjarnorkukafbáta NÝBIKT skjöl bandarísku leyni- þjónustunnar CIA leiða í Ijós að á árunum 1966—1981 lentu kjarn- orkuknúnir kafbátar Sovétmanna fjórum sinnum í alvarlegum slys- um, sem aldrei var frá greint opinberlega. Það var bandaríska sjónvarpsstöðin CBS, sem skýrði frá þessu fyrir nokkrum dögum. Skjöl CIA leiða ennfremur í ljós ný atriði í sambandi við slys það er henti sovéska ísbrjótinn Lenin fyrir tæpum tveimur ára- tugum. Nú er ljóst að kjarn- kleyft efni í kjarnaofni skipsins bráðnaði og hættuleg geislun siapp út; 30 manns létust og margir til viðbótar slösuðust. I ljósi þessara upplýsinga verður að telja atvik þetta eitt alvarleg- asta kjarnorkuslys fyrr og síðar. Árið 1966 lak geislavirkt efni frá kjarnorkuknúnum kafbát er hann var staddur skammt frá Poljarnyj, sem er ekki langt frá höfuðstöðvum Norðurhafsflot- ans á Kólaskaga. Áhöfnin varð skelfingu lostin og einhverjir úr sveit viðgerðarmanna kunna að hafa látið lífið vegna geislunar. Einhvern tíma á árunum 1966—1968 kom upp mikill eldur í kjarnorkuknúnum kafbát, sem var á siglingu undir heims- skautaísnum á Norðurpólnum. Margir slösuðust, en ekki er vit- að til þess að geislavirkt efni hafi lekið út. í október 1976 kviknaði í kjarnorkuknúnum kafbát, sem var á siglingu í Atlantshafi. Þrír úr áhöfninni létu lífið. Snemma í september 1981 sendi kjarnorkuknúinn kafbátur í Eystrasalti frá sér neyðar- merki og var dreginn til hafnar í Sovétríkjunum í skjóli myrkurs. Margir úr áhöfninni létust vegna „alvarlegra geislaáhrifa". í CIA-skýrslunni, sem CBS vitnaði til, koma ennfremur fram nákvæmari upplýsingar, en hingað til hefur verið unnt að afla, um tildrög og afleiðingar sjö annarra kjarnorkuslysa, er hent hafa sovéska kafbáta sl. hálfan annan áratug. Heimild: Jane’s Defense Weekly 19. janúar. þeirri deild þess, sem hefur með vopnaframleiðsluna að gera, hefur verið skipað að láta af störfum með- an verið er að kanna hlut hans í njósnamálinu mikla. M.C. Sarin, yfirmanni vopnafram- leiðsludeildar varnarmálaráðu- neytisins, var skipað að hætta störf- um eftir að aðstoðarmaður hans var handtekinn um síðustu helgi en hon- um er gefið að sök að hafa látið leyniskjöl af hendi við erlenda menn. A.m.k. fimm aðrir starfsmenn varnarmálaráðuneytisins hafa verið handteknir fyrir sömu sakir. Indverska fréttastofan segir, að rúmlega 60 háttsettir embættis- menn i stjórnarskrifstofum, her og leyniþjónustunni séu grunaðir um njósnir og að auk þess sé verið að athuga mál um 2000 óbreyttra borgara, sem unnið hafa að ein- hverjum verkefnum fyrir hið opinbera. Dagblaðið The Hindustani Times segir, að hollenskur kaup- sýslumaður, sem nefndur er Coomar Narain, hafi keypt ljósrit af leyniskjölum hersins og komið þeim áfram í hendur Alain Bolley, hermálafulltrúa franska sendi- ráðsins, sem nú er farinn úr landi. Meðal upplýsinganna var að finna áætlanir um hvernig öryggis Gandhi, forsætisráðherra, skyldi gætt, frásagnir af umræðum í rík- isstjórninni og tillögur um þróun leysitækni og hernaðarlegan við- búnað til að mæta hugsanlegri innrás frá Pakistan. Ýmsar vinkonur Narains liggja einnig undir grun en þær héldu að sögn margar og veglegar veislur fyrir embættismenn ríkisstjórnar- innar. Sumar kvennanna fara nú huldu höfði vegna þessa máls. Við húsleit á heimilum þeirra, sem handteknir hafa verið, hafa fundist um 300 leyndarskjöl upp á þúsundir blaðsíðna og er í þeim m.a. fjallað um vopnakaup Ind- verja, kjarnorku- og geimrann- sóknir, tæknilega samvinnu við önnur riki, starfsemi leyniþjón- ustunnar, afstöðu stjórnarinnar til Sri Lanka og Pakistan, við- kvæm umræðuefni á ríkisstjórn- arfundum og hermál. Sonarsyni Axels Springer rænt Cbur, Sviss, 23. janúar. AP. SVEN-AXEL Springer, nítján ára son- arsvni vestur-þýzka útgefandans Axel Springer, sem var rænt í fjallaþorpi í Sviss á mánudag, var látinn laus á flugvellinum í Ziiricli í kvöld, að sögn lögreglu. Lögregla rauf í kvöld tveggja sól- arhringa fréttabann af atburðinum og sagði fjölskyldu piltsins í Miin- chen hafa fengið skilaboð frá ræn- ingjunum, þar sem krafizt var 15 milljóna þýzkra marka í lausnar- gjald. Þremur stundum seinna spurðist út að hann hefði verið lát- inn laus. Óljóst er hverjir stóðu að ráninu, en Axel Springer hefur ítrekað orðið fyrir árásum vinstri róttæklinga. Tjón hefur verið unnið á byggingum fyrirtækis hans í Hamborg og V-Berlín í mótmælaaðgerðum og fjallakofi hans í Sviss var brenndur til grunna 1975. Sven-Axel er sonur Sven Spring- er, kunns Ijósmyndara sem fyrirfór sér fyrir fáeinum árum. Útgefandinn Axei Cesar Springer styður á öxl sonarsonar síns, Axels Svens Springer, við útför foður Axels Svens, sonar Axels Cesar, 1980. Símamynd/AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.