Morgunblaðið - 26.01.1985, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 1985
Áskorun til foreldra-
félaga grunnskólanna
- eftir Hildi
Friðriksdóttur
Getur nemandi í fyrstu bekkj-
um grunnskóla fengið jafn mik-
ið eða e.t.v. meira út úr hálfu
skólaársnámi en heilu? Já, þetta
er einkennileg spurning. En lít-
um nánar á.
Ég vil víkja allmörg ár aftur í
tímann til þess tíma, er nem-
endum var skipt í bekki eftir
getu. Þá voru allt upp í 32 börn í
bekk — og gekk bara ljómandi
vel að láta alla fylgjast með. AIL
ir voru á sama stað í lestrarbók-
inni, allir voru á sama stað í reikn-
ingsbókinni o.s.frv. Allir sátu
kyrrir í sætum sínum í tímum. En
þeir sem gátu ekki lært og þeir
sem nenntu ekki að læra, en höfðu
getu til þess, lentu í „tossabekk"
og áttu sér vart viðreisnar von
þegar fram í sótti.
Eg er ekki að mæla með aftur-
hvarfi til þessa tíma, því mér er
sagt af kennurum að eins og
skipulagið er í dag læri börnin
miklu meira að meta önnur börn
eftir öðrum verðleikum þeirra en
bara námsárangri. En lítum á
hvernig bekkjakerfið er í dag. Ég
ætla að taka það fram, að ég er
aðallega að fjalla um aldur-
shópinn 7—9 ára, því þar þekki ég
bezt til. Það má vera að þegar
börnin eru komin upp í 10 ára
bekk séu þau orðin meira sam-
stíga eða auðveldara sé að kenna
öllum þessum fjölda saman.
Algengt er nú að fjöldi barna í
bekk sé 24 nemendur og jafnvel
upp undir 30. En samkvæmt
grunnskólalögum skal skipta
börnum í tvo bekki, ef fjöldinn fer
yfir 30 nemendur. En þetta gengur
bara ekki svona, þetta er allof erf-
itt fyrir kennara og nemendur.
Og hvers vegna, kynni einhver
að spyrja.
Jú, það er m.a. vegna þess, að
þessir krakkar eru í blönduðum
bekkjum, sem þýðir að slakir
nemendur og framúrskarandi
nemendur sitja í sama bekk.
Starfsnám
Verzlunarráö íslands auglýsir eftir umsækjend-
um um starfsnám hjá fyrirtækjum innan ráðsins,
frá 1. febrúar til 30. apríl næstkomandi.
Hvað er starfsnám?
Starfsnám er kynning á starfssviöi og
einstökum þáttum í starfsemi fyrirtæk-
is. Nemendur fá yfirsýn yfir starfsem-
ina og veröa þannig betur í stakk búnir
aö velja sér starf viö hæfi eöa ákveöa
frekara nám. Ekki er veitt þjálfun í
neinu einu starfi.
Markmið
Markmiö meö starfsnámi Verzlunar-
ráös Islands er aÖ auka tengsl atvinnu-
lífs og skóla meö því aö bjóöa hagnýtt
nám innan veggja fyrirtækja.
Framkvœmd
Starfsnámiö tekur 3 mánuöi. UnniÖ er
eftir námsáætlun sem liggur fyrir áöur
en nám hefst. Á námstímanum fá nem-
ar styrk sem samsvarar hálfum lág-
markslaunum.
Fyrir hverja?
Starfsnámið er einkum ætlaö ungu
fólki sem er aö velja sér framtíöarstarf
eöa ákveöa námsleiöir. Ennfremur
gæti starfsnámið verið vettvangur fyrir
fólk á öllum aldri, sem hefur í hyggju
aö skipta um starf.
Fyrirtœkin
Fyrirtækin sem bjóða starfsnám eru úr
ýmsum greinum atvinnulífsins, trygg-
ingum, tölvuþjónustu, iðnaði, innflutn-
ingsverslun, samgöngum o.fl. Þau hafa
það sammerkt aö vera meö umfangs-
mikla og fjölbreytta starfsemi.
Umsókn
Umsóknareyöublöö fást á skrifstofu
Verzlunarráös íslands ásamt öllum
nánari upplýsingum. Þeir sem hafa
áhuga eru hvattir til aö hafa samband
við skrifstofu Verzlunarráösins sem
fyrst.
yí
VERZLUNARRÁÐ
ÍSLANDS
Hús verslunarinnar
108 Reykjavík, sími 83088
„Ég vil að lokum skora
á foreldrafélög í öllum
grunnskólum að senda
áskorun til viðeigandi
yfirvalda að gera þá
breytingu á grunnskóla-
lögum að fjöldi nem-
enda fari ekki yfir 24
nemendur í bekk, en
reyni jafnframt að halda
þeim innan við 20.“
Þetta þýðir að sjálfsögðu að t.d.
í lestri eru börnin kannski með
3—4 mismunandi bækur og
meira og minna á sitt hvorum
staðnum í þessum 3—4 lestrar-
bókum. Sama máli gegnir um
reikninginn. Kennarinn á erfitt
með að sinna þessum fjölda, það
er sífellt verið að reyna að hífa
þá slakari upp og oft sitja þeir
lengra komnu aðgerðarlausir,
m.a. vegna þess að kennarinn
llildur Friðriksdóttir
hefur ekki aðgang að aukaverk-
efnum fyrir þá nema að mjög
takmörkuðu leyti. Hann getur
að vísu setið heima á kvöldin og
útbúið verkefni, en þeir eru telj-
andi kennararnir sem gera það,
vegna þess að það væri þá af
hugsjón einni saman. Mikill órói
skapast í bekknum og má sjálf-
sagt rekja orsök að einhverju
leyti til þess að flest börn hafa
verið í leikskólum og eru þar'af
leiðandi vön að vera án foreldra
hjá ókunnugum og þekkja jafn-
vel hálfan bekkinn frá leikskól-
anum, þannig að feimnin hrjáir
þau ekki. Oft gera þau ekki
greinarmun á 6 ára bekk og leik-
skóla, skilja ekki að í skóla þarf
miklu meira næði til þess að
unnt sé að læra.
Ég fór að hugsa alvarlega um
þessi mál eftir að hafa verið á
foreldrafundi, þar sem kom
fram að nokkrum sinnum í viku
er hægt að koma því við að
bekknum er skipt, helmingurinn
fer t.d. í tónmennt meðan hinn
helmingurinn er í tíma hjá aðal-
kennara. Og sagði kennarinn að
allt annað væri að kenna börn-
unum þegar þau væru svona fá,
þau fyndu sjálf rólegheitin og
einbeittu sér miklu betur —
lærðu þar af leiðandi meira og
kæmust yfir meira námsefni.
Reyndar eru hjálparkennarar
til staðar þegar fjöldinn er orð-
inn svona mikill og er það gott
svo langt sem það nær. En hann
er bara ekki alltaf til staðar.
Hann er kannski í 4 tímum af
18. Og því næst ekki sami árang-
ur og ef börnin eru alltaf 15 í
bekk.
Ég vil að lokum skora á for-
eldrafélög í öllum grunnskólum
að senda áskorun til viðeigandi
yfirvalda að gera þá breytingu á
grunnskólalögum að fjöldi nem-
enda fari ekki yfir 24 nemendur
í bekk, en reyni jafnframt að
halda þeim innan við 20.
Ennfremur held ég að ráða-
menn ættu að verða við ósk
þessara foreldra, þvi að ég ætla
mér ekki þá sök að væna þá um
illgirni eða mannvonsku, heldur
vil ég meina að þeir hafi ekki
fylgst með þróun þessara mála
og viti hreinlega ekki um hvað
málið snýst.
Hildur Friöríksdóttir er húsmóðir i
Keykjavík.
Að mála líf sitt
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
Þaó hefur verið sagt og skal
ekki dregið í efa, að góður málari
sé jafnan að mála sjálfsmynd sína,
hvert svo sem viðfangsefnið sé.
Einnig hefur því og réttilega verið
haldið fram, að slíkur sé jafnan að
mála líf sitt og umhverfl, þá sér-
stöku lifun sem gagntekur hann í
nútíð og fortíð. Það skiptir hér
meginmáli að þetta sé sjálfhverf
samsvörun og endurspeglun sál-
arkirnunnar en ekki eingöngu
eitthvað aðfengið og tillært.
Allt þetta má í ríkum mæli
heimfæra upp á hinn aldna lista-
mann Eggert Magnússon er held-
ur sína fjórðu einkasýningu um
dagana, og nú í Listmunahúsinu
við Lækjargötu. Eggert er fædd-
ur árið 1915 á Njálsgötu 17 í
Reykjavík. Foreldrar hans voru
Magnús Jónsson frá Breiðholti í
Reykjavík og Hrefna Eggerts-
dóttir Norðdal frá Hólmi í Sel-
tjarnarneshreppi. Þau eignuðust
fjölda barna er öll munu hafa
sýnt listrænt upplag og fæst ein
dóttirin við vefnað hér heima en
önnur við fatahönnun úti í Sví-
þjóð. Þau bjuggu lengi f býlinu
Engjabæ í Laugardal við mikla
fátækt en listrænan neista. Mér
hefur verið sagt það nú nýlega,
að þegar móðurinni áskotnaðist
peningur fór hún stundum í bæ-
inn og keypti dúkkulísur fyrir
smáfólkið til að gleðja það og
hefði þó legið nær að kaupa mat-
arföng í búið! Þetta ber vott um
að móðirin hefur skilið, að and-
lega fóðrið, og hin barnslega lif-
un mætti ekki með öllu mæta
afgangi.
Þá skal þess og getið hér, að
Eggert mun vera frændi Guð-
mundar Einarssonar frá Miðdal
og þá einnig Guðmundar Erró í
París. — Fyrir tveimur árum
hélt Eggert sýningu í Djúpinu í
Hafnarstræti og kom sú sýning
mér mjög á óvart, svo sem list-
dómur er ég skrifaði þá ber ljós-
an vott um. Ég þekkti þá ekkert
til mannsins og þessi vitneskja
min um hann er nýtilkomin og
fyrir einskæra tilviljun. En sjálf
listgáfan er þannig aldeilis engin
tilviljun, og á því sviði er hann
náttúrubarnið í fjölskyldunni og
sjálflærður en að öðru fyrrver-
andi erfiðismaður og sjóari.
Sýning Eggerts í Listmuna-
húsinu staðfestir með öllu fyrra
álit mitt á honum og þó held ég
að hann hafi bætt við sig alin frá
fyrrnefndri sýningu í Djúpinu.
Það kemur einna helst fram í
myndum litræns ríkidóms svo
sem nr. 5 „örn á hrossskrokki"
og „Stóri Laxinn" (5), — mynd-
inni „Grace Kelly frá Mónakó
með dóttur sinni og Vigdísi for-
seta“ (7) en sú mynd er vel byggð
upp, og einnig í nokkrum
skemmtilega upphleyptum
myndum svo sem „Borgarís“
(17), „Seltangar í Grindavík"
(24) og „Rostungar á ís“ (27).
Þetta eru allt bráðskemmtilegar
og lifandi myndir — málaðar af
einlægni og fjörleika.
Vist gæti ég og bent á fleiri
jafngóðar myndir og það er ein-
mitt aðal sýningarinnar að
myndirnar eru jafnbetri i heild-
ina. Frásagnargleði gerandans
hefur breiðara umfang og víðari
yfirsýn en annarra náttúrumál-
ara á Islandi, hann sækir föng
sín víða að úr nútíð og fortíð og
allt er þetta persónuleg lifun svo
sem sjá má á hinum skemmti-
legu textum er fylgja hverri ein-
ustu mynd úr hlaði — eins og til
að þær verði ekki með öllu mis-
skildar. — Þessi sýning verður
að teljast mikill sigur fyrir Egg-
ert Magnússon og það var aðeins
eitt sem mér ekki líkaði og það
var hið ískyggilega lága verð á
myndunum. Listamaðurinn býð-
ur hér upp á tombólu í bókstaf-
legri merkingu, en hér fá allir
vinning og það margfaldan fyrir
útlátinn pening.
— En um framhaldið gildir að
öllu samanlögðu aðeins eitt, og
það er, að listamaðurinn haldi
óhikað sínu striki og láti engan
segja sér fyrir verkum. Heill
honum og þökk.