Morgunblaðið - 31.01.1985, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 31.01.1985, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 1985 Kindakjötssalan hefur dregist saman um þús. tonn SALA á kindakjöti hér innanlands var taepum eitt þúsund tonnum minni á síðastliönu ári en á árinu 1983. Framleiðslan minnkaði cinnig en útflutningur jókst hins vegar verulega. Þessi sala jafngildir því að hvert mannsbarn hafí neytt 40,5 kg. jáf kindakjöti á árinu, en samsvar- andi neysla var um 45 kg. á árinu 1983. í ársbyrjun voru birgðir af kindakjöti samtals 10.621 tonn, 9.315 tonn af dilkakjöti og 1.306 tonn af kjöti af fullorðnu. Fram- leiðslan á árinu var samtals 12.236 tonn, 10.650 tonn af dilkakjöti og 1.586 tonn af kjöti af fullorðnu. Salan var 9.739 tonn í heildina, 8.073 tonn af dilkakjöti og 1.666 tonn af kjöti af fullorðnu. Salan Deilan um afurða- lánin enn óleyst „DEILAN stendur um það, að Bún- aðarbankinn telur sérstaklega, að sú leið sem Seðlabankinn hefur lagt til að farinn verði tryggi ekki hagsmuni bankanna eða bankans. Málið er því í meðferð og er verið að fjalla um það þessa dagana,“ sagði forsætis- ráðherra, Steingrímur Hermanns- son, er hann var spurður um þter deilur sem verið hafa um tillögur Seðlabankans og viðskiptaráðherra varðandi bindiskyldu viðskiptabank- anna við Seðlabankann og endur- kaup afurðalána á innlendum mark- aðL Eins og Mbl. skýrði frá í gær hefur tillögum þessum sérstaklega verið mótmælt af hálfu forráða- manna Búnaðarbankans og for- ystumanna í landbúnaði. Stein- grímur sagði ennfremur vegna þessa máls: „Ríkisstjórnin sam- þykkti að færa afurðalánin yfir í viðskiptabankana og það er búið að framkvæma það varðandi sjáv- arútveginn. Það hefur alltaf fylgt þeirri ákvörðun af okkar hálfu, að ekki yrði hætta á því að ýmsum viðskiptavinum yrði sagt upp og dregið úr fjarmagni til atvinnu- veganna, auk þess sem atvinnu- vegimir verða að hafa sérstakan forgang. Um það stendur deilan." Fimm prestaköll laus til umsóknar BISKUP íslands hefur auglýst prófastsdæmi, Háls í Þingeyj- fimm prestaköll laus til um- sóknar. Þau eru Djúpivogur í Austfjarðaprófastsdæmi, Rauf- i rhöfn í Þingeyjarprófasts- dæmi, Staðarfell í Þingeyjar- arprófastsdæmi og Sauðlauks- dalur í Barðastrandaprófasts- dæmi. Umsóknarfrestur er til 27. febrúar nk. (Frétutilkynning) 1983 var 8.843 tonn af dilkakjöti og 1.891 tonn af kjöti af fullorðnu eða samtals 10.734 tonn. Aukning- in á milli ára er því 995 tonn. Útflutningur var 3.562 tonn í heildina, 3.530 tonn af dilkakjöti og 32 tonn af kjöti af fullorðnu. Árið 1983 voru flutt úr 2.675 tonn af kindakjöti alls, 2.119 tonn af dilkakjöti og 556 tonn af kjöti af fullorðnu. Útflutningsaukningin á milli ára er því 887 tonn. í árslok voru birgðir kindakjöts í landinu 9.315 tonn samtals, 8.149 tonn af dilkakjöti og 1.166 tonn af kjöti af fullorðnu. Er það 1.306 tonnum minni kjötbirgðir en á sama tíma árið áður. Birgðirnar slaga því hátt í árssölu á kindakjöti hér inn- anlands, en við þann samanburð þarf auðvitað að hafa það í huga að sláturtíðinni var tiltölulega ný- lokið um áramótin. RIO — nýr skemmtistaður UM HELGINA verður opnaður nýr skemmtistaður á Smiðjuvegi 1 í Kópavogi. Þetta húsnæði sem áður var bíósalur hefur nú breytt um svip, bíósæti hafa ver- ið fjarlægð og borð og stólar sett í staðinn. Sæti eru fyrir 200— 250 manns en húsrými er fyrir 460. Standa mun til að brydda upp á ýmsu öðru en dansleikja- haldi, sem verður þá ráðstefnu- og fundahald, bingó- og spila- kvöld, ferða-, vöru- og tísku- kynningar, leiksýningar o.fl. Eigendur staðarins eru Guð- finnur G. Þórðarson og Bjarni R. Þórðarson. Myndakvöld Útivistar í KVÖLD verður fyrsta mynda- kvöld Útivistar á árinu. Að þessu sinni er það haldið í Fóstbræðra- heimilinu, Langholtsvegi 109. Sýndar verða myndir úr haust- og vetrarferðum félags- ins, frá Núpsstaðarskógum, Eld- gjá, Jökulgili, Haustblóti á Snæ- fellsnesi, aðventuferð og ára- mótaferðum í Þórsmörk. Allir eru velkomnir og í hléi eru kaffiveitingar, sem kvenna- nefnd Útivistar sér um. Mynda- kvöldin verða framvegis haldin á þessum stað síðasta fimmtudag hvers mánaðar. „Dá“ heldur tónleika í Safari HUÓMSVEITIN „Dá“ heldur tónleika í Safari í kvöld ásamt dansflokki. Hljómsveitin mun flytja verkið „Allt sem andar- drátt hefir" ásamt dansflokkn- um, en verkið var samið í sam- vinnu við hann. Hljómsveitina skipa Heimir Barðason, bassi, Hlynur Höskuldsson, bassi, Eyj- ólfur Jóhannsson, gítar, Helgi Pétursson, hljómborð, Krist- mundur Jónasson, trommur, og Jóhanna Steina Hjálmtýsdóttir, söngur. Kennsla verði tryggð“ Peningagjöfum varið til tækjakaupa 1 'VII 4 VL' t „llt L.ri. fiin/fi uliArn'.|..nnni. t ol Á FUNDI er haldinn var í Flens- borgarskólanura í Hafnarfírði fyrir nokkru samþykktu forsvarsmenn nemendafélaga á Suðurlandi eftir- farandi ályktun varðandi uppsagnir kennara sem ganga í gildi 1. mars næstkomandi. „Innan okkar skóla kennir mik- ið af hæfu fólki, hvert á sínu sviði, og eins og staðan er í dag er allt útlit fyrir að við missum þetta fólk í önnur störf. Það hlýtur að vera skýlaus krafa okkar að hafn- ar séu viðræður þegar í stað og að okkur sé tryggð kennsla eftir 1. mars því hér eru gífurlegir hags- munir í húfi fyrir þúsundir nem- enda sem og menntakerfið í heild. UNDANFARIÐ hafa veglegar gjafír borist styrktarsjóði St. Jósefsspítala. Til minningar um Unni Olafsdóttur barst gjöf að upphæð 200.000, Kjart- an Ólafsson apótekari hefur gefíð sjóðnum 50.000 krónur og sama upp- hæð hefur borist frá aðila, er vill ekki láta nafns síns getið. Tilgangur sjóðsins er að styrkja starfsemi St. Jósefsspítala og á fundi stjórnarinnar í desember sl. var ákveðið að verja ofangreind- um gjöfum til kaupa á gamma- myndavél fyrir spítalann. Tæki þetta er ætlað til rannsókna á hin- um ýmsu líffærum, svo sem heila, skjaldkirtli, beinum, lungum, lifur og nýrum með geislavirkum efn- Björn R. Einarsson kemur fram hjá Jazzklúbbi Reykjavíkur í kvöld ásamt gömlum félögum. Jazzklúbbur Reykjavíkur: Spuni í kvöld FYRSTI spuni (djamm-sessjón) Jazzklúbbs Reykjavíkur á nýju ári fer fram í Lækjarhvammi Hótels Sögu í kvöld og hefst kl. 21. Kristján Magnússon og tríó ríða á vaðið á þessum nýja sam- komustað Jazzklúbbs Reykjavík- ur. Friðrik Theódórsson og ný hljómsveit hans láta einnig til sín heyra. Björn R. Einarsson blæs nokkur lög með gömlum félögum og ef til vill kemur Big Band ’81 í heim- sókn. Loks leiða menn saman hesta sína í spuna. (FrétUlilkynning.) Heimsmeistaraeinvígið, 47. skákin: Sannfærandi sigur Kasparovs Skák Margeir Pétursson EFTIR fjórtán jafnteflisskákir í röð, sem margar voru æsispenn- andi, tókst Kasparov loksins í gærkvöldi að taka af skarið og minnka bilið milli sín og heims- meistarans Karpovs í 5—2. Eftir fremur kæruleysislega byrjun Karpovs í 47. skákinni, sem tefld var I gærkvöldi, náði Kasparov frumkvæðinu í drottningariau.su miðtafli. Framhaldið tefídi áskor- andinn af mikilli nákvæmni, hann hagnýtti sér slæma stöðu hvíta kóngsins á miðborðinu og þegar Karpov gafst upp í 33. leik var mik- ið liðstap óumflýjanlegt. Heimsmeistarinn náði 5—0 forystu í einvíginu eftir 27 skák- ir og hefur síðan þá aðeins þurft einn sigur tii viðbótar til að ljúka einvíginu, en jafntefli eru ekki talin með, sá sigrar sem fyrr vinnur sex skákir. Eftir að Kasparov tókst loks að komast á biað í 32. skákinni hefur hann teflt af mun meiri krafti en Karpov, en þrásinnis misst niður vænlegar stöður í jafntefli. Þessu mesta maraþoneinvígi gjörvallrar skáksögunnar er því ekki nærri því lokið. Rifja má upp að í heimsmeistaraeinvíginu í Baguio á Filippseyjum árið 1978 hafði Karpov um tíma 5—2 forystu eins og nú, en Korchnoi tókst að jafna metin, 5—5. Þá varð Korchnoi of bráður, hugðist strax koma nýju höggi á Karpov eftir að hafa jafnað metin, og tapaði úrslitaskákinni. Aðstoðarmenn Kasparovs sögðu í gær að þessi sigur væri eðlilegt framhald af batnandi taflmennsku áskorandans. Að sögn fréttamanna AP-frétta- stofunnar lék Karpov síðustu leikjunum blóðrjóður, en er hann hafði gefist upp skoðuðu þeir Kasparov samt skákina í u.þ.b. 20 mínútur. 47. skákin: Hvítt: Anatoly Karpov Svart Gary Kasparov Drottningarbragó 1. Rf3 — Rf6, 2. c4 — e6, 3. d4 — d5, 4. Rc3 — c6, 5. Bg5 Áður hefur Karpov jafnan leikið 5. e3 í þessari stöðu. Nú beinir Kasparov taflinu yfir í Cambridge-Springs-afbrigðið af drottningarbragði, en Smyslov beitti því einmitt gegn honum sjálfum í einvígi sl. vor. 5. - Rbd7, 6. e3 — Da5, 7. cxd5 — Rxd5, 8. Dd2 — R7b6, 9. Rxd5 Þessi leikur Karpovs, og reyndar einnig 12. leikur hans, benda til þess að hann hafi ekki verið í miklu baráttuskapi. Svartur hefur engin vandamál við að glíma eftir drottninga- kaupin og 9. Bd3 því mun eðli- legra. 9. - Dxd2+ 10. Rxd2 — exd5, 11. Bd3 - a5! 12. a4?! Gefur svörtum ævarandi yfir- ráð yfir reitnum b4. 12. — Bb4, 13. Ke2 — Bg4+!? Það er athyglisvert að Kasp- arov er reiðubúinn til að eyða þremur leikjum í að ná upp- skiptum á „góða biskup" hvíts. 14.13 — Rh5, 15. h4 - 04), 16. g4 — Bg6, 17. b3 — Bxd3+ 18. Kxd3 - Hfe8, 19. Hacl — c5! Kasparov rýfur peðakeðju sína, en nær í staðinn öflugu spili á miðborðinu. Ef nú 20. dxc5 þá Rd7. Þó drottningarnar séu farnar af borðinu stendur hvíti kóngurinn illa á miðborð- inu. 20. Bf4 — Hac8, 21. dxc5 — Rd7, 22. c6 22. Bd6 — Hc6! (hótar 23. — b6) 23. e4 má svara með 23. — Bxd2, 24. exd5 — Hxd6! 22. — bxc6,23. Hhdl — Rc5+, 24. Kc2 — f6, 25. Rfl — Re6, 26. Bg3 — Hed8, 27. Bf2 — c5 Svartur hefur afar fallega stöðu enda er atlögunnar skammt að bíða. 28. Rd2 — c4! 29. bxc4 — Rc5 „Gary er að vinna,“ sagði stórmeistarinn Dorfman, að- stoðarmaður Kasparovs, eftir þennan öfluga leik. 30. e4? Síðasti möguleikinn var 30. Hal. 30. - d4! 31. Rbl, Eða 31. Rb3 - d3+, 32. Kb2 - Rxa4+, 33. Kal — Rc3 o.s.frv. 31. — d3+, 32. Kb2 — d2 og hvít- ur gafst upp. Svart: Kasparov. b c d • I g h Hvítt Karpov.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.