Morgunblaðið - 01.02.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.02.1985, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 1. FEBRÍJAR 1985 Dómur Hæstaréttar varöandi bifreiðir: Hyllt í leikslok —»»» Leikritið Gertrude Stein, Gertrude Stein, Gertrude Stein var frumsýnt í Litla sviði ÞJóðleikhússins ígærkvöldi. Helga Bachmann leikur titilhlutverkið og jafnframt eina hlutverkið. Er Helga á sviðinu allan tímann, eða í tvo og hálfan tíma. í leikslok var Helga hyllt lengi og innilega af áhorfendum og á myndinni sést forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, fagna Helgu. Á myndinni er ennfremur Gísli Alfreðsson, þjóðleikhússtjóri. gefíð út fyrir kaupunum, en bifreiðin var ekki umskráð hjá Bifreiðaeftir- liti ríkLsins. Fyrri eigandi átti í greiðsluerf- iðleikum og var tekinn t'l gjald- þrotaskipta. Kröfur komu fram frá bifreiðaumboðinu, sem upp- haflega seldi bifreiðina, og bif- reiðaverkstæði um greiðslu skulda. Fjárnám var gert í bifreið- inni og uppboðsréttur féllst á að bifreiðin skyldi seld á uppboði. Eigandinn nýi, sem ekkert hafði til sakar unnið, stóð uppi ber- skjaldaður vegna þess að hann hafði ekki gengið nógu tryggilega frá eignarrétti sínum. Hann krafðist þess, að fjárnámið yrði fellt úr gildi og einnig úrskurður uppboðsréttar. Hæstiréttur dæmdi, að fjárnámið og úrskurður uppboðsréttar skyldu standa. Dómur undirréttar var á sömu lund. Eigandanum nýja var veitt gjafsókn í málinu. Hæstaréttardómararnir Magn- ús Þ. Torfason, Björn Svein- björnsson, Guðmundur Jónsson og Guðmundur Skaftason og Gaukur Jörundsson prófessor kváðu dóm- inn upp. Afsal án umskráningar þokar fyrir dómvedum HÆS’TIRÉTTUR hefur dæmt, að eignarréttur manns á bifreið, sem ekki var skráð í ökutækjaskrá, verði að þoka fyrir þinglýstum dómveðum. Tildrög málsins eru, að maður nokk- ur keypti bifreið af öðrum. Afsal var Útgerðarráð BÚR: Salan á Ingólfi Arnarsyni samþykkt Útgerðarráð Bæjarútgerðar Reykja- víkur samþykkti á fundi sínum í gær, tillögu fulltrua Sjálfstæðisflokksins að ganga að kauptilboði Ögurvíkur hf. á togaranum Ingólfi Arnarsyni. Þrír full- trúar Sjálfstæðisflokksins greiddu at- kvæði með tillögunni en fulltrúar Al- þýðubandalags og Framsóknarflokks voru á móti. Tilboð Ögurvíkur hf. hljóðar upp á 77 milljónir króna, og sagði Ragnar Júlíusson, formaður útgerðarráðs BÚR, að hér væri um brúttótölu að ræða miðað við verðlag í nóvember 1984, sem síðan ætti eftir að fram- reikna. Systurskip Ingólfs Arnar- sonar, Bjarni Benediktsson, var selt í nóvember sl. á tæpar 77 milljónir króna og hefur það verð verið fram- reiknað upp i 80,6 milljónir og nem- ur framreiknað verð Ingólfs 81,6 milljónum króna miðað við verðlag í janúar 1985. Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks- ins í útgerðarráði sem samþykkt var hljóðar svo: „Útgerðarráð samþykkir að taka tilboði Ógurvíkur hf. og felur formanni og framkvæmdastjóra að ganga frá samningi um sölu á bv. Ingólfi Arnarsyni RE 201 í samræmi við tilboðið með fyrirvara um sam- þykki borgarráðs." Uppsagnir 440 kennara liggja fyrir í ráðuneytinu Koma til framkvæmda 1. mars verði lausn ekki fundin fyrir þann tíma UPPSAGNIR 440 kennara á framhaldsskólastigi liggja nú fyrir í menntamálaráðuneytinu og koma uppsagnirnar til framkvæmda 1. mars næstkomandi hafi lausn ekki fundist á málefnum þeirra fyrir þann tíma. Samkvæmt lögum um rétt- indi og skyldur opinberra starfsmanna hefur menntamála- ráðuneytið heimild til að framlengja uppsagnarfrestinn um þrjá mánuði. Ekki hefur verið staðfest í menntamálaráðu- neytinu að þessari heimild verði beitt ef uppsagnirnar koma til framkvæmda enda standa aðilar í samningaviðræðum um lausn málsins. Sólrún Jensdóttir, skrifstofu- fyrir skólahald á framhalds- stjóri í menntamálaráðuneytinu, skólastigi ef uppsagnirnar koma var spurð hvað það myndi þýða til framkvæmda hinn 1. mars næstkomandi: „Þetta þýðir að allt skólastarf á framhalds- skólastigi, að minnsta kosti í þeim skólum þar sem kennarar í BHM eru í meirihluta, mun leggjast niður að mestu leyti. Það er nú verið að reyna að semja við kennarana þannig að við erum ekki búin að gefa upp alla von,“ sagði Sólrún. „Af hálfu menntamálaráðuneytisins hafa verið skipaðar tvær nefndir til viðræðu við kennara, annars veg- ar um löggildingu starfsheitis kennara og hins vegar um endur- mat á kennarastarfinu. Við lítum á þetta sem viðleitni af okkar hálfu til að koma til móts við kennara. Ég vil taka það fram, að menntamálaráðuneytið hefur mjög þungar áhyggjur af þessu ástandi og hefur reynt að gera allt sem að því ráðuneyti snýr til að finna lausn á þessu máli. En hins vegar er það fjármálaráðu- neytið sem fer með samningsum- boð fyrir ríkið og mér skilst að ástæðan fyrir uppsögnunum sé fyrst og fremst óánægja kennara með kjör sín,“ sagði Sólrún. Greiðslubyrði verðtryggðra lífeyrissjóðslána hefur aukizt: Ársgreiðslan IV2 mánaðar- laun í stað eins mánaðar VERÐTRYGGT lán, sem tekið vmr í desember 1979 og bundið var byggingavísitölu, hefur rúmlega áttfaldast á sama tíma og laun hafa rúmlega fimmfaldast. Er þá tekið mið af taxta verzlunarmanns og reikn- að með meðaltalshækkun kauptaxta verzlunarfólks á þessum árum frá því í desember 1979. Þetta sýnir að greiðslubyrði lánanna hefúr aukizt verulega umfram hækkun launa. Aukin greiðslubyrði getur verið mis- munandi eftir þvf hver launin eru, en I dæmi, sem hér er tekið síðar í þessari frétt, hefur byrðin aukist um 50%, þ.ejLS. hafi í upphafi lánstíma verið gert ráð fyrir ársgreiðslu að jafnvirði mánaðarlaunum, er hún nú jafnvirði eins og hálfs mánaðar launa. Samkvæmt upplýsingum Kjararannsóknanefndar voru laun verzlunarmanns í 5. flokki C, þ.e.a.s. manns, sem hafði próf á viðskiptasviði menntaskób, 3.764 krónur á mánuði I desem- bermánuði 1979. Sé gert ráð fyrir að þessi taxti hafi hækkað um meðaltalshækkun launa- taxta verzlunarmanna, ætti sami taxti að vera i dag 19.650 krónur. Erfitt er nokkuð að gera þarna samanburð, þar sem flokkatilfærslur og breytingar hafa orðið á launauppbygging- unni og því notazt við meðal- talshækkun taxta, sem er 5,22- földun. Verðtryggt lán frá Lífeyris- sjóði verzlunarmanna, sem tekið var í desember 1979, hefur eins og áður sagði rúmlega áttfald- ast. Ef við gefum okkur að slíkt lán hafi í upphafi verið 100.000 krónur, þá væru óverðtryggðar eftirstöðvar þess nú 75.000 krón- ur en verðtryggðar eftirstöðvar væru 526,056 krónur og 15 af- borganir eftir. Lán þetta hefur lengst af verið bundið bygginga- vísitðlu, sem hefur áttfaldast eða rúmlega það á tímabilinu, en frá 1. september 1984 eru öll Ián sjóðsins verðtryggð samkvæmt lánskjaravísitölu, sem á þessum sama tima hefur 7,74-faldast. Ef þetta 100.000 króna lán hefði hins vegar verið tekið með óverðtryggðum kjörum í desem- ber 1979$efðu eftirstöðvar þess verið 80.000 krónur og 16 afborg- anir eftir. Þess ber þó að geta að þetta lán er tilbúið, þar sem há- markslán í Lífeyrissjóði verzlun- armanna á árinu 1979 var 60.000 krónur eftir 5 ára sjóðsaðild og til 25 ára. I þessu ofangreinda tilfelli um laun ákveðins verzlunarmanns hefur greiðslubyrði lánsins auk- izt um 50%, þ.e.a.8. hafi hann við upphaf lánstíma átt að greiða sem næst mánaðarlaunum af láninu á ári, þarf hann nú að greiða um það bil ein og hálf mánaðarlaun. Þynging greiðslu- byrði getur þó verið misjafnlega mikil eftir því, hve laun viðkom- andi eru. Lánskjaravisitala, sem nú gildir um öll lánsviðskipti Lif- eyrissjóðsins, er fall af tveimur vísitölum, vísitölu framfærslu- kostnaðar, sem gildir %, og visi- tölu byggingakostnaðar, sem gildir %. Ef hins vegar er tekið mið af hækkun kauptaxta og hækkun lánskjaravisitölu á þessum árum og kannað, hvernig hlutfallið milli launa og lánskjara hélzt fram til júnimánaðar 1983, er vísitöluákvæði launa voru numin úr gildi, kemur í ljós að fram til þess tima hækkaði lánskjara- vísitala rúmlega fimmfalt á meðan laun hækkuðu tæplega fjórfalt. Af þessu má sjá að mis- munur, sem er á lánskjörum og launatöxtum, hefur aðallega skapazt eftir stöðvun kaup- gjaldsvisitöiunnar, en munurinn er nú eins og áður segir 5,22- földun á launum og rúmlega átt- földun samkvæmt byggingavísi- tölu, en 7,74-földun samkvæmt lánskjaravísitölu. Kristján Thorlacius, formaður Hins íslenska kennarafélags, sagði að komin væri fram ný kröfugerð hjá launamálaráði BHM, sem myndi fullnægja óskum og þörfum kennara ef hún næði fram að ganga. „Þessi krafa hljóðar upp á algjöra kerfis- breytingu. Þar er í raun verið að fara fram á allt annað kerfi en við höfum fengið hjá BSRB. Þessi krafa er um það, að launa- samningar, sem til eru fyrir há- skólamenn á almennum markaði, verði teknir til fyrirmyndar hjá ríkinu og tekið mið af launakjör- um háskólamanna á almennum vinnumarkaði. Ef að þessi kröfu- gerð launamálaráðsins næði fram að ganga myndu kennarar sætta sig við hana og ekki gera neinar frekari kröfur. Ef það verður ekki líst mér illa á það, og þá óttast ég að allt stefni í að skólahald í framhaldsskólunum leggist niður 1. mars næstkom- andi. Við eigum fund á morgun með samninganefnd ríkisins og þá heyrum við hljóðið í fjármála- ráðuneytismönnum. Við gerum okkur fyllilega grein fyrir því að þetta er alvarlegt mál og bitnar fyrst og fremst á nemendum ef uppsagnirnar koma til fram- kvæmda,“ sagði Kristján. Hann kvaðst á þessu stigi málsins ekki vilja tjá sig um til hvaða ráða yrði gripið ef lagaheimild um framlengingu uppsagnarfrests yrði beitt af hálfu menntamála- ráðuneytisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.