Morgunblaðið - 01.02.1985, Side 13

Morgunblaðið - 01.02.1985, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1985 13 Hjaltlendingar óska aðstodar við uppbyggingu sjávarútvegs: Erum fúsir að veita þá aðstoð — segir sjávar- útvegsráöherra „HJALTLENDINGAR hafa verið að biðja um aöstoð við uppbyggingu sjávarútvegsins og við sögðum þeim að við værum fúsir til að veita hana. Það stendur til að maður fari þangað fljótlega þeim til aðstoðar," sagði Halldór Asgrímsson, sjávarútvegs- ráðherra, í samtali við blm. Morgun- blaðsins. „Það komu hingað fyrir skömmu menn frá Hjaltlandi til að kynna sér sjávarútveg hér á landi, en þeir eru nú að byggja upp og bæta sinn eiginn fiskiðnað. Þeim kom á óvart hvað íslend- ingar voru komnir langt á þessu sviði, svo sem framleiðslu á ýms- um tækjum og þeim fannst gæða- eftirlit okkar einnig mjög athygl- isvert. Þess vegna hafa þeir beðið okkur aðstoðar," sagði Halldór Ásgrímsson. Beiti mér ekki fyrir afnámi kostnaðar- hlutdeildar — segir Halldór Ásgrímsson „ÉG MUN ekki beita mér fyrir því, að kostnaðarhlutdeild áhafna fiski- skipa í rekstri skipanna verði felld niður. Ef það yrði gert, myndi tapið á útgerðinni aukast svo mikið, að það yrðu ekki margir sjómenn, sem hefðu vinnu á eftir,“ sagði Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra f samtali við Morgunblaðið. „Með því væri verið að stofna sjávarútveginum í voða og þar með afkomu sjómanna og ég get ekki tekið undir það. Við höfum verið í sambandi við deiluaðila í kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna og munum hugsanlega grípa þar eitthvað inn í verði þess óskað,“ sagði Halldór ennfremur aðspurður um það, hvort stjórnvöld myndu grípa inn í samningaviðræðurnar, sem nú standa yfir. Landsbyggðar- ( kirkjur Messur sunnudag EGILSSTADAKIRKJA: Sunnu- dagaskóli kl. 11. Messan á sunnudag verður kl. 14.Sókn- arprestur. KIRK JUHVOLSPREST A- KALL:Fundur um margvíslega hjálp við vandamálum áfeng- isneyzlu veröur í skólanum í Þykkvabæ á laugardag kl. 16. Á sunnudag verður sunnu- dagaskóli í Hábæjarkirkju kl. 10.30 og guösþjónusta í Árbæjarkirkju kl. 14. Á mánu- dagskvöld kl. 20.30 býöur bíbl- íuleshópurinn til samveru- stundar í skólanum meö hvíta- sunnufólki úr Kirkjulækjarkoti. Söngur og samtal, kaffi og kökur. Auöur Eir Vilhjólmsdóttir sóknarprestur VÍKURPRESTAKALL: Kirkju- skólinn í Vik á morgun, laug- ardag, kl. 11. Guösþjónusta i Víkurkirkju sunnudag kl. 14 Sóknarprestur. V/SA Gæði.nr.l orramatur Blandaður súrmatur í$<“ „ (Lundabaggi-Sviðasulta- Hrútspungar- Bringur-Lifrapylsa og blóðmör) AÐEINS 2ja lítra fata .Súrt . _ Nettó innihald ca. 1,3 kg. hvalsrengi Blandaður súrmatur ^ • 1 f A P a ^ /\ nnrlöKonni CwiAncnUn ^ « « « i bakka .00 Pr-kg. 2ja lítra fata m/mysu Nettó innihald ca. 1,1 kg (Lundabaggi — Sviðasulta Hrútspungar— Bringur- Lifrapylsa — Blóðmör) Fatan Þorrabakki 1 /iC-Wca. 143 500g, Kynnum og gefum að smakka í öllum búðunum Hreinsuð svið , . _, , K , QQ okkar gomsæta Þorramat 20 % kyimingarafsláttun Kynnum í Starmýri: Columbia kaffi 20 % afsláttur Kynnum í Austurstræti: Cosas appelsínur aðeins kr. 39.00 pr. kg. Kynnum í Mjóddinni: Óla partýpizzur 20 % afsláttur Mastró súpur frá Vilkó 20% afsláttur. Sápugerðin Frigg kynnir: íva þvottaduft, blautsápu, sápuúða ogtaumýki. Harðfiskur 20% LÆGRA VERÐ Opið til kl. 19 í Starmýri og Austurstræti, en til kl. 21 í Mjóddinni vidir AUSTURSTRÆT117 — STARMYRI 2 MJÓDDINNI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.