Morgunblaðið - 01.02.1985, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 01.02.1985, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1985 C 1984 Univefsal Press Syndicale 7-3 Jf5\/o eg saýb\, „ef þú v/ii.t gera e\tth\/ab tii qaqns hkma., af tu/erfu máLarbu \>á. ekki girðinquna.* ? " Ást er ... .... ao vera aj- brýðisöm þegar hann vinnur mikla eftirvinnu. TM Reg U S Pat Ott all rights reserved * 1979 Los Angetes Times Syndicate 'GEj3 i| ■ -TAR*^*3^' Lánir þú mér bflinn hafíð þið sím- ann alveg fyrir ykkur! HÖGNI HREKKVÍSI Er grænmeti lúxusvara? Jón Magnússon skrifar: Fyrirspurnir til forsætisráð- herra, fjármálaráðherra, heil- brigðisráðherra, landbúnaðar- ráðherra, þingmanna og hús- mæðra. Hvernig í ósköpunum stendur á því að það skuli vera 70% toll- ur af innfluttu fersku grænmeti, það mætti halda að hér væri um einhverja lúxusvöru að ræða, en í mínum augum er svo ekki, þetta er lífsnauðsynleg fæða fyrir alla landsmenn, sérstak- lega í þessu langa skammdegi okkar. Þessi aukna vakning sem nú á sér stað í heilsusamlegu fæði kallar á aukna neyslu og fjöl- breytni grænmetis en þar sem um „lúxus varning" er að ræða af hálfu stjórnvalda, reynist það frekar dýrt vegna umrædds 70% tolls. Hvað segir fjármálaráðherra, finnst honum þetta eðlilegt? Hvað segir heilbrigðisráðherra, finnst honum þetta eðlilegt, þeg- ar annar hver íslendingur á við offituvandamál að stríða, of hár blóðþrýstingur hrjáir þriðja hvern íslending o.s.frv? Hvað segir forsætisráðherra: Finnst honum þetta eðlilegt? I kjara- samningum hér á árum áður var það samningsatriði við launþega að lækka tolla af innfluttum ávöxtum svo sem eplum, appel- sínum, bönunum o.fl. í stað beinna launahækkana. Er þetta ekki hægt nú? Enn eru þó til tollar á innfluttum ávöxtum svo sem 15% tollur af greip, perum o.fl., 40% tollur af vínberjum, plómum o.fl. og 70% tollur af avacado o.fl. ávöxtum auk 24% vörugjalds. Þarna mætti einnig fella niður tolla því þarna er um að ræða hollustuvörur sem ekki eiga í samkeppni við innlenda framleiðslu, enda ekki ræktaðir hér. Fjármálaráðherra sagði er hann lækkaði til muna tolla af myndböndum og hljómplötum, að það kæmi ekki til tekjutaps hjá ríkissjóði vegna þessa, vegna þess að vörurnar lækkuðu það mikið í verði að neytendur keyptu meira af þessum vörum og myndi það vega á móti tapi rikissjóðs vegna lækkunnar toll- anna, auk þess að koma í veg fyrir mikið smygl á þessum vör- um. En hvað segir fjármálaráð- herra um niðurfellingu tolla af innfluttu grænmeti, ekki er því smyglað til landsins og myndi ekki lækkun á verði grænmetis leiða til aukinnar neyslu al- mennings og þannig vega upp á móti tekjutapi ríkissjóðs? Eða gilda nú ekki sömu forsendur og um myndbönd óg hljómplötur? Stærsta atriðið er það að það er ekki verið að vernda íslenska framleiðslu þegar hún er á boðstólum er innflutningur ein- faldlega stöðvaður á meðan, fyrir utan það að hér á landi er ekki ræktaður laukur og fl. grænmetistegundir. Það á því að halda þeim þætti óbreyttum, þ.e. stöðva innflutning þeirra grænmetistegunda þegar sam- skonar íslensk framleiðsla er fyrir hendi enda hefur þessi háttur reynst vel í framkvæmd. Hvað segir landbúnaðarráð- herra um þessi mál, hefur ekki aukin neysla almennings á fersku grænmeti fleiri hliðar, t.d. myndi hún valda aukinni þörf fyrir meiri ræktun hjá þeim gróðurhúsabændum sem þegar eru til og jafnvel kalla á fleiri til að anna eftirspurn? Hvað segja neytendur og þá sérstaklega húsmæðurnar sem sjá að mestu leyti um matarinn- kaupin og verða svo oft að sleppa grænmetinu vegna þess hve það er dýrt? Hvar eru neytendasam- tökin, af hverju hefur ekkert heyrst í þeim? Við sáum það í slagnum um frjálsu kartöflurnar sl. vor hverju hægt er að fá áork- að ef viljinn er fyrir hendi. Hvað segja hinir háu herrar sem alþingi sitja? Er þetta mál sem þeim kemur ekkert við eða of lítilfjörlegt til að berjast fyrir? Nú hafa aldrei fleiri kvenmenn setið alþingi en ekk- ert heyrist frá þeim um þessi mál, þær tala jú um að þær séu að berjast fyrir hag kvenna og tilheyrir þetta mál ekki slíkum málum? Hvernig væri nú að allir aðilar sameinuðu krafta sína og kæmu því til leiðar að umræddir tollar yrðu felldir niður hið fyrsta. Það væri nær að hækka tolla á einhverjum öðrum óþarfa vörum sem fluttar eru inn til landsins. Að lokum nokkrar spurningar til landbúnaðarráðherra. Af hverju er leyfður innflutningur á kartöflum til kartöfluverksmiðj- anna þegar nóg er til af íslensk- um kartöflum og um umfram- Djelly-systur skemmti áfram Þessir hringdu . . . „Maniidráp" í lögum Kona hringdi: Fyrir skömmu birtist grein eftir Jón Val Jensson í Morgunblaðinu þar sem hann skrifar gegn fóstur- eyðingum. Mig langar til að benda honum á að það er dálítið kaldhæðnislegt að líta á fóstureyðingu sem manndráp þegar erlendis er það í lögum að allir karlmenn verða að gegna herþjónustu til að fá nægi- lega þjálfun í að drepa óvininn. Því á að skylda stúlkur til þess að ala upp óvelkomin börn til þess eins að missa þau svo út í stríð og ófrið? Nóg komið af Duran Duran Ein úr sveitinni hringdi: Ekki er hægt að hugsa bara um Duran Duran-aðdáendur því þó nokkuð er af Wham-aðdáendum hér á íslandi. Búið er að halda tvær Duran Duran-hátíðir og sýna með þeim langan þátt í sjónvarpi. Hvernig væri nú að sýna tónleika með Wham í sjónvarpinu og efna til slíkrar hátíðar með þeirri hljómsveit hér á landi? Huldujógúrt Kona hringdi: Fyrir stuttu hringdi kona í Velvakanda og spurði um það hvað hefði orðið af nýju létt-jóg- úrttegundunum tveim sem kynnt- ar voru á BÚ ’84. Ég vil ítreka þessa spurningu hennar, þetta jógúrt sást í viku í búðum og síðan ekki meira. Vonandi svara hlutaöeigandi aðilar fljótlega. Athvarf fyrir unga fíkniefna- neytendur Guðrún Jóhannsdóttir hringdi: Ég vil taka undir orð Ragnars Þorsteinssonar í greininni Kirkju- orgelið mikla sem birtist í Velvak- anda sl. þriðjudag. Margt skynsamlegra væri hægt að gera við peningana en að kaupa risastórt orgel sem væntanlega verður ekki útslitið á einu ári sak- ir ofnotkunar. Ég er alveg sam- mála því að svo sannarlega veitti ekki af að gefa þessu blessaða fólki í Eþíópíu mat. Hins vegar skrifar Guðrún Agn- arsdóttir í sama blað sl. þriðjudag grein um athvarf fyrir unga fíkni- efnaneytendur. Finnst mér ekki síður þörf á að bjarga þessum ógæfusömu ungmennum. Er til fólk á íslandi sem vill frekar gefa fjármuni sín til kaupa á kirkju- orgeli frekar en að láta féð renna til stofnunar athvarfs fyrir þessa ungu fíkniefnaneytendur? Bjarni, Ingó, Inga og Hanna skrifa: Fyrir hönd margra fastagesta á skemmtistaðnum Ypsílon í Kópavogi viljum við koma á framfæri ósk okkar til forráða- manna staðarins um að Djelly- systur verði áfram með skemmtidagskrá á kránni a.m.k. um helgar. Eftir viðræður við fjölmarga af þeim sem sækja þennan um- rædda skemmtistað erum við á þeirri skoðun að aðsókn að staðnum minnki verulega ef þær hætta að skemmta þar. Áfram Djelly-systur!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.