Morgunblaðið - 01.02.1985, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.02.1985, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1985 25 Rajiv Gandhi, forsætisráðherra Indlands: „Endurskoðum stefnuna í kjarnorkuvopnamálum - ef Pakistanar smíða kjarnorkusprengju“ Nýju Delhí, 31. janúar. AP. RAJIV Gandhi, forsætisrádherra Indlands, sem nú í vikunni var í forsæti á fundi sex þjóðarleið- toga um afvopnun, segir, að Indverjar muni endurskoða af- stöðu sína í kjarnorkuvopnamál- um ef Pakistanar smíða kjarn- orkuvopn. „Það verður ekki aftur snúið ef eitthvert ríki í þessum heims- hluta kemur sér upp kjarnorku- vopnum," sagði Gandhi í viðtali við hið virta tímarit „India To- day“ þegar hann var spurður hvernig stjórn hans brygðist við ef Pakistanar smíðuðu kjarn- orkuvopn. „Við yrðum að endur- skoða stefnu okkar í þessum málum til að mæta ógnuninni," bætti Gandhi við. Gandhi var í forsæti á fundi sex þjóðarleiðtoga um afvopnun, sem haldinn var í Nýju Delhí nú í vikunni, en auk hans voru það Evrópubandalagið: Verðbólgan á síðasta ári 5,5 % Luxemborg, 31. janúar. AP. VERÐBÓLGAN í löndum Evrópubandalagsins var að meðaltali 5,5% á síð- asta ári en 7,2%árið 1983. Skýrði hagstofa bandalagsins frá þessu í dag. í frétt hagstofunnar er raunar bent á, að lægri verðbólgutala á síðasta ári sé ekki síst að þakka nýjum aðferðum við að reikna út vöruverðslækkanir en hefði fyrri aðferð verið notuð, hefði verðbólg- an verið 6,4% í fyrra til jafnaðar. í Bandaríkjunum var verðbólgan í fyrra 3,9%, í Kanada 3,7% og í Japan 2,6%. Á síðustu fimm árum hefur vöruverð í Evrópubanda- lagslöndum hækkað um 43,8%. Vöruverðshækkarnir minnkuðu mest í Luxemborg þar sem þær voru 2,3% í fyrra en 8% 1983. Á írlandi hækkaði vöruverð um 6,8% (10,3% 1983), á Ítalíu um 9,5% (12,6% 1983) og í Frakklandi um 6,7% (9,3 1983). Fyrir önnur aðildarlönd EB eru tölurnar þess- ar: Vestur-Þýskaland 2% (2,6%), Holland 2,7% (2,9%), Bretland 4,6% (5,3%), Belgía 5,3% (7,2%), Danmörk 5,6% (6,0%) og Grikk- land 18,1% (20,0%). Litlar hækkanir og jafnvel lækkanir í sumum löndum ollu því, að í desember sl. hækkaði vöruverð aðeins um 0,2% til jafn- aðar. Stjórn bresku kolanámanna: Hafnar skilyrðis- lausum viðræðum London, 31. janútr. AP. STJÓRN ríkisreknu kolanámanna í Bretlandi hafnaði í dag tillögu Samtaka kolanámumanna um að haldinn yrði samningafundur í vinnudeilu þessara aðila án nokkurra fyrirfram skilyrða. Bréf þessa efnis var í dag sent stjórn Samtaka kolanámumanna. Segja fréttaskýrendur, að synjun- in dragi mjög úr líkum á því að lausn finnist á deilunni innan skamms, eins og margir voru farnir að gera sér vonir um. Stjórn kolanámanna vill að leið- togar kolanámumanna fallist á það skriflega að réttlætanlegt sé að loka kolanámum, sem ekki skila arði, áður en til samninga- fundar er boðað á ný. Segir hún tilgangslaust að halda fund um lausn námuverkfallsins, sem nú hefur staðið í tíu mánuði, fyrr en slík yfirlýsing liggi fyrir. Noregur: Atvinnuleysi 4,1 % Ósló, 31. janúar. AP. ATVINNULEYSI í Noregi í lok janú- ar var 4,1 %af heildarvinnuaflinu, að því er atvinnumálaráðuneytið til- kynnti í dag, fimmtudag. Hafði atvinnuleysi aukist úr 3,8% í lok ársins 1984, en lækkað frá því í janúar sama ár, er það var 4,7%. í janúarlok voru 70.300 manns skráðir atvinnulausir og hafði fjölgað um 5.500 frá því í desem- ber 1984, en fækkað um 9.400 frá því í janúar það ár. Af heildarfjölda atvinnulausra í janúar sl. voru 43.800 karlar og 26.500 konur. 8.500 voru undir tvítugu og hafði fækkað um 1.500 á árinu. Fjölgunin frá desember 1984 til janúar 1985 var sögð stafa að verulegu leyti af árstíðabundnum sveiflum í atvinnulífinu. Rajiv Gandhi þeir Olof Palme, forsætisráð- herra Svíþjóðar, Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, Miguel de la Madrid, forseti Mexíkó, Raoul Alfonsin, forseti Argentínu, og Julius Nyerere, forseti Tanzaníu. 1 lok fundarins létu þeir frá sér fara yfirlýsingu þar sem þeir hvöttu til að hætt yrði smíði og tilraunum með kjarnorkuvopn. Sexmenning- arnir eða fulltrúar þeirra ætla nú að ganga á fund leiðtoga kjarnorkuveldanna fimm og kynna þeim ályktunina. Indverskir embættismenn halda því fram, að Pakistanar, sem hafa þrisvar sinnum háð styrjöld við Indverja frá 1947, séu nú um það bil að verða færir um að smíða kjarnorkuvopn. Ungfrú Frakkland, Isabelle Chaudieu, fagnar sigri 27. des. sl. með kampavínsglas í hendi. „Ungfrú Frakkland“ svipt titlinum Paria, 31. jinnar. AP. ÖNNUR þeirra stúlkna sem kosnar voru fegurðardrottningar í Frakk- landi á síðastliðnu ári hefur verið svipt titlinum vegna þess að nektar- myndir birtust af henni í franska tímaritinu „Lui“. Minnir þetta á svipaðan at- burð sem gerðist í fyrra, er „ungfrú Bandaríkin", Vanessa Williams, glataði titlinum, eftir að myndir af henni ásamt ann- arri konu birtust í tímaritinu Penthouse. „Ungfrú Frakkland", Isabelle Chaudieu, 18 ára gömul ljós- myndafyrirsæta, vann fegurðar- samkeppni sem fram fór í des- ember sl. Sú sem varð í öðru sæti, Carole Tredille, sem einnig er 18 ára gömul, var í dag, fimmtudag, valin í stað Chaudi- eu. „Við verðum að beygja okkur undir alþjóðlegar reglur í þessu efni,“ sagði Michel Laparmenti- er, fulltrúi fyrirtækisins sem stóð fyrir keppninni. l‘DEÍLfiMi3Íg IfiESiTfUN mMWPrnhíi íáujíaöá^ AMERÍKA PORTSMOUTH/NORFOLK City of Perth 8. febr. Laxfoss 19. feb. Bakkatoss 28. feb. City of Perth 11. mar. NEW YORK City of Perth 6. feb. Laxfoss 18. feb. Bakkafoss 26. feb. City of Perth 8. mar. HALIFAX Bakkafoss 4. mar. BRETLAND/MEGINLAND IMMINGHAM Álafoss 3. teb. Eyrarfoss 10. feb. Álafoss 17. feb. Eyrarfoss 24. feb. FELIXSTOWE Álafoss 4. feb. Eyrarfoss 11. feb. Álafoss 18. feb. Eyrarfoss 25. feb. ANTWERPEN Álafoss 5. feb. Eyrarfoss 12. feb. Álafoss 19. feb. Eyrarfoss 26. feb. ROTTERDAM Alafoss 6. feb.. Eyrarfoss 13. feb. Álafoss 20.jan. Eyrarfoss 27. feb. HAMBORG Álafoss 7. feb. Eyrarfoss 14. feb. Álafoss 21. feb. Eyrarfoss 28. feb. GARSTON Fjallfoss 5. feb. LISSABON Vessel 27. feb. LEIXOES Vessel 28. feb. NORÐURLÖND/- EYSTRASALT BERGEN Skógafoss 1. feb. Reykjafoss 8. feb. Skógafoss 16. feb. Reykjafoss 22. feb. KRISTIANSAND Skógafoss 4. feb. Reykjafoss 11. feb. Skógafoss 18. feb. Reykjafoss 25. feb. MOSS Reykjafoss 12. feb. Reykjatoss 26. feb. HORSENS Skógafoss 7. feb. Skógafoss 21. feb. GAUTABORG Skógafoss 6. feb. Reykjafoss 13. feb. Skógafoss 20. feb. Reykjafoss 27. feb. KAUPMANNAHÖFN Skógafoss 8. feb. Reykjafoss 14. teb. Skógafoss 22. feb. Reykjafoss 28. feb. HELSINGJABORG Skógafoss 8. feb. Reykjafoss 15. feb. Skógafoss 22. feb. Reykjafoss 1. mar. GDANSK Skeiðsfoss 1. feb. ÞÓRSHÖFN Skógafoss 13. feb. Reykjafoss 20. feb. 3 VIKULEGAR STRANDSIGLINGAR -íram ogtilbaka fra REYKJAVIK alla manudaga ira ISAFIRÐI alla þriöjudaga íra AKUREYRI alla fimmtudaga EIMSKIP *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.