Morgunblaðið - 01.02.1985, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.02.1985, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1985 Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra: Grundvallarrannsókn- ir tryggðar í Mývatni — Leyfi til efnistöku háð niðurstöðum þeirra — Guðmundur Einarsson sakar ráðherra um valdníðslu Ég hefi tryggt fjármagn til grund- vallarrannsókna á áhrifum efnis- töku Kísiliöjunnar á gróður og dýra- líf ( Mývatni, sagði Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra í Sameinuðu þingi í gær. Kndurnýjun námaleyfis er bundin því skilyrði, að það verður afturkallað, ef niðurstöð- ur rannsókna benda til þess að efn- istakan leiði til verulegra breytinga á dýralífi. Þetta leyfi getur þess- vegna orðið til stutts tíma, ef niður- stöður rannsókna ganga til þeirrar áttar. Rannsóknarstöðinni við Mý- vatn verður falin rannsóknin, en ég var svo heppinn, sagði ráðherra, að fá Pétur M. Jónasson, líffræðing við Kaupmannahafnarháskóla, til að veita verkefnisstjórn forstöðu, en hann hefur mikla reynslu á þessu sviði. „Valdnídsla“ ráðherra GUÐMUNDUR EINARSSON (BJ) kvaddi sér hljóðs utan dagskrár á Alþingi í gær og gagn- rýndi iðnaðarráðherra fyrir „valdníðslu", varðandi endurnýjun á námaleyfi til Kísiliðjunnar til 15 ára. Ræðumaður vitnaði til laga um verndun Mývatns og Laxár, sem hann sagði taka af tvímæli um, að hvorki væri hægt að heim- ila mannvirkjagerð né jarðrask á þessu svæði nema með leyfi nátt- úruverndarráðs. Slíkt leyfi væri ekki til staðar. Þvert á móti vildi ráðið binda framlengingu við fimm ár. Hann kvað Mývatn einstakt náttúrufræðilega vegna fjölskrúð- ugs fuglalífs og fiskistofna, sem dragi ferðafólk og vísindamenn til landsins, hvaðanæva úr heimin- um. Meginkostur vatnsins væri hve grunnt það væri. Sólarljós næði til botns og hefði áhrif á botngróður, sem væri fóður fugla. Ef kísilgúr væri tekinn úr botnin- um, dýpkaði vatnið, með ófyrir- sjáanlegum afleiðingum. Við værum og aðilar að alþjóða- sáttmála um verndun votlendis fyrir fuglalif. Mývatn væri okkar skerfur á þeim vettvangi. Rannsóknir við Mývatn hafa tafizt vegna ónógs fjármagns. Þær væru þó komnar það á veg, að ljóst væri, að þessari náttúrulífsperlu, Mývatni, væri stefnt í hættu. Þá bar hann fram spurningar til ráðherra, m.a. þess efnis, hvort þegar hefðu verið gerðir einhverj- ir samningar við eigendur Kísil- iðjunnar sem gerðu þessa fram- lengingu námaleyfis óhjákvæmi- lega, hversvegna væri ekki stað- bundið, hvar í vatninu efnistaka mætti fara fram og hvort ráð- herra teldi náttúrverndarlögin ómerk. Full aðgát og sam- vinna við heimamenn SVERRIR HERMANNSSON, iðnaðarráðherra, vitnaði fyrst til laga nr. 80/1966, þar sem segir, að ríkisstjórnin skuli beita sér fyrir stofnun hlutafélags sem reisi og Sverrir Hermannssor. reki kísilgúrverksmiðju við Mý- vatn. Þar segir einnig að heimilt skuli að veita framleiðslufélaginu nauðsynleg leyfi til þess að rekst- urinn geti gengið fyrir sig. Lögin kveði á um ráðstafanir, m.a. af hálfu framleiðslufélagsins, til að koma í veg fyrir að dýralíf bíði tjón af starfseminni. Rannsóknir, sem stefnt hafi verið að, hafi hinsvegar sætt fjársvelti, því mið- ur, sem nú væri ætlunin að bæta úr, og hefði fyrr mátt vera. Löngu síðar hafi verið sett lög um verndun Mývatns og Laxár (1974) í tengslum við virkjunar- deilu, sem þá reis nyrðra, en ekki sérstaklega vegna efnistöku í vatninu. Ef löggjafinn hafi haft hana sérstaklega, hefði það komið fram í texta laganna. Ég lít svo á að ákvæði laganna nái aðeins til nýrra framkvæmda á svæðinu. Ég skal ekki hafa uppi skoðun um, sagði ráðherra, hversu ríkur réttur náttúruverndarráðs er, en endurútgáfa námaleyfis breytir engu til eða frá um hann. Og það er víðs fjarri að ég telji þessa löggjöf ómerka, en spurningu þar um var beint til mín. Síðan vék ráðherra að því að hann hefði samþykki fjármála- ráðherra fyrir því, að gjald af efn- istöku gangi til grundvallarrann- sókna á vatninu, sem og hliðstætt fjárframlag frá framleiðslufyrir- tækinu. Þar með ætti það að vera O'yggt að fram færu rannsóknir, Guðmundur Einarsson sem hægt væri að byggja á ábyrg- ar ákvarðanir til frambúðar, enda munu hæfustu aðilar sinna þeim. Ef niðurstöður leiða til þess að af- gerandi hætta stafi af efnistöku, verður leyfið þegar afturkallað, enda veitt með fyrirvara um það efni. Þá sagði ráðherra, sem svar við fyrirspurn frá GE, að forveri sinn, Hjörleifur Guttormsson, hefði framlengt samning við Manvill 1982 til tíu ára, þ.e. frá 1986—1996. Frétt Þjóðviljans um þetta efni, sem væri röng í öllum atriðum, væri því fyrst og fremst snoppungur á Hjörleif, og ekki sá fyrsti. Ég legg ríka áherzlu á, sagði ráðherra, að varlega verði gengið um þetta dýrmæta svæði allt. Þessvegna beitti ég mér fyrir því að gera viðunandi rannsóknir mögulegar. Ég mun leggja mig fram um að hafa sem bezt sam- skipti við heimafólk við Mývatn, sveitarstjórnir og landeigendur. Enn sagði ráðherra að þó vinnsluleyfið stæði næstu 15 árin, sem háð væri niðurstöðum rann- sóknar, nægði efni úr Ytri-flóa. Það væri því rangt, sem staðhæft væri, að leyfið væri bundið við Syðri-flóa. Mótmæli norðan- manna fjölluðu eingöngu um þennan syðri hluta vatnsins. Fleiri þingmenn tóku til máls þó ekki verði frekar rakið hér að sinni. STUTTAR UINGFRÉTTIR Sóknargjöld • Fram hefur verið lagt stjórn- arfrumvarp um sóknargjöld o.fl. Samkvæmt þeim skal hver út- svarsgreiðandi, sem náð hefur sextán ára aldri, greiða sókn- argjald, sem verður 0,20—0,40% af útsvarsstofni eftir nánari ákvörðun viðkomandi sóknar- nefndar. Mengunarvarnir • Hjöleifur Guttormsson (Abl.) hefur endurflutt tillögu til þing- sályktunar, sem felur ríkis- stjórninni, ef samþykkt verður, að gera átak á árinu 1985 til að ráða bót á mengun frá fiski- mjölsverksmiðjum og útvega lánsfé til framkvæmda. Lánalenging • Jóhanna Siguróardóttir o.fl. þingmenn Alþýðuflokks flytja frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn efnahags- mála, sem m.a. felur í sér frest- un á greiðslu á þeim hluta verð- tryggingar, sem er umfram al- mennar launahækkanir í land- inu. Þetta verði gert með leng- ingu lánstímans, þannig að hækkun árlegrar greiðslubyrði sé ekki meiri en nemur hækkun almennra launa á sama tímabili. Sparnaöur í ráöuneytum • Kristín Kvaran (Bj.) spyr fjár- málaráðherra, hvernig tekizt hafi að ná yfirlýstum markmið- um um 5% sparnað eða niður- skurð rekstrargjalda ráðuneyta og stofnana 1984. Þá spyr sami þingmaður sama ráðherra, hvort ráðuneyti og stofnanir hafi feng- ið aukafjárveitingu 1984, hve miklar þær séu og hvernig þær skiptist á ráðuneyti og stofnanir. Ljósmynd/Gunnar Sigurgeirseon. Eigendur Inghóls ásamt eiginkonum, en þeir eru jafnframt eigendur Bifreiðastöóvar Selfoss. Selfoss: Inghóll, nýr veitinga- og SelfoHHÍ, 28. jMÚtr. INGHÓLL, nýr veitinga- og skemmtistaóur á Selfossi, var formlega opnaður sl. laugardag. Staóur þessi er byggður ofan á grill- og greióasölu- staóinn Fossnesti við Austurveg og stendur vió aóalumferóaræðina, Aust- urveginn. Inghóll tekur 250 manns í sæti, 200 í veitinga- og danssal en 50 í setustofu og bar er á efri hæó undir risi. Innréttingar eru allar hinar vönduóustu. Það er Bifreiðastöð Selfoss sem er eigandi Inghóls og Foss- nestis. Bifreiðastöðin var stofn- uð fyrir 25 árum „af nokkrum ungum, reynslulausum og fátæk- um mönnum um tvítugt", eins og einn eigendanna, Árni Valdi- marsson, komst að orði er hann ávarpaði gesti og fór yfir sögu fyrirtækisins. Bifreiðastöðin var stofnuð í Tryggvaskála 13. október 1960 og með þeirri stofnun varð „harkið" svokallaða að atvinnugrein á Selfossi. Bifreiðastöðin fékk fyrst lóð vestan brúarinnar þar sem reist var afgreiðsluhús, 4x6 m og notað í 7 ár. í tilefni stofn- unarinnar var efnt til dansleiks í Selfossbíói sem var haldinn ár- lega í mörg ár eftir það og gekk undir heitinu Bílstjóraballið. Núverandi umsvif félagsins við Austurveginn hófust 1963. Bygging þess húsakosts sem hýs- ir núverandi starfsemi hófst 2. júní 1966 og var tekinn í notkun 20. maí 1967 undir nafninu Fossnesti og þar var starfrækt bensín- og greiðasala. Með árunum hefur fyrirtæk- inu vaxið fiskur um hrygg og það skipað sér fastan sess í atvinnu- lífi bæjarins en þar vinna nú 65 manns. Grillskáli var byggður við upphaflega húsnæðið 1977, ný bensínstöð, Esso, 1983 og nú Inghóll sem opnaður var á fyrsta laugardegi í þorra. Bygging Inghóls gekk mjög vel fyrir sig. Það var fyrir rúmu ári að farið var að huga að byggingu ofan á það hús sem fyrir var. Framkvæmdir hófust þriðjudag- inn eftir verslunarmannahelgi og þá vildi svo til að það gerði þá mestu úrkomu sem komið hefur í 70 ár á Selfossi. Þótt verktak- arnir blotnuðu svo sem raun bar vitni í upphafi tók það ekki nema 131 dag að vinna verkið. I Inghól er aðstaða til hvers konar samkomuhalds. Aðspurð- ur um hugmyndir að rekstrar- fyrirkomulagi sagði Guðmundur Gestir vió barinn á Inghóli þegar veitingastaöurinn var opnaöur. skemmtistaður Gunnlaugsson framkvæmda- stjóri, að boðið væri upp á að- stöðu til einkasamkvæma, fundahalda fyrir félög og klúbba, einnig yrði rekinn skemmtistaður fyrir almenning. Lögð yrði áhersla á vandaða dagskrá og að yfirbragð skemmtanahaldsins yrði í sam- ræmi við íburð hússins. Þá gat hann þess að unglingar á Sel- fossi gætu fastlega reiknað með að þar yrðu haldin diskótek fyrir þá. Nafngiftin Inghóll fékkst eftir að auglýst hafði verið eftir hugmyndum að nafni á staðinn. Það voru tveir menn, Agnar Pét- ursson og Smári Snorrason, sem lögðu til nafnið Inghóll. Það er sótt í hæsta punkt Ingólfsfjalls, 551 m yfir sjávarmáli. Heitið á Fossnesti á sér og sína sögu og varð til eftir uppástungu Her- berts Gránz málarameistara. Ekki varð sú uppástunga til við neina samkeppni að því er Her- bert greindi frá. „Það var þannig að ég átti leið hjá sjoppunni og forstjórinn var úti að sópa og ég tók hann tali,“ sagði Herbert. „Mér fannst hann heldur niður- dreginn og spurði um ástæðuna. Jú, það var vegna þess að hann var í vandræðum með nafn á fyrirtækið. Hvað er þetta maður, sagði ég þá, ekki getum við verið minni en þeir í Reykjavík. Nú, sagði hann og leit upp. Já, er ekki upplagt að kalla þetta nesti og þá Fossnesti. Og það var eins og ég hefði gefið manninum eitthvað Ijúft í æð. Hann ljómaði í framan og sveif inn á skrifstofu til sín. Síðan hefur þetta heitið Fossnesti og gengið vel, held ég,“ sagði Herbert. Sig. Jóns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.