Morgunblaðið - 01.02.1985, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.02.1985, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1985 Rauður khmeri veitir særðum félaga sínum aðhlynningu í Nong Samet- búðunum. Borga Víetnam- ar vopn með ódýru vinnuafli? Tókýó, 31. janúar. AP. JAPANSKA fréttastofan Kyodo greindi frá því í dag, að Víetnamar væru að undirbúa að senda verka- fólk í stórum stíl til Sovétríkjanna og annarra Austur-Evrópulanda til „þjálfunar“. í frétt Kyodo kom fram, að fyrri hluta þessa árs væru 10.000 verka- menn væntanlegir til Víetnam eft- ir slíka „þjálfun" og 6—7000 til viðbótar myndu feta í fótspor þeirra og fara til austantjalds- landanna og nema vinnulistina. Sagði í frétt Kyodo, að vestræn lönd hefðu skýringar á þessum ferðalögum verkafólksins, Víet- namar væru í raun að borga fyrir vopn og fleira með ódýru vinnu- afli, þar eð efnahagur landsins er lélegu- og þeir geta ekki greitt fyrir vopnin með gjaldeyri. Þessar „þjálfunarferðir" víetnamskra verkamanna hafa staðið yfir síðan 1980 og þegar mest hefur látið, voru um 60.000 víetnamskir verka- menn „í þjálfun" í Sovétríkjunum, Ungverjalandi, Tékkóslóvakíu, Búlgaríu og Austur-Þýskalandi. Það hefur þó heldur dregið úr þeim vegna ýmissa erfiðleika sem verkafólkið hefur átt við að stríða í hinum nýju heimkynnum. N icaraguabæklingur CIA selst geysivel New York. 31. janóar. AP. HEIMATILBÚIN útgáfa af bæklingi bandarísku leyniþjónustunnar CIA, þar sem aðalefnið er leiðbeiningar í skæruliðahernaði í Nicaragua, selst með afbrigðum vel í New York um þessar mundir. Hér er um fjölritaða útgáfu hins 44 síðna bæklings að ræða og gáfu ónafngreindir aðilar hann út til gamans að sögn eins bókaverslunareiganda, sem hafði selt 300 stykki á tveimur dögum. Útgefendurnir nældu sér í frumútgáfu hjá bókasafni þings- ins og létu ljósrita hana. Voru ljósritin síðan fjölrituð. Bókin heitir „Sálfræðilegar aðgerðir í skæruliðahernaði“ og fjallar um það hvernig contra-skæruliðar í Nicaragua eigi að fara að því að knésetja stjórn sandinista. Meðal efnis eru kaflar um hvernig skuli ræna öllum háttsettum embættis- mönnum stjórnarinnar, hvernig skuli nýta sem best hræðslu þá og ógn, sem skæruliðar skapa og hvernig hægt sé að fá sem ríkast- an árangur af því að myrða kvisl- Harlech lávarður inga. Bandaríska þingið komst að því á síðasta ári, að nokkur þús- und eintökum af bæklingnum hefði verið dreift í Nicaragua i trássi við bann stjórnvalda við að CIA leyniþjónustan, aðstoðaði við að fella sandinistastjórnina. Harlech lávarður lést í bflslysi HARLECH lávarður, fyrrum sendi- herra Breta í Bandaríkjunum, lést í sjúkrahúsi í Lundúnum á laugardag- inn af völdum meiðsla, sem hann hlaut í umferðarslysi á fostudag. Hann var 67 ára að aldri. Harlech lávarður, öðru nafni David Ormsby Gore, hlaut mennt- un sína í Eton og á Nýja Garði í Oxford. Hann var kjörinn á þing fyrir íhaldsflokkinn 1950 og sat í Neðri málstofunni í ellefu ár. Á árunum 1957—1961 var hann að- stoðarutanríkisráðherra Bret- lands. Árið 1961 var Harlech lávarður skipaður sendiherra Breta í Bandaríkjunum. Mjög náin vin- átta tókst með honum og John F. Kennedy, þáverandi Bandaríkja- forseta, og er hann talinn„einhver áhrifamesti erindreki Breta í Bandaríkjunum. Árið 1967 fór Harlech lávarður í ferðalag til Kambódíu með Jacqueline, ekkju Kennedys forseta, en Sylvia, eig- inkona Harlechs, hafði látist nokkrum mánuðum áður í umferð- arslysi. Samdráttur þeirra Har- Bretland: London, 31. janúar. AP. FJÖLDI vinnudaga sem töpuðust í Bretlandi vegna verkfalla á síðasta ári var hinn annar mesti frá því í allsherjarverkfallinu 1926, að því er atvinnumálaráðuneytið greindi frá í gær, miðvikudag. Þeir 26,56 milljón vinnudagar sem töpuðust áttu að langmestu leyti rót sína að rekja til verkfalls námamanna, sem hófst 12. mars. Flestir vinnudagar frá 1926 töp- uðust árið 1979, er íhaldsstjórn Margaretar Thatcher tók við völd- um, eða 29,47 milljón dagar alls. lechs lávarðar og Jacqueline vakti mikla athygli fjölmiðla og var því spáð að þau mundu ganga í hjón- aband. Ári síðar gekk Jacqueline hins vegar að eiga gríska skipa- kónginn Aristóteles Onassis. Harlech lávarður gegndi starfi formanns breska kvikmyndaeft- irlitsins þegar hann lést. en þá höfðu geisað langvarandi verkföll í tíð stjórnar Verkamannaflokksins. Árið 1926 fóru 162 milljónir vinnudaga í súginn. Það ár var gert allsherjarverkfall til stuðn- ings námamönnum og stóð það í níu daga. Verkfallsbarátta náma- manna tók sex mánuði og bar eng- an árangur. f stjórnartíð Margaret Thatcher hefur mjög dregið úr meiri háttar verkfallsátökum þangað til í fyrra. Annar mesti fjöldi verk- fallsdaga frá árinu 1926 Ustinov fyrirskipaði banatilræðið við páfa Sex dögum sfðar vissi ítalska leyniþjónustan af því að sögn vikuritsins L’Europeo Róm, 31. janúar. AP. SEX dögum eftir að tyrkneski hryðjuverkamaðurinn Mehmet Ali Agca reyndi að ráða Pál páfa af dögum á Péturstorginu í Róm, í maí árið 1981, fékk ítalska leyni- þjónustan vitneskju um, að leyni- þjónusta sovéska hersins hefði skipulagt banatilræðið. Sagði ít- alska vikuritið L’Europeo frá i í gær. L’Europeo vitnar í leyniþjón- ustuskýrslur frá 19. maí árið 1981 en þar kemur fram, að Dim- itri Ustinov, fyrrum varnar- málaráðherra Sovétríkjanna, sem nú er nýlátinn, hafi verið frumkvöðullinn að samsærinu gegn páfa. Hafi hann rætt og lagt á ráðin um morðtilræðið á fundi varnarmálaráðherra Var- sjárbandalagsrikjanna í Búkar- est, sem haldinn var í nóvember Ustinov — „aðeins að særa páfa svo hann væri ekki að flækjast fyrir”. Agca — Italska leyniþjónustan vissi allt áður en hann leysti sjálf- ur frá skjóðunni. 1980. Vegna þessarar fréttar i L’Europeo reyndi Ansa, ítalska fréttastofan, að komast á snoðir um tilvist skýrslunnar, sem vitn- að var í, og skýrði svo frá því seint í gærkvöldi og hafði eftir heimildamönnum innan Sisma, ítölsku léyniþjónustunnar, að hún væri vissulega til og rétt eft- ir henni haft. í skýrslunni kemur fram, að ástæðan fyrir því, að Sovétmenn vildu myrða páfa, hafi verið stuðningur hans við Samstöðu, óháðu verkalýðsfélögin í Pól- landi. „Var ákvörðuninni um morðið fagnað ákaflega af Austur-Þjóðverjum einum," hafði L’Europeo eftir skýrslunni og bætti við: „Vegna efasemda og undrunar annarra bandamanna Rússa í Varsjárbandalaginu lagði Ust- inov áherslu á, og hamraði á því, að ætlunin væri aðeins að særa páfa svo hann væri ekki að flækjast fyrir í nokkurn tíma.“ „Samkvæmt heimildum okkar var banatilræðið við Pál páfa skipulagt af GRU, leyniþjónustu sovéska hersins, og að fyrirmæl- um Ustinovs sjálfs," hefur L’Europeo upp úr skýrslunni en þar segir ennfremur, að GRU hafi hjálpað Agca að flýja úr tyrknesku fangelsi og - síðan þjálfað hann og búið undir ódæðisverkið. V/Ð HLKYZVNIM BREYTTA. VEXTI Á UXNIÆMDUM GJATnEYRISREIKIXIlXGUM BANDARÍKJADOLLAR.......... 7,25% ENSK PUND.................10,00% DANSKAR KRÓNUR............10,00% ÞÝSK MÖRK.................. 4,00% BÍNAÐARBANKI íslands TRAUSTUR BANKI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.