Morgunblaðið - 01.02.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.02.1985, Blaðsíða 24
MORGUNBLADIÐ, FQSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1985 Vaxandi atvinnu- leysi í Bretlandi London, 31. janúar. AP. FJÖLDI atvinnulausra í Bretlandi var meiri í janúarmánuði en nokkru sinni fyrr, eða 3.340.958 manns, sem eru 13,9% vinnufærra í landinu, að því er talsmaður stjórnarinnar sagði í dag, fimmtudag. f janúar hafði atvinnulausum fjölgað um 121.552 frá því í des- ember, og var það mesta fjölgun í fjóra mánuði. í desember voru 13,4% vinnufærra atvinnulaus. Viðskiptaráðuneytið, sem tók saman þessar upplýsingar, kvað aukninguna að hluta stafa af ár- iegum samdrætti í viðskiptalífinu eftir jól og áramót. Atvinnumálaráðherrann, Tom King, kenndi einnig um 10 mánaða löngu verkfalli námamanna, sem spillt hefði atvinnuhorfum í Bret- landi. 1 atvinnuleysistölunum eru ekki meðtalin 475.000 manns, sem eru í starfsþjálfunarnámi á vegum hins opinbera, né heldur 162.000 manns sem komin eru yfir sextugt og þurfa ekki að skrá sig atvinnu- lausa til þess að fá bætur. John Prescott, talsmaður Verkamannaflokksins í atvinnu- málum, sagði að tölur þessar sönnuðu „enn frekar en áður gikkslegt sinnuleysi stjórnarinnar um hag hinna atvinnulausu". Atvinnuleysi hefur meira en tvöfaldast í stjórnartíð Margaret- ar Thatcher frá því í maí 1979. Verðbólga hefur lækkað úr 22%-hámarki 1981 í 4,9% í des- ember sl. (miðað við heilt ár). Atvinnuleysi í Bretlandi, sem nú er 13,9%, sem fyrr sagði, er þó nokkuð yfir meðaltalinu innan Evrópubandalagsins, sem er 10,7%. í iðnríkjum heims er þetta meðaltal 8,1%, að sögn viðskipta- ráðuneytisins. Sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ: Verður Vernon Walters eftirmaður Kirkpatrick? Wanhington, 31. janúnr. AP. VERNON Walters, áður annar æðsti yfirmaður CIA og maður, sem þykir hafa ráð undir rifi hverju, verður líklega skipaður eftirmaður Jean J. Kirk- patrick sem sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. Eru þær fréttir hafðar eftir bandarískum embættismanni, sem ekki vildi láta nafns getið. Vernon Walters er mörgum góð- um gáfum gæddur og tungumála- garpur með afbrigðum. Hann er nú farandsendiherra Reagans og hefur oft tekist ferð á hendur, sem öðrum hefur sýnst hin mesta for- sending. Snemma á ríkisstjórnar- árum Reagans fór hann með leynd til Havana þar sem hann ræddi um sambúð Kúbana og Banda- ríkjamanna og í fyrra brá hann sér til San Salvador og sýndi Ro- berto D’Aubuisson, leiðtoga hægrimanna í EI Salvador, í tvo heimana. Var D’Aubuisson þá grunaður um að vilja feigan sendi- herra Bandaríkjanna í borginni. Kirkpatrick hefur átt mjög lit- ríkan feril sem sendiherra þjóðar sinnar hjá SÞ og stundum nokkuð stormasaman. Hún segir jafnan hug sinn allan og kveður fast að orði. Þegar Alexander M. Haig var utanríkisráðherra sátu þau Kirkpatrick sjaldan á sátts höfði og Shultz og henni hefur einnig borið margt á milli. Larry Speakes, blaðafulltrúi Hvíta hússins, vildi ekkert um þessi mál segja annað en það, að Reagan, forseti, teldi Kirkpatrick hafa staðið sig „frábærlega vel í starfi og væri meðal bestu sendi- herra þjóðarinnar". Reagan sagði í fyrri viku, að hann hefði í huga annað starf handa Kirkpatrick en nú hefur hún sjálf ákveðið að hverfa aftur til kennslustarfa við Georgetown-háskólann. Leiðtogarnir, sem sátu fundinn í Nýju Delhi fyrr í vikunni, þar sem frumkvæði smáríkja ■ kjarnorkuvopnamálum var til umræðu: f.v. Ramaswami Venkataraman, varaforseti Indlands; Raoul Alfonsin, forseti Argentínu; Olof Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar; Zail Singh, forseti Indlands; Julius K. Nyerere, forseti Tanzaníu; Miguel de la Madrid, forseti Mexíkó; Andreas Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, og Rajiv Gandhi, forsætisráðherra Indlands. Friðarráðstefna í Aþenu: Leita raunhæfrar leiðar til að stöðva vígbúnað Aþenu, 31. janúar. AP. ANDREAS Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, sagði í ræðu á ráð- stefnu um afvopnunarmál í Aþenu í dag, að nauðsynlegt væri að skipuleggja alþjóðlega baráttu til að sannfæra leiðtoga kjarnorkuveldanna: „að hlusta á rödd skynseminnar og stöðva vígbúnaðarkapphlaup á jörðu og úti í geimn- um . Ráðstefnuna í Aþenu sækja auk Papandreou þrír aðrir stjórnar- leiðtogar, sem sátu leiðtogafund- inn í Nýju Delhí fyrr í vikunni, þar sem afvopnunarmál voru til umræðu. Það eru þeir Alfonsin, forseti Argentínu, Palme, forsæt- isráðherra Svíþjóðar og Nyerere, forseti Tanzaníu. Auk þeirra sitja ráðstefnuna í Aþenu 50 stjórn- málamenn, sérfræðingar um her- mál, prestar og rithöfundar. Er markmið ráðstefnunnar að reyna að finna raunhæfa leið til að fá kjarnorkuveldin til að stöðva víg- búnaðarkapphlaupið og hætta við fyrirætlanir um geimvopn. „Kjarnorkuvopnamálin eru of mikilvæg til þess að hægt sé láta stórveldin ein fjalla um þau. Sérhver þjóð og sérhver einstakl- ingur á rétt á því að láta sig þau varða," er haft eftir ólafi Ragnari Grímssyni, sem í fréttaskeyti AP er sagður þingmaður á Islandi og einn af skipuleggjendum ráðstefn- unnar á vegum Þingmannasam- taka fyrir heimsskipulagi, sem hugmyndina áttu að leiðtogafund- inum í Nýju Delhí. Búddhamunkar frá Japan voru fyrir utan Zappeion-bygginguna í miðborg Aþenu, þar sem ráðstefn- an er haldin, og fögnuðu þeir að- vífandi fundarmönnum með frið- arsöng og bænagjörð. WKm Wm * Símamynd/AP. KRAKKAR í KLAKAHÖLL Systurnar Lisa og Amy voru ekkert stúrnar yfir kuldakastinu, sem gerði á Flórída í fyrri viku. Pabbi þeirra bjó Ifka til handa þeim klakahöll og fór þannig að því, að hann sprautaði vatni á myndarlegt tré í garðinum. Vatnið fraus strax á liminu, sem drúpti allt að jörðu, og síðan lokuðu grýlukertin hringnum. Ný sókn Iraka Itagdad, 31. janúar. AP. TALSMADUR herafla írak greindi frá því í dag, að fjölmennar hersveit- ir íraka hefðu gert áhlaup á stöðvar íranska hersins um miðbik víglín- unnar og „hreiðrað um sig á nýjum stöðvum,” eins og komist var að GENGI GJALDMIÐLA Dollar lækkar Lundúnum, 31. janúir. AP. Bandaríkjadollar féll í verði gagnvart öllum helztu gjaldmiðl- um heims er út spurðist að helzta vog Bandaríkjastjórnar á efna- hagslíf næstu missera hefði sigið niður á við í desember. Guliverð snarhækkaði að sama skapi. Vegna þessa þverra vonir manna um að hagvöxtur haldi áfram af sama krafti og verið hefur í Bandaríkjunum. Búist er og við vaxtalækkunum í kjölfarið, sem myndu leiða til minni eftirspurnar eftir dollar. Brezka pundið náði sér á strik þar sem OPEC-ríkin komu sér aðeins saman um óverulega verðlækkun á olíu, og hefur gengi þess ekki verið hærra í þrjár vikur. Fengust 1,1300 dollarar fyrir pundið í kvöld miðað við 1,1260 dollara í gær. Staða dollarsins gagnvart öðrum helztu gjaldmiðlum heims var sem hér segir og er miðað við einn dollar: 3,1625 vestur-þýzk mörk (3,1695), 2,67175 svissneskir frankar (2,6770), 9,6605 franskir frank- ar (9,6925), 3,5720 hollenzk gyllini (3,5840), 1.948,25 ítalsk- ar lirur (1.955,35) og 1.3273 kanadískir dollarar (1,3277). Gullúnsan hækkaði um fjóra dollara í London og kostaði 306,50 dollara. í Zurich kostaði únsan 306,25 dollara. orði. Þetta er önnur stórsókn íraka í einni og sömu vikunni, en það eru næstum þrjú ár síðan Irakar voru í hlutverki árásaraðila í Persafióa- stríðinu. Það kom fram í frásögn íraka, að „fjöldi íranskra hermanna" hefði fallið, nokkrir verið teknir höndum, en hinir hefðu „flúið eins og hérar". Þess var ekki getið hvort írakar sóttu inn í íran í hinni nýju árás, en víða með víg- línunni eru stöðvar írana á íraskri grund. íranir segja árásir íraka ekki jafn umfangsmiklar og mannmargar og þeir vilji vera láta og þær hafi „misheppnast hrapallega". írakar segja á hinn bóginn, að árásirnar hafi verið gerðar til þess að „refsa árásarað- ilanum og hefðu þær þjónað til- gangi sínum“. Annar helsti foringi ETA handtekinn lUjonne, Frnkklnndi, 31. jnnúnr. AP. FRANSKA lögreglan hefur handtek- ið tvo af leiðtogum basknesku hryðjuverkasamtakanna ETA. Annar mannanna er Juan Lor- enza Lasa Michelena, sem talinn er annar valdamesti leiðtogi ETA. Hinn maðurinn er Jose Martinez de la Fuente, sem er foringi ETA í Navarra-héraði. Handtökur þessar voru gerðar í húsi nokkru í Anglet, skammt fyrir utan borgina Bayonne, sem er ekki langt frá landamærum Spánar. Auk mannanna tveggja, sem voru vopnaðir, voru tvær kon- ur, sem voru með þeim í húsinu, teknar höndum. De la Fuente var handtekinn í Baskahéruðum Frakklands fyrir þremur árum og var þá dæmdur í skamma fangelsisvist fyrir að bera á sér fölsuð persónuskilríki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.