Morgunblaðið - 01.02.1985, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 01.02.1985, Blaðsíða 51
MORGUNBLAPIÐ, FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1985 51 ^ „ VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Bréfritari telur að því skuli haldið óbreyttu að stöðvaður verði innflutningur vissra grænmetistegunda þegar samskonar íslensk framleiðsla er fyrir hendi. framleiðslu er að ræða nú í ár? Af hverju mega ekki fleiri inn- lendir dreifingaraðilar, aðrir en grænmetisverslunin, meðhöndla kartöflur, þ.e. kaupa, pakka og selja? Sumir þessara aðila hafa fengið leyfi ráðherra til inn- flutnings á kartöflum (þegar ís- lenskar eru ekki til) og fersku grænmeti og stuðlað að fjöl- breytni og lækkuðu vöruverði, en þeim er ekki treystandi fyrir ís- lenskri framleiðslu. Er þetta ekki frekar öfugsnúið? 1 lögum um grænmetisversl- unina er starfssvið hennar ein- ungis fólgið í dreifingu á íslensk- um kartöflum og innflutningi kartaflna þegar íslensk fram- leiðsla er ekki á boðstólum. Sam- kvæmt þessu er innflutningur Grænmetisverslunarinnar á ferskum ávöxtum ekki ólöglegur eða hefur lögunum um hana ver- ið breytt? Og að lokum má fjár- málaráðherra hjálpa þér með síðustu spurninguna en hún er þannig: Af hverju greiðir Grænmetisverslunin ekki skatta og skyldur eins og önnur fyrir- tæki í landinu? Fengi ríkissjóður skatta og skyldur Grænmetis- verslunarinnar kæmi það þá ekki upp á móti tekjutapi ríkis- sjóðs vegna niðurfellingu tolla af innfluttu grænmeti? Með von um skjót svör og aukna umræðu um þessi mikil- vægu hagsmunamál og skjóta niðurfellingu tollanna. Vanga- veltur um rétt- indamál Ó.T.E. skrifar: Ef menn hafa hug á því að skoða mannlífið og þjóðfélags- bygginguna, og gera okkur ljós- ari grein fyrir þeim öflum, sem þar togast á, þá verður manni ætíð betur og betur ljóst hvað verkafólk er fótum troðið. Ekki bara í launum, heldur víða í daglegum störfum. Ég sagði „fótum troðið", því fyrir nálægt hálfum mannsaldri störfuðu handverksmenn við byggingar- vinnu og járnsmíði á sumrin, en sjó og fiskvinnu á veturna og ekki þótti það neitt tiltökumál þótt þeir ynnu sömu störf og sjómenn og verkafólk. En þróunin, verklegar framfarir og menntun, eru svo miklar, þannig að nú er varla til það starf, sem vinna má öðru vísi en hafa pappíra upp úr öllum vösum, sem sanna að ekki sé verið að brjóta lög eða samninga. Þau störf eru vandfundin, sem iðn- aðarmenn, sumir hverjir að minnsta kosti, telja að séu ekki hluti af þeirra starfsgrein. Verkamenn ganga sífellt í gegn um hvern hreinsunareldinn af öðrum, og skilja ekki í því, hvers vegna ekki má orðið setja hosu- klemmu á slöngu, svo ekki séu brotin lög. Nýlega var nokkur ágreining- ur á milli málmiðnaðarmanna og nokkurra verkamanna. Deil- an stóð í fyrstu um léttvægt mál, þ.e.a.s. fiskfæriband. Verkamenn taka slík bönd oft í sundur til þess að auðvelda þrif, og til að lagfæra klossa og fleira sem jafnan er sjálfsagt að hafa í lagi. Þetta verk töldu málmiðn- aðarmenn þeirra verk, og þar mættu hinir ekki nærri koma. Þeir voru hreyknir og dálítið „fordrildnir" af menntun sinni þessir annars ágætu menn. En svo kom rúsínan í pylsuendan- um. Þessir sömu iðnaðarmenn, sem fettust út í störf verka- manna, gengu sjálfir í aðrar starfsgreinar þvers og kruss. Svo nú langar mig til þess að spyrja, og vil beina spurningum mínum til starfsmannafélags pípulagningamanna í Reykjavík: 1. Er manni með aðeins málmsuðuréttindi, leyfilegt að leggja og gera við pípu- lagnir? 2. Má vélvirki leggja og gera við pípur? 3. Hver er þá réttur pípulagn- ingamanna? Eiga þeir að vera heima á atvinnuleysis- bótum? Innst inni eru verkamenn orð- nir þreyttir á þessu forystuleysi í verkalýðsfélögunum. Þeim er ekki tryggður nokkur réttur, ekki frekar en hundi. Það mætti skrifa um það langt mál, en það verður að bíða betri tíma. En verst af öllu er að treysta alla- böllum í verkalýðsforustunni. Fréttirfmfýrstu hendi! Djelly-systur Nýkomið fallegt sérval af jökkum og blússum frá Englandi. Verslunin fyrir þig. Reyjavíkurvegi 16, Hafnarfiröi. S. 651147. ÚTSALA Karlmannaföt kr. 1.995—2.995. Terelynebuxur frá kr. 790—950. Gallabuxur frá kr. 295—595. Skyrtur, peysur o.fl. ódýrt. Andrés, Skólavörðustíg 22. TYROUA TOmi DUGONU ÞEKKING - REYNSLA - ÞJÓNUSTA TOPPmerkÍn ^ am m mjr m rn. U rn. i í ikíðavörum F ALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 91-84670
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.