Morgunblaðið - 01.02.1985, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLADIÐ, FOST.UDAGUR 1. FEBRÚAR 1985
Orkuspárnefnd um frávik orkuspár frá rauntölum 1984:
Meiri olíu- og jarðvarmanotkun
og samdráttur í efnahagslífi
RAFORKUSPÁR orkuspárnefndar
hafa reynzt of háar miðað við þá
þróun, sem orðið hefur á síðustu
misserum. Orkuspárnefnd hefur af
þessu tilefni látið taka saman
greinargerð, þar sem leitazt er við
að svara þeim spurningum, hvers
vegna spárnar hafa reynzt of háar
og eru það einkum þrjú atriði, sem
nefndin telur að komi til greina
sem skýring á minni aukningu raf-
orkunotkunar en ráð var fyrir gert.
í greinargerðinni segir m.a.
um húshitun, að þar hafi komið
til meiri olíunotkun, minni notk-
un á rúmmetra og stærri hlutur
jarðvarma. Síðan segir: „í
spánni frá 1981 var gert ráð
fyrir að á næstu tveimur til fjór-
um árum yrði að mestu hætt að
nota olíu við hitun húsrýmis,
sem var í samræmi við yfirlýs-
ingar stjórnvalda á þeim tíma.
Þessi þróun hefur gengið heldur
hægar fyrir sig en ráð var fyrir
gert, en einnig hefur jarðvarmi
verið heldur meira nýttur til hit-
unar húsrýmis en áætlað var og
orkunotkun á rúmmetra hús-
næðis hefur reynst minni en ráð
var fyrir gert. Þessi þáttur getur
skýrt um 60% af þeim mismuni,
sem er á spá frá 1981 og rauntöl-
um árið 1984."
Þá segir m.a. um heimilin og
minni aukningu notkunar raf-
orku á þeim: „Raforkunotkun á
heimilum hefur vaxið hægar en
búist var við. Talið var að hún
myndi vaxa hraðar en hún hafði
gert næstu ár á undan, enda var
notkun á íbúa hér á landi mun
minni en í Svíþjóð, en tekið var
mið af sænskri og bandarískri
spá á sínum tíma. Þessi þáttur
getur skýrt um 10% af fráviki
spár frá rauntölum ársins 1984.“
Um atvinnustarfsemi, sam-
drátt í efnahagslífi og bætta
orkunýtingu segir m.a. og er þar
Þróun almennrar raforkunotkunar frá 1971 ásamt spám til aldamóta.
vitnað til þess að hér að framan
hafi verið skýrð um 70% af frá-
viki spár frá rauntölum: „Þau
30%, sem þá eru eftir eru til
komin vegna minni raforkunotk-
unar í atvinnulífinu, en sú
minnkun stafar líklega bæði af
samdrætti í efnahagslífi undan-
farin ár hér á landi og bættri
orkunýtingu. í spánni frá 1981
var reiknað með áframhaldandi
hagvexti."
Þá segir í lok greinargerðar
orkuspárnefndar, að nefndin
hafi með tilliti til hitastigs fyrir
árið 1984 ekki leiðrétt almenna
raforkunotkun, en sé litið á árin
fyrir 1981 í meðfylgjandi töflu,
sjáist að í óleiðréttri notkun
skeri einungis árið 1980 sig úr
með litla aukningu. Nefndin
taldi að þetta eina ár gæfi ekki
nægar upplýsingar til þess að
álykta mætti að farið væri að
hægja á vexti notkunar til lengri
tíma. Fremur var talið að um
skammtímasveiflu væri að ræða.
Orkuspárnar væru langtímaspár
og vegna skammtímasveiflna i
notkun telur nefndin ekki eðli-
legt að líta einungis á einstök ár
og bera þau beint saman við
spárnar.
Sambýli þroskahcftra á Stekkjartröð 1 á Egilsstöðum.
Morgunblaðid/ólafur
Egilsstaðir:
Sambýli
þroskaheftra
formlega opnað
KKÍinstöAum, 26. janúar.
NÚ I vikunni var sambýli þroskaheftra formlega opnað að Stekkjartröð 1
hér á Egilsstöðum. Formaður Svæðisstjórnar um málefni fatlaöra á Aust-
urlandi, Stefán Þórarinsson, læknir, flutti ávarp og llallgrímur Dalberg,
ráðuneytisstjóri, flutti ávarp félagsmálaráðherra og lýsti yfir opnun sam-
býlisins. Þá flutti sr. Vigfús Ingvar Ingvarsson bæn og ennfremur fluttu
ávörp þeir Helgi Seljan, alþingismaður, sr. Davíð Baldursson, Eskifirði,
formaður Styrktarfélags vangefinna á Austurlandi, Sveinn Þórarinsson,
oddviti Egilsstaöahrepps, Sigurfinnur Sigurðsson, formaður stjórnar-
nefndar um málefni fatlaðra og forstöðumaður sambýlisins, Agnes Jens-
dóttir, þroskaþjálfi.
Sambýlið tók til starfa um
miðjan septembermánuð síðast-
liðinn og búa þar nú sex þroska-
heftir einstaklingar. Að sögn
forstöðumanns sambýlisins ann-
ast þeir alla umhirðu sína sjálf-
ir, sjá m.a. um matargerð undir
handleiðslu starfsmanna, en
eiga afdrep á vistheimilinu Von-
arlandi við hvers konar handa-
vinnu. Einn heimilismanna
vinnur úti í bæ hálfan daginn. 1
bígerð er að koma upp svonefnd-
um vernduðum vinnustað fyrir
heimilismenn sambýlisins í
iðngörðum Egilsstaðahrepps í
Lyngási 11.
Styrktarfélag vangefinna á
Austurlandi keypti einbýlishúsið
á Stekkjartröð 1 undir sambýlið
— en félagsmálaráðherra hefur
nú gefið vilyrði fyrir því að fé-
laginu verði endurgreitt kaup-
verðið.
í ávarpi félagsmálaráðherra,
Alexanders Stefánssonar, er
ráðuneytisstjóri flutti, kom m.a.
fram að sambýlið hér á Egils-
stöðum er hið 14. í röð slíkra
sambýla þroskaheftra víðs vegar
um land — en hins vegar hið
fyrsta sinna tegundar hér á
Austurlandi. Heimild er fyrir
fimm stöðugildum við sambýlið
á Egilsstöðum. Að loknum
ávörpum voru gestum bornar
veitingar.
— Ólafur
Agnes Jensdóttir forstöðumaður sambýlisins ásamt einum heimil-
ismanna.
Frá vígslu sambýlis þroskaheftra á Egilsstöðum. Morgunbiasís/óiafur
Jón Þ. Þór
bréfskák-
meistari
Islands
JÓN Þ. Þór varð sigurvegari í lands-
liðsflokki á 7. Skákþingi fslands í
bréfskák. Hann hlaut 9 vinninga í 10
umferðum. í öðru sæti varð Bjarni
Magnússon með 8% vinning og Árni
Stefánsson hlaut 7'A vinning. í
fjórða sæti varð Björn F. Karlsson
með 6 vinninga, Þórir Sæmundsson
hlaut 5% vinning, Erlingur Þor-
steinsson 4'/2, Árni Jakobsson 4, Jón
Björnsson 3'A, Guðlaugur Bjarnason
3, Bragi Gíslason 2'/2 og Svavar
Svavarsson 1 vinning.
íslenzka landsliðssveitin í
bréfskák tefldi landskeppni við
Dani og vann íslenzka sveitin
öruggan sigur, hlaut 31 vinning
gegn 19. Þá tók íslenzka sveitin
þátt í fyrstu N-Atlantshafskeppn-
inni í bréfskák. Bretar sigruðu,
hlutu 42 % vinning, ísland hafnaði
í öðru sæti með 38% vinning,
Spánverjar hlutu sama vinn-
ingsfjölda en höfnuðu í þriðja
sæti, b-sveit Bandaríkjanna hlaut
35, Frakkar 34, Kanadamenn 32,
a-sveit Bandaríkjanna 21 og Irar
hlutu 13% vinning.
Tveir íslenzkir skákmenn náðu
áfanga að alþjóðlegum meistara-
titli í bréfskák; þeir Bragi Krist-
jánsson og Hannes Ólafsson.
Bragi varð þar með alþjóðlegur
meistari í bréfskák.
Tapaði fjórum
snjódekkjum
Verslunarskólanemi hafði sam-
band við blaðið og kvaðst hafa orðiö
fyrir því óhappi að verða af fjórum
negldum snjódekkjum undan fólks-
bfl, út við Gróttú sl. þriðjudag.
Þar hafði hann verið staddur
ásamt nokkrum skólafélögum sín-
um og voru þau að taka upp á
myndband mynd fyrir skólafélag-
ið og þurftu að losa farangursrými
bifreiðarinnar. Dekkjunum var
staflað upp á bílaplani rétt við
trönurnar úti við Gróttu. Þar
gleymdust dekkin og hafa ekki
fundist síðan.
Þeir sem geta gefið einhverjar
upplýsingar um málið eru beðnir
um að hafa samband við Arnar í
síma 76932.
Hársnyrtisýning
á Hótel Sögu
SUNNUDAGINN 3. febrúar verð-
ur á hársnyrtisýning á Hótel Sögu
þar sem 20 stofur sýna tískuna í
dag, á annað hundrað hárgreiðslur
og klippingar. Gestir kvöldsins
verða ensku hárgreiðslu-
meistararnir Keith Williamsson
og Christine Bartlett. Miðasala er
á Rakarastofunni, Klapparstíg, og
hárgreiðslustofunni Permu.
|
I