Morgunblaðið - 01.02.1985, Síða 4

Morgunblaðið - 01.02.1985, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1985 Samvinnuferöir-Landsýn: Endurgreiða farþegum síðasta árs vegna mik- illar þátttöku í ferðum FERÐASKRIFSTOFAN SamvinnuferAir-Landsýn hefur ákveðið að endurgreiða þeim er ferðuðust í hópferðum á vegum skrifstofunnar síðasta ár upphæð, sem nemur 1000 krónum fyrir hvern fullorðinn og 500 krónum fyrir hvert barn. Öllum almennum þátttakendum í hópferðunum 1984 til Rimini, sumarhúsa í Danmörku, sæluhúsa í Hollandi, Grikklands og Dubr- ovnik í Júgóslavíu hefur nú verið sent bréf þar sem skýrt er frá því að vegna góðrar þátttöku í ferðum síðasta sumars geti ferðaskrifstof- an nú leiðrétt verðlagningu ferða. Milli 5—6 þúsund manns fá þessa endurgreiðslu. Helgi Jóhannson, framkvæmda- stjóri Samvinnuferða-Landsýnar, sagði, að í upphafi síðasta árs hefði verið gerð áætlun um þátt- töku í ferðum þeim er skrifstofan byði upp á. f lok ársins hefði hins vegar komið í ljós, að afkoma fyrirtækisins var enn betri en nokkur hafði þorað að vona. „Ef við hefðum með nokkru móti getað séð þetta fyrir hefðu fargjöld get- að orðið enn lægri en þau voru,“ sagði Helgi. „Við ætlum því að bæta farþegum þetta upp með því að gefa þeim kost á að nýta sér endurgreiðsluna ef þeir fara í ferðir í sumar, en endurgreiða þeim ella í beinhörðum peningum eftir 1. september." Gunnar Steinn Pálsson, kynn- ingarfulltrúi ferðaskrifstofunnar, sagði, að það væri alls ekki verið að slá ryki í augu fólks með þess- ari endurgreiðslu og hún væri ekki gerð í áróðursskyni. „Auglýs- ingagildið er örugglega ekki 5 milljóna króna virði, en það er sú upphæð sem varið er til endur- greiðslna. Það mætti til dæmis benda á, að fyrir þessa upphæð mætti sýna auglýsingu í sjónvarpi í 4 klukkustundir samfleytt." Helgi tók undir þetta og sagði, að aðildarfélög ferðaskrifstofunn- ar, þ.e. ASÍ, BSRB, BHM og fleiri samtök launafólks, hefðu það markmið að halda verði á ferðum í algjöru lágmarki. Það væri því ekki réttlætanlegt að safna í digra sjóði þegar komið hefði í ljós að tekjuafgangur fyrirtækisins var mikill. „Við viljum að þeir sem ferðuðust með okkur á síðasta ári og sköpuðu þennan tekjuafgang fyrirtækisins njóti góðs af og því var þessi leið valin í stað þess að greiða niður verð á ferðum í ár,“ sagði Helgi. „Ég þori þó að full- yrða, að verð á okkar ferðum í ár verður með allra lægsta móti líkt og undanfarin ár.“ Helgi Jóhannsson, framkvæmdastjóri Samvinnuferða-Landsynar, og Gunnar Steinn Pálsson, framkvæmdastjóri Auglýsingaþjónustunnar, sem annast auglýsingar fyrir ferðaskrifstofuna á blaðamannafundi í gær. MorgunblaíiS/FriJþjófur Húseignir Verzlunarskólans, sem nú hafa verið auglýstar til sölu. 1 Nýbygging Verzlunarskólans í nýja miðbænum. Húseignir Verzlunar- skólans til sölu Skólinn flytur í nýja miðbæinn um næstu áramót Fasteignasalan Fignamiðlunin hefur fengið til sölu allar fasteignir Verslunarskóla íslands við Grund- arstíg og Þingholtsstræti, en fyrir- hugað er að skólinn flytji í nýtt húsnæði í nýja miðbænum við Kringlumýri um næstu áramót. Morgunblaðið hafði samband við Sverri Kristinsson, sölu- stjóra hjá Eignamiðlun, og spurðist nánar fyrir um eignirn- ar og söluhorfur, en eins og kunnugt er er hér um miklar fasteignir og lóðir að ræða. Sverrir sagði að sölumöguleikar væru góðir enda væru eignirnar vel staðsettar. „Eignirnar verða seldar i einu lagi eða hlutum. Þær henta vel fyrir ýmiss konar starfsemi svo sem skrifstofur, verslun, heildverslun, skóla- starfsemi, íbúðarhúsnæði og fleira. Þá er einnig þess að gæta, að eftirspurn eftir fasteignum á þessu svæði er mikil og hefur farið vaxandi á síðustu árum,“ sagði Sverrir. Fasteignir þær sem hér um ræðir eru m.a. gamla skólahúsið, sem Thor Jensen byggði á sínum tíma og synir hans bjuggu í, virðuleg bygging við Hellusund, sem áður var íbúðarhús Ágústs H. Bjarnasonar prófessors og svo nýbygging Verslunarskólans við Þingholtsstræti, tvær bygg- ingarlóðir og fleira. Idnaðarráðherra um beiöni hitaveitustjóra Akraness: Mun ekki veita niður- greiðslur Bætir ekki stöðu Hitaveitu Akraness og Borgarfjaröar „NEI. Ég mun vinna að því fullum fetum að komast út úr niðurgreiðslun- um, þó það sé útilokað að koma því í framkvæmd eins og nú stendur," sagði Sverrir Hermannsson iðnaðar- ráðherra er hann var spurður hvort iðnaðarráðuneytið ætli að verða við beiðni rafveitustjóra Akraness, Magn- úsar Oddssonar, um að til niður- grciðslna á raforku til húshitunar komi á Akranesi, en iðnaðarráðuneyt- inu hefur borist bréf þess efnis. Varðandi stöðu Hitaveitu Akra- ness og Borgarfjarðar, sem fram kom í frétt Mbl. í gær að væri mjög slæm, en gjaldskrá hennar er með þeim hæstu á landinu, sagði ráð- herrann: „Ég skipaði nefnd til að gera tillögur um hvernig ráða megi fram úr fjármálaöngþveiti Hita- veitu Akraness og Borgarfjarðar, og ég á von á niðurstöðum innan tíðar. Auðvitað þarf að herða á því að hitaveitan nái markaðnum undir sig. Það mun enn skorta á um 20% af þeim markaði, sem reiknað var með. Þessu verðum við að reyna að þoka fram og það verður áreiðan- lega ekki gert með því að taka upp niðurgreiðslur hjá rafveitunni." Vinsældalisti rásar 2: Lítið um breytingar KKKEKT lát virdist vera á vinsældum hljómsveitarinnar Wham!. Tvö lög hljómsveitarinnar eru enn á listanum yfir 10 vinsælustu lögin á rás 2 og ann- að þeirra í fyrsta sæti þriðju vikuna í röð. 1. (1) Everything She Wants - Wham! 2. (2) Sex Crime - Eurythmics 3. (4) Búkadú - Stuðmenn 4. (3) Húsið og ég - Grafík 5. (16) I Want to Know What Love Is - Foreigner 6. (5) „16“ - Grafík 7. (8) Like a Virgin - Madonna 8. (10) Easy Lover - Philip Baily og Phil Collins 9. (7) Heartbeat - Wham! 10. (6) One Night in Bangkok - Murray Head íslensku veiðarfærin komin til Massawa: Sjá 2.000 manns fyrir lífs- björginni næstu 5—10 ár — segir „íslenska eldfjallið“ í Eritreu, Georg Stanley Aðalsteinsson frá Vestmannaeyjum Manava, Eritreu, 31. janvar. Fré Ómari VakiimarHKjni hlaAamanni Mbl. „ÞESSI sending mun skapa atvinnu fyrir 3—400 manns. Þegar það er margfaldað með fjölskyldustærðinni er Ijóst að gangi allt samkvæmt áætlun mun þetta starf Hjálparstofnunar kirkjunnar og Lúterska heims- sambandsins sjá um 2.000 manns fyrir lífsbjörginni næstu 5—10 árin,“ sagði Georg Stanley Aðalsteinsson, skipstjóri frá Vestmannaeyjum, er hann tók á móti íslensku veiðarfærasendingunni hér síðdegis í dag. Stanley og kona hans, Arndís Pálsdóttir, fisktæknir, hafa verið hér við Rauðahafsströnd Eþíópíu um mánaðarskeið og munu væntanlega verða þar til í árslok 1986. Nú þegar eru um 200 Eritreu- menn farnir að starfa að ís- lenska fiskveiðiverkefninu, en gert er ráð fyrir að eftir tvö ár muni um eitt þúsund manns hafa atvinnu af fiskvinnslu og útgerð hér í þessum stríðsþjáða bæ. Áður en verkefnið hófst voru starfandi hér 54 einstaklingar við sjósókn og útgerð. Á einum mánuði hafa þegar orðið nokkr- ar framfarir í vinnslu sjávarafla fyrir tilstuðlan hjónanna úr Eyj- um. Þau sýndu hérlendum sjó- mönnum hvemig íslendingar flökuðu fisk með þeirri afleið- ingu að nýtingin hefur vaxið um 25%. Sjómenn hér eru einnig farnir að salta og sólþurrka smáhákarl, sem áður var seldur isaður til Kína. Nú nota starfs- menn fiskveiðiverkefnisins sól- þurrkaðan hákarl fyrir jórtur- gúmmí og líkar vel að sögn. Með íslensku veiðarfærunum verður hægt að stunda veiðar með troll og reknet auk hand- færaveiða. Til þessa hafa heima- menn stundað dorg með fimm trillubátum, en vonir standa til að hægt verði að hefja trollveið- ar með tveimur slíkum bátum í næstu viku. í sjónum hér fyrir utan er gnótt fisks m.a. makríll, karfabróðir, rækja og barracuda auk hákarlsins. Allt úrvals matfiskur að sögn þeirra hjóna. Aflinn á síðasta ári var 40 tonn, en hér gera menn sér vonir um að betri og stærri bátar með ný- tískulegum veiðarfærum frá is- iandi muni afla allt að 10.000 tonna á ári. Það myndi gjör- breyta öllu atvinnulífi hér, þar sem allt að 90% ibúanna eru án atvinnu. Fyrir um 30 árum var ársafli hér um 8.000 tonn, en langvinn borgarastyrjöld í Eri- treu hefur nær lagt þá atvinnu- grein niður eins og annað. íbúum í Massawa hefur fækkað úr um 35.000 í 10—15.000 af sömu sök- um frá upphafi styrjaldarinnar. Daglaun hér eru nálægt eitt hundrað krónum íslenskum og þykir gott. Útgerðin hér verður fyrst í stað rekin með þremur trillum, en fjórði báturinn, gamall tund- urskeytabátur sem Stanley sveið út úr eþíópska sjóhernum, bæt- ist fljótlega við. Sjómennirnir hér, sem tóku við íslensku veiðarfærunum { dag, voru í sjöunda himni með sendinguna. Ekki vissu þeir gjörla til hvers allt þetta var. Þeir bera mikið traust til Stan- leys, sem fulltrúar Hjálparstofn- unarinnar hér kalla „íslenska eldfjallið“. Framgangsmáti hans þykir þeim að ýmsu leyti óvenju- legur, eins og t.d. í síðustu viku þegar skipstjórinn úr Eyjum leit til lofts síðla dags og spáði að það myndi rigna með kvöldinu. Þeir tóku því mátulega alvar- lega, enda hefur ekki rignt hér að gagni í fimm ár. Um kvöldið og nóttina gerði svo úrhellisrign- ingu og þegar kapteinn Stanley, eins og hann er kallaður, mætti til vinnu morguninn eftir spurðu karlarnir hvenær hann ætlaði að !áta rigna næst.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.